Morgunblaðið - 12.05.1988, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988
Alþjóðadagur
hjúkrunarfræðinga
eftir Sigurbjörgu
Björgvinsdóttur
Um heim allan minnast hjúkr-
unarfræðingar fæðingardags Flor-
ence Nightingale, en hún var fædd
12. maí 1820 í Flórens á Ítalíu, af
bresku bergi brotin. Florence Night-
ingale var brautryðjandi hjúkrunar-
starfa og með störfum sínum lagði
hún grundvöll að menntun og skipu-
lagningu hjúkrunarstarfa.
Síðan á tímum Florence Night-
ingale hefur hjúkrun mikið breyst.
Helsta breytingin er sú, að tækninni
hefur fleygt fram og fólk lifir nú
mun lengur en áður. Afleiðingin af
þessu er aukning langvinnra sjúk-
dóma sem hefur í för með sér aukna
þörf fyrir hjúkrun. Auknar kröfur
eru gerðar til hjúkrunarfræðinga að
þeir kunni meðferð ýmissa tækja og
tóla sem notuð eru til lækningar,
einnig er þátttaka hjúkrunarfræð-
inga í læknismeðferðinni orðin meiri.
Hjúkrunarstarfíð getur verið mjög
erfítt og kreijandi, en hugarfarið á
bak við það er enn það sama, það
þarf enn köllun til þess að starfa
við hjúkrun, og fá störf veita eins
mikla lífsfyllingu og ánægju og
hjúkrun.
Starfssvið hjúkrunarfræðinga
hefur ekki verið skilgreint ítarlega
og veldur það stundum ágreiningi í
samstarfí við aðrar heilbrigðisstéttir.
í lögum er fjallað um sjálfstæði og
ábyrgð hjúkrunarfræðinga, slíkt
hlýtur að fela Lsér rétt til ákvarðana-
töku. Hjúkrunarfræðingar verða við
ýmsar aðstæður í starfí að taka
ákvarðanir á eigin spýtur. Hjúkruna-
rfræðingar bera ábyrgð á störfum
sínum gagnvart skjólstæðingum,
aðstandendum, stofnun og þjóðfé-
laginu. Grundvallast það á þeirri
þekkingu er hann með námi sínu
og reynslu hefur öðlast og sífellt
viðar að sér.
Það er von mín og trú að hjúkrun
vaxi og dafni í framtíðinni og að við
getum unnið gott starf fyrir þjóð-
félag okkar.
Alþjóðasamband
hjúkrunarfræðinga
Alþjóðasamband hjúkrunarfræð-
inga, Intemational Council of Nurs-
es, fyrsta alþjóða stéttarsamband
kvenna, var stofnað 1899. Flest
hjúkrunarfélög í heiminum í dag
eru innan vébanda þess. Alþjóða-
samband hjúkrunarfræðinga telur
að hjúkrunarfræðingar séu mikils-
verðir þátttakendur í mótun heil-
brigðisþjónustu hvers lands. Að öll-
um hjúkrunarfélögum beri skylda
til að stuðla að bættri heilbrigðis-
þjónustu í samvinnu við aðrar heil-
brigðisstéttir. Alþjóðasamband
hjúkrunarfræðinga hvetur hjúkr-
unarfélög um allan heim til þess
að vekja athygli hjúkrunarfræðinga
og almennings á mikilvægi þess að
stuðla að bættri heilsu. Jafnffamt
hvetur Alþjóðasambandið alla
hjúkrunarfræðinga til að leggja sitt
af mörkum og taka fullan þátt í
þeim störfum er stuðla að bættri
starfsaðstöðu og starfsánægju. Það
sé til almenningsheilla að laða sem
flesta hjúkrunarfræðinga til starfa.
íslensk heilbrigðisáætlun
íslensk heilbrigðisáætlun hefur
verið lögð fram. Stefnt er að heil-
brigði allra árið 2000. Fyrsta mark-
mið íslensku heilbrigðisáætlunar-
innar er að skapa heilsufarslegt
jafnrétti, að bæta árum við lífíð,
heilbrigði við lífíð og lífí við árin.
