Morgunblaðið - 12.05.1988, Side 30

Morgunblaðið - 12.05.1988, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 Á slóðum Ferðafélags íslands: Ljósmynd/Gunnar Guðmundsson eftirJón Viðar Sigiirðsson Á undanförnum árum hefur áhugi fólks á göngnferðum á jökla og háa tinda farið vaxandi. Á hveiju ári leggja margir leið sína á jökla landsins og það þykir ekki lengur tíðindum sæta að gengið sé á Hvannadalshnjúk, hæsta tind íslands, 2.119 m. Fólk sem leggur stund á fjallgöngur leitar stöðugt að nýjum viðfangsefnum og marg- ir tindar sem nú er sjaldan gengið á eiga von á tíðum heimsóknum fjallgöngumanna í náinni framtíð. Norðvestan við Hvannadals- hnúk í Öræfajökli eru hrikalegir jökulkrýndir tindar sem nefnast Hrútsfjallstindar. Tindarnir eru fjórir og er sá hæsti 1.875 m hár. Á góðviðrisdögum blasa þeir við frá Skaftafelli. Á milli Skaftafell- sjökuls og Svínafellsjökuls er Fjall sem nefnist Hafrafell og austan við það tekur Hrútsfjall við og hvíla Hrútsfjallstindar á því. Lengi vel var því haldið fram að það væri aðeins á færi reyndra ijalla- manna að ganga á tindana og á það reyndar enn við um flestar leiðir á þá. Einn tindanna var ekki klifínn fyrr en árið 1982. Yfírleitt hafa Hrútsfjallstindar verið klifnir með þeim hætti að lagt hefur ver- ið upp við sporð Svínafellsjökuls og í fyrsta áfanga gengið inn eftir jöklinum að suðvesturhlíð Hrúts- fjalls og sú hlíð síðan klifin í öðrum áfanga. Þessi leið er tímafrek og nokkuð erfið en um leið veitir hún þeim ánægju sem getu hafa til að íeggja hana að fótum sér. Um hvítasunnu 1987 efndi Ferðafélag Islands til ferðar á HrútsQallstinda eftir nýrri leið sem gerir flestu fjallafólki kleift að komast á tindana. Þessa leið má fara á einum degi og má ætla 14 tíma til göngunnar. Gangan hefst við gijótnámuna við suðurenda Hafrafells en þangað liggur vegur frá hringveginum og er þá beygt út af skammt austan við Skafta- fellsá. Stórgrýti frá þessum stað var notað í vamargarða við Skeið- ará þegar hún var brúuð árið 1974. Gengið er í norður meðfram Hafra- felli og stefnt í kverkina milli Hafrafells og Skaftafellsjökuls. Á hægri hönd er hrikalegt klettabelti í Hafrafellinu og heitir það Illu- klettar. Vert er að benda á fjöl- marga bergganga sem liggja lóð- rétt upp eftir klettabeltinu. Það er vél þess virði að staldra af og til við og virða gangana fyrir sér. Þegar komið er að Skaftafellsjökli er haldið í kverkina milli jökulsins og Hafrafells. I kverkinni er að finna allar stærðir af gijóti og björgum sm jökullinn hefur rutt með sér. Ymsar steintegundir má fínna á þessum slóðum. Eftir að hafa gengið einn kílómetra inn með jöklinum er komið að_gili sem gengur upp í Hafrafellið. Ur gilinu rennur lækur og er farið yfir hann. Þegar þarna er komið er 200 m hæð náð en gangan hófst í um 100 m hæð. I stað þess að halda áfram inn eftir kverkinni er nú beygt til hægri og lagt á brattann. Ekki er stefnt beint upp brekkuna heldur sveigt aðeins til vinstri. Eftir skamma stund er komið að stór- grýtisbelti sem liggur eftir Hafra- fellinu. Þetta belti er til minja um jökulkverk sem eitt sinn hefur náð þessari hæð. Áfram er haldið upp brekkuna og þegar komið er í um 600 m hæð fer að bera dálítið á smáklettum sem standa hér og þar um brekkuna. Á þessum stað er ágætt að gera hlé á göngunni og njóta útsýnis. Yfír sporð Skafta- fellsjökuls má sjá tjaldstæðin í Skaftafelli og Skaftafellsheiði. Upp af henni taka svo Kristínart- indar við og beint í norðri gnæfir Skarðatindur við himin. Upp af klettunum