Morgunblaðið - 12.05.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 12.05.1988, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 Undirbúningsnefnd að stofnun Félags starfsfólks í ferðaþjónustu: Viimuveitendiir eiga aðild að nefndinni - segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR „Þetta fólk hefur ekki haft neitt samband við Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur út af þessu, en það hlýtur að vekja athygli að vinnu- veitendur eiga aðild að þessari undirbúningsnefnd stofnunnar félags- ins. Tveir af fimm nefndarmönnum sitja vinnuveitenda megin við borðið,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR, aðspurður um undirbúningsfund stofnunar Félags starfsfólks í ferðaþjónustu, en flest það fólk er nú félagar í VR. „Þegar vinnuveitendur eru famir að standa fyrir stofnun stéttarfé- laga með þessum hætti og klofnun annarra, hiýtur sú spuming að vakna hvort það er gert af um- hyggju fyrir kjörum launþega. Þá er því einnig ósvarað hvofy Flugleið- ir og aðrir vinnuveitendur sem hér eiga hlut að máli em reiðubúnir til þess að semja um betri kjör fyrir þetta fólk, einungis ef það gengur úr VR,“ sagði Magnús ennfremur. Hann benti á að VR hefði lýst vilja sinum sig tii þess að standa að fyrirtækjasamningi við Flugleið- ir og nú lægi bréf þess efnis í skrif- borðinu hjá forstjóra Flugleiða. VR hefði óskað eftir sérsamningi við fleiri fyrirtæki, eins og til dæmis Kringluna, en samtök vinnuveit- enda hefðu hafnað þessum mögu- leika. „Hugur okkar hefur staðið til þess að kljúfa samningaformið upp og gera samninga meira í starfogreinum og sérviðum, en því hefur jafnan verið hafnað algjörlega af samtökum vinnuveitenda," sagði Magnús. Hann sagði að samkvæmt hans upplýsingum væri ekki gert ráð fyrir því með þessari félagsstofnun að allir sem störfuðu að ferðaþjón- ustu gætu átt aðild að nýja félag- inu, en þeir væra nú í ótalmörgum stéttarfélögum. Það væri ekki mál- ið, heldur tæki þetta fyrst og fremst til félaga í VR, sem þýddi að stéttar- félögunum fjölgaði en fækkaði ekki, og það gengi á skjön við þá við- leitni að gera starfogreinasamn- inga. Hann sagðist skilja fólkið vel, sem að þessu stæði. Það leitaði eft- ir hveijum þeim mögúleika, sem gæti skilað þeim bestum kjöram og það væri sjálfsagt að það gerði það. „En þegar vinnuveitendur era famir að setja fram gylliboð og láta eins og það sé hægt að gera miklu betri samninga við fólk, ef það fari úr þeim stéttarfélögum sem fyrir era, er ég ekki viss um að allur VEÐURHORFUR í DAG, 12. mai 1988 YFIRUT f gær: Um 100 km suður af Vestmannaayjum er 1002 mb lægð sem þokast suöaustur og grynnist en yfir Grænlandi er 1030 mb hæð. Nokkuð kólnar norðanlands en annars breytist hiti lítið. SPÁ: Norðaustangola um vestan- og norðanvert landið, með smá slydduóljum ó norðanverðum Vestfjörðum en suðaustan kaldi og súld austan og suðaustan lands. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Austanátt, fremur hæg, einkum um vestanvert landið. Skúrir suðaustan- og austan- lands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti 5-7 stig. TAKN: A, Norftan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- 0 Hrtastig: stefnu og fjaðrirnar • Heiftskírt vindstyrk, heil fjöður Skúrir er 2 vindstig. * V El Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * ’ , ’ Súld Skýjað / * / * Slydda ÐO Mistur / * / * * * —Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM ki 12:00 í gœr að ísl. tíma htti veður Akureyri 10 skýjað Reykjavfk B skúrir Bergen 13 alskýjaft Heisinki 17 ekýjað Jan Mayen 2 alskýjað Kaupmannah. 16 skýjað Narssarssuaq S léttskýjað Nuuk 0 haglól Osló 15 skýjað Stokkhólmur 13 léUskýjað Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 18 hátfskýjað Amsterdam 18 heiðsklrt Aþena Barcelona 18 vantar alskýjað Chlcago 10 heiðskírt Feneyjar 17 alskýjað Frankfurt 19 skýjað Giasgow 11 mlstur Hamborg 18 lóttskýjað Las Palmas 22 hálfskýjað London 12 mistur Los Angeles 16 heiðskfrt Lúxemborg 14 rlgning Madrid 18 skýjað Malaga 21 alskýjað Mallorca 16 rigning skýjað Montreal 14 New York 13 þrumuveður París 11 þokumóða Róm 20 þokumóða San Diego 16 heiðskírt Winnipeg 4 skýjað Magnús L. Sveinsson sannleikurinn hafi verið sagður." Aðspurður sagði hann að mögu- leikar á deildaskiptingu VR hefðu verið ræddir í stjóm félagsins. Vilji hefði verið til þess að ná