Morgunblaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988
B 9
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
náttúruvemd, þ.m.t. landvemd,
vemdun náttúmlegs skóglendis og
friðun dýra.
Þá er tekið fram að samgöngu-
ráðuneytið fari einnig með stjóm
þeirra umhverfismála sem önnur
ráðuneyti fara ekki með og skal ráðu-
neytið heita samgöngu- og umhverf-
isráðuneyti.
Samkvæmt frumvarpinu á um-
hverfismálaskrifstofa innan síðast-
nefnds ráðuneytis að annast sam-
ræmda yfirstjóm umhverfismála en
starfsemi skrifstofunnar á að vera
fjárhagslega óháð annarri starfsemi
ráðuneytisins.
Þá er gert ráð fyrir að skipuð
verði sérstök fimm manna stjómar-
nefnd umhverfismála. Ráðherrar
fyrmefndra ráðuneyta skipi formann
hennar en Samband ísl. sveitarfélaga
og Náttúruvemdarráð sitt hvom.
Hlutverk stjómamefndar um-
hverfismála á samkvæmt 7. grein
laganna að vera:
1. Gera tillögur til ráðherra og
ríkisstjómar um stefnumótun í um-
hverfismálum og samræmingu
þeirra.
2. Akveða aðgerðir í skörunartil-
vikum og vinna að samnýtingu
starfskrafta.
3. Úrskurða í ágreiningsmálum
um aðgerðir. Vísa má úrskurði
nefndarinnar til samgöngu- og um-
hverfisráðherra.
4. Fjalla um öil lagafrumvörp og
reglugerðardrög á sviði umhverfis-
mála.
5. Veita umsögn um starfsleyfi
fyrir stórframkvæmdir og starfsemi
sem getur valdið vemlegri mengun.
6. Fylgjast með framkvæmd ein-
stakra þátta umhverfísmála.
7. Hafa frumkvæði að rannsókn-
ar-, fræðslu- og útgáfustarfsemi.
8. Afgreiða einstök mál er ríkis-
stjómin eða ráðherrar sem fara með
umhverfismál fela henni. Stjómar-
nefnd skal við afgreiðslu einstakra
mála leita álits hlutaðeigandi stofn-
ana og samtaka, eftir því sem við á.
Síðar segir að samgöngu- og um-
hverfismálaráðherra skipi sam-
kvæmt ákveðnum reglum 7 manna
umhverfismálaráð skipað fag-
mönnum/sérfræðingum til 4 ára í
senn sem verði ráðgjafar- og um-
sagnaraðili fyrir ríkisstjóm og stjóm-
amefnd umhverfismála.
IV. kafli laganna fjallar um eftir-
lit og gjaldtöku. Þar er kveðið svo á
að heilbrigðisfulltrúi sveitarfélag-
anna skuli fara með eftirlit með
mengandi starfsemi að svo miklu
leyti sem það hefur ekki verið falið
Hollustuvemd ríkisins. Eftirlit með
náttúruvemd og friðunarmálum er í
höndum samgöngu- og umhverfis-
málaráðuneytisins.
Þá segir og að til þess að koma í
veg fyrir eyðingu gróðurs utan rækt-
aðs lands sé samgöngu- og umhverf-
isráðuneytinu heimilt í samráði við
sljómamefnd umhverfísmála og
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins
að takmarka beit og hvers konar
umferð um hlutaðeigandi svæði,
tímabundið f allt að 5 ár.
Eftirlit með mengun sjávar er í
höndum Siglingamálastofnunar og
eftirlit með skipulagsmálum í hönd-
um Skipulagsstjómar ríkisins. Annað
eftirlit sem undir þessi lög fellur er
í höndum samgöngu- og umhverfis-
ráðuneytisins.
Samkvæmt 11. grein er ráðuneyti
samgöngu- og umhverfísmála heim-
ilt að setja gjaldskrá vegna einnota
umbúða, véla og tækja o.fl. í formi
fasts gjalds til að stuðla að viður-
kenndri förgun þeirra eða endur-
vinnslu. Stofnaður skal sérstakur
umhverfisvemdarsjóður en stjómar-
nefnd umhverfismála fer með stjóm
hans. Hlutverk hans er að styrkja
þau sveitarfélög og aðila sem þurfa
á sérstöku átaki að halda við lausn
umhverfismála, stuðla að ákveðnum
aðgerðum í samræmi við áætlanir
stjómamefndar og að standa fyrir
rannsóknum á skaðlegum þáttum
umhverfisins. Þá skal veita allt að
tfunda hluta sjóðsins til fræðslu og
upplýsingastarfa á sviði umhverfis-
mála.
Sérstakur kafli er um förgun úr-
gangs. Þar segir m.a. að heimilt sé
að koma úrgangi fyrir t.d. með urðun
eða í sérstökum geymslum, þegar
förgun verður ekki við komið. Hins
vegar sé hægt að gera kröfu til þess
að úrganginum verði fargað, finnist
síðar ráð til þess. Meðferð úrgangs
samkvæmt þessari grein er á kostnað
hlutaðeigandi aðila.
í X. kafla þar sem flallað er um
ákvæði til bráðabirgða segir, að lög-
in skulu endurskoðuð innan fjögurra
ára frá gildistöku og skal þá sérstak-
lega hugað að frekari samræmingu
einstakra þátta umhverfismála og
stofnana er sinna verkefnum á þessu
sviði.
Stöðuheimildir Náttúruvemdar-
ráðs skuli frá gildistöku laganna
flytjast yfir í umhverfismálaskrif-
stofu samgöngu- og umhverfismála-
ráðuneytis.
