Morgunblaðið - 12.05.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988
Ifl
hátt menningarstig á liðnum öld-
um. Gömlu konungdæmin héldu
frið við nágranna sína, Kínveija,
og urðu fyrir margskonar áhrifum
frá þeim í verkmenningu og lífs-
skoðun. Búddatrú og kristin trú
eru ríkjandi trúarbrögð, en speki
Konfúsíusar er enn í heiðri höfð í
uppeldi þjóðarinnar og myndar
kjölfestu í framkomu og viðhorf-
um.
Mongólar í norðri og Japanir í
austri gerðu Kóreubúum margar
skráveifur gegnum aldimar og í
lok 16. aldar lögðu Japanir landið
í rúst í 7 ára landvinningastríði.
Sjálfstæði sitt öðlaðist Kórea að
nýju eftir uppgjöf Japana í síðari
heimsstyrjöld, 1945. Þá tók við
baráttan um skiptingu landsins
milli kommúnista í norðri og suð-
urhlutans, sem lýsti yfír stofnun
sjálfstæðs lýðveldis árið 1948.
Norður-Kórea heijaði að nýju á
suðurhlutann á árunum 1950—
1953, uns vopnahlé var loks samið
að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna.
Seoul risin úr öskustónni
Suður-Kórea er heldur minni en
ísland að flatarmáli, en þar búa
um 40 milljónir manna, þar af
nærri 10 milljónir í Seoul (frb.
sól). Óvíða í veröldinni hafa fram-
farir verið jafnstórstígar á skömm-
um tíma og í Suður-Kóreu. Ókunn-
ugir hljóta að velta fyrir sér þessu
efnahagsundri og spyija hvað
valdi. I fljótu bragði virðist svarið
búa í þjóðinni sjálfri, sem er öguð,
harðgerð og vinnusöm. Landrými
er lítið en vel nýtt, skipulag með
ágætum og tækni háþróuð. Fomar
hefðir og dyggðir eru varðveittar
þrátt fyrir erlend áhrif og tækni-
byltingu, sem skipar Suður-Kóreu
á bekk með forystuþjóðum í iðn-
framleiðslu og keppir nú þegar við
sína fomu fjandmenn, Japani. Seo-
ul er í dag nýtískuleg heimsborg
á vestræna vísu en skemmtilega
samofin menjum fortíðar. Kóreu-
búar tala sitt eigið tungumál, frá-
brugðið bæði kínversku og jap-
önsku, en er af altaískum upp-
runa. Mörg orð eru þó af kínversk-
um stofni, en þeir hafa sitt eigið
letur, samsett úr 19 samhljóðum
og 10 sérhljóðum.
Seoul-búar eru snyrtimenni í
framgöngu og klæðaburði og
hreinlæti ekki síðra en með Vest-
urlandabúum.
Ólympíuþorpið, Ólympíu-
garðurinn og glæsilegt
íþróttasvæði í Champshill
Ólympíuleikunum er stjómað úr
17 hæða stórhýsi Ólympíumiðstöðv-
arinnar. Skammt frá er Ólympíu-
þorpið með nýtízkuíbúðum, sem
ætlað er að hýsa 13.000 keppendur
meðan leikamir standa yfir, en'
verða síðan seldar almenningi. í
sjálfum ólympíugarðinum eru 6
keppnishallir, hver annarri glæsi-
legri. Sjálfur garðurinn er um 3
milljónir fermetra að stærð. Skreyt-
ing hans vekur undrun og aðdáun.
Á grænum grasflötum, sem ramm-
ast inn af fögrum runnum og lit-
skrúði blóma, standa vegleg lista-
verk, höggmyndir úr steini, trélista-
verk og aðrar steyptar í eir.
Ólympíugarðurinn er útivistar-
svæði, sem verður augnayndi um
langa framtíð.