Til þess að svo megi verða, þarf
að tryggja að tekið sé fullt tillit til
heilbrigðissjónarmiða í þjóðfélags-
umræðunni. Einnig skuli ákvarðan-
ir stjómvalda vera byggðar á vitn-
eskju um heilsufarslegar afleiðing-
ar, efnahags- og menningarlegra
áhrifa. Sérstaklega er áríðandi að
gefa gaum að þörfum þeirra þjóð-
félagshópa sem ekki njóta fyllsta
jaftiréttis til að öðlast heilbrigði eða
njóta heilbrigðisþjónustu. í því sam-
bandi er rétt að nefna sérstaklega
aldraða, einstæða foreldra með
böm, og þá sem þjást af langvinn-
um sjúkdómum sem valda verulegri
fötlun. Hvað WHO viðkemur og
kjörorðunum „Heilbrigði fyrir alla
árið 2000", hefur mér skilist að
eitt af stefnumálunum sé að færa
heilbrigðiskerfíð nær fólkinu og
gefa fyrirbyggjandi aðferðum innan
heilbrigðiskerfísins meiri gaum. Ég
er sannfærð um og tel að yfirvöld
gætu haft áhrif á þess konar þró-
un, sem gæti leitt til spamaðar,
meðal annars vegna þess, að tekið
yrði á meininu áður en það þróast
í að verða sjúkdómur. Hér á ég við
sjúkdómsvaldandi umhverfísþætti.
Búum betur að
hjúkrunarfræðingum
Fram til ársins 1975 var lækna-
skortur hér á landi, en nú er svo
komið að læknafjöldi er meiri en
þarf til að sinna heilbrigðisþjónustu
í landinu.
Á undanfömum árum hefur orðið
mikil uppbygging í heilbrigðisþjón-
ustu. Heilsugæslustöðvar hafa risið
víða um land, sjúkrahús stækkað
og ýmsar stofnanir óskað eftir
hjúkrunarfræðingum til starfa, þar
sem þeir störfuðu ekki áður. Sjúkra-
rúmafjöldi er meiri en víðast hvar
annars staðar, en skortur á hjúkr-
unarfræðingum veldur því að stofn-
anir em ekki reknar í þeim mæli
sem hægt væri.
Aðalástæður hjúkmnarfræð-
ingaskorts telja hjúkmnarfræðing-
ar vera: Of lág laun, óreglulegui-
vinnutími og of mikið vinnuálag. '
Hvaða leiðir em til úrbóta: —
Að hækka föstu launin' kallar á
fleiri hjúkmnarfræðinga til starfa.
Hjúkmnarfræðingar haldast betur
í starfi, sem leiðir til betri og skipu-
lagðari hjúkmnarþjónustu, og eyk-
ur starfsánægju og virðingu fyrir
starfínu. — Breytt og sveigjanlegt
vaktavinnukerfi og hagræðing á
daglegum störfum mundi gera
hjúkmnarfræðingum kleift að nýta
starfstíma sinn betur og efla fag-
lega vitund. — Hlunnindi eða
fríðindi eins og símenntun, fræðsla,
aðlögun í starfí, bamagæsla o.fl.,
allt þetta gerði það að verkum að
starfíð yrði eftirsóknarvert starf
fyrir ungt fólk í dag.
Höfundur er hjúkrun&rfræðingur
og formaður Reykja víkurdeildar
Hjúkrunarfélags Islands.
Vinnutími hjúkr-
unarfræðing-a
eftirHelgu
Bjarnadóttur
í dag, 12. maí, er fæðingardagur
Florence Nightingale sem síðar var
gerður að alþjóðadegi hjúkmnar-
fæðinga. Florence var fómfús og
mikilsmetin kona. Við „Flórensar" í
dag setjum upp kröfur til handa
okkur sjálfum ekki síður en fyrir
hönd okkar slqolstæðinga. Mig lang-
ar að nota daginn til að vekja at-
hygli á vinnutíma hjúkmnarfræð-
inga sem vinna vaktavinnu. Vinnu-
tíminn skiptir okkur öll miklu máli
í dag. Eins og við vitum öll þá þurfa
margar flölskyldur tvær fyrirvinnur
til þess að sjá sér farborða. Laun
og kjör fólksins í landinu em mjög
misjöfn. Fólk þarf að leggja á sig
mismikla vinnu fyrir nauðsynjum og
að njóta menningar. Við hjúkmnar-
fræðingar emm þessi miðjuhópur
hvað laun varðar. Við getum unnið
mjög mikið, næg vinna og aukavinna
býðst og getum við þannig aukið
tekjur okkar mikið með vaktaálagi
og yfirvinnukaupi. Hvers vegna er-
um við að kvarta og kveina? Jú, slíka
yfirvinnu með vaktavinnu getur ein-
staklingur ekki lagt á sig til lengd-
ar. Við þannig vinnuálag getum við
orðið „útbmnnin". Útbmnnin erþýð-
ing á orðinu „bumout", en það er
það ástand sem getur skapast þegar
hjúkmnarfræðingar _gefa of mikið
af sér við að vinna með fólki sem
verið er að hjálpa yfír lengri tíma
og undir miklu álagi. Þetta á einnig
við aðrar stéttir undir sömu kring-
umstæðum. Þeir hjúkrunarfræðing-
ar sem em hæfastir og gefa mest
af sér em í mestri hættu. Hjúkmnar-
fræðingar þurfa að fylgjast með eig-
in líðan og þeim áhættuþáttum
streitu og álags í starfínu sem vald-
ið geta slíku ástandi.
