Morgunblaðið - 12.05.1988, Síða 56
56
fclk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988
Risastórar sápukúlur
Daníel og Súsí frá Vestur-Berlín búa til risastórar sápukúlur með hjálp „galdrastafs" sem hannaður er
af Peter nokkrum Mitscherling. Úr stafnum má töfra fram allt að 23 metra langar sápukúlur.
Hvernig leyfirðu þér að gera þetta — og það þegar ég er
ekki viðstödd.
COSPER
©PIB
tlHIUtll
Meistaraflokkskvartettinn skipaður Þorsteini Arasyni, Unnari Sig-
urðssyni, Valdimar Júlíussyni og Hallgrími Jónassyni.
Hluti samkomugesta í félagsheimilinu Herðubreið.
SEYÐISFJÖRÐUR
Heirakvöld knattspyrmi-
defldar Hugins
Þorvaldur Jóhannsson bæjar- Svavar Sigurðsson bankastjóri
stjóri, ræðumaður kvöldsins. stjórnar fjöldasöng.
Seyðisfirði.
Sem kunnugt er vann Huginn
aftur sæti sitt í 3. deild ís-
landsmótsins í knattspymu síðast-
liðið sumar og ætlar sér stóra hluti
í þeirri deild þetta árið.
Það má segja að þetta keppn-
istímabil hafí byijað með glæsi-
brag þegar liðið hélt Herrakvöld
knattspymudeildarinnar nú nýve-
rið. Fjöldi manna mætti í hátíðar-
kvöldverð í félagsheimilinu Herðu-.
breið.
Heiðursgestur kvöldsins var Ól-
afur M. Olafsson útgerðarmaður
og fyrrverandi íþróttakennari á
Seyðisfirði. Ólafur var eitt sinn
einn af bestu íþróttamönnum
landsins, bæði í knattspymu og
fíjálsum íþróttum. Huginsmenn
veittu Ólafí heiðursskjal við þetta
tækifæri, þar sem honum vom
þökkuð störf og stuðningur við
íþróttamenn á Seyðisfirði undan-
fama áratugi.
Ræðumaður kvöldsins var Þor-
Morgunblaðið/Magnús Reynir Jónsson
Ólafur M. Ólafsson útgerðar-
maður, heiðursgestur á Herra-
kvöidi Hugins.
valdur Jóhannsson bæjarstjóri, en
hann er einnig fyrrverandi íþrótta-
kennari og hefur verið mikill
stuðningsmaður Hugins undanfar-
in ár, bæði sem stjómarmaður og
velgjörðarmaður félagsins.
Veislustjóri var Valdimar Jú-
lfusson og Svavar Sigurðsson
bankastjóri stjómaði fjöldasöng.
Sveinn Valgeirsson verkstjóri söng
við undirleik Valgeirs sonar síns.
Meistaraflokkskvartettinn skipað-
ur þeim Þorsteini Arasyni, Valdi-
mar Júlíussyni, Unnari Sigurðs-
syni og Hallgrími Jónasson, fór
með gamanvísur.
Hápunktur kvöldsins var svo
bögglauppboð, sem er ein af fjár-
öflunarleiðum knattspymudeildar-
innar. Auk þess bámst félaginu
margvíslegar gjafír og áheit.
- Garðar Rúnar
Feðgfarnir Sveinn Valgeirsson og Valgeir Sveinsson.