lqarasamn- ingum eftir starfsgreinum og það hefði getað auðveldað þessa þróun. en vinnuveitendur hefðu alfarið hafnað því. Nýlokiri vinnudeila ýtti undir deildaskiptingu, enda væri félagið orðið mjög fjölmennt og spannaði yfír mismunandi starfs- svið. Deildaskipting breytti hins vegar ekki öllu ef vinnuveitendur neituðu að gera starfsgreinasamn- inga, það væri'kjami málsins. „Það er ekki gaman að eiga við þetta. Vinnuveitendasambandið semur við Verkamannasambandið í vetur og neitar viðræðum við aðra fyrr en þeir hafa samið við þá um tvö þúsund krónur. Þeir segja svo á eftir að þetta pigi að gilda fyrir alla launþega S landinu og þá skipt- ir engu hvort menn eru í þessu stétt- arfélaginu eða hinu og hvort þeir era í deildum eða ekki. Sannleikur- inn er sá að vandinn virðist ekki vera uppbygging stéttarfélaganna heldur miðstýringin vestur í Garða- stræti, sem ákveður að eitt og hið sama skuli ganga yfír alla launþega í landinu sama hvar í launaflokki þeir era,“ sagði Magnús að lokum. Fengn 20 millj. kr. styrk frá Norræna iðnaðarsjóðnum Grindavfk. Hafrannsóknastofnunin á ís- landi og norska hafrannsókna- stofnunin hafa fengið styrk að upphæð 20 milljón krónur frá Norræna iðnaðarsjóðnum vegna sameiginlegs verkefnis með til- raunaeldi á lúðu. Að sögn Gunn- ars Sigurþórssonar forstöðu- manns nýju tilraunaeldisstöðvar- innar sem er í byggingu á athafna- svæði íslandslax hf. í Grindavík kemur þessi styrkur sér vel þar sem stöðin verður tekin í notkun i næsta mánuði. í stöðinni sem er 5B0 fermetrar að stærð verða 18 ker undir tilrauna- eidið en þéim er öllúm ráðstafað næsta árið og komast færri að en vilja. Að sögn Björns Bjömssonar físki- fræðings, sem hefur yfíramsjón með lúðueldinu, verða tólf ker nýtt undir Iúðuna og bytjað að gera tilraunir með mismunandi fóðurgerðir og einnig að kanna áhrif hita á vaxtar- hraða. Þá kannar Jónas Bjamason, lífefnafræðingur hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins, í þremur keij- um áhrif mismunandi gæða hráefriis til fóðurgerðar í laxeldi og Einar Jónsson fiskifræðingur kannar einn- ig í þremur keijum ltfolfkur ýsu sem verður fyrir hreisturslosi þegar hún sleppur í gegnum. veiðarfæri. Stöðin kostar uppkomin um 20 Morgunblaðið/Kristinn Benediktsaon Nýja tUraunaeldisstöð Hafrann- sóknastof nunar að verða tílbúinn tíl notkunar. Gunnar Sigurþórs- son forstöðumaður inni í eldis- salnum. milljónir króna og á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir allt fískeldi í framtíðinni. - Kr.Ben. Æ ------- Islenska óperan: „Kippir fótunum undan rekstrinum — segir Garðar Cortes um virðisaukaskattínn. LEIKHÚ SFÓLKI er heitt i hamsi þessa dagana vegna fyrir- hugaðs virðisaukaskatts, sem gert er ráð fyrir að leggist á aðgöngu- miðaverð að öllum óperu- og leik- sýningum i landinu. Fundur á veg- um Félags islenskra leikara mót- mælti skattinum og skoraði á al- þingismenn að forða því “menn- ingarsögulega slysi“ sem sam- þykkt óbreytts frumvarpsins um virðisaukaskatt hefði i för með sér. Garðar Cortes, óperustjóri íslensku óperunnar sagði i viðtali við blaðið að virðisaukaskattur á listir væri stórt skref afturábak. Garðar sagði að íslenska óperan gæti ekki staðið undir því að borga 22% í virðisaukaskatt, þar sem það væri um það bil sú prósentutala sem þeir hefðu afgangs til að borga upp- færslukostnað. Og þótt komið hefði til tals að ríkið bætti óperanni upp skattinn í formi styrkja þá væri aug- Ijóst mál að jafn skuldugt fyrirtæki og íslenska óperan mætti ekki við því að bíða eftir úthlutun styrkja í stað þess að geta notað veltuna jafn- óðum til að borga niður skuldir. Ekki kæmi til greina að hækka verð aðgöngumiðanna. „Grandvöllurinn fyrir rekstri íslensku óperannar er brostinn ef þetta frumvarp verður samþykkt," sagði Garðar að lokum. í ályktun fundar Félags íslenskra leikara kemur fram að hækkun á verði aðgöngumiða þýði að leiklist verði forréttindi þeirra efnameiri, og í sama streng tók Guðbjörg Ama- dóttir, formaður Bandalags íslenskra leikfélaga. Guðbjörg kvaðst líka ótt- ast að mörg áhugaleikfélög úti á landsbyggðinni leggðust niður ef aðsókn minnkaði. Hún sagði það hafa kostað mikla baráttu að fá sölu- skatt af aðgöngumiðaverði felldan niður á sfnum tíma og að virðisauka- skatturinn væri ekkert annað en söluskattsdraugurinn uppvakinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.