Morgunblaðið - 12.05.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988
39
Laufey Hólm Sigur-
garðsdóttir - Minning
Fædd21.apríl 1911
Dáin 2. maí 1988
Hversu sælt er ekki að geta litið
yfir farna ævislóð með hreinu hjarta,
þar sem við blasir farsælt starf og
afrakstur heillar mannsævi í þágu
góðs? Hversu hugljúf er ekki minn-
ingin um hana, sem sáði frækornum
mildi, gæsku, gleði, heiðarleika og
hreinskilni í hjörtun? Slíkt verður
ekki til auðæfa metið á veraldlega
vísu, en þannig er minningin um
ömmu mína, Laufeyju Hólm Sigur-
garðsdóttur, í hennar farsæla lífi.
Einar Benediktsson segir eftir-
minnilega í einu Ijóða sinna:
„Skammvinna ævi þú verst í vök —
þitt verðmæti gegnum lífíð er fómin.
En til þess veit eilífðin alein rök.“
Til þessara orða verður mér nú hugs-
að í sambandi við minningu ömmu
minnar, því í sannleika er hægt að
segja: Hennar verðmæti gegnum iífið
var fórnin, fómin í þágu bama, eigin-
manns, bamabarna, systkina og for-
eldra. Þó veit ég að hún leit ekki
þannig á að hún fómaði sér í þágu
annarra, heldur þótti henni ekkert
sjálfsagðara en að gera öðmm gott
og að láta gott af sér leiða.
Laufey fæddist á Eysteinseyri við
Tálknafjörð 21. apríl 1911. Foreldrar
hennar voru Viktoría Bjamadóttir
og Sigurgarður Sturluson. Sigur-
garður var sjálfmenntaður maður, í
mörgu á undan sinni samtíð, og
stundaði m.a. bamakennslu og versl-
unarstörf í Tálknafírði. Hann lést um
aldur fram, og brá Viktoría þá búi.
Eftir skamma dvöl á Bíldudal flutti
hún til Reykjavíkur með bömin, en
þau voru Gunnar, Bjamey, Guðrún,
Laufey, Bjami, Aðalheiður, Bergþóra
og Ásgeir. Fjögur systkinanna hafa
nú kvatt þennan heim. Eftir lifa
Gunnar, Bjamey, Aðalheiður og
Bjami.
Þegar Viktoría flutti til Reykjavík-
ur vom flest bömin vaxin úr grasi
og fóm þau fljótlega að heiman til
ýmissa starfa, eins og algengt var á
þeim tíma, því mun færri tækifæri
gáfust þá til menntunar en nú. Systk-
inin héldu alltaf miklu sambandi við
móður sína, en hún var miðdepill flöl-
skyldunnar. Laufey, amma mín, fór
til starfa að Úlfljótsvatni í Grafningi
til Magnúsar Jónssonar, lagaprófess-
ors, og konu hans, Harriet Bonnes-
en, og þar kynntist hún tilvonandi
manni sínum, Vagni E. Jónssyni,
síðar hæstaréttarlögmanni, sem þá
var við nám í lagadeild Háskóla Is-
lands. Þeim varð tveggja bama auð-
ið, Estherar Brittu, kennara, f. 10.
ágúst 1936, og Atla, lögmanns, f.
18. júní 1946. Vagn var virtur ög
vinsæll lögmaður á sinni tíð og rak
um árabil umsvifamikla lögmanns-
stofu og fasteignasölu í Reykjavík.
Heimili Vagns og Laufeyjar á
Laugateig í Reykjavík hlýtur að vera
öllum minnisstætt sem því kynntust,
því þar ríkti sérstaklega góður andi,
en straumar mennta og menningar
lágu þar í loftinu. Amma hélt stórt
heimili; um áratugaskeið bjó tengda-
móðir hennar í heimilinu, auk þess
sem foreldrar mínir bjuggu þar
fyrstu búskaparár sín og þar var
fýrsta heimili okkar eldri bræðranna.
Það liggur í augum uppi að erfítt
hefur oft verið að sigla báruna í því
hlutverki sem húsmóðurstarfíð út-
heimti, en alltaf tókst henni að sigr-
ast á erfiðleikum með einstakri bjart-
sýni og með því að koma alltaf fram
af hreinskilni og góðmennsku. Sérs-
taklega skal til þess tekið að sam-
band hennar við tengdamóðurina,
Harriet Jónsson f. Bonnesen, var
alltaf gott, en gamla konan var orð-
in háöldruð, 89 ára, þegar hún lést,
eftir að hafa deilt heimili með syni
sínum og tengdadóttur í rúm 36 ár.
Mér fínnst ekki langt síðan ég sat
við hliðina á ömmu þegar hún kenndi
mér að lesa og draga til stafs. Sagði
hún mér þá stundum frá lífínu á
æskuheimili hennar í Tálknafirði,
þegar þau systkinin lærðu hjá föður
sínum, en hann hélt skóla að vetrin-
um í gamla bænum. Ég er þeirrar
skoðunar að hjá ömmu hafi samein-
ast margir bestu kostir íslenskrar
menningar þeirrar kynslóðar sem
sjálfmenntuð var að mestu, og alin
upp við heilbrigðar lífsskoðanir í
faðmi íslenskrar náttúru. Þar var
hreinskilnin og heiðarieikinn efst á
blaði, ásamt trú á framtíð lands og
þjóðar. Þó var glettnin og kímnigáfan
aldrei langt undan. Í hugann koma
ótal myndir. Ég sé góðlega andlitið
hennar, sem þerraði tár af vanga
lítils drengs, en hönd hennar var
ætíð nálæg til hjálpar, og alltaf tókst
henni að snúa huganum þannig að
erfiðleikar gleymdust og allt varð
aftur gott.