Utbmni er skilgreindur sem ein-
kenni Iíkamlegrar- og tilfinninga-
legrar uppgjafar, sem felur í sér
neikvæða sjálfsskynjun og neikvæða
afstöðu til vinnunnar. Afleiðingin
verður starfsleiði, fjarvera vegna
veikinda og minnkuð siðgæðisvit-
und. Þessar hugleiðingar um „út-
bmna“ em teknar úr fyrirlestri sem
systir Penny Prophit flutti á vegum
Hjúkmnarfélagsins. Einnig lagði
Penny áherslu á að hjúkmnarfræð-
ingar ættu að vera þátttakendur í
ákvörðunartöku því fátt er eins nið-
urdrepandi og vera sniðgenginn.
Verðskulduð viðurkenning læknar
mörg mein.
Er vinna ökkar vaktavinnufólks
verðskulduð? Nei, ég vil svara því
þannig. Það verður að koma meira
til móts við okkur sem vinnum og
veitum þjónustu allan sólarhinginn,
allt árið um kring. í þeim könnunum
sem hafa tekið fyrir hagi og viðhorf
hjúkmnarfræðinga koma fram
ástæður fyrir því hvers vegna hjúkr-
unarfræðingar minnka við sig vinnu
eða jafnvel skipta um vinnu. Þær
em m.a. mikið vinnuálag, óregluleg-
ur vinnutími léleg laun og að full
vaktavinna samræmist illa heimil-
islífi. Þessar tvær kannanir sem ég
vitna í em annars vegar könnun á
viðhorfum og högum háskólamennt-
aðra hjúkmnarfræðinga. Þar kemur
fram að hjúkmnarfræðingar úr Há-
skólanum skila sér vel til starfa og
vinna mikið. Flestir starfa sem al-
mennir hjúkmnarfræðingar eða við
kennslu og stjómun. Stór hluti fé-
lagsmanna finnur til streitu í starfí
sínu og telur vinnuálag vera mikið.
Hins vegar var gerð könnun á hög-
um hjúkmnarfræðinga í Hjúkmna-
rfélagi íslands. Þar kemur fram að
hjúkmnarfræðingar telji að lág laun,
mikið vinnuálag og óreglulegur vinn-
utími séu meginorsakir fyrir því hve
illa gengur að fá hjúkmnarfræðinga
til starfa. Skortur á hjúkmnarfræð-
ingum er engin ný bóla hér á landi.
Árið 1942 skrifar Sigríður Bach-
mann, sem þá starfaði hjá Rauða
krossinum, grein í tímarit Hjúkr-
unarfélags íslands. Þar fjallar hún
um vöntun á lærðum hjúkmnarkon-
um til starfa við almenn hjúkmnar-
störf. Sigríður segir orðrétt: „Þar
sem útlit er fyrir að enn meiri vönt-
un á lærðum hjúkmnarfræðingum
verði í ár en verið hefur virðist þess
full þörf að athuga nákvæmlega
hvemig sakir standa ef hægt yrði
að ráða af því hvað gera þarf til
þess að leysa þetta mikla vandamál
sem hjúkmnarkvennaskorturinn er
að verða."
