Morgunblaðið - 15.05.1988, Qupperneq 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988
Sagt frá prúðmannlegri hertöku íslands,
handtökunni á Gerlach og samkvæmi
í Höfða í bið eftir bresku herskipunum
Ríkisstjórain
fór í helgarfrí
daginn eftir
heraám
Birt frásögn Francis Michie Shepherd aðalræðismanns Breta á
íslandi í maí 1940
M ^avid nefndi nokkrar stöður
m Jsem voru falar, engin þeirra
•M-* * sérstaklega aðlaðandi, en
klykkti út með þessu: Þu vilt auðvit-
að ekki fara til Reykjavíkur?". Ég
bað um sólarhringsfrest til að hugsa
málið.
Mér var kunnugt um að ísland
hafði haft verulega mikla hernaðar-
lega þýðingu á árum fyrri heims-
styrjaldarinnar, og mér virtist sem
sú þýðing yrði ennþá meiri í þetta
skipti. Þess utan, þó að starfinn í
Reykjavík væri staða aðalræðis-
manns undir yfírstjóm sendiráðsins
í Kaupmannahöfn að nafninu til,
var ísland aðskilið, sjálfstætt ríki
og staðan yrði því sjálfstæð í raun.
Því tjáði ég David daginn eftir að
ég tæki Reykjavíkurstöðuna fram
yfír hinar, og var það samþykkt.
Þetta var í marsmánuði 1940.
Ég hafði verið kynntur fyrir Sir
Harold Gillies, frægum skurðlækni
pg golfleikara, sem taldi laxveiði á
íslandi meðal helztu áhugamála
sinna. Hann aðstoðaði mig við val
á laxastöng og meira að segja kom
alla leið frá Hampstead í leigubíl á
myrkvunartíma kvöld eitt með sýn-
ingarvél, til þess eins að sýna mér
nokkrar kvikmyndir sem hann hafði
tekið á íslandi. Þótti mér þetta
mjög vinsamlegt. Freddie Mason
var með okkur þá um kvöldið, en
hann hafði verið skipaður til að
fara með mér sem vararæðismaður.
Ætlunin var að fara með Brúar-
fossi frá Liverpool undir lok apríl-
mánaðar. Þar sem allt mitt hafur-
task hafði orðið eftir í Dresden,
eyddi ég næstu vikunum í innkaup
á búsáhöldum og bíl.
Þegar Þjóðveijar réðust inn í og
hertóku bæði Noreg og Danmörk
þá í apríl, gerði ég mér strax grein
fyrir því að við hefðum alls ekki
efni á því að leyfa þeim einnig að
hertaka ísland. Með því réðu þeir
yfír kafbátalægjum í miðju Atlants-
hafí, en slíkt myndi ógna sam-
„Ég er friðelskandi og hæverskur að
eðlisfari, en þrátt fyrir þetta hef ég flækst
í fímm styrjöldum. Ég var skipaður í virðu-
leg en samt þungvæg embætti sendiherra,
með þeim afleiðingum að um tíma nefndu
fréttamenn mig „sendihera vandræða-
bletta". Sýndist mér þessi framvinda svo
athyglisverð að hugsanlega vekti hún
áhuga hjá öðrum. Er þetta afsökunin fyr-
ir þessari bók, svo og hitt, að til greina
kemur að hún varpi ljósi á nokkur al-
þjóðavandamál liðinna ára.“
Svona hljóma inngangsorð Sir Francis
Sheperd í handriti að endurminningum
sínum, sem aldrei fengjust gefnar út. Eins
og kemur fram í greininni, var Sir Franc-
.is (þá hinn óbreytti hr. Shepherd) aðalræð-
ismaður Breta á íslandi þegar landið var
hemumið af Bretum 10. maí 1940, og
gegndi hann því emba^tti til 1942. Þar
áður hafði hann verið ræðismaður í Barcel-
ona á Spáni, en þar varð hann að bjarga
brezkum þegnum frá hörmungum borg-
arastríðsins árið 1938. Því næstgerðist
hann aðalræðismaður í Danzig í Póllandi,
sem hann varð að yfírgefa í flýti eftir
innrás Þjóðverja í ágúst 1939.
Héðan fór hann til Kongó, en þar stóð
hann fyrir útvegun úrans til tilrauna með
atómsprengju. Því næst var hann fyrsti
embættismaður Breta sem fór til Finn-
lands eftir innrás Rússa. Svo til Bataviu
(nú Jakarta), á meðan ófriður ríkti milli
innfæddra og hollenzku nýlenduherranna.
Hann var skipaður sendiherra í Persíu
1951, en þá stóðu sem hæst miklar deilur
um olíuvinnslu í landinu. a öðrum tímum
starfaði hann í Bandaríkjunum, Þýzka-
landi, Argentínu, Perú, Haiti og E1 Salvad-
or. Hann var aðlaður af konungi 1948,
en léztárið 1962.
Það var ungur frændi Sir Francis, Nig-
el Shepherd lautinant, sem nýlega kom
handritinu í hendur brezka ræðismannsins
hér á Iandi, ef ske kynni að það yrði lands-
mönnum til einhvers fróðleiks. Frásögn
hans um íslandsdvölina hefst með vitali
við yfírmann í ræðismannaþjónustunni um
hugsanleg störf í kjölfar flóttans frá Pól-
landi.
Þjóðveijar, sem Bretar handtóku við hernámið, bíða þess á bryggjusporðinum að vera fluttir um borð í herskip.
Herflutningaskipin á ytri höfninni hernámsmorguninn. Annað skipið er feijan Dover-Calais.