Morgunblaðið - 15.05.1988, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.05.1988, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988 B 11 . sem sagt og verðhrun var óhjá- kværhilegt. Það er skemmst frá því að segja að ég fór á stúfana, ævin- týragjarn eins og endranær, kann- aði þessi mál og var satt best að segja í töluverðum hótelkaupahug- leiðingum. Ég skoðaði hvert hótelið á fætur öðru en á endanum varð ekkert úr neinu. Fyrir það hef ég nagað á mér handarbökin æ síðan því að hefði maður slegið til á þess- um tíma væri fjárhagurinn aldeilis blómlegur í dag, svo rosalega hafa hótelin hækkað í verði. En ég fór sem sagft heim að þessu sinni án þess að kaupa hótel hér í Eng- landi, fór á kaf í gullsmíðina og vegnaði vel þar. Hóteldraumurinn blundaði samt alltaf í mér og í fyrra- haust ákvað ég að slá til. Ég kom hingað út, kynnti mér hótelbrans- ann og datt niður á þetta stórkost- lega hús hér í Torquay, Manor House Hotel. Það var til sölu og ég gerði tilboð og um áramótin varð ljóst að hótelið yrði mitt, það er að segja ef mér tækist að verða mér úti um fjármagnið. Og þá byij- aði nú ballið fyrst fyrir alvöru, maður lifandi. Basl í City Það sem Magnús Steinþórsson fékk fyrir húsið sitt á Seltjamar- nesi var auðvitað sáralítið í saman- burði við það sem stórhýsið kostaði í Torquay. Bilið þurfti að brúa með iánum og leitin að slíkri fyrir- greiðslu reyndist mikið basl. „Þetta var 6-7 vikna stanslaus þrautaganga, daginn út og daginn inn. Það má eiginlega segja að þennan tíma hafí ég búið í fjármála- hverfí Lundúnaborgar, City. Þar var maður alla daga að rembast við að fá hagstæð lán og ég komst fljótt að því að ljármálaheimurinn breski er ærið harður. En allt hafð- endann á mesta baslinu. Hótelið er tilbúið og opið og framundan er mikill annatími, sumarið, sem sjald- an bregst á þessum slóðum. Framtíðin Það getur ekki farið fram hjá neinum, sem gengur um hótelið hans Magnúsar Steinþórssonar í Torquay, að þar hefur á undanföm- um mánuðum verið gengið rösklega til verks. Innan dyra er glæsilegt um að litast og þeir sem vilja njóta útsýnis utan dyra þurfa ekki að kvarta. Það getur heldur ekki farið fram hjá neinum að hótelið hans Magnúsar hefur sál, góða sál sem lætur gesti vita af sér um leið og í anddyrið er komið. Hér unir Magn- ús Steinþórsson og hans fólk sér greinilega vel og þegar gestgjöfun- um líður vel þá þurfa gestimir ekki neinu að kvíða. Þetta fundu frétta- ritari og ljósmyndari Morgunblaðs- ins sjálfír og þeir lofa sér báðir því að sækja Magnús Steinþórsson aft- ur heim seinna í sumar, kíkja aftur í þetta íslenska ævintýri sem er að gerast í Torquay. þangað til ætlar Magnús Steinþórsson að halda áfram að upplifa ævintýrið sitt og hann segist vera bjartsýnn á fram- haldið. „Auðvitað mun útkoman í sumar skipta sköpum um framhaldið en ég sé ekki ástæðu til annars en bjartsýni. Ef ég væri ekki bjartsýnn að eðlisfari þá væri ég bara alls ekki hér. Við höfum þurft að taka á honum stóra okkar á undanföm- um vikum en nú er þetta allt kom- ið á fullt skrið. Ég er þess fullviss að þetta dæmi muni ganga upp því að þetta hótel og staðurinn sjálfur sameinar svo ótrúlega margt sem ferðamenn sækjast eftir. Hér er stórkostlegt umhverfí, ströndin skammt undan og miðbærinn stend- Úr gestamóttöku Manor House Hotel. Úr borðsal Manor House Hotel. Þar