Morgunblaðið - 12.05.1988, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 12.05.1988, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 Sigurrós Jónas- dóttir - Minning Fædd 13. ágúst 1896 Dáin 1. mai 1988 Það er sárt að kveðja ömmu á Asó. Konu sem fædd er á síðustu öld og var óþijótandi fróðleikur fyr- ir okkur sem yngri erum og lifum á öld tækni, framfara og óseðjan- legrar efnishyggju. Hún var alla ævi fátæk að efnislegum gæðum. Ung að árum missti hún föður sinn og þar sem hvorki voru til mæðra- laun né bamabætur þurfti Elín langamma að senda mörg bama sinna í fóstur hjá vandalausum. Amma á Ásó var þvf alin upp frá 10 ára aldri hjá séra Áma Þórarins- syni á Stóra-Hrauni, Snæfellsnesi. Stuttu áður en hún lést sagði hún mér margar sögur frá þeim árum, sem ávallt vom henni hugstæð. Vænt þótti henni um að séra Ámi, sem sjálfur átti mörg böm fyrir, tók ávallt hennar málstað ef ágreining- ur varð milli krakkanna, jafnvel framar sínum eigin bömum og fann hún ávallt mikla hlýju og velvild frá fósturföður sínum. Árið 1921 giftist hún afa mínum, Eggerti Guðmundssyni, verka- manni. Hann var sjálfmenntaður að mestu leyti, en lagði helst aldrei bókina frá sér og las hvað sem fyr- ir honum varð. Enda varð það svo að ef hlýða þurfti bamabömunum yfír, þá þurfti hann engar bækur, hann spurði bara: „Hvaða land ertu að læra um?“ eða: „Hvaða tímabil sögunnar?" Hann kunni síðan skil á þessu öllu og gat oftast bætt fróð- leik við skólabækumar. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau á Freyjugötu 10A með bömin sín tvö, Pálínu og Jónas, í einu her- bergi, eða þar til árið 1935, að þau af stórhug festu sér íbúð á Ásvalla- götu 53, sem við ávallt köllum Ásó. Sú íbúð þótti með því fínasta sem þekktist á þeim árum, 2ja her- bergja íbúð með eldhúsi og bað- herbergi. í baðherberginu var al- vöru baðkar, sem var heldur óvenju- Iegt á þessum áram. En þrátt fyrir efnislega fátækt vora þau aldrei svo fátæk að ekki væra keyptar bækur og hljóðfæri, en orgelið var með því fyrsta sem þau eignuðust í sínum hjúskap. Þetta var sannkallað menningar- heimili, þar sem mikið var spilað, sungið, lesið og talað saman. Það var margt hægt að læra af konu fæddri á síðustu öld, ekki síst konu eins og ömmu á Ásó sem auk þess að vera skarpgreind hafði mik- inn áhuga á stjómmálum og öllu því sem fréttnæmt var og gat hún oft rekið þá sem yngri vora á gat í umræðum um þjóðfélagsleg mál- efni. Langömmubömin hændust að henni, ekki að furða þar sem lang- amma vissi ekkert skemmtilegra . en eltingaleik við ungviði fjölskyld- unnar, sem fannst langamma „al- veg meiriháttar". Það var aldrei sagt: „Amma þú æsir bömin upp,“ heldun „Krakkar hættið, því þið æsið ömmu upp.“ Amma hafði alltaf löngun til að ferðast og skoða heiminn. En henni datt aldrei í hug að lifa um efni fram eða slá vfxil fyrir því sem hugurinn eða hugur nágrannans stóð til og því var hún orðin áttræð er hún fór í fyrstu og einu utan- landsferðina. Eg var svo lánsöm að fylgjast með henni í þeirri ferð. Amma fékk sér fínan bláan blóma- hatt og var yndislegt að sjá reisn gömlu konunnar í stórborginni. Þegar hún var spurð hvort hún færi aftur „í siglingu" var svarið jafnan: „Ja, ekki fer ég í ár, en kannski næsta ár.