Morgunblaðið - 15.05.1988, Side 18

Morgunblaðið - 15.05.1988, Side 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988 felk í fréttum Fimm nýir brunaverðir luku prófi hjá slökkviliði Reykjavík- ur fyrir skömmu. Nemendur og kennarar hittust og drukku saman kaffí í tilefni af afhendingu prófskírteina. Þeir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara við það tækifæri. Námskeið brunavarða í Reykjavík er nú orðið viðamikið. Sækja menn um 250 bóklega tíma, um 300 verklega tíma og starfa í þtjú og halft ár til að verða fullgildir sjúkra- og slökkviliðsmenn. Þeir sem nú luku fyrsta áfanga eru hinir fyrstu sem það gera eftir hinu nýja kerfi. FIMM UÚKA PRÓFI Viðamikið námskeið brunavarða ir. Jafnframt söng Jóhanna Þórhalls- dóttir einsöng við undirleik Dagnýjar Björgvinsdóttur. Korinn stefnir að því að gera ferð- ir sem þessar að árvissum þætti í starfsemi sinni. Á síðasta áii fóru söngmennimir til Grimsby að syngja fyrir landa sína þar. Ferð þessi til meginlandsins var fyrst og fremst Morgunblaðið/Valdimar Guðrjónsson GAULVERJABÆJARHREPPUR Sleipnisfélagar í hestamannakaffi Gaulverjabæjarhreppi. Það fiölgaði skarpt hrossum hér í hreppnum fyrir skömmu er hestamenn frá Selfossi ognágranna- byggðum þeystu í hópum að Félags- lundi í áriegt síðdegiskaffi. Um 100 manns mættu ríðandi að þessu sinni. Að líkindum má marg- falda þá tölu með þrem og fá út nálægt 300 reiðskjóta. Um nokkurra ára skeið hefur þetta verið fastur liður hjá hestamannafélaginu SleipnL Að sögn-Más Ólafssonar i Dalbæ varaformanns Sleipnis hófst þetta með hópreið að Þingborg í Hraungerðishreppi fyrir nokkrum árum. Þótti sú ferð takast mjög vel og var Félagslundi og Þjórsárveri í Villingaholtshreppi bætt við og síðan hafa þetta verið árvissir og vinsælir túrar. Farið var á Þingborg 26. mars sl. og um Jónsmessu verður haldið í Þjórsárver. Flestir hafa ver- ið nálægt 200 knapar en þátttakan fer að sjálfsögðu eftir veðri og að- stæðum að sögn Más. Það er kvenfélagið sem sér um kaffið og selur það ásamt félags- heimilinu. Hestamenn fá keypt kaffí og kakó, ásamt tertum, kökum og brauði sem yfirleitt eru gerð góð skil. Flestir koma frá Selfossi og þaðan eru hæfilegir dagstúrar á þessa staði. Einnig slást margir í hópinn í nærsveitum. Hestamennskan er stunduð hér í sveit sem víðar. Mest eru við tamn- ingar og sölu Már í Dalbæ og Sigríð- ur kona hans. Einnig Ólafur ráðs- maður á Ragnheiðarstöðum. Loks eru menn og konur dugleg við útreið- ar frá Klængseli og Vorsabæjar- hjáleigu svo fáeinir bæir séu nefndir. - Valdim. G. Séra Jón A. Baldvinsson sendiráðs- prestur í Lon- don ávarpar gesti á tón- leikum kórs- ins í BrUssel. kennt," svarar hann. „Dálítil þekk- ing kennara á því sem þeir eru að gera spillir síst fyrir." „Kennarar skólans kynna sér nýj- ungar með árlegum námsferðum til Englands, í „Ipswich School of Dan- cing“ sem er mjög virtur skóli. Þang- að hef ég farið J ágústmánuuði und- anfarin átján ár, einhveijir kennarar slást jafnan í förina og oft nemend- ur að auki. í fyrra vorum við þrettán sem héldum utan, þar af Qögur pör úr nemendahópi skólans." Nina Grímsdóttir stjórnar kói íslendinga ISLENDINGAR ERLENDIS Morgunblaðið/KMK Kór