Sem dæmi um óbilandi kjark og
trú ömmu minnar á lífið má nefna,
að árið 1966 fékk hún alvarlegan
augnsjúkdóm. Gekkst hún undir upp-
skurð á homhimnu, sem tókst mjög
vel, og aldrei heyrðist hún kvarta
yfír þessu mótlæti, en sjúkdómurinn
hafði varanleg áhrif á sjón hennar
til hins verra.
Ekki er hægt að minnast ömmu
minnar án þess að listrænir hæfíleik-
ar hennar komi í hugann. Hún hafði
frá blautu bamsbeini alist upp við
íslenskan heimilisiðnað, og hafði hún
alla sína daga mjög gaman af hann-
yrðum. Það var sama ’nvað hún tók
sér fyrir hendur, allt bar það vott
um listrænt handbragð og smekkv-
ísi. Auk þess saumaði hún út, vann
að gerð veggteppa, smáhluta og
ýmislegs annars á sviði hannyrða,
en amma mín var ótrúlega fljót að
tileinka sér nýjungar og læra ný
vinnubrögð.
Þó hygg ég að mörgum hafí kom-
ið á óvart þegar hún, tæplega sextug
að aldri, hóf nám í listmálun á nám-
skeiði hjá Hring Jóhannessyni list-
málara. Hún tók listsköpunina alvar-
lega, og lagði mikinn metnað í öll
sín verk. Þrátt fyrir það að hún
væri þetta fullorðin tókst henni að
skapa mörg listaverk sem prýddu og
prýða heimili hennar og ættingja.
Er það bjargfö.st sannfæring mín að
hefði hún átt þess kost að stunda
listnám í æsku sinni, eins og nú er
algengt, þá hefði hún ekki verið
óþekktur listamaður í dag. slíkt var
þó nær óhugsandi hvað konur varð-
aði á fýrstu áratugum þessarar aldar.
Amma varð fyrir þeirri þungbæru
reynslu að missa eiginmann sinn
skyndilega árið 1976. Hún tók því
sem að höndum bar með æðruleysi
en sömu bjartsýninni og einkenndi
alla hennar skaphöfn. Hún hafði oft
á orði að best væri að líta björtum
augum á tilveruna því mótlæti
minnkaði ekki við að velta sér upp
úr vandræðum. Er það hveiju orði
sannara, en allt samband afa míns
og ömmu hafði yfir sér blæ virðing-
ar, festu, trúnaðartrausts og gagn-
kvæmrar væntumþykju. Þau samein-
uðust í gleðinni yfír litlum sem stór-
um sigrum bama sinna og barna-
bama, og gleði þeirra var aldrei
meiri en á jólum eða öðmm stórhátí-
ðum, þegar fjölskyldan sameinaðist.
Get ég því í hreinskilni sagt,. að
bemsku minnar jól séu óforgengileg-
ur gimsteinn í minningunni, svo björt
og fögur voru þau. Hvers virði er
ekki slíkt veganesti?
Amma hafði alltaf mikið samband
við systur sínar, og reyndust þær
mér allar vel þó ólíkar væru þær.
Tvær systur hennar hafa nú kvatt
þennan heim, þær Bergþóra og Guð-
rún, og má nærri geta hvort ekki
var nálægt henni höggvið við fráfall
þeirra, sem hún hafði nær daglegt
samband við. Allt þetta bar hún þó
með þeim styrk sem henni var gef-
inn, í meira mæli en mörgum öðmm.
Þannig hefði hún líka viljað að við,
afkomendur hennar, ættingjar og
vinir tækjum fréttunum um hennar
eigið andlát. Hún vildi alltaf horfa
með bjartsýni fram á veginn, og það
hefði hún viljað að við gerðum nú,
þótt „byrgi mér sýn mín eigin tár,“
eins og Einar Benediktsson komst
að orði.
Heimurinn er hverfull, lífíð og
tíminn heldur áfram. Gamlir stofnar
falla, en nýir vaxa úr grasi. Við, sem
þekktum hana, vitum að nú hafa
orðið þáttaskil. Minningin um hanau
sem var okkur öllum svo kær, á þó
eflaust eftir að verma hjörtun um
ókomin ár, og þau frækorn sem hún
sáði í huga okkar og anda, munu
halda áfram að dafna. Það ætti að
vera okkur nokkur huggun á þessan
erfiðu stundu, en minningu hennar
heiðrum við best með því að gera
einkunnarorð hennar; bjartsýni og
gleði, að einkenni í lífí okkar. Ég
veit að við geymum minningu hennar
í hjartanu, og dýpsta þakklæti og
virðing fylgir henni yfír landamæri
lífs og dauða.
Egill Héðinn Bragason
Leiðrétting
Mjög slæm prentvilla varð í
kveðjuorðum um Stefán Ág. Krist-
jánsson hér í blaðinu í gær, eftir
Ólaf Þorgrímsson.
Orðið geyma varð gleyma. Þann-
ig átti þessi málsgrein að hljóða í
grein Ólafs:
Meðfædd tjáningarþörf hans olli
því að hann lætur eftir sig töluvert
af ljóðum og einnig ljóðræn söng-
lög. Það er arfur þjóðarinnar eftir
hann og mun geyma minningu
þessa mæta manns.
Morgunblaðið biður greinarhöf-
und og aðstandendur afsökunar.