Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JUU 1988
3
Háskólarektor um bréf menntamálaráðherra:
Alltaf ástæða til að
athuga vinnubrögð
Störf dómnefnda ekki undanskilin
SIGMUNDUR Guðbjarnason,
rektor Háskóla íslands, segir að
háskólaráð hafi tekið til umfjöll-
unar bréf menntamálaráðherra
til ráðsins, þar sem hann leggur
til að reglur verði settar um að
dómnefndarmenn í Háskólanum
uppfylli „hæfisskilyrði" sam-
bærileg við þau sem tíðkast við
val i dómstóla. Rektor segir að
alltaf sé ástæða til að athuga
vinnubrögð Háskólans og störf
dómnefnda séu þar ekki undan-
skilin, enda hafi nefnd um endur-
skoðun starfsreglna dómnefnda
verið starfandi í Háskólanum i
ár.
„Við höfum tekið upp ýmis ný-
SkútanÚa
heil í höfn
SKÚTAN Úa, sem lenti í
stórviðri síðastliðinn laugar-
dag norðvestur af Skot-
landi, fannst í gærmorgun
um 21 mílu austur af Barra-
head, sem er syðst Suður-
eyja. Það var skoski fiski-
báturinn Shannon sem fann
skútuna og dró hann hana
til hafnar í Mallaig á Skot-
landi.
Unnur Steingrímsdóttir,
annar eigandi skútunnar,
sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að svo virtist sem
skútan hefði ekki skemmst
mikið á ytra borðinu, umfram
þær skemmdir sem orðið höfðu
í stórviðrinu. Sagði Unnur það
einstakt lán að Úa skyldi
finnast heil, því stórskerjótt
er á þessum slóðum og því
höfðu menn alveg eins átt von
á að hana myndi taka niðri_ á
einhverju skeijanna. Þegar Úa
fannst hafði hana rekið um
200 mílur í suðaustur frá
staðnum þar sem óhappið varð.
Reynir Hugason, hinn eig-
andi skútunnar, er væntanleg-
ur til Mallaig í kvöld þar sem
hann mun fylgjast sem viðgerð
og hreinsun á Úu og auk þess
munu fulltrúar frá Sjóvá, þar
sem skútan er tryggð, fara
utan til að kanna skemmdimar
nánar.
mæli í þessum efnum, til dæmis
með því að skipa umboðsmann, sem
fylgist með störfum dómnefnda og
gætir formsatriða, svo sem þeirra
að fyllsta hlutleysis sé gætt,“ sagði
rektor. „Reyndar var slíkur um-
boðsmaður í dómnefndinni sem
dæmdi umsælq'endur um stöðu lekt-
ors í stjórnmálafræði, það er Jónat-
an Þórmundsson, forseti lagadeild-
ar.“
Rektor sagði að háskólaráð hefði
ekki tekið endanlega afstöðu til
bréfs ráðherra á fundi sínum í
gær, enda hefði annað og merki-
legra mál legið fyrir fundinum.
„Þetta bréf lá fyrir og verður skoð-
að gaumgæfilega," sagði rektor.
„Það verður metið hvaða atriðum í
því er ósvarað í ályktun þeirri, sem
samþykkt var á fundinum." Rektor
sagði að málið yrði rætt nánar að
loknu sumarleyfi háskólaráðs í
síðari hluta ágúst.
Vegaeftirlit á hálendinu
Morgunblaðið/Júlfus
Fjallabíll vegalögreglunnar, sem er sérstaklega útbúinn til eftirlits á hálendinu verður á ferðinni
nú um helgina til eftirlits og aðstoðar ferðamönnum. Á myndinni, sem er af vegaeftirlitsflota lög-
reglunnar, má sjá hálendisbílinn lengst til vinstri, en hann var tekinn í notkun síðastliðið sumar
og reyndist mjög vel, bæði hvað varðar eftirlit og aðstoð við ferðalanga á hálendinu.
