Morgunblaðið - 15.05.1988, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988
GLASGOW
3 x í viku
FLUGLEIÐIR
-fyrír þíg-
Aðalfundur
Dómkirkjusafnaðarins
verður haldinn í Dómkirkjunni
þriðjudaginn 24. maí 1988 kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. ...
Soknarnefndin.
Nú vantar ■■
STOÐU
VERDI
Með nýjum umferðarlögum, sem tóku gildi 1. mars
1988, er eftirlit með stöðubrotum bifreiða í borginni
komið í hendur borgaryfirvalda.
Til þess að sinna þessum skyldum við borgarana,
þarf að fjölga stöðuvörðum.
Hlutverk stöðuvarða er að hafa eftirlit með
stöðubrotum í borginni og fylla út gjaldseðla
(gíróseðla) þegar svo ber undir.
Hér er ekki um að ræða stöðumælavörslu
eingöngu, heldur einnig almennt eftirlit.
Tilvalin störf fyrir bæði konur og karla.
Hálfsdagsstörf koma til greina.
Mánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri
Borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, sími 18000.
198
3 S 3
Gatnamálastjórinn
Samræmd yfirstióm umhverfismála:
Frumvarp þess efn-
is liggnr nú fyrir
Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon
í 12. kafla í stefnuyfirlýsingu og
starfsáætlun ríkisstjómar Þorsteins
Pálssonar frá 8. júlí 1987 er flallað
um umhverfismál. Þar segir að ríkis-
stjómin muni samræma aðgerðir
stjómvalda að umhverfisvemd og
mengunarvömum m.a. með eftirfar-
andi hætti:
1. Sett verði almenn lög um um-
hverfismál og samræming þeirra fal-
in einu ráðuneyti.
2. Gerð verði áætlun um nýtingu
landsins sem miði að því að endur-
heimta, varðveita og nýta landgæðin
á hagkvæman hátt.
3. Ríkisjarðir verði nýttar til úti-
vistar, skógræktar og orlofsdvalar
fyrir almenning þar sem því verði
við komið.
4. Skógrækt, landgræðsla og
gróðurvemd verði aukin í samvinnu
ríkis, sveitarfélaga og frjálsra sam-
taka.
5. Umhverfisáhrif atvinnufyrir-
tækja, svo sem fiskeldi, verði könnuð
og reglur settar til að koma í veg
fyrir mengun frá þeim.
6. Við skipulag ferðamála verði
þess gætt að hlífa viðkvæmum land-
svæðum, svo komið verði í veg fyrir
umhverfisspjöll.
7. Fræðsla um náttúmvemd og
umhverfismál verði aukin.
8. Eftirlit með losun hættulegra
efna verði bætt.
9. Athugað verði, hvemig auka
megi endurvinnslu á úrgangi.
10. Strangara eftirlit verði haft
með efnanotkun við matvælafram-
leiðslu og innfluttri neysluvöru.
í samræmi við þessa stefnuyfirlýs-
ingu skipaði for^ætisráðherra, Þor-
steinn Pálsson, þ. 3. sept. 1987 nefnd
sem falið var að semja frumvarp til
laga um samræmda yfirstjóm um-
hverfísmála. í nefndina vom skipuð:
Sigurður M. Magnússon forstöðu-
maður, formaður nefndarinnar en
hann var fiilltrúi Sjálfstæðisflokks,
Alda Möller, matvælafræðingur, full-
trúi Alþýðuflokks og Hermann
Sveinbjömsson, aðstoðarmaður sjáv-
arútvegsráðherra, fulltrúi Framsókn-
arflokks. Ritari nefndarinnar og
starfsmaður var skipaður Ingimar
Sigurðsson, yfirlögfræðingur.
Nefndin lauk störfum nýlega og tek-
ið skal fram að meðal nefndarmanna
var full samstaða um fmmvarpið.
Fmmvarpið hefur þegar verið lagt
fram í ríkisstjóminni, en er nú til
meðferðar í þingflokkum sijómar-
flokkanna. Það verður síðan tekið til
umræðu þegar þing hefst í haust og
stefnt að því að samræmd lög um
umhverfismál verði að lögum 1. jan-
úar 1989.
Nefndin skilaði áliti þar sem tekin
em fyrir auk frumvarpsins ýmis at-
riði og athugasemdir er varða málið.
Gerð er grein fyrir fyrri tilraunum
til lagasetninga um þessi mál hér-
lendis, hugtakið umhverfisvemd er
skilgreint í stuttu máli og markmið
umhverfislaga. Þá er gerð grein fyr-
ir núverandi skipan umhverfismála á
íslandi — talin upp helstu nýmæli
frumvarpsins og síðan fylgja athuga-
semdir með einstökum greinum.
f I. kafla 1. grein frumvarpsins
segir:
Með umhverfismálum er í lögum
þessum átt við ytra umhverfi, þ.e.
mengunarmál, skipulagsmál og nátt-
úmvemd, þar með talin landvemd,
friðun náttúmlegs skóglendis og frið-
un dýra.
í 3. grein segir Tilgangur laga
þessara er að samræma stjóm um-
hverfismála í landinu öllu og lögsögu
þess með skipulegu samstarfi þeirra
aðila sem starfa að þessum mál-
um ... svo og annarra sem fjalla um
þau umhverfismál er lúta þessum
lögum. Lögunum er ætlað að efla
vamir gegn hvers konar mengun og
öðmm skaðlegum umhverfisáhrifum
og vinna að vemdun náttúmgæða
landsins.
í II. kafla er tekið fram að yfír-
stjóm þessara mála skuli heyra und-
ir þrjú ráðuneyti: Félagsmálaráðu-
neyti sem fer með skipulagsmál,
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neyti sem fer með málefni er snerta
mengunarvamir aðrar en vamir
gegn mengun sjávar, samgöngu-
ráðuneyti sem fer með málefni er
snerta vamir gegn mengun sjávar,
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon