Morgunblaðið - 12.05.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 12.05.1988, Síða 1
96 SIÐUR B/C 107. tbl. 76. árg. Frakkland: Nýrrar stjórnar beðið í ofvæni : * ■ Nordfoto Svend Auken, leiðtogi jafnaðarmanna, Niels Helveg Petersen, formaður Radikale Venstre, og Poul SchlUter, oddviti íhaldsmanna, voru saman á fréttamannafundi í gær og þóttu hinir kumpánlegustu, hlógu og brostu breitt enda kosningarnar að baki. Ekki er þó talið, að það sé fyrirboði auðveldra stjórn- armyndunarviðræðna. Stjórnarmyndun í Danmörku: Fyrsta lota viðræðn- anna að fara af stað París. Reuter. MICHEL Rocard, forsætisráð- herra Frakklands, ætlar að Umdeild för til S-Afríku Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgninblaðsins. NOKKRIR finnskir íshokkíleik- menn eru komnir til Suður-Afriku þrátt fyrir loforð sem þeir gáfu nm að leika ekki i landinu. Óttast finnsk stjórnvöld að mörg Afríku- ríki hunsi Ólympiuleikana i Seoul í Suður-Kóreu ef Finnar taka þar þátt eftir að hafa sent íþrótta- menn til Suður-Afriku. Finnska einkasjónvarpsstöðin MTVupplýsti í síðustu viku að þekkt- ir ísknattleiksmenn væru á leið til Suður-Afríku. í fréttatíma stöðvar- innar mátti sjá hvar nærri kom til handalögmála milli fréttamanna og leikmanna er þeir voru spurðir á flug- vellinum í Helsinki hvert leiðin lægi. Starfsmaður finnska ísknattleiks- sambandsins var þá sendur til Lúx- emborgar til fundar við íþróttamenn- ina. Fullyrti hann að fundinum lokn- um að leikmennimir sjö, allir úr öflugum finnskum keppnisliðum, hefðu lofað sér því að hætta við fyrir- hugaða ferð til Suður-Afríku. I gær upplýstist svo að a.m.k. þrír þeirra héldu áfram til Suður- Afríku og frést hefur til þeirra á hóteli í Durban. Brugghús í Suður- Afríku hefur tekið að sér að borga ferðir og laun Finnanna. Finnar hafa eins og flestar þjóðir heims slitið íþróttasamskiptum við S-Afríku og er mál þetta litið mjög alvarlegum augum í Finnlandi. skýra frá myndun nýrrar stjórnar í dag, fimmtudag. Er skipan hennar beðið með mik- illi eftirvæntingu en búist er við, að innanborðs verði sér- fróðir menn um tæknileg mál- efni, kunnir menn úr atvinnulíf- inu og jafnvel hófsamir hægri- menn. Rocard gekk í gær á fund Fran- cois Mitterrands forseta til að ræða við hann um stjómarmynd- unina og var jafnvel búist við, að hann greindi frá ráðherralistanum að fundinum loknum. Talsmaður hans, Marie Bertin, sagði hins vegar, að af því yrði ekki fyrr en í dag. Talið er víst, að stjómin verði fremur ópólitísk ásýndum, að hluta skipuð mönnum, sem hafa getið sér orð fyrir annað en afskipti af stjómmáiunum. Fráfarandi samsteypustjóm hefur fjögurra sæta meirihluta á þingi en miðflokkamenn hafa gef- ið til kynna, að þeir ætli að sýna stjóm Rocards nokkra biðlund og gefa henni tækifæri til að láta verkin tala. Telja sumir, að ein- hveijum ráðhermm síðustu stjóm- ar verði boðið að vera um kyrrt en þeir sósíalistar, sem þykja líkleg ráðherraefni, eru þau Pierre Beregovoy, kosningastjóri Mitter- rands, Lionel Jospin, fram- kvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, Jean-Louis Bianco, starfsmanna- stjóri forseta, og Isabel Thomas, sem er aðeins 26 ára gömul en hefur látið nokkuð að sér kveða innan Sósíalistaflokksins. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 Kaupmannahttfn, Brussel. Reuter. POUL Schltlter, forsætisráðherra Danmerkur, afhenti i gær Margr- éti Danadrottningu lausnarbeiðni sina en gaf um leið i skyn, að hann tæki aftur við stjórnvelin- um. Samþykkt hefur verið, að forseti þjóðþingsins stjórni fyrstu viðræðum flokkanna um nýja stjórn. Talsmenn NATO í Brussel fara varlega i sakirnar i ummæl- um sinum um dönsku kosningarn- ar en Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að ræða við væntanlega ríkisstjóm um kjarnorkuvopna- málin. Schluter afhenti drottningu það, sem hann kallaði sjálfur „bráða- birgðalausnarbeiðni“, og lagði áherslu á, að nú yrði að mynda stjóm, sem „getur starfað út kjörtímabilið án þess að komast í kreppu á fárra mánaða fresti". Skömmu síðar var frá því skýrt, að flok'kamir hefðu fallist á, að jafnað- armaðurinn Svend Jakobsen, forseti þjóðþingsins, stýrði fyrstu viðræðum flokkanna og er búist við, að þær hefjist í dag. Er ekki vænst neinnar formlegrar niðurstöðu, heldur að þær verði eins konar formáli að til- raun Schluters til að mynda nýja stjóm borgaraflokkanna. í aðalstöðvum Atlantshafsbanda- lagsins í Brussel vildu menn fátt um dönsku kosningarnar segja en töldu þó, að nú að þeim loknum væru minni líkur á áframhaldandi ágrein- ingi milli Dana og annarra NATO- þjóða um kjamorkumálin. Talsmað- ur bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, Phyllis Oakley, sagði í gær, að Bandaríkjastjóm ætlaði að taka upp viðræður við væntanlega ríkisstjóm í Danmörku um kjamorkuvopnamál- in. Sagði hún, að þingsályktunin, sem varð til þess, að Schluter boð- aði til nýrra kosninga, ylli vemlegum erfiðleikum í vamarsamstarfinu við Dani þar sem það væri stefna Bandaríkjamanna að játa hvorki né neita tilvist kjamorkuvopna um borð í bandarískum herskipum. Carrington lávarður, sem brátt lætur af starfi sem framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, Prentsmiðja Morgunblaðsins sagði í gær, að hann teldi NATO ekki hafa veikst vegna deilunnar í Danmörku. „Vestur-Evrópuríkin hafa notið friðar og öryggis vegna NATO-aðildarinnar en það hefur ekki tekist án nokkurra fóma. Ríkin 16 verða að axla byrðamar þótt þær sígi stundum í, útgjöld til vamar- mála og staðsetning lqamorku- vopna.“ Reuter Reagan heiðrar Carrington Ronald Reagan Bandaríkjaforseti afhendir Carrington lávarði, frávarandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, Frelsis- orðuna, æðsta heiðursmerki sem Bandaríkjaforseti veitir almenn- um borgurum. Orðuna fékk Carrington í viðurkenningarskyni fyrir að stuðla að þeirri einingu bandalagsríkja sem leiddi til þess að Washington-sáttmálinn milli risaveldanna var undirritað- ur i desember á síðasta ári. í samtali við fréttamann WORLD- NET sjónvarpsstöðvarinnar sagði Carrington Iávarður að kosn- ingamar í Danmörku hefðu ekki veikt samstöðu bandalagsríkja. Hann sagðist telja að viðbrögð Bandaríkjamanna og Breta, með- al annarra, við þingsályktuninni sem leiddi til kosninganna myndu koma í veg fyrir að slík afstaða breiddist út til annarra ríkja NATO. Njósnarínn Kim Philby látinn London. Reuter. ^ KIM Philby, breski njósnarinn sem sá Sovétmönnum fyrir leyni- legum upplýsingum í þrjátíu ár áður en hann flúði til Sovétríkj- anna, er látinn. Að sögn breskra embættismanna andaðist blaða- maðurinn, erindrekinn og njósnakóngurinn í gær í Sov- étríkjunum, 76 ára að aldri. Philby var einn þriggja manna í víðfrægum njósnahring sem notaði tengsl sín við ráðamenn í Bretlandi til að fóðra Sovétmenn á ríkisleynd-. armálum á meðan Kaldastríðið stóð sem hæst. Félagar hans voru þeir Guy Burgess og Donald Mclean, sem báðir flúðu til Sovétríkjanna árið 1951, 12 árum á undan Philby. Philby flúði í gegnum Beirút um það leyti sem hringurinn í leit .að „þriðja manninum" þrengdist um hann. Félagamir kynntust í Cam- bridge-háskóla og Philby, sem tal- Reuter Kim Philby inn var þeirra skæðastur, gekk Sovétmönnum á hönd árið 1934. Hann var yfír- maður sovéskra gagnnjósna í Bretlandi, M16- deildarinnar, á fimmta áratugn- um. Jafnframt sá hann KGB fyrir upplýsingum um breska leyni- þjónustumenn og segja kunnugir að þær upplýsingar hafí leitt til dauða fyölda njósnara bandamanna. Harold (Kim) Philby rauf ára- langa þögn um tildrög flótta 'síns í viðtali fyrir skömmu. Þar sagðist hann enn starfa fyrir KGB. Hann sagðist einskis sakna frá ættjörð sinni nema ef vera skyldi nokkurra öndvegisrétta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.