Olíufélögin óska eftir allt
að 10% hækkun olíuverðs
Hækkunarbeiönin óeðlileg, segir Kristján Ragnarsson formaður LIU
VERÐLAGSRÁÐI hefur borist
beiðni frá olíufélögunum um 7 til
10% hækkun á bensíni, gasolíu
og svartolíu. Að sögn Árna Ólafs
Lárussonar, fjármálastjóra Skelj-
ungs, er hækkunarbeiðnin til
komin vegna hækkandi verðlags
í landinu, gengisfellingar og
sterkari stöðu bandaríkjadollars.
Kristján Ragnarsson, formaður
íslenskt
flugfélag
er í píla-
grímaflugi
Nýlega hófst pílagrímaflug á
vegum flugfélagsins Atlanta,
sem er i eigu íslenskra aðila.
Alls verður flogið með á fjórða
þúsund pílagríma frá ýmsum
ríkjum Afríku til Jedda í Saudi-
Arabíu.
Að sögn Siguijóns Alfreðssonar,
starfsmanns Atlanta, hófst
pílagrímaflugið 4. júlí og er nýlok-
ið flugi frá Níger, en nú er verið
að fljúga með pílagríma frá borg-
inni Abidjan á Fílabeinsströndinni.
Að því loknu verður flogið með
pílagríma frá Mið-Afríkulýðveld-
inu, Kongó og Burkina.
Flugfélagið Atlanta hefur leigt
Boeing 707 vél til þessa verkefnis,
og starfa 17 íslendingar við það.
Að sögn Siguijóns hefur allt geng-
ið samkæmt áætlun hingað til.
Kreditkort hf. gera
þj ónustusamning
við Póst og síma
Afgreiðsliistöðum fjölgar úr 30 í 122
Eurocard á íslandi hefur
gert samning við Póst og síma
um aukna þjónustu við við-
skiptamenn Eurocard hér á
landi. Afgreiðslustaðir Pósts og
síma um allt land munu frá 1.
október n.k. sjá um þjónustu
við kreditkorthafa, auk þeirra
banka sem nú þegar veita slíka
þjónustu.
Þrír bankar eru aðilar að Kred-
itkortum hf., Verzlunarbankinn,
Útvegsbankinn og Sparisjóður
vélstjóra. Afgreiðslustaðir Euroc-
ard á íslandi hafa verið um 30
hingað til, en verða við gildistöku
samningsins við Póst- og síma-
málastofnunina 122 á nánast öll-
um þéttbýlisstöðum á landinu.
Samningur þessi felur meðal ann-
ars í sér bætta þjónustu við er-
lenda ferðamenn og aðildarfyrir-
tæki Eurocard. Póstafgreiðslur
munu frá og með 1. október taka
við umsóknum um Euro-kort og
öðrum gögnum frá einstaklingum
og fyrirtækjum sem viðskipti eiga
við Kreditkort hf.
Kreditkort hf. er aðili að
stærsta greiðsluskiptaneti heims,
sem telur um 130 milljón greiðslu-
kortanotendur.
Morgunblaðið/Bjarni
Á myndinni eru f.v.:ÓLafur Tómasson, Póst- og símamála-
stjóri, Bragi Kristjánsson, framkvæmdastjóri viðskiptadeildar
Pósts og síma, Hallgrímur Jónsson, stjórnarformaður Kredit-
korta hf. og Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóri Kredit-
korta hf.
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, telur hins vegar að beiðni
um hækkun á olíuverði nú sé
óeðlileg eins og málum er háttað,
ekki síst i ljósi þess að heimsmark-
aðsverð fer lækkandi. Að mati
Kristjáns þýddi þessi hækkun nú
að álagning á olíu hefði hækkað
um 48% frá því á sama tima í
fyrra.