“ Fyrir nokkram áram datt hún á hálku og brotnaði illa, en amma sagði eins og svo oft: „Þetta hefði getað farið verr, hugsið ykkur ef tungan hefði brotnað og ég misst málið." Hún hafði yndi af samræð- um við góða vini og var mjög félags- lynd. Hún vildi helst alltaf hafa margmenni í kringum sig og var það oftast svo. Nú að leiðarlokum er margs að minnast. — Efst er mér í huga góða skapið hennar og glettna bros- ið sem alltaf var svo stutt í. Hún sá alltaf það spaugilega á undan öðrum. Það vora mikil forréttindi að eiga samvistir við ömmu og afa á Ásó, sem núna era bæði horfín sjónum okkar. Á hlýju og gestkvæmu heim- ili þeirra nutum við fræðslu sem ekki verður frá okkur tekin og við verðum ávallt þakklát fyrir. Ég þakka ömmu samfylgdina og biðpuð að blessa minningu hennar. Ástríður Ebba Arnórsdóttir Móðursystir mín var mikil önd- vegismanneskja og það held ég henni geti ekki verið á móti skapi, að ég bregði útaf hefðbundnum eftirmælastíl. Það er eins um frænku mfna og vant er með konumar, að afreks- verk þeirra er erfítt að skjalfesta. Það sem þær hafa byggt um ævina verður ekki mælt í kvarða. Þess sér heizt stað í sálarlífí og hegðan bama þeirra, og stundum má þeklqa konumar á skaplyndi eigin- mannanna. Það lukkaðist allt fyrir móður- systur minni með þessa tvo krakka sína, þau era góðir borgarar og mestu manndómsmanneskjur, Pál- ína Eggertsdóttir, eitt sinn Stella hjá Braga, en nú Stella í ísafold, og Jónas Eggertsson, einnig kunnur bóksali í Reykjavík og frammámað- ur í þeirri stétt, byrjaði líka í Bóka- búð Braga, sem var á fímmta og sjötta áratugnum ein virðulegasta bókabúð borgarinnar, lítil búð en þar vandað til bóka, innlendra og erlendra, en Bragi var bókfróður. Það leiðir af sjálfu sér að á Ás- vallagötu 53 var mikið talað um bækur; húsbóndinn, Eggert Guð- mundsson, var bókhneigður, og bóksýsla atvinna beggja hans barna. Frænka mín var ekki hneigð fyrir bækur framyfír það sem vel gengur og gerist, enda gat hún tekið sögur nægar hjá sjálfri sér. Hún skáldaði að vísu aídrei upp sögum en gaf þeim líf, því að hún sagði skemmtilega frá. Sigurrós átti kyn til þess, faðir hennar, Jónas G. Gunnlaugsson, þótti skemmtilegur maður í sinni sveit vegna þess hve góður sögu- maður hann var. Jónas var bóndi, en hann var þó mikið á ferðalögum og um tíma póstur; það var sagt tilhlökkunarefíii þegar hans var von á bæi. Á sýslumannssetri einu var gestum boðið, þegar von var á Jón- asi Gunnlaugssyni. Jónas var þriðji maður frá þeim hjónum, sem bjuggu á Gili í Svart- árdal, Ingibjörgu Jónsdóttur frá Skeggstöðum og Jónasi bónda þar Jónssyni frá Ytri-Ey, og er þetta Skeggstaðaætt, en í þeirri ætt era þeir mislukkuð skáld, sem ekki era sauðaþjófar eða vellukkaðir banka- stjórar. Þá er þar margur óreiðu- maðurinn í kvennamálum. Jónas afí minn og faðir Sigur- rósar var að því leyti góður Skegg- staðamaður, að hann átti 12 böm með þremur konum, en giftist að- eins síðustu konunni. Hann var þá 46 ára gamall þegar hann náði sér í 19 ára stúlku bráðfallega, sem var fermingarsystir elztu dóttur hans (móður minnarj. Þessari stúlku, Elínu Guðrúnu Ámadóttur, kvænt- ist Jónas og átti með henni 5 böm, einn son og fjórar dætur, og var Sigurrós elzt þeirra bama, hún fæddist í Landbroti í Kolbeinsstaða- hreppi 13. ágúst 1896. Þau Jónas og Elín bjuggu fyrst í Syðri-Skóg- um síðan í Hömluholti. Elín var dóttir Áma Halldórsson- ar bónda á Syðra-Rauðamel í Kol- beinsstaðahreppi, en hans foreldri vora hjónin Halldór Hjálmsson, bóndi á Kaðalsstöðum, og Elín Valdadóttir frá Homi í Skorradal. Móðir Elínar og kona Áma Hall- dórssonar var Rósa Sigurðardóttir bónda á Oddastöðum og hans konu og móðir Rósu var Brynhildur Þórð- ardóttir Erlendssonar Hellnaprests, en kona Þórðar var Margrét Eyj- ólfsdóttir frá Kárastöðum í Helga- fellssveit. Þennan fróðleik hef ég frá Ingveldi Jónsdóttur, ættfróðri konu á Nýlendugötunni. Elín