er fjölbreytilegur matseðill á boðstólum og oft er sérrétturinn islenskur fiskur. ist þetta á endanum, raunar skömmu fyrir afhendingardaginn í marz. - Þegar baslinu í City lauk hófst annars konar basl, baslið við að koma þessu húsi eða kastala öllu heldur, sem lokið var við að byggja árið 1867, í hótelhæft horf. Síðan hefur þetta verið stanslaus vinna alla daga og sjaldnast mikið um svefn. Það hefur auðvitað hjálpað mikið upp á sakimar að ég hef aldr- ei um ævina þurft á miklum svefni að halda. Þa hefur ekki verið síður mikilvægt að hafa einvala lið og röskt í sinni þjónustu. Það lið hefur svo sannarlega ekki dregið af sér, það tekur þátt í þessu ævintýri af lífí og sál og nú sjáum við fyrir ur fyrir sínu með sinni verslana- fjöld. Og allt í kring er sannkölluð Paradís fyrir kylfinga. Og allt þetta og miklu meira er svo nálægt þessu hóteli, þessari stórkostlegu bygg- ingu, sem heillaði mig strax og ég kom hingað fyrst. Eg fann það strax að þetta dæmi gæti gengið upp. Að öðrum kosti hefði ég ekki hleypt heimdraganum og leitað á vit þessa ævintýris," segir Magnús Steinþórsson að lokum, gullsmiður- inn íslenski, sem seldi húsið sitt á Seltjamamesinu og keypti hótel á suðurströnd Englands. Vítaskyttan úr Breiðabliki, sem efast ekki um að sér muni takast að skjóta í rétt hom I hótelbransanum, sem á nú hug hans allan. Bókaklúbbur AB: Passíusálmarn- ir í nýrri útgáfu MARSBÓK Bókaklúbbs Almenna bókafélagsins var Passíusáhn- arnir eftir Hallgrím Pétursson. Er bókin vönduð og fagurlega skreytt. Stuðst er við útgáfu Helga Skúla Kjartanssonar frá 1977. Helgi sagði í formála þeirr- ar útgáfu meðal annars um verk- ið: „Þannig em Passíusálmamir orðnir sígilt rit, hlekkur í íslenzkri menningu sem ekki verður á brott numinn. Þar standa þeir við hlið hinna beztu fomrita, eddukvæða úr heiðnum sið og íslendingasagna frá kaþólskum tíma; eiga það sam- merkt með þeim að halda gildi sínu þótt tímar og viðhorf breytist, að geyma einkennishugsanir sinnar aldar svo djúpt hugsaðar og svo fagurlega greyptar í dýran málm tungunnar, að hveijum manni er sálubót og andleg hressing að rekja þá stigu sem gestur, hversu langt sem hann kann að eiga heima úti í víðum heimi nýrra hugmynda á nýrri öld.“ Bókin er 261 bls. að stærð. Út- lit: Guðjón Ingi Hauksson. Filmu- vinna, prentun og bókband: Prent- smiðjan Oddi hf. . (Frá AB) |1988 g* FEGURÐAR- DROTTIMIIMG ÍSLAIMDS verðurkrýnd í Hótel íslandl 23. maí nk. Að vanda verður mikið um dýrðir: • þátttakendur koma fram í pelsum, baðfötum og samkvæmiskjólum. • fjöldi glæsilegra skemmtiatriða • ÐE LONLÍ BLÚ BOJS leika fyrir dansi fram eftir nóttu. auk þess verður sérlega Ijúffengur kvöldverður framreiddur ásamt fordrykk. Pantið borö og miöa I Hótel íslandi í síma 687111. Landsbyggðarfólk athugið! í tilefni keppninnar hefur Ferðaskrifstofa Reykjavíkur ákveðið að efna til hvítasunnuhelgarferðartil Reykjavíkur. Innifalið: flug, gisting í 2 nætur (2ja manna herb.), aðgöngumiði og aksturfrá hótelinu á skemmtunina. frá Akureyri kr. 11.975 frá Egilsstöðum kr. 13.745 frá ísafirði kr. 11.630 frá Vestmannaeyjum kr. 10.130 FLUGLEIDIR 5NYKTIVO WorldClass q EGGERT fekbhri Efxi á Skóla\vn)usn)>iuwt. simi II121. STOD7VO Heilsustúdíó l FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR WFLLA H&TELf^nNn n

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.