Morgunblaðið - 15.05.1988, Side 24

Morgunblaðið - 15.05.1988, Side 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988 /rS\JOt\Ol zrpe-ttCL ck, Irweiju vori.” * Ast er ... pínulítið leynimakk. TM R«g. U.S. Pat Off.—aN rights roMrvod ° 1987 Los Angeles Times Syndicete Skil vel að þú sért orðinn leiður á fiskátinu. — En hvað er til ráða? HÖGNI HREKKVÍSI . KAMNSKI HEFUI? ÞO .ÁHUGA Á 6KJAL.PAR/WERKI ÆTTAR ÞINJNaR-. ?" Hugmyndafræði taflsins Til Velvakanda. Vegna skrifa undanfarið um skákíþróttina langar mig að leggja orð í belg. Það er margsannað mál að uppbygging og leikreglur skák- íþróttarinnar eiga djúpar rætur í fomu og úreltu þjóðskipulagi, hvar kóngar og þeirra pótentátar ráða yfir lífi og limum þegna sinna. Meðferðin á peðunum í venjulegu tafli sýnir glögglega það hispurs- leysi sem ríkti hjá yfirstéttunum í garð hins óbreytta almúga, þar er ekkert við það að athuga þó nokkr- um óbreyttu borgumm sé fórnað á miskunnarlausan hátt í þágu ríkis- ins. Fyrir utan þá augljósu skírskot- un sem kynþáttamisrétti er í litdm taflmannanna, er stéttskipt þjóð- félag gmndvöllur þessa „saklausa" leiks. Hér kom einhver talsmaður skákíþróttarinnar fram með þá kenningu að jafnrétti kynjanna væri í hávegum haft á þessum vett- vangi og dró því fram til sönnunar hversu valdamikil drottningin væri. Annaðhvort er hér um vísvitandi misskilning að ræða eða þá að við- komandi kann ekki skák betur en það að gera sér ekki grein fyrir stöðu kynjanna í þessum leik. Höf- uðmarkmið drottningarinnar sem og annarra taflmanna er ekki síst að veija kónginn, því eins og regl- urnar em uppbyggðar er allt unnið fyrir gýg ef hann er drepinn. Drottningin er því með sama marki brennd og aðrir leikmenn, henni verður miskunnarlaust fómað ef kóngurinn er í hættu. Hvað þetta varðar er samanburðurinn við iúdó augljóslega lúdóinu í hag því þar verða allir leikmenn að komast heilu og höldnu í mark, ef leikurinn á að vinnast. Þar er því komin aug- ljós skírskotun við það samhjálpar- kerfí sem byggt hefur verið upp á seinni áratugum í hinum vestræna heimi, kerfið telst ekki virka nema gætt sé að hag allra, ekki bara yfírstéttarinnar. Áhrif þessarar hugmyndafræði taflsins á skák- menn em svo augljós og vil ég því til stuðnings nefna ummæli eins okkar bestu skákmanna þegar verkfall hindraði hann í því komast erlendis en þá kvartaði hann undan anarkisma og verkalýðsofríki. Líklegt má þykja að áralöng tafl- mennska eigi sinn þátt í að móta þetta umburðarleysi skákmannsins í garð hinna lægri stétta. Slíkt og þvílíkt læra menn ekki af lúdó iðk- un því þar er hver einstaklingur jafnmikilvægur. Eitt er það tákn í skákinni sem ekki hefur enn verið minnst á hér en það er ekki það lítilvægasta. Hér á ég við uppbyggingu leikvall- arins og þá merkingu ssem í honum felst. Eins og menn vita er skák- borð samsett úr 8 reita gmnnlínu og átta reita hæð. Heildarfjöldi reita er því 64 eða 8 sinnum 8. Talan 8 hefur um aldir verið þekkt sem tákn óendanleika eða eilífðar og þá gjarnan vísað í hvernig táknið fer í lykkju og bítur í eigið skott. Þama emm við komin að kjarnanum í þessu aldagamla áróðursbragði yfirstéttanna, við höfum tvær stríðandi stéttskiptar þjóðir á eilíf- um bardagavelli, þar sem hinn æðri kynstofn (hvítur) hefur ávallt for- skot (þ.e. byijun). Mig hryllir við þeirri tilhugsan að menn em í dag að beijast fyrir því með oddi og egg að þessi táknmynd einræðis verði tekin upp sem kennslugrein í skól- um. Eg hef ekki fleiri orð um þetta að sinni en treysti því að menn komi auga á hversu lúdó hentar margfalt betur sem tómstundagam- an á tímum velferðarþjóðfélags þar sem frelsi, jafnrétti og bræðralag eiga að heita einkunnarorð. Fjalar Sigurðarson Víkverji skrifar Islenskir kennarar, sem eins og öllum er kunnugt, em ennþá að karpa við ríkið, em svosem ekki einir um það að fínnast sem þeir séu ekki metnir að verðleikum. Kollegar þeirra á Bretlandi em til dæmis búnir að vera að þrátta um launakjör sín við Thatcher og Co. ámm saman og hvorki gengið né rekið. Sömuleiðis hefur jámfrúin bætt gráu á svart með því að láta skoðanir kennaranna um fræðslu- mál eins og vind um eyrun þjóta eins og þeir hefðu ekki meira vit á þessum hlutum en kötturinn. Kennarasamtökin bresku em frá- bitin einkaskólum, hvað gengur þvert á stefnu Margrétar. Hún er öll í fijálshyggjunni eins og allir vita sem eitthvað fylgjast með, sel- úr ríkisfyrirtækin hvert af öðm eins og hún væri að höndla með pylsur eða þriðja flokks hamborgara. XXX Meira að segja Síminn Bretans er hættur að tilheyra þjóðar- búinu. Ríkið losaði sig við heila klabbið í fyrra, hveija skrúfu og hvem þráð og hvert eitt og einasta símtól. Frúin er ekkert að tvínóna við það. Einkaframtakið á hug hennar allan og þar með eins og nærri má geta draumurinn um einkaskólana. Hvergi í víðri veröld sýnast kenn- arar þó eiga eins bágt um þessar mundir eins og í Kína. Forkastan- legum kjömm þeirra var lýst nokk- uð hér í „Veröld" á sunnudaginn var. Maó formaður gerði þá upp- götvun í menningarbytingunni sem svo var kölluð að enginn félli betur að alræði kommúnismans en ein- mitt sá ópplýsti. Þar með vom menntamennirnir orðnir andbyit- ingarsinnar og réttdræpur glæpa- lýður og vom meðhöndlaðir eftir því. Kínverskir kennarar em fyrir bragðið algerar hornrekur með þjóð sinni og raunar á alheimsvísu. Ónefndur ræðumaður á samkom- unni sem þeim þóknast að kalla þjóðþing þar eystra gerðist svo djarfur að víkja að þessu um daginn og átelja nýju valdhafana fyrir seinaganginn við endurreisn kenn- arastéttarinnar. Hann fullyrti við það tækifæri að svo fáránlega lág væm kennaralaunin enn í dag að jafnvel háskólaprófessor með svo- kallaðar meðaltekjur „væri ekki hálfdrættingur á við venjulegan götusala eða naumlega stautfæra vinnukonu". XXX Eitt dagblaðanna miðlaði okkur þeim fróðleik á þriðjudaginn var að nú hefði Landgræðslan eign- ast spánnýja flugvél sem tæki „eitt tonn af áburði og fræjum" eins og snillingurinn orðaði það í fyrirsögn. Víkveiji man aðra vitleysu af sama toga frá því í fyrra. Úrklippan er illu heilli glötuð svo að ógerlegt er að birta þetta orðrétt en á henni upplýsti blaðamaðurinn allavega sem þar stýrði penna að aflinn í tilteknu byggðarlagi hefði aðallega verið „ýsur“. Nú, hann mátti samt eiga það, garmurinn, að hann gekk ekki svo langt að láta blessaða sjómennina vera að draga ýsur. Ætli hann skilji eftir á að hyggja hvað orðalag- ið þýðir? En manninum með „fræin“ ráð- leggur Víkveiji eindregið að lesa Njálu. Þar segir á einum stað um Gunn- ar: „Hann gengur á sáðland sitt og sár þar niður kominu ...“ Einmitt. Hann sár semsagt ekki niður kornunum. XXX nn um blaðamennsku. Svo áfjáður var ónefndur hasarblaðamaður að koma höggi á iögregluþjóninn sem hann fjallaði um á dögunum að hann upplýsti í hlemmistórri fyrirsögn að maðurinn hefði ekki einasta „barið" hið meinta fómarlamb sitt heldur „lam- ið“ það í þokkabót. Fýrr má nú rota en dauðrota, sýnist manni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.