Áma- dóttir var mikil yndæliskona. Dætur þeirra Elínar og Jónasar vora Sigurrós, gift Eggerti Guð- mundssyni, verkamanni, næst Kristín, gift Óla Konráðssyni, neta- gerðarmanni og útgerðarmanni á Akureyri, þá Hallfríður, gift Brynj- ólfí Bjamasyni, stjómmálamanni og heimspekingi, og yngst var Ósk, gift Baldvini Jónssyni, bónda á Lambastöðum í Hnappadal, og bróðir þeirra Gunnlaugur dó ungur og ókvæntur, en átti eina dóttur bama, Lilju. Af hálfsystram móður minnar kynntist ég þeim Kristínu og Sigur- rósu, og þeirri síðamefndu mikið, var henni allhandgenginn um tíma á mínum sokkabandsáram í Reykja- vík, sem sjómaður og í bland við nám. Eldhúsið á Ásvallagötu 53 var ekki stórt, íbúðin öll 40-50 fermetr- ar, þeir byggðu ekki á þann máta, sem nú er gert, verkamennimir á kreppuáranum, þegar verkamanna- bústaðimir við Asvallagötu vora reistir. Við endann á eldhúsborðinu var lítill bekkur, sæti þar í skoti fyrir einn mann. Þama fékk ég margan bitann og sopann og marga góða söguna. Og þetta var nú í þá daga, þegar menn drakku brennivín sitt í svörtu kaffí, en það hefur nú lagst af eins og önnur þjóðlegheit. Nú er blandað í brennivínið ein- hveiju sulli. Það kom sem sé fyrir, að maður settist þama í skotið með lögg og fékk kaffí hjá frænku sinni og rabbaði við hana. Sjálf bragðaði hún ekki vín og ekki hennar maður né böm, og þetta var einstakt reglu- heimili, en móðursystir mín mátti t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTfN HJÁLMSDÓTTIR, Kornsá, Vatnsdal, verður jarðsungin frá Þingeyrakirkju laugardaginn 14. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabba- meinsfélag íslands. Sætaferð verður frá BSl kl. 8.30 sama dag. Gestur Guðmundsson, Birgir Gestsson, Guðrún Gestsdóttir, Hjálmar St. Flosason, Gunnhildur Gestsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir og börn, Elnar Jónasson og börn, Marfa Snorradóttir og börn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, EINAR JÓHANNESSON vólstjóri, Kársnesbraut 129, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 13. maí kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfólag íslands. Reynir Einarsson, Einar Jóhannes Einarsson, Kristján R. Elnarsson, Erna Friðbjörg Einarsdóttir, Agnes Elnarsdóttir, Ásbjörg ívarsdóttir, Filippfa Kristjánsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Jóhanna Jakobsdóttir, Sofffa Ingimarsdóttir, Hannes Oddsson, Hermann Friðriksson, Jón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Arnþór Ingvars- son, Bjalla Fæddur 24. apríl 1916 Dáinn 20. apríl 1988 Amþór Ingvarsson fæddist á Bjalla í Landmannahreppi 24. apríl 1916, sonur hjónanna Málfríðar Ámadóttur og Ingvars Ámasonar bónda þar. Hann andaðist á Vífíls- staðaspítala síðasta vetrardag þann 20. apríl 1988. Heimili Amþórs var á Bjalla. Æskuárin liðu í faðmi kærra for- eldra og systra. Hann fór fljótt að vinna að búi foreldra sinna og stóð við hlið þeirra og studdi, þar til þau létust í hárri elli. Það var mikil virð- ing sem Amþór bar fyrir foreldram sfnum og störfum þeirra, eins og þau mótuðu heimilið, þannig hélt hann því áfram eins lengi og hann gat. Gestrisni og hlýja var ofar öðra á Bjalla og þangað var gott að koma í heimsókn. Þar sem Fríða bar fram góðgerðir, Ingvar sat í stól sínum og ræddi við gesti og sonurinn Amþór rétti hjálparhönd og var þátttakandi í samræðum, þannig vora þau ein heild. Þau fylgdust vel með gangi þjóðmála, vora víðlesin og unnendur góðrar tónlistar, margar vora ánægju- stundimar heima á Bjalla, þegar spilað var á orgelið og gestir og heimamenn sungu. Systumar