Morgunblaðið - 12.05.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 Róttækar ráðstafanir í Póllandi: Óopinberar vinnu- stöðvanir bannaðar Varsjá, Reuter. PÓLSKA stjómin fékk heimild frá þinginu i gær til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum efnahagsaðgerðum og banna þær vinnustöðvanir í landinu sem efnt er til í trássi við yfirvöld. Þingið samþykkti tillögur stjómarinnar samhljóða. I þeim felst að verðlag og laun verða fryst til ársloka og heimilt er að segja upp verka- mönnum og forstjórum ríkisfyrir- tækja „til að ryðja umbótum braut“. Framvegis er verkamönnum því bannað að leggja niður vinnu án samþykkis hinna opinberu verka- lýðsfélaga en þau hafa aldrei efnt til verkfalla. Stjómin féll hins vegar frá því að banna öll mótmæli vegna nýju ráðstafananna eftir að hið opin- V esturbakkinn: Búðum lok- að í refs- ingarskyni Rimal, Gaza-svteðinu, Reuter. ÍSRAELSKI herinn neyddi kaup- menn á vesturbakka Jórdanár til að loka búðum sinum í gærmorg- un. Á mánudag var efnt til alls- herjarverkfalls á hemumdu svæð- unum tíl að minnast þess að hálft ár er Iiðið síðan uppreisn Pa- lestínumanna hófst. Verkfallið hefur lamað atvinnulíf að stórum hluta á vesturbakkanum. ísraelsher vill að búðir séu lokaðar fyrir hádegi á hemumdu svæðunum og er þetta talinn vera mótleikur gegn verkföllunum. Israelski herinn hefur nú einnig hafið aðgerðir til að knýja alla Pal- estínumenn á Gaza-svseðinu til að skipta um persónuskilríki. Tilgangur þessara ráðstafana er að sögn tals- manna hersins sá að gera Palestinu- mennháðari ísraelum en andspymu- hreyfíng Palestínumanna hefur hvatt til að þær verði hunsaðar. bera verkalýðssamband landsins, OPZZ, tilkynnti að það gæti ekki stutt svohljóðandi ákvæði. Frumvarpið kom fyrir þingið skömmu eftir að Lech Walesa, leið- Reuter Sprenging áKypur Öflug sprengja sprakk í bif- reið við sendiráð ísraels i Nikósíu, höfuðborg Kýpur í gær. Þrír létu lífið i spreng- ingunni og nitján særðust. togi Samstöðu, fylgdi síðustu verk- fallsmönnunum í skipasmíðastöð í Gdansk út úr stöðinni. Verkfallinu var aflýst í fyrradag og bar það engan árangur. Walesa sagði frétta- mönnum í Gdansk að verkfallið sem stóð í tvær vikur í tveimur stórum skipasmíðastöðvum í borginni hefði verið ótímabært. „Ég sagði við fé- laga mína að verkfallið hefði verið of snemma á ferðinni. Við þurfum betri skipulagningu innan Samstöðu til þess að slíkt beri árangur. En verkfallið var lærdómsríkt og ljóst er að Samstöðu er þörf til að tryggja breytingar í landinu,“ sagði Walesa. Reuter Indland: Herlögreglumaður á verði við Gullna hofið í Amritsar. Siðustu þrjá daga hafa átta látið lifið í átökum milli síkka, sein hafast við í hof- inu, og indverskrar herlögreglu. Bardagar við Gullna hofið A ** - - - - ■ IaIt Amrítsar og Nýju Delí, Reuter. SÍKKAR, sem stofna vijja sjálf- stætt ríki í Punjab, börðust í gær þriðja daginn f röð við lögreglu, sem umkringt hefur Gullna hofið í Amrítsar. Að sögn sjónarvotta var mikil skothríð við hofið, en inni í þvi halda aðskilnaðarsinnar síkka til. Einn maður féll og þrír ;særðust í átökunum í gær. Meira en 900 manns hafa fallið i Punjab á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Umhverfís Gullna hofíð eru nú einungis lögreglusveitir og hefur umsátur þeirra staðið síðan á mánu- dag, en þá var lögregluforingi skot- inn af aðskilnaðarsinna. Eftir nokkra skothríð lágu fimm sfkkar í valnum. Lögregla leyfði um 800 manns að fara út úr hofínu og er tálið að ein- ungis séu vopnaðir menn eftir í því. Þeirra á meðal eru síkkar sem eftir- lýstir eru fyrir ofbeldisverk. Árið 1984 gerði indverski herinn árás á hofíð og felldi 1.000 manns. Arásin leiddi meðal annars til þess að aðskilnaðarsinnum óx mjög fiskur um hiygg og morðið á Indiru Gand- hi, þáverandi forsætisráðherra og móður Rajivs Gandhis núverandi for- sætisráðherra, sigldi í kjölfarið. Punjab er ríkasta ríki Indlands og um 60% íbúa þess eru síkkar. Af- gangurinn er að mestu hindúar. Ta- lið er að um 900 manns hafí fallið það sem af er ársins vegna sjálfstæð- isbaráttu síkka og færast