Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 Rekstur Tívolísins í Hvera- gerði tryggður út árið - segir Ólafur Ragnarsson, stjórnarformaður Skemmtigarðsins hf ÖLL tæki og verkefni í Tívolíinu í Hveragerði hafa nú verið leigð út og að sögn Ólafs Ragnarssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, tryggir það áframhaldandi rekstur, a.m.k. fram að næstu áramótum. Hæstiréttur felldi síðastliðinn miðvikudag niður greiðslustöðvun Skemmtigarðsins hf. sem rekur Tívolíið. Bú félagsins var afhent skiptaráðanda í gær til gjaldþrotaskipta. Rekstur í Tívolíinu hefur venð leigður alls 6 einstaklingum sem flestir eru fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins. Hæstiréttur felldi á miðvikudag niður greiðslustöðvun Skemmtigarðsins hf. en hún hafði verið heimiluð til þriggja mánaða um miðjan júní. Á stjómarfundi félagsins sem haldinn var á fimmtu- dag var ákveðið að afhenda skipta- ráðanda bú Skemmtigarðsins hf. í gær til gjaldþrotaskipta. Ólafur Ragnarsson segir að leigusamningamir tryggi að þrota- búið fái fastar leigutekjur. „Verði búið tekið til gjaldþrotaskipta hefur það sömu áhrif og greiðslustöðv- un,“ segir Ólafur. „Lánadrottnar geta ekki leitað kröfum sínum fulln- ustu í þrotabúinu. Þannig er rekstur tívolísins tryggður, a.m.k. fram að næstu áramótum en þá rennur helmingur leigusamninganna út.“ Skiptaráðandi í Reykjavík á hins vegar eftir að fjalla um mál búsins. Verði það tekið til gjaldþrotaskipta ráða hagsmunir lánadrottna mestu um meðferð þess samkvæmt gjald- þrotalögum. í greinargerð Skemmtigarðsins hf. til Hæstaréttar, vegna fyrr- nefnds kærumáls um greiðslustöðv- un, kom fram að eignir félagsins væru um 80 milljónir en skuldir 75 milljónir króna. Sóknaraðili máls- ins, Rúnar Mogensen hdl. fyrir hönd Lífeyrissjóðs Suðurlands og Vél- smiðjunnar Faxa, taldi aftur á móti að skuldir félagsins umfram eignir næmu 90 milljónum króna. Ólafur Ragnarsson leitaði í síðasta mánuði aðstoðar fógeta til að fá afhent bókhaldsgögn Skemmtigarðsins hf. og innkomna leigu á þessu ári frá Sigurði Kára- syni, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Sigurður Kárason telur sig eiga haldsrétt í átta til níu milljónum króna í víxlum og skulda- bréfum, en um er að ræða fyrirfram greidda leigu," segir Ólafur Ragn- arsson. „Löggiltur endurskoðandi á mínum vegum tók við bókhaldinu í síðustu viku og afhenti skiptaráð- anda það í gær. Bókhaldið sýnir hvort Sigurður hafi varið leigutekj- unum í þágu Skemmtigarðsins hf. eða ekki og skiptaráðandi hlýtur að meta það.“ 1/EÐURHORFUR í DAG, 9. JÚLÍ 1988 YFIRLIT Í GÆR: Skammt norður af Skotlandi er 1003 mb. lægð sem þokast austur og önnur grynnri en kyrrstæð ó Grænlandshafi — en um 900 hm. Suður í hafi er vaxandi 1003 mb. lægð sem hreyfist austnorðaust- ur. Hiti breytist lítið. SPÁ: ( dag verður hæg breytileg átt á landinu. í innsveitum verður víða léttskýjað og fremur hlýtt, en skýjað og svalara við sjóinn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Austlæg átt, skýjað og dálítil úrkoma á suðaustur og austurlandi, en þurrt og víða léttskýjað um vestan- vert landið. Svalt við austurströndina, en annars fremur hlýtt. HORFUR Á MÁNUDAG:Norðaustanótt. Skýjað og dálitil súld á norður- og austurlandi, en þurrt og víða lóttskýjað um sunnan- og vestanvert landið. Heldur kólnandi veður. TAKN: O Heiðskírt Léttskýjað ^ Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * ■* * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO 4 K Mistur Skafrenningur Þrumuveður w m w T 4 VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 13 lóttskýjað Reykjavfk 11 alskýjað Bergen 15 skýjað Helsinki 22 skýjað Kaupmannah. 