Morgunblaðið - 12.05.1988, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 12.05.1988, Qupperneq 57
57 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 Hverjir eru bestir? Who’s Better, Who’s Best ☆ ☆☆☆☆+ ungan gftarleikara sem haffti ekki HVAÐ þekkja margir unglingar Chuck Berry, Kinks, Beach Boys, Doors, Jlmi Hendrix, Led Zeppelln efta Byrds? Gagnrýnandi þekkir Nakin tal- andi höfuð Á síAasta ári reiknuftu fiestir meft þvf aft Taiking Heads vœri úr sögunni vegna þess aft David Byme vœri orftinn of stór fyrir hljómsveitina. Þaft var því ánægjulegt þegar þafi fréttist að sveitarm.enn heffiu komið saman og búifi til plötu úr óformlegu samspili sínu. Enn ánægjulegra er það þegar menn heyra plötuna, því húr er hreint fyrirtak. Poppið sem gerði síðustu plötur sveitarinnar að metsöluplötum hefur vikið fyrir afrískum áhrifum og tilraunatón- list sem minnir á plötuna Remain in Light frá 1980. Naked er þó mefi nokkuð öfirum blæ því tón- listin er öll fágafiri og útsetningar hreinni. Það, m.a„ gerir Naked að ferskustu plötu Talking Heads í langan, langan tfma og öll menningarblöndun tekst ótrú- lega vel. Flest eru lögin dæmi- gerð Talking Heads lög, t.d. Blind, Mr. Jones, The Ruby Dear, Democratic Circus, Totally Nude og The Facts of Life, en í sumum þeirra gefa afrískir polyrytmar f gítarleik og slagverki þeim nýja vídd, s.s. Mr. Jones, Totally Nude og Ruby Dear. Það er svo aðeins til að auka á ónægjuna þegar einn fremsti koraleikari Malí, Mory Kantó, er fenginn til að leika í lögunum Mr. Jones og The Facts of Life. Aðrir snjallir hljóð- færaleikarar leggja hönd á plóg- inn, Wally Badarou sýnir t.d. á sér góðar hliðar í Blind og gítar- leikararnir Johnny Marr og Yves N’Djock gera (Nothing but) Flow- ers að einu besta lagi plötunnar. einu sinni heyrt lagið Johnny B. Goode og haffti sá þó spilað meft þremur hljómsveitum í meira en tvö ár. Svona rótleysi kann aft vera ein ástæfta þess hversu lítift er um ungar og efnilegar hljómsveitir hér á landi. Nú gefst rakift til að ráða einhvern bug á þessu, því út er komin prýftileg safnplata með The Who, sem ekki telst síftur til frum- herja rokksins en ofanskráftir for- Ingiar. A plötunni eru 18 lög (19 á geisla- disknum) og spanna feril The Who allt frá upphafi til 1981. Platan hefst að sjálfsögðu á hinu sígilda Who-lagi My Generation, en með því stillti sveitin eldri kynslóð- um upp við vegg og vakti athygli á sór sem málsvari uppreisnargjarnr- ar æsku. Aukin heldu má vekja at- hygli á linnulausri keyrslu Johns Entwistles á bassann, sem tvímæla- laust breytti hugmyndum manna um hlutverk bassans í rokkhljómsveit- um. Láti menn sér fátt um finnast nú, má minna á að lagið var gefið út 1965. Hljómburðurinn f þessu lagi er reyndar afleitur, en í raun spillir hann lítt fyrir — er bara í fullu samræmi við yfirbragð lagsins. Sigurgangan heldur áfram (þó hún sé því miður ekki i réttri tíma- röð) og rakin eru meistarastykki eins og Substitute; I Can See For Miles; Magic Bus l'm Free og See Me, Feel Me. Pinball Wizard er tvímælalaust eitt af tíu bestu rokklögum fyrr og síðar, enda má segja það vera Pete Townshend í handhægum neytend- aumbúðum. Laglínan er listilega einföld og grípandi, skraut ekki umfram hið allra nauðsynlegasta og er skemmtileg blanda ballöðu og hreins og klárs rokkara. Sfðast en ekki síst eru seinni tíma lög eins og Who Are You? og You Better, You Bet á plötunni, en þau ættu að sanna afi Pete gamla Townshend hefur ekkert hrakað í lagasmífiunum. Hægt er að segja um The Who að uppi hafi verið frumlegri hljóm- sveitir. Það er líka hægt afi segja Townshend hafa samið sama lagið oftar en einu sinni og stundum oftar en tvisvar. Það gerir bara ekkert til — þó allir gallar séu tíndir til, stend- ur The Who samt eftir sem sígild hljómsveit. Þeir sem hlustafi hafa á Who áður eru vafalítið búnir að spila sínar plötur í gegn. Fyrir hina er löngu orðið tímabært að kynnast hljómsveitinni, þó ekki væri nema til þess að vera viðræðuhæfur um rokktónlist. Þessi skífa fær fimm stjörnur, plús með slaufu. Andrés Magnússon. Tsvimbodzemoto er sömu ætt- ar hvað varðar yrkisefni, en platan er heilsteyptari, enda lögin flest frá sama tíma. Tsvimbodzemoto eru rifflar þeir sem notaðir voru í