Morgunblaðið - 12.05.1988, Page 62

Morgunblaðið - 12.05.1988, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 TTTT Víkverji Víkvetji fjallaði nýlega um ábyrgðarbréf, sem eins og kunnugt er, er ein tegund bréfa, sem Póstur og sími tekur að sér að koma til viðtakanda. I þessu sambandi hefur Vfkverja borizt bréf frá Jóhanni Hjálmarssyni, blaða- fulltrúa Póst- og símamálastofunar- innar. Það er svohljóðandi: „Víkvetji fjallaði nýlega um ábyrgð póstsins á ábyrgðarbréfum og greindi í því sambandi frá ábyrgðarbréft méð strikaðri ávísun sem glataðist á leið til viðtakanda á Bretlandi. Hann skýrir frá að bréfíð hafí verið bætt með tæplega eitt þúsund krónum og hafí sú upp- hæð aðeins verið lítið brot af þeirri upphæð sem í bréfínu var. Fébótaábyrgð póstþjónustunnar fyrir glötuð ábyrgðarbréf er tak- mörkuð við ákveðna upphæð, nú 975 krónur. Vilji menn tryggja enn skrifar frekar er boðið upp á svonefnd verð- bréf, einnig nefnd „bréf með til- greindu verði“ vegna þess að verð- mæti innihaldsins er tilgreint utan á bréfínu og sérstakt tryggingar- gjald greitt fyrir í hlutfalli við upp- hæðina. Eins og ljóst má vera eru skaða- bætur fyrir glötuð ábyrgðarbréf takmarkaðar við ákveðna upphæð, m.a. vegna þess að ekki er vitað um verðmæti innihaldsins." Allt er þetta gott og gilt og ágætt að vita til þess að unnt er að senda verðmæti með póstinum og kaupa fulla ábyrgð á bréfíð. Hins vegar var Víkveiji að gagnrýna í áður- nefndum pistli, að þessar takmörk- uðu ábyrgðarsendingar bæru nafnið „ábyrgð". Hér er ekki um eiginleg- an ábyrgðarpóst að ræða, heldur skráðan póst eins og enska heiti þessa pósts ber með sér „registrat- ed mail“. Var jafnframt látin í ljós sú skoðun að væri ákveðin þjónusta af hálfu einkafyrirtækis sem þessi kynnt með röngu heiti, „ábyrgð", myndi Verðlagsstofnun gera at- hugasemdir. Það er ekki gert, þeg- ar ríkisstofnun á f hlut. XXX á er bjórfrumvarpið loks orðið að lögum eftir mikið málæði í sölum hins háa Alþingis. Er það eflaust mörgum fagnaðarefni og öðrum harmsöguefni, enda boðar einn bjórbannsmaðurinn á Alþingi, Svavar Gestsson, að í haust verði flutt frumvarp um að afnema bjór- söluheimildina. Athyglisvert var og að heyra við- tal við Höskuld Jónsson, forstjóra ÁTVR í sjónvarpi kvöldið fyrir at- kvæðagreiðsluna í þinginu. Hann var spurður að því hvernig ríkis- einkasalan ætlaði að annast sölu á bjór. Þar nefndi hann, að hugsan- lega myndi ÁTVR bjóða út til hinna ýmsu erlendu bjórframleiðenda bjórsöluna á íslandi. Þannig myndi tekið lægsta tilboð frá dönskum bjórframleiða, lægsta frá þýzkum, hollenskum, brezkum, bandarískum o.s.frv. Verði þessi háttur hafður er einsýnt að menn munu ekki geta fengið þá bjþrtegund, sem þeim þykir bezt. ÁTVR ætlar að tak- marka framboðið og velja bjórteg- undir fyrir menn. Verður þá vænt- anlega ekki valið eftir gæðum, held- ur eftir því, hve ódýr bjórinn er í innkaupi. Svo sem gefur að skilja kemur þessi mismunur væntanlega ekki neytendum til góða, heldur ríkis- sjóði, því að á bjórinn verður lagður alkohólskattur eins og á annað áfengi. Vonandi verða og þessir verzlunarhættir ekki til þess að menn sjái sér áfram hag í því að smygla bjór. Smyglið getur þó hald- ið áfram, ef þekktustu bjórtegundir heims koma ekki til með að fást á íslandi og því útilokað að fá þær nema eftir annarlegum leiðum. XXX , að getur verið þrautin þyngri að fá erert við útvarnstæki í STANDARD ELDHÚS Ával It fyrirliggjandi Kr. 74.760.- I Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Sími 686650 . , ■ - -----' m. -+ m B æ ÍM.MMMÆ&M-JLMM Mft tt S k MMS * í * Reykjavík. Víkverji hefur síðastliðin 10 ár átt útvarpsvekjaraklukku, sem verið hefur hið mesta þarfa- þing. En með árunum hefur ryk sezt inn í útvarpstækið og er nú útilokað að hækka eða lækka tóninn í klukkunni án þess að miklir skruðningar heyrist. Því þurfti klukkan að fara í viðgerð. Sjónvarpsmiðstöðin í Síðumúla 2 var sú verzlun, sem selt hafði klukk- una. Víkveiji ætlaði að nota mat- artíma sinn til þess að fara með hana á verkstæðið, en þá kom babb í bátinn. Viðgerðarmennimir á verkstæðinu voru í mat og af- greiðslumaðurinn í búðinni neitaði að taka við útvarpsklukkunni. Við- skiptavinurinn varð að koma seinna til þess að afhenda klukkuna. Af- greiðslumanninum kom þetta greinilega ekkert við. Ekki hafði Víkverji geð í sér til þess að fara og knékijúpa starfs- mönnum Sjónvarpsmiðstöðvarinnar og ákvað því að fara í næstu verk- stæði til þess að fá tækið viðgert. Jafnan var viðkvæðið: Þessi klukka er ekki frá okkur. Við gerum aðeins við tæki, sem við seljum. Niðurstað- an verður því eflaust sú að Víkveiji verður að kaupa sér nýja vekjara- klukku og eitt er víst að hún verður ekki keypt í Sjónvarpsmiðstöðinni. Viðskipta- frelsið og samkeppnin Til Velvakanda. Viðskiptafrelsið margfræga skilar sér misjafnlega vel til þegn- anna. Fyrst og fremst skilar það sér til þeirra sem hafa eitthvað að selja náunganum. Ég nefni tvö dæmi. Það kostar nú 2.600-2.800 krón- ur að láta skipta um dekk undir venjulegan fólksbíl, sé þessi þjón- usta sótt á verkstæði. Með þessari verðlagningu sýnist mér að hægt sé að hafa allt að 54 þús. krónur á mánuði fyrir að skipta um undir einum bíl á dag í 20 daga í mán- uði. Ef maður skiptir um á fjórum bílum á dag fást ráðherralaun, og með því að skipta um á 200 bílum á mánuði er komið upp í laun for- stjóra í stórfyrirtæki. Annað dæmi: Kunningi minn, sjómaður, kom í land á laugardegi í vor og fór á rakarastofu til að láta klippa sig. Hann borgaði með þúsund króna seðli og fékk 70 krónur til baka. Þegar rakarinn sá hann horfa með undrun á hlunk- ana í lófa sínum kom hann með útskýringu: Þetta er svolítið dýrara á laugardögum en aðra daga. Mér sýnist að í þessum tilvikum og mörgum fleiri hafi viðskipta- frelsið aðallega nýst seljendum í einkaþjónustugeiranum til að koma sér saman um að hækka verðlagið og halda því háu, en sam- keppnin sem fyrirheit voru gefín um verið lögð fyrir róða. __B.S. Gestagang á dagskráaftur Til Velvakanda. Mig langar til þess að beina þeirri spumingu til Ríkisútvarpsins hvort ekki væri möguleiki að fá aftur á dagskrána þáttinn Gesta- gang. Þessir þættir báru af fyrir vönduð vinnubrögð þannig að mað- ur setti sig ekki úr færi að hlusta á þá. Ef ekki er hægt að verða við þessu væri gaman að fá einhveija þeirra endurflutta. Ragnheiður Davíðsdóttir var frábær stjórnandi og mikil eftirsjá að henni úr útvarp- inu. Hlustandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.