Morgunblaðið - 12.05.1988, Síða 67
MORGUNBLAÐEÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988
67
HANDKNATTLEIKUR / OLYMPIUHOPURINN
Æfa í385 klukkustundir
fram að Ólympíuleikum
Endanlegur 15 manna hópurvalinn 2. september
BOGDAN Kowalczyk, lands-
liðsþjálfari íhandknattleik, hef-
ur valið 23 leikmenn til að taka
þátt í lokaundirbúningnum fyrir
Ólympíuleikana í Seoul í haust.
Hópurinn býrjar œfingar 10.
júní, œfir samtals í 38S klukku-
stundir og leikur 19 landsleiki
heima og erlendis áður en 15
manna hópur leikmanna heldur
til Seoul 11. september.
Æft verður í íþróttahúsi Selja-
skóia tvisvar á dag tvo tíma
í senn sex daga vikunnar og verða
æfíngamar lokaðar almenningi.
Liðið tekur þátt í tveimur sterkum
mótum erlendis og Flugleiðamótið
verður á íslandi í lok ágúst, en auk
þess koma Vestur-Þjóðveijar í
heimsókn í lok júlí, Frakkar í byijun
ágúst og Danir í byijun september.
Leikreyndaata IMMð
íslenska landsliðið er það leikreynd-
asta í heimi og hefur kjami hópsins
verið með síðan Bogdan tók við
stjóminni haustið 1983, en liðið
FOLK
■ JIM Leighton, landsliðsmark-
vörður Skota í knattspymu, var í
gær seldur frá Aberdeen til Manc-
hester United fyrir 750.000 pund,
andvirði ríflega 53 milljónir fsl.
króna. Féiögin komust í gær að
samkomulagi og endanlega verður
gengið frá samningum í dag. Alex
Ferguson, stjóri United, sagðist
aldrei hafa farið með dult með að
hann hefði mikinn áhuga á að
kaupa Leighton. „Ég þekki hann
vel því hann lék undir minni stjóm
með Aberdeen. Hann er besti
markvörður Bretlandseyja — það
held ég að hann hafí sýnt í land-
sleikjum sínum. í 42 leikjum hefur
hann 23 sinnum haldið hreinu,"
sagði Ferguson í gær. Leighton
verður þrítugur í júlí. Hann hefur
leikið með Aberdeen í tíu ár, þrisv-
ar orðið Skotlandsmeistari, fjórum
sinnum bikarmeistari og einu sinni
Evrópumeistari bikarhafa, 1983.
■ OLAF Thon var í gær keyptur
til Bayern Miinchen frá Schalke
04 fyrir 3,5 milijónir marka — and-
virði ríflega 80 milljóna ísl. króna.
Þetta er hæsta verð sem greitt hef-
ur verið fyrir leikmann í vestur-
þýsku úrvalsdeildinni. Thon skrif-
aði undir fyjgurra ára samning við
Bayem. Hann kemur í stað Lothar
Mattheus, sem fer til ítalska liðsins
Inter Mílanó næsta keppnistímabil.
■ BORAC BanjaJuka, sem leik-
ur í 2. deild júgóslavnesku knatt-
spymunnar, varð í gærkvöldi bikar-
meistari þar í landi. Liðið sigraði
Rauðu Stjörnuna frá Belgrað 1:0
í úrslitaieiknum.
I SREDETS sigraði Vitosha 4:1
í gærkvöldi í úrslitaleik bikarkeppni
Búlgariu. Mörk liðsins gerðu Peter
Vitanov 2, Stoichkov og Penev.
■ SCHAFFHA USEN, sem leik-
ur í 2. deild, mun mæta Grass-
hoppers í úrslitaleik bikarkeppn-
innar í knattspymu í Sviss. Schsiff-
hausen kom mjög á óvart með því
að sigra Young Boys í undanúrslit-
um, á útivelli, 0:1. Grasshoppers
sigraði EtoUe Carouge í undanúr-
slitum. 1:2, eftir framlengdan leik.
hefur leikið 162 iandsleiki undir
hans stjóm. í hópnum em sex ung-
ir strákar, sem miklar vonir em
bundnar við í framtíðinni, en að
öllu forfailalausu eiga þeir litla
möguleika á að komast í 15 manna
hópinn.
Að sögn Gunnars Þórs Jónssonar,
eins læknis iandsliðsins, eiga þrír
leikmannanna nú við meiðsli að
stríða. Héðinn Gilsson hefur verið
meiddur í baki og Páll Óiafsson á
öxl, en gert er ráð fyrir að þeir
verði búnir að ná sér 10. júní. Valdi-
mar Grímsson verður í gifsi til 9.
júní og fer rólega af stað.