bar- áttu litra Zimbabwebúa í barátt- unni við hvita og fyrsta lag plötunn- ar fjallar einmitt um þá baráttu. Ekki verður reynt hér að grafast frekar um eftir merkingu texta, enda shonakunnótta í algjöru lág- marki. Reyndar þarf ekki að fjöl- yrða frekar um Bhundu Boys, tón- listin talar sínu máli. Tón- list frá Zimbab- we, sem áður hét f höfuftið á einum helsta frömuði breskra landvinninga f Afríku, Cecil Rhodes, hefur verið áberandi á Vesturlöndum síðustu misseri. Þar ber hæst Thomas Mapfumo og hljómsveit- ina Bhundu Boys. Bhundu Boys, eða sem taka nafn sitt af skæruliðum þeim sem börðust í stríðinu við hvíta minni- hlutann þar í landi á sínum tíma, vöktu meiri athygli en nokkrir tón- listarmenn fró þriðja heiminum síðan Bob Marley leið þegar hljóm- sveitin kom til Bretlands síðasta sumar. Þá hafði hljómsveitin sent frá sér plötuna Shabini hjá smáfyr- irtækinu breska Discafrique. Plat- an seldist framar vonum og tón- leikar hennar í Bretlandi þóttu minna á frammistöðu Liverpool- sveitar einnar sem löngu er liðin. Á eftir Shabini kom platan Tsvimbodzemoto og í kjölfar henn- ar fylgdi útgáfusamningur við stór- fyrirtækið WEA um útgáfu á næstu plötu, True Jit. Þegar þetta er ritað virðist sveitin því vera á mörkum þess að verða fyrsta afríska hljóm- sveitin sem nær að ná almennri hylli ó Vesturlöndum. Bhundu Boys stofnaði gítarleik- arinn og söngvarinn Biggie Tempo árið 1980, árið sem Zimbabwe hlaut sjólfstæði, með öðrum gítar- leikara, Rise Kagona. Sveitina stofnuðu þeir uppúr annarri Zimbabwesveit sem þeir voru í, Wild Dragons, og tóku með sér hljómborðsleikara þeirrar sveitar, Shakie Kangwena. Síðar slógust í hópinn þeir David Mankaba bassa- leikari (1985) og Kenny Chisvatsva til Liverpool Frá Harare trommuleikari, sem lék lengi með Mapfumo í Acid Band hans. Það má og geta þess að allir sveitar- meðlimir radda þegar þörf krefur. Chimurengatónlist Tónlist sú sem helst er leikin í Zimbabwe í dag er til orðin í barát- tunni gegn hvíta minnihlutanum og kallast chimurengatónlist, bar- áttutónlist. Hún á rætur sínar í tónlist shona ættbálksins, sem þrír fjórðu hlutar íbúa landsins til- heyra. Helsta einkenni shonatón- listar er ásláttar strengjahljóðfæri sem kallast mbira og eru rafgítarar hljómsveita sem leika mbiratónlist gjarnan að líkja eftir óhemju hrööu mbirapikki. Ekki má gleyma áhrif- um frá gítarleik zaireanskra tónlist- armanna og hornablæstri að hætti Kongóbúa. Það sem skiptir þó kannski mestu móli er að allir text- ar eru á shona, móli serh nær allir íbúar Zimbabwe tala. Bhundu Boys leika tónlist sem kalla mætti mbiratónlist, en þeir nota ekki hornaflokka og allur hljómur tónlistar þeirra er þéttari og nútímalegri en tíðkast hjá t.d. Thomas Mapfumo. Áheyrendur þeirra í Zimbabwe eru og flestir ungir að árum og vilja létta tónlist sem gott er að dansa eftir; tónlist sem stundum er kölluð „jit-jive“, eða bara „jit“ til að greina hana frá chimurengatónlist Thomas Mapfumo. Þrátt fyrir að textarnir á Shabini og Tsvimbodzemoto séu á shona, hefur sveitin gert tilraunir með stöku enska texta, eða ensk inn- skot í lag og lag til að nó betur eyrum áheyrenda á Vesturlöndum. Það gerir áheyrendum vitanlega erfitt fyrir skilji þeir ekki tungumól- ið sem sungið er á, en tónlist Bhundu Boys er svo iifandi og fersk, að menn lóta þaö ekki standa í veginum. Shabini, sem þýfiir það sem Danir kalla „smug- kro“, knæpu í heimahúsi sem starfar í óþökk yfirvalda, er gott dæmi um það, en á plötunni eru lög sem samin eru á árunum frá 1980 til 1985. Fyrsta lagið á plöt- unni, Baba munini Francis, segir frá barni sem er að velta því fyrir sér hver hann sé „frændinn" sem er alltaf að heimsækja mömmu hans, þegar pabbinn er ekki heima og önnur lög á plötunni fjalla um allt frá því hve erfitt er fyrir tónlist- armann að hafa í sig og ó í laginu Hupenyu Hwangu, að því að Biggie hvetur áheyrendur til að halda sannfæringu sinni til streitu; það kosti klof að ríða röftum í laginu Wenhamo Haaneti. Titillagið segir frá því að á meðan menn eiga gnótt fjár til að sitja inni á shabini og veita ótæpilega eigi þeir nóga viðhlægjendur. Þegar sjóðþurröin kemur eru aftur allir „vinirnir" á bak og burt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.