Augu heimsins
mæna á Kóreu
Draumur afreksmannsins í
íþróttum er auðvitað að keppa á
Olympíuleikum, og margir keppa
um að komast hingað. Seoul-búar
gera sér ljósan vandann við að und-
irbúa hátíð af þessu tagi og með
slíku umfangi og leggja nótt við
dag að búa sem best í haginn. Leik-
amir eru líka afdrifaríkir fyrir
framtíð landsins. Von er á um
10.000 fréttamönnum blaða, sjón-
varps og útvarps til að fylgjast með
leikunum og miðla lýsingum jafn-
harðan.
Erfiðast verður að leysa gisti-
vandann, enda er allt gistirými
löngu upppantað. Mótsstjómin hef-
ur lagt hald á öll lúxushótelin fyrir
forystumenn íþróttahrej'finga og
fjarskipta úr víðri veröld.
Aðrir verða að láta sér lynda
íburðarminni gistingu, en hún er
alls staðar hreinleg og vistleg, þótt
rýmið sé í minna lagi og sums stað-
ar innréttað á kóreska vísu, þ.e.
aðeins dýna til að sofa á en ekkert
rúmstæði.
Hér virðast allir kannast við ís-
land vegna handboltans. íslending-
ar munu verða allíjölmennir á leik-
unum og binda miklar vonir við sína
menn, einkum í handknattleiknum,
og hér er þeim spáð góðu gengi.
Kóreubúar era alúðlegt fólk og
munu taka vel á móti gestum
sínum, keppendum sem öðram. Og
Kórea kemur skemmtilega á óvart.
Áskorun fiskvinnslufólks
til ríkisstj órnarinnar:
Vextir og vísitala
lækki tafarlaust
„Við förum fram á að vextir
og vísitala verðbótaþáttar lækki
tafarlaust eða frá og með undir-
ritun kjarasamninga VMSÍ og
VSÍ 26.02.1988. Það yrði umtals-
verð kjarabót fyrir meginþorra
landsmanna, sem er að kikna
undan vaxtabyrði. Þetta myndi
einnig létta nyög greiðslubyrði
fiskvinnslufyrirtækja, sem yrðu
þá betur í stakk búin að mæta
kaupkröfum okkar í næstu samn-
ingum,“ sagir meðal annars í
áskorun fiskvinnslufólks á Akra-
nesi til ríkisstjómar íslands, sem
afhent var forsætisráðherra á
Akranesi fyrir skömmu.
í áskoraninni kemur fram að
fiskvinnslufólkið telur að stjómleysi
íslenskra stjómvalda á fjármála-
sviðinu og bruðl í opinbera geiran-
um sé meginorsökin fyrir því að
ekki varð komist lengra í baráttu
fiskvinnslufólks fyrir bættum kjör-
um. Matarskattinum er harðlega
mótmælt og hann talinn svívirðileg
aðför að launafólki á íslandi. Þess
er krafist að fármagni lífeyrissjóð-
anna verði tafarlaust skilað heim í
hérað, þar sem það yrði ávaxtað á
heimaslóðum og lífeyrissjóðsmál
landsmanna endurskoðuð strax.
Síðan segir: „Og að lokum viljum
við, sem hluti þess litla hóps, sem
sér um gjaldeyrisöflun þjóðarinnar
lýsa vanþóknun okkar á hvemig
þessum dýrmæta gjaldeyri er sóað
linnulaust í alls kyns ónauðsynjar.
Við beinum þeim tilmælum til
stjómvalda að innflutningsbann
verði sett á allar ónauðsynjar og
að mikil og ströng aðgát verði við-
höfð í gjaldeyrissölu. Sjómenn, fisk-
vinnslufólk og fiskvinnslufyrirtæki
ætla ekki að greiða niður viðskipta-
halla íslensku þjóðarinnar. Reikning
stjómvalda upp á 15 milljarða við-
skiptahalla verða aðrir að greiða,
t.d. innflutningsaðilar."