tekur við hryggur sem liggur upp eftir Hafrafellinu. Leiðin liggur norðan megin við hrygginn um bratta skriðurunna brekku. Á vorin er brekka þessi hulin snjó og þá yfir- leitt auðveldari yfirferðar. Hrygg- inn hefur maður á hægri hönd en framundan á vinstri hönd blasir stór klettaveggur við. Haldið er upp á brún sem liggur milli kletta- veggsins og hryggsins og þegar þangað er komið er tæplega 900 m hæð náð. Ofan við brúnina tek- ur fremur flatt landslag við en á hægri hönd er hryggur sem liggur upp að ónefndum tindi efst á Hafrafellinu sem er 1.174 m hár. Gengið er í norðaustur meðfram hryggnum og þegar komið er að hinum ónefnda tindi eykst hliðar- hallinn. Halda verður réttri hæð í brekkunni (h.u.b. 1.050 m). Fljót- lega er sveigt til hægri og stefnt í Sveltiskarð sem þá blasir við. Á þessum stað getur verið talsverð snjóflóðahætta við ákveðnar að- stæður og verður þá að fara um með fullri varkámi. Sveltiskarð er í 1.050 m hæð og þar er tilvalið að stoppa til að hvílast og neyta matar. I skarðinu opnast mikil og fögur útsýn. Sunnan við skarðið liggur snarbrött hlíð niður að Svínafellsjökli. Ofarlega í Svína- fellsjökli má sjá Svínahrygg og hina hrikalegu kirkju og yfir henni gnæfir svo Hvannadalshnúkur. í Sveltiskarði Austan við skarðið liggur suðvest- urhlíð Hrútsfjalls og niður hana falla tveir smáir skriðjöklar. Ofan við hlíðina gnæfa svo Hrútsfjallst- indar fjórir að tölu. Sá sem er lengst til vinstri er vestasti tindur- inn, rúmlega 1.780 m hár. Þá tek- ur hæsti tindurinn við, 1.875 m. Næstur er tindur sem er 1.854 m hár og loks er syðsti tindurinn, 1.852 m. Þegar haldið er áfram upp úr skarðinu liggur leiðin um allbratta brekku en fljótlega minnkar brattinn og er þá stefnt í norðaustur upp á öxlina sem ligg- ur vestan við Hrútsfjallstinda. Þeg- ar 1.300 m hæð er náð er komið á jökul og er þá nauðsynlegt að taka upp línu. Kunnátta í meðferð línu og leiðarvali á sprungusvæð- um er nauðsynleg á síðasta hluta leiðarinnar. Nú er haldið beint í austur og stefnt á vestasta tind Hrútsfjalls- tinda. Nauðsynlegt er að halda sig á háöxlinni því að norðan- og sunn- antil í henni eru varasöm sprungu- svæði. Þegar komið er að vestasta tindinum er sveigt norðurfyrir hann. Þarna verður að halda sig ofarlega í brekkunni við tindinn því að nokkru norðan við hann er þverhnípt niður að Skaftafellsjökli. Þegar komið er framhjá tindinum er beygt í suður upp á hrygg sem tengir vestasta tindinn við þann hæsta. Nú er skammt eftir upp á tindinn. Neðarlega í honum er sprunga sem liggur eftir honum langsum. Oftast er auðvelt að kom- ast yfír hana á snjóbrú en þegar líða tekur á sumar getur orðið er- fitt að komast upp yfír sprunguna. Hátindurinn hefur hryggjarlögun með stefnuna norðvestur-suðaust- ur. Þegar komið er yfir sprunguna er gengið í suðaustur eftir tindin- um og eftir örskamma stund er hátindinum náð. í björtu veðri er útsýnið afar fallegt og um leið hrikalegt. Næstir eru Hrútsfjalls- tindamir brattir og tignarlegir. í suðaustri og suðri sér yfir Svína- fellsjökli til Svínafells, Hvanna- dalshnúks, Dyrhamars og fleiri tinda í Öræfajökli. í suðvestri og vestri sér yfir Skeiðarársand, til Kristínartinda, Skarðatinds og Skaftafellsfjalla. í norðri blasa svo hvítar breiður Vatnajökuls við. Á niðurleiðinni er sömu leið fylgt til baka og eftir u.þ.b. 14 tíma langa göngu koma þreyttir en án- ægðir göngumenn á þann stað þaðan sem lagt var upp. Höfundur erjarðfræðinemi við Háskóla fslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.