Þá segir og að frá 1. janúar 1990
skuli liggja fyrir endurskoðuð lög um
starfsemi Landgræðslu ríkisins og
Skógræktar ríkisins, sem tækju mið
af breyttum rekstri og skal stjómar-
nefnd umhverfismála hafa frum-
kvæðið að endurskoðun þeirra í sam-
ráði við landbúnaðarráðuneytið.
Tekið er fram að fyrir 1. janúar
1989 skuli ríkisstjómin í samvinnu
við sveitarfélögin gera áætlun um
frágang skolps og frárennslislagna
þar sem komi fram hvemig stjóm-
völd hyggist leysa þessi mál innan
næstu 10 ára og hvemig sveitarfé-
lögum verði gert kleift að standa
undir kostnaði vegna þessa.
Notkun á bensfni sem í er blý
skal vera óheimilt eftir 1995 — og
dregið skal úr notkun efna- og efna-
sambanda sem valdið geta eyðingu
ozon-lagsins.
í athugasemdum með frumvarp-
inu er gerð grein fyrir tilraunum
hérlendis til lagasetninga um um-
hverfismál sem allar hafa átt sér
stað á síðasta áratug — 5—6 talsins
en engin náð fram að ganga. Ástæð-
umar em taldar margvislegar en
þessi nefnd sem um þessi mál flall-
aði hafði það að leiðarljósi fyrst og
fremst að finna raunhæfa lausn.
Það er álit nefndarinnar, að með
hliðsjón af því hve umhverfismál eru
víðtækur málaflokkur, sé á þessu
stigi ekki hægt að ganga lengra í
átt til samræmingar og tilfærslu
málaflokka á milli ráðuneyta miðað
við núverandi skipan mála f Stjómar-
ráði íslands. Nefndin lítur svo á að
með frumvarpi því sem hér er lagt
fram, sé stigið fyrsta skrefíð í þá
átt að flytja málaflokkinn í heild sinni
í eitt ráðuneyti. Slík tilfærsla tengist
óhjákvæmilega endurskoðun laga um
Sijómarráð Islands og nýrri verka-
skiptingu ráðuneyta.
H.V. tók saman.
Hugtakið umhverfisvernd,
markmið umhverf ismála-
lag-a
í sérstökum kafla sem fylgir at-
hugasemdum með lagafrumvarpinu
með þessari yfirskrift segir m.a.:
Skýring hugtaksins umhverfis-
vemd liggur til gmndvallar öllum
réttarreglum á sviði umhverfismála
og er því nauðsynlegt að skýra það
í stuttu máli.
Markmið umhverfisvemdar er að
tryggja íbúum jarðar þau gæði láðs
og lagar, sem gefa þeim möguleika
á sem bestum lífsskilyrðum. Er þá
átt við ástand mála eins og þau em
á hverjum tíma og ekki síður þegar
til framtíðar er litið. Er hér um að
ræða alla þætti Iffrikisins.
Umhverfismálalöggjöf er forsenda
allrar stjómunar á þessu sviði. Hlut-
verk hennar er fyrst og fremst að
skipa fyrir um hvemig taka beri til-
lit til eiginleika umhverfisins með
hliðsjón af lffrfkinu. Þótt umhverfis-
vandamál séu fyrst og fremst leyst
á tæknilegan hátt, er umhverfismála-
réttur löngu viðurkenndur innan
fræðikerfis lögfræðinnar.
... Rétturinn til heilbrigðis í
tengslum við óspillt umhverfi er við-
urkenndur sem gmndvallarréttur og
telst þvf til sjálfsagðra mannréttinda
og er því meginmarkmið umhverfis-
málalöggjafar.
DAHSKT OC „DEJUGT
íá
Milt veðurfar, afslappað andrúmsloft og vingjarnlegt fólk. Gómsætur matur
og ölið óborganlega.
Þetta er hluti þess sem gerir Danmörku svo aðlaðandi heim að sœkja.
Einnig má nefna stuttar vegalengdir og gott samgöngukerfi. Og tungumálið,
sem nœstum allir íslendingar geta brugðið fyrir sig - ef þeir bara reyna!
Sumarhús á Jótlandi
Ebeltoft á austurströnd Jótlands er einn afþessum notalegu bœjum þar sem tíminn
virðist standa í stað. í útjaðri Ebeltoft bíður nýtt sumarhúsahverfi fyrstu gestanna. Þar finna allir
eitthvað við sitt hœfi og allt snýst um að láta ykkur líða vel í fríinu.
Og verðið er ekki síður aðlaðandi:
Frá 23.700 kr. á mann.
Miðað við 8 saman í húsi. Innifalið: Beint flug tilBillund á Jótlandi, flutningur til og frá flugvelli erlendis og hús í 2 vikur.
Brottfarir 23. og 30. júní, 7., 14., 21. og 28. júlí, 4. og 11. ágúst.
Flug og bíll um Kaupmannahöfn
Fyrir þá sem frekar vilja ferðast á eigin vegum.
Verð frá 13.050 kr. á mann.
Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára, ferðist saman. lnnifalið: Flug og bíll í viku, ótakmarkaður akstur,
kaskótrygging og söluskattur.
Vegna verkfallanna undanfarið framlengjum við afsláttarkjör í
skipulagðar hópferðir til 26 maí. Til að njóta afsláttarins er nóg
að greiða staðfestingargjald eigi síðar en 26. maí.
FERÐASKRIFSTOFAN URVAl
- fólk sem katm sitt fag!
Pósthússtræti 13 - Sími 26900.