Leiðrétting
ORÐIÐ „ekki“ féll niður úr einni
setningu í grein Hannesar Jónsson-
ar í blaðinu í gær. Rétt er setning-
in þannig: „Var hér um að ræða
363.500 fermflna landsvæði með
um 95 milljónir íbúa, sem ekki
vora af rússnesku þjóðemi." —
Blaðið biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
Tónleikar til heið-
urs Páli P. Pálssyni
KARLAKÓR Reykjavíkur og
Starfsmannafélag Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands efna til heiðurstón-
leika í Háskólabfói laugardaginn
14. maí kl. 15.00. Tilefnið er sex-
tugsafmæli Páls Pampichlers Páls-
sonar 9. þessa mánaðar.
Páll fæddist í Graz í Austurríki
9. maí 1928 og hlaut hann tónlistar-
menntun sína að langmestu leyti í
heimaborg sinni. 17 ára gamall var
hann ráðinn trompetleikari við óper-
una í Graz en 21 árs gamall, árið
1949, flutti hann til íslands til að
taka 1. trompetleikara í útvarps-
hljómsveitinni sem árið eftir varð að
Sinfóníuhljómsveit íslands, en auk
þess var hann ráðinn stjómandi
Lúðrasveitar Reykjavíkur. Páll hefur
skilið eftir sig djúp spor í stuttri tón-
listarsögu íslands. Hann hóf að
stjóma Sinfóníuhljómsveitinni árið
1955, en 1959 fór hann til Hamborg-
ar og nam í eitt ár hljómsveitarstjóm
undir leiðsögn prófessors _ Wilhelms
Brueckner-Rueggebergs. Árið 1964
tók Páll við stjóm Karlakórs
Reykjavíkur og árið 1971 varð hann
fastur hljómsveitarstjóri Sinfóníu-
hljómsveitar íslands. Páll hefur auk
þess að stjóma þessum hópum hér
heima ferðast með þeim víða erlendis
og kynnt íslenska tónmenningu —
tónlist og tónlistarmenn. Hann hefur
einnig talsvert stjómað erlendum
hljómsveitum og þá gjaman valið til
flutnings íslensk og önnur norræn
verk. Páll hefur starfað sem kennari
og stjómandi Bamalúðrasveitar
Vesturbæjar í Melaskóla í liðlega
þijá áratugi og um árabil leiðbeindi
hann við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Síðast en ekki síst er Páll
afkastamikið tónskáld og útsetjari
og hafa verk hans verið flutt víða
um lönd.
Páll Pampichler Pálsson
Á tónleikunum á laugardaginn
koma fram Karlakór Reykjavíkur og
Sinfóníuhljómsveit íslands undir
stjóm þýska hljómsveitarstjórans
Reinhards Schwarz. Á efnisskrá tón-
leikanna era verk eftir afmælisbam-
ið, Johann Strauss, Verdi og fleiri.
Tónleikamir hefjast í Háskólabíói kl.
15.00 og fást aðgöngumiðar við inn-
ganginn.
JlBIUGESTUnE
STORFELLD VERÐLÆKKUN
á nyjum sumarhjólbörðum!
Vegna tollalækkunar um áramótin og hagstæðra magninnkaupa
getum við nú boðið hina þekktu BRIDGESTONE sumarhjólbarða á
ÓTRÚLEGU VERÐI.
Dæmi um verð:
Stærð Verð
155 SR 13 Kr. 2.600.-
165 SR 13 Kr. 2.900.-
175 SR 14 Kr. 3.800.-
175/70 SR 13 Kr. 3.900.-
185/70 SR 14 Kr. 4.200.-
STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR FRÁ OFANGREINDUM VERÐUM ER 7%
en að auki getum við boðið mjög hagstæð greiðslukjör:
VILDARKJÖR VISA eða EUROKREDIT: Lág eða engin útborgun
— og jafnar mánaðarlegar greiðslur allt upp í 8 mánuði!
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Stuðlaðu að öryggi þínu og þinna í umferðinni í sumar — nýttu þér
hagstætt verð okkár greiðsluskilmála og kauptu NÝJA úrvals
BRIDGESTONE hjólbarða undir bílinn!!
DEKKJAMARKAÐURINN
FOSSHÁLSI 13—15
(vestan við nýja Bílaborgarhúsið)
SÍMI 68-12-99