Eftirtaldir leikmenn em í 23 manna
hópnum, landsleikjafjöldi til hægri:
Markverðir:
Einar Þorvarðarson, Val,.....178
Brynjar Kvaran, KA,...........114
Guðmundur Hrafnkelsson, UBK, 52
Hrafn Margeirsson, ÍR...........7
Vinstri homamenn:
Guðmundur Guðmundsson, Vík., ..171
Jakob Sigurðsson, Val.........134
Linumenn:
Þorgils Óttar Mathiesen, FH, ....175
Geir Sveinsson, Val,..........123
Birgir Sigurðsson, Fram.........8
Hægri horaamenn:
Valdimar Grímsson, Val,........45
Karl Þráinsson, Víkingi........59
Bjarki Sigurðsson, Víkingi.....11
Vinstri útimenn:
Alfreð Gíslason, KR,..........125
Atli Hilmarsson, Fram,........120
Héðinn Gilsson, FH,............23
Júlíus Jónasson, Val...........94
Leikstjóraendur:
Sigurður Gunnarsson, Víkingi, ..132
Páll Ólafsson, KR.............157
Þorbergur Aðalsteinsson, Saab, 159
Ámi Friðleifsson, Víkingi.....23
Hægri útimenn:
Kristján Arason, Gummersbach, ...167
Sigurður Sveinsson, Val,.....127
Íúlíus Gunnarsson, Fram,........0
Enn vantar um 10 milljónir
Að sögn Jóns Hjaltalíns Magnússonar, formanns HSÍ, kostar lokaundirbúningur
landsliðsins og þátttakan á Ólympíuleikunum um 20 milljónir króna. Fyrirtæki
og einstaklingar hafa stutt vel við bakið á liðinu og er stuðningur Flugleiða og Visa
mestur. Landsliðið fær vemlegan afslátt á flugferðum með Flugleiðum, en auk þess
hefur fyrirtækið boðið leikmönnum og mökum þeirra í ferð að eigin vali áiður en æfíng-
ar hefjast í júní. Almenningur getur styrkt landsliðið með mánaðarlegri greiðslu, sem
Visa tekur við og ságði Jón að margir hefðu nýtt sér þessa þjónustu og ættu vonandi
eftir að gera, því margt smátt gerði eitt stórt. Þá mun veitingahúsið Sprengisandur
gefa hópnum hádegismat í sumar og óskað verður eftir við Reykjavíkurborg að hún
gefí eftir leigu vegna æfínganna. „Við höfum fengið mikinn og góðan stuðning, en
enn vantar um 10 milljónir króna til að ná endum saman," sagði Jón.
Júlfus Gunnarsson
er sá eini í landsliðs-
hópnum, sem valinn
hefur verið, sem
ekki hefur leikið
landsleik.
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA
Rauða spjaldið
reyndist dýrkeypt
Reuter
Leikmann Mechelen fagna sigri I gær. Evrópumeistarar í fyrstu tilraun.
Það er vart hægt að segja
annað en að belgíska liðið
Mechelen hafí komið á óvart. Lið-
ið sigraði Ajax í gær f úrslitaleik
Evrópukeppni bikarhafa 1:0.
Þetta er í fyrsta sinn sem Mec-
helen tekur þátt í þessari keppni
og vart hægt að segja annað en
að byijunin iofí góðu.
Það var þó líklega rautt spjald á
16. mínútu sem réði úrslitum. Þá
komst Marc Emmers einn í gegn-
um vöm Ajax og Danny Biind brá
til þess ráðs að fella Emmers
mjög gróflega. Þýski dómarinn
Dieter Pauly var ekki í vafa og
gaf Biind rauða spjaldið. Fram
að þessu hafði Ajax haft undirtök-
in, en eftir brotið kom Mechelen
mun meira inn í leikinn. Mark-
vörður Ajax, Stanley Menzo, varði
glæsilega skaila frá Pascal de
Wilde rétt fyrir leikhlé.
En Menzo náði ekki að koma I
veg fyrir mark á 53. mínútu. Þá
lék Eli Ohana upp vinstri kantinn
og gaf góða sendingu á Pieter den
Boer sem skoraði með góðum
skaila.
Eftir markið færðist vöm Mec-
helen smám saman aftar og 8-9
leikmenn í vítateig þeirra var al-
geng sjón. Sóknarleikur Ajax tók
stakkaskiptum í síðari hálfleik og
glæsilegasta sókn leiksins kpm
um miðjan fyrri hálfleik. Þá léku
þeir Peter Larsson og Dennis
Bergkamp laglega f gegnum vöm
Mechelen og John Bosman skaut
þrumuskoti, en Michael Preud’-
homme varði glæsilega.
KNATTSPYRNA
Sigurður eitt ár í við-
bót hjá Wednesday!
SIGURÐUR Jónsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, hefur-
komist að samkomuíagi við
Howard Wilkinson, stjóra
Sheffield Wednesday, um að
vera eitt ár til viðbótar hjá fá-
laginu.
Eg var á fundi með Wilkinson í
dag og við ræddum peninga-
mál. Ég skrifaði ekki undir en við
höfum komist að samkomulagi —
geri það líklega strax og ég kem
aftur út eftir frí,“ sagði Sigurður í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Atvinnuleyfí hans rennur út nú í
vor en bað verður engum vand-
SlgurðurJónsson.
kvæðum bundið að fá það endumýj-
að að sögn Sigurðar.
VII sýna hvað í mér býr
„Ég er búinn að vera hér í þijú og
hálft ár. Þegar ég kom batt fólk
miklar vonir við mig. í blöðum hér
stóð að hann gæti spilað svolítið,
þessi strákur. En ég hef ekki kom-
ist í gegnum heilt keppnistímabil
án þess að meiðast. Það er stefnan
hjá mér að spila 35-40 leiki á næsta
tímabili — að sýna hvað í mér býr.
Fólkið hér í borginni er mjög vin-
gjamlegt. Það hefur sýnt mér þolin-
mæði allan þennan tíma og ég vil
endurgjalda það áður en ég fer.
Ég vil sýna hvað f mér býr — að
ég geti staðið mig í ensku deild-
inni,“ sagði Sigurður. '
Laus í landsleikl
Hann sagðist hafa nægan tíma —
„ég verð ekki nema 22 ára þegar
samningi mínum lýkur hér eftir eitt
ár og ef ég stend mig vel á þeim
tíma á ég betri samningsmöguleika
í framtíðinni."
Sigurður sagði Wilkinson hafa lofað
sér því að hann fengi að fara í alla
HM-leiki Islands á samningstíma
sfnum. Einnig í hugsanlega æfínga-
leiki svo framarlega sem þeir rekist
ekki á leiki Wednesday-liðsins.