Gætu þessi orð ekki alveg átt við
í dag, rúmum 40 ámm síðar? Enn
hefur lítið breyst. Er ekki mál að
linni? Það verður að grípa í taumana
núna. Vinnutíma vaktavinnufólks
þarf að bæta og fínna leiðir að bættu
vaktafyrirkomulagi. Ekki þarf að
tíunda hversu slítandi það er að
vinna vaktavinnu fímm daga vikunn-
ar. Kannski á þessum fímm dögum
að skipta af kvöldvakt yfír á morg-
unvakt og þeirri morgunvakt yfír á
næturvakt. Rannsóknir sýna að
vaktavinna á misvel við fólk. Margir
eiga erfítt með svefn t.d. eftir kvöld-
vaktir og eða næturvaktir. En það
að verða fyrir truflun á svefni getur
haft afdrifaríkar afleiðingar svo sem
hvíldar- og eirðarleysi, meltingar-
tmflanir, skort á einbeitingu, kvíða,
þunglyndi, minnkaður kynferðisleg-
ur áhugi og geta og aukin tíðni veik-
inda. Þetta var það helsta sem hjúk-
mnarfræðingar kvörtuðu yfír sem
unnu á gjörgæsludeild og sér í lagi
þeir sem unnu á næturvöktum. Það
hlýtur að vera þess virði að athuga
vel sinn gang í næstu kjarasamning-
um. Kanna hvort betri vinnutilhögun
vaktavinnufólks hefði ekki í för með
sér að fleiri hjúkmnarfræðingar ski-
luðu sér til starfa. Mér fínnst að
stytting á vinnuviku fyrir vakta-
vinnufólk sé efst á blaði. Slíkt hefur
tíðkast til §ölda ára á hinum Norð-
urlöndunum. T.d. er vinnuvikan í
Noregi 35,5 klst. fyrir vaktavinnu-
fólk. Einnig fyndist mér að stytta
mætti vinnuvikuna hjá öllu vakta-
vinnufólki vegna sérstakra frídaga.
í dag er það þannig að aðeins þeir
sem em í fullri vaktavinnu eiga rétt
á vetrarfríi. En vetrarfrí fæst fyrir
12 unna helgidaga. Margir í hluta-
störfum gætu sjálfsagt hugsað sér
styttingu í þeirri viku sem frídaginn
bar upp á eða jafnvel að geta safnað
sér vetrarfríi.
Einnig þarf að taka til endurskoð-
unar mat á greiðslum fyrir vaktaá-
lag. Það er ekki hægt að sætta sig
við hvemig álag er greitt í dag. A
kvöldvakt er greitt 33% álag virka
daga, 45% nætur- og helgidagaálag.
Þetta þýðir að um helgi fáum við
jafnt fyrir það að vinna morgun-
vakt, kvöldvakt og næturvakt. Þá
er allt í einu ekki metinn sá tími sem
venjulega er metinn til hærri launa.
Við vinnum aðra hvora helgi alveg
burt séð frá því hversu hátt stöðu-
hlutfall við höfum. Til em e.t.v. und-
antekningar frá þessu. Sumar deild-
ir hafa reynt 12 tíma vaktir um
helgar til þess að geta veitt starfs-
fólki sínu frí tvær helgar í röð. Mism-
ikla ánægju hefur þetta vaktafyrir-
komulag haft og alls ekki orðið al-
mennt. Fyrst ég er farin að tala um
kjaramál skal bent á það að greiðsl-
ur fyrir fjórða mánuð í bamsburðar-
leyfí em ekki með vaktaálagi. Ætli
allir hjúkmnarfræðingar, sem ekki
em í bamsburðarhugleiðingum nú,
geri sér grein fyrir því hvemig búið
er um hnútana? Þetta má ekki líðast,
eins og ég hef tekið fram er vakta-
vinnuálagið stór hluti af mánaðar-
launum okkar. Þessu verður að
breyta strax og verði afturvirkt til
þeirra sem þegar hafa fætt böm á
árinu.
Ef hlustað væri á hjúkmnarfræð-
inga þegar þeir benda á leiðir til
úrbóta yrði ástandið mun betra. Við
viljum öil að veikum og þeim sem
minna mega sín þá stundina sé veitt
sú besta þjónusta sem kostur er á.
Þá verður líka að hlúa að okkur sem
vinnum þessi störf. Látum ekki árið
líða án þess að farið sé að vinna að
úrbótum.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Stúdentasamband VI
Aðalfundur Stúdentasambands VÍ veröur haldinn föstudaginn 13. maíkl. 17.30 íVerzlunarskóla íslandsvið
Ofanleiti (kennarastofa).
Á fundinum verður m.a. fjallaö um tilhögun stúdentahófs afmælisárganga, sem haldið verður í Átthagasal
Hótel Sögu föstudaginn 27. maí.
Fulltrúar afmælisárganga eru því sérstaklega hvattirtil að mæta á fundinn.
Stjórnln.
_____________________Utimumi tMMtuumauti mu n <■«
U I I tÁftl < * é. • III I