morðin sífellt í aukana. Árið 1986 féllu 520 manns, en í fyrra 1.280. Utanríkisráðherrar risaveldanna funda í Genf: Rætt um framkvæmd eftir- lits og fækkun kjarnavopna Washington, Genf, Reuter. EMBÆTTISMENN í höfuðstöðv- um, Atlantshafsbandalagsins' í Briissel og síárfsbræður þelrra í Washington kváðust f gær vera bjartsýnir á að utanríkisráð- herrum risaveldanna tækist að jafna ágreining sem upp er kom- inn um eftirlit með eyðingu kjarnorkueldflauga i Evrópu. í gær hófst fundur utanríkisráð- MURARAMEISTARAR Húsbyggjendur souuruix GÓLFÍLÖGN • Við sérhaófum okkur í gólfílögnum (sem undirverktakar) • Við leggjum í gólf með afkastamiklum tækjum (u.þ.b. 2000 fm á dag) • Við bjóðum verð sem er samkeppnishæft (þ.e.a.s. ódýrari en hefðbundin gólfílögn) • Við notum vestur-þýsk gæðaefni ( jLunw ii e flotsteypa) #Við bjóðum eingöngu múrarameisturum og stærri verktökum þjónustu okkar (sem undirverktakar) GÓLFLAGNIR hf.,* P.O. BOX1523 121 REYKJAVÍK (‘Einkaumboðsaðili) herranna i Genf í Sviss og sagði George Shultz, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, að fullur vilji værí hjá báðum aðilum til að gera út um ágreining þennan. Deilan varðar túlkun eftirlits- ákvæða sáttmála rísaveldanna um algera útrýmingu meðal- og skammdrægra kjamorkueld- flauga á landi, sem undirrítaður var f Washington í desember á síðasta árí. „Við erum komnir hingað til að leysa þetta mál og við ætlum okkur að gera það,“ sagði Shultz er hann ræddi við blaðamenn í Genf í gær áðuríen fyrsti fundur utanríkisráð- herranna hófst. Eduard Shev- ardnadze, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, bað menn að sýna þolin- mæði því skýrt yrði frá niðurstöðun- um að fundinum loknum. -Shev- ardnadze sagði við komu sína til Genfar á þriðrjudag að honum væri ekki að fullu kunnugt um tilefni ágreiningsins en sagði „einhverjar athugasemdir" hafa komið fram í öldungadeildinni. Deilt tun tæknileg atríði Carrington lávarður, fram- kvæmdastjóri Atiansthafsbanda- lagsins, kvaðst ekki trúa því að Sovétmenn hygðust ganga á bak gerðum samningum. „Hér er um gífurlega flókinn samning að ræða,“ sagði lávarðurinn og sagðist telja að ágreiningurinn hefði bloss- að upp fyrir misskilning. Sam Nunn, formaður hermálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, tók í sama streng en sagði engan vafa leika á því að túlkun Banda- ríkjamanna á eftirlitsákvæðunum væri hin rétta. Báðir sögðust telja að utanríkis- ráðherramir myndu leysa þetta mál á fundinum í Genf. Lögum sam- kvæmt þarf öldungadeild Banda- ríkjaþings að staðfesta sáttmálann áður en hann öðlast formlegt gildi en umræðum um hann, sem heQa átti í gær, hefur verið frestað vegna deilu þessarar. Ágreiningurinn snýst um hvemig haga beri eftirliti með því að ákvæði samningsins séu í virt í Sovétrílq'unum og hvort bandarískum embættismönnum sé heimilt að skoða smærri mannvirki og farartæki sem kunna að hýsa einstaka eldflaugahluta. Reagan Bandaríkjaforseti leggur á það ríka áherslu að samningurinn hafí hlotið formlega staðfestingu áður en hann heldur til fundar við Gorbatsjov Sovétleiðtoga í Moskvu í lok þessa mánaðar. Leiðtogafundur í Moskvu Fundur utanríkisráðherranna í Genf er liður í undirbúningi fyrir Moskvu-fundinn og er alment búist við að þeir Shultz og Shevardnadze muni einkum ræða ágreiningsefni risaveldanna varðandi fækkun langdrægra kjamorkuvopna. Á fundi þeirra Reagans og Gorb- atsjovs í Washington í desember náðist um það samkomulag að fela samningamönnum risaveldanna að gera drög að slíkum sáttmála. Vom jafnvel bundnar vonir við að samn- ingur í þá veru yrði undirritaður á leiðtogafundinum í Moskvu en ef marká má ummæli bæði banda- rískra og sovéskra embættismanna má ólíklegt teljást að sú verði raun- in. Bandarískir embættismenn hafa undanfama daga látið í ljós vonir um að unnt verða að staðfestá Washington-samninginn fyrir leið- togafundinn í Moskvu. Charles Red- man, talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, sagði í gær að í Bandaríkjunum væm menn enn þessarar skoðunar. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.