Um forsendur fyrir hækkunar-
beiðninni sagði Árni Ólafur Lárusson
meðal annars: „Það er dýrtíð í
landinu, gengið hefur verið fellt í
tvígang og til viðbótar hefur dollar-
inn styrkst. Auk þess hefur aldrei
verið tekið á því háa heimsmarkaðs-
verði á olíu sem var í vetur og vor,
en við erum nú að hluta til að selja
olíu sem keypt var á því verði“.
Varðandi lækkun á heimsmarkaðs-
verði að undanfömu sagði Ámi Ólaf-
ur að landsmenn kæmu til með að
njóta þess með haustinu, ef lækkun-
in yrði viðvarandi, en ýmis merki
væru um að sú þróun væri nú að
stöðvast.
Kristján Ragnarsson sagði að það
sem olíufélögin væm nú að biðja um
væri að gasolíulítrinn hækki úr 8,90
krónum í 9,80 krónur. „Þetta gerist
þrátt fyrir það að verðið var hækkað
um 8,5% í kjölfar gengisbreytingar-
innar og vegna hennar 18. maí
síðastliðinn," sagði Kristján. „Síðan
kemur verðbreytingarósk frá þeim
núna, þrátt fyrir það að 18. maí var
skráð verð í Rotterdam 144 dollarar
tonnið, en siðastliðinn mánudag var
verðskráningin í Rotterdam 125 doll-
arar. Verðið hefur því verið að lækka
og nemur lækkunin nú um 13%.
Þeir biðja samt um 10% hækkun.
Að vísu hefur dollarinn hækkað um
allt að 5% frá því verðið var síðast
ákveðið, en það sem þeir em að biðja
um þama er að stórhækka álagningu
á olíu, sem þeir höfðu fengið hækk-
aða um 28% frá því á sama tíma i
fyrra. Þeir em með öðmm orðum
að biðja um 48% hækkun á álagn-
ingu frá því á sama tíma í fyrra,“
sagði Kristján.
„Það er talað um að við útvegs-
menn eigum að hagræða og gera
betur, en okkur finnst að það megi
einnig ætlast til að þessir aðilar
geri betur og að þeir, sem hafa grætt
á þjónustunni við þennan atvinnuveg
alla tíð, taki einhvem þátt í erfiðleik-
unum með okkur núna, þegar verð
fellur á mörkuðunum. Menn verða
einhvers staðar að spyrna við fótun-
um gegn því að þessi þjónusta geti
endalaust yfirfært allar verðhækk-
anir yfir á okkur. Þeir gætu til dæm-
is frestað einni eða tveimur nýbygg-
ingum á bensínstöðvum,“ sagði
Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ.
Nemar í félagsvísindadeild:
Hannes kenni ekki
skyldunámskeið
FYRIR deildarfundi félagsvís-
indadeildar HÍ, sem haldinn
verður á mánudag, liggur tillaga
frá fulltrúum nemenda um að
deildarráð úthluti Hannesi H.
Gissurarsyni, nýskipuðum Iektor
við deildina, ekki kennslu í skyld-
unámskeiðum stjórnmálafræði.
Rök nemenda fyrir þessari til-
lögu eru þau að Hannes hafi
ekki hlotið ótvíræðan hæfnisdóm
til að kenna þessi námskeið.
„Nemendur hafa vissulega mikið
til síns máls,“ sagði Þórólfur Þór-
lindsson, forseti féiagsvísindadeild-
ar. „Það var hins vegar búið að
ganga frá því að Hannes kenndi
heimspeki félagsvísinda næsta vet-
ur, en það eru ákaflega mörg nám-
skeið sem hann getur kennt önnur
en skyldufögin, til dæmis stjórn-
málaheimspeki.“
Þórólfur sagðist telja að deildin
stæði frammi fyrir þó nokkru
vandamáli, þar sem Hannes hefði
ekki verið dæmdur hæfur til að
kenna skyldunámskeiðin. „Þetta er
vandamál, sem kemur áreiðanlega
upp aftur á næsta hausti," sagði
Þórólfur.