Þórann, sem lést 1947, Ragnheiður, Guðríður, Svanfríður og fóstursystirin Þuríður voru alltaf virkar á heimili foreldra sinna, svo í Qölskyldunni á Bjalla var mikið líf, sem Amþór naut, og þegar systrabömin fæddust vora þau kærkomnir gestir heim á Bjalla og fylgdist hann með störfum þeirra og námi og gladdist yfír hveijum áfanga sem þau náðu. Hann starfaði mestan hluta ævi sinnar við landbúnað og naut sín best við skepnuhirðingu, þar sem friður og dýralíf íslenskrar sveitar ríkti. Lífskjörin í Landsveit á þess- þola nokkur náin skyldmenni ekki frábitin brennivíni. Húsmóðirin sinnti verkum sínum fyrir mér og hafði uppi skemmtilegt tal og átti ég þama jafnan góðar stundir. Þær systur Kristín og Sigurrós tóku tryggð við okkur bræður, mig og Bárð. Kristín reyndist Bárði ákaflega vel á menntaskólaáram hans. Kristín var frábærlega skemmtileg kona og þegar þær systur hittust og tóku til að rifja eitt og annað upp úr æsku sinni, þá gerðust mörg tíðindi í sagna- gerðinni. Sögur skemmtilegra sagna- manna visna gjaman á pappír, líf þeirra er oft mest fólgið í frásagnar- máta mannsins. það er mér til dæm- is alveg vonlaust, að geta komið til skila sögu þeirra systra, þegar bóndi nokkur kom að biðja annarrar þeirra til handa syni sínum. Þær vora þá báðar unglingstelpur, en bónda leist þama efnilegur kven- kosturinn og vildi tryggja hann sjmi sínum í tæka tíð að fomum hætti og ræddi málin við móður þeirra systra. Ekki man ég hvort hann bað Siggu, en ætlaði að biðja Stínu eða öfugt, en hann reyndist hafa raglast á nöfnum. Stelpumar vora náttúr- lega í felum, höfðu fengið gran um erindi karlsins. Þetta olli svo mik- illi skelfíngu þeirrar, sem hann hafði ranglega nefnt við móðurina, að hún hljóp í felur, þegar karlsins og sonarins var von á bæinn, en hin sem var „konuefnið", var hin altillegasta við þá feðga. Af þessu varð mikil saga sem fór síbatnandi með áranum. Frænka mín átti til í sínu ágæti dálítið vafasöm tilsvör; ekki var það af því að hún meinti illa, heldur varð henni sitthvað að orði ef það lá beint við. Það var eitt sinn, man ég, að ekkja nokkur var að segja henni þá merkilegu reynzlu sína að sér fyndizt maðurinn sinn liggja jafnan í rúminu hjá sér, en svo hafði ekki alltaf verið, hafði frænka mín gran um, meðan hann var ofar foldu, nema að henni verður að orði: „Ó, já, þetta er gott að heyra, að hann er orðinn heimakærari en meðan hann lifði." Mörg hennar tilsvör vora fleyg. Móðir mín átti svona nokkuð til líka. Jónas Gunnlaugsson lézt 1906 frá bamahópnum í ómegð. Níu ára gömul fór Sigurrós að Hrauni til séra Áma Þórarinssonar og var þar ein 7 eða 8 ár, en fluttist þá aftur til móður sinnar. Hún hélt alla tíð miklum kynnum við böm séra Áma. Sigurrós og maður hennar, Egg- ert Guðmundsson, vora sveitungar, þekktust frá æsku. Erlendur Hellnaprestur var einnig forfaðir Eggerts og þau hjónin því skyld fram í ættir. Þau giftust í október 1921 og settust fyrst að á Framnes- vegi 36 og þar fæddist Pálína, en fluttust ári síðar á Freyjugötu 10, um áram vora oft erfíð, hann fylgd- ist með hvemig örfoka land varð að gróðursælum reitum og átti mörg handtök við það. Hann var í Ungmennafélaginu Merkihvoli, stundum vora haldnir fundir heima á Bjalla og líka jólatrésskemmtanir, áður en sveitin eignaðist samkomu- hús, þar var pláss fyrir alla. Fjölskyldan á Bjalla fylgdist með lífí og störfum fólksins í sveitinni og tók þátt í gleði þess og sorgum, rétti hjálparhönd þegar þess þurfti með, þannig var Amþór til hinstu stundar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.