Islendinga í London kemur til Brussel BrOaKL Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Kór íslendinga frá London heim- sótti íslendingabyggðina í Belgíu í sfðasta mánuði og söng fyr- ir landa sfna. íslenski kórínn f Lon- don var stofnaður árið 1984. í hon- um eru sextán félagar sem flestir stunda tónlistarnám í borginni. Jón A..,Baldvinsson sendiráðspresti(r I Lohdon var I for með með kórínim en næsti viðkomustaður hans var Luxemborg þar sem halda átti guðs- þjónustu fyrir íslendinga þar. Stjóm- andi kórsins er Nína M. Grímsdóttir. Kórinn heldur uppi söng við guðs- þjónustur í London en leggur jafn- framt fyrir sig veraldlega söngva að flytja löndum sínum til gleði og ánægju. í Brussel söng kórinn ættj- arðarlög og þjóðlög I nýjurr og göml- um útsetningum við góðar undirtekt- möguleg vegna stuðnings frá íslensku fyrirtækjunum í Bretlandi sem styrktu hann. Ástæða er til að þakka kórfélögum komuna og eins sendiherrahjónunum, frú Elsu Pét- ursdóttur og Einari Benediktssyni fyrir að sjá kómum fyrir áningarstað að taka lagið á. Morgunblaðið/Sverrir DANSSKÓLI SIGURÐAR HÁKONARSONAR Sautján gullverðlaun áafmælisármu Einhver sagði að spegillinn væri bæði besti og versti vinur dansar- ans. Þessir krakkar þurfa aðeins að kikja á sig í speglinum. Ari Thorarensen búinn að tygja sig og hesta eftir kaffið. 0 Ahugi á keppni „í skólanum kennum við sígilda samkvæmisdansa eða paradansa. Þar á ég við gömlu dansana, suður- ameríska dansa og „Ballroom"- eða fínni dansa en bamadansamir bæt- ast við upptalninguna. Ég hef ekki tölu á nemendunum, fjölmargir stunda dansinn sér til ánægju en einnig er gífurlegur áhugi á sam- kvæmisdönsum sem keppnisíþrótt." „Nú starfa yfírleitt átta kennarar við skólann, sem hefur höfuðstöðvar við Auðbrekku í Kópavogi. Jafn- framt kennum við tvisvar í viku í Dansstúdíói Sóleyjar og við Hallar- sel í Mjóddinni. Áuk þess fer fram kennsla vítt og breitt um landið, við komum á sömu staðina ár eftir Aftari röð f.v.: Matthías Eyjólfs- son, Arnþór Sigurðsson, Einar Gústafsson, Friðrik Þorsteins- son, Óli Karló Ólsen, Þráinn Tryggvason, Eriingur Lúðviks- son, Helgi Scheving, Brynjólfur Karlsson, Bergsveinn Alfonsson; allir yfirmenn í slökkviliðinu og önnuðust kennslu. Fremri röð f.v.: Hrólfur Jónsson varaslstj., nýliðarnir Lárus Petersen, Odd- ur Hallgrímsson, Haukur Helga- son, Páll R. Guðjónsson, Pétur Arnþórsson, og Rúnar Bjamason slökkviliðsstjóri. Dansráð íslands stóð fyrir ís- landsmeistarakeppni í sam- kvæmisdönsum fyrir nokkm, þriðja árið í röð. Nemendur sex dansskóla tóku þátt f keppninni og alls vom veitt 214 verðlaun. Þeirra eftirsókn- arverðust þóttu vitaskuld gullstytt- umar, tuttugu talsins. Athygli vakti að sami dansskólinn, Dansskóli Sig- urðar Hákonarsonar, hreppti hvorki meira né minna en sautján gullverð- laun. Nemendur skólans hlutu ríflegan helming allra verðlauna sem veitt voru og hafa þeir einnig sópað til sín meirihluta verðlauna í fyrri íslandsmeistarakeppnum. Sigurður Hákonarson var spurður hveiju hann þakkaði velgengnina. „Ég þakka hana fyrst og fremst góðum nemendum sem em duglegir að tileinka sér það sem þeim er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.