18 skýjað Narssarssuaq 8 léttskýjað Nuuk 5 rigning Osló 19 skýjað Stokkhólmur 21 háifskýjað Þórshöfn 11 alskýjað Algarve 26 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Aþena 17 skúrir Barcelona 26 léttskýjað Chicago 23 mistur Feneyjar 28 léttskýjað Frankfurt 23 skýjað Glasgow 12 skúr Hamborg 19 skýjað Las Palmas 23 léttskýjað London 17 skýjað Los Angeles 16 skýjað Lúxemborg 18 skýjað Madrid 25 léttskýjað Malaga vantar Mallorca 28 léttskýjað Montreal 23 skúr New York 26 mistur París 19 skýjað Róm 28 alskýjað San Diego 18 alskýjað Winnipeg 17 léttskýjað Á myndinni eru, talið f.v.: Sverrir Þórðarson, í stjórn Visindasjóðs- ins, Jónas Magnússon, læknir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, yfiriðjuþjálfi, sem tók við styrknum fyrir hönd Guðrúnar Árnadóttur, Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir, Haraldur Erlendsson, læknir, og Magnús Skúlason, aöstoðarframkvæmdastjóri Borgarspítalans. Fjórir hlutu styrki úr Vísindasjóði Borgarspítalans ÚTHLUTUN styrkja úr Vísinda- sjóði Borgarspítalans fór fram 14. júní síðastliðinn. Styrki hlutu Guðrún Arnadóttir, iðjuþjálfi, Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir, Jónas Magnússon, læknir og Haraldur Erlendsson, læknir. Að þessu sinni var úthlutað styrkj- um, sem voru samtals að upphæð 600 þúsund krónur. Guðrún Ámadóttir, iðjuþjálfi, hlaut 200 þúsund krónur til að full- vinna og ganga frá rannsóknum er lúta að þróun iðjuþjálfamats. Til rannsóknar á „immunoglobulinum" í sermi sjúklinga með of mikla starf- semi í skjaldkirtli fékk Gunnar Sig- urðsson, yfirlæknir, krónur 150 þúsund. Jónas Magnússon, læknir, hlaut 150 þúsund krónur í styrk til að vinna að doktorsritgerð við Há- skólann í Lundi. Ennfremur fékk Haraldur Erlendsson, læknir, 100 þúsund krónur í styrk til þess að meta árangur geðdeyfðarlyfja, sem gefin eru sjúklingum með „intra- venous infusion" og verka eiga á „kroniska" verki á stoðkerfis- eða taugagrunni. Vísindasjóður Borgarspítalans var stofnaður árið 1963 til minning- ar um Þórð Sveinsson lækni og Þórð Úlfarsson flugmann. Tilgang- ur sjóðsins er að stuðla að og styrkja vísindalegar athuganir, rannsóknir og tilraunir, sem fara fram á Borg- arspítalanum eða í náinni samvinnu við hann. Engin skreið ólög- lega til Nígeríu „ÞAlÐ var engin skreið flutt út ólöglega til Nígeríu. Það fengust innflutningsleyfi fyrir öllum skreiðarformum þangað, það eru alveg hreinar línur,“ sagði Einar Ingvarsson, sem var formaður nefndar þeirrar sem gerði úttekt á skreiðarskuldum í Nígeríu. Einar var spurður út í ummæli Alhaji Mammans, viðskiptaráðherra Nígeríu, sem sagði í heimsókn sinni hér á landi að Nigeríumenn myndu borga þá skreið sem flutt hefði verið inn löglega til landsins. Ólafur Bjömsson hjá Samlagi skreiðarframleiðenda tók í sama streng og Einar. Stefán Gunnlaugs- son, deildarstjóri hjá utanríkisráðu- neytinu kvaðst telja að ráðherrann ætti með ummælum sínum við vöru sem flutt hefði verið ólöglega inn í gegnum nágrannaríki Nígeríu, svo sem Kamerún, en smygl þaðan væri mikið vandamál. Einar Ingvarsson sagði að greiðslur upp í skreiðarskuldirnar væru sífellt að berast, m.a. hefði Sambandið nýlega fengið greidda eldgamla skuld að upphæð 650.000 dollarar, eða um 30 milljónir íslenskra króna. Þó að skuldirnar yrðu að fullu greiddar yrði samt stórfellt tap á skreiðarsölunni, biðin eftir greiðslunum væri svo löng. Skýrsla um skreiðarviðskiptin við Nígeríu, sem birt var fyrr á þessu ári sagði útistandandi skuldir vegna viðskiptanna nema 824 milljónum króna og þar af voru nærri 440 milljónir taldar glatað fé. Borgarbókasaf n: Gerð verði tilraun með útlán á vinnustöðum BORGARSTJÓRN hefur vísað til menningamálanef ndar Reykjavíkur tillögu Alþýðu- bandalagsins um að gera tilraun með útlán bóka frá safninu á 7-10 vinnustöðum í Reykjavík. Tillagan gerir ráð fyrir að bóka- skáp með blönduðum bókakosti verði komið fyrir í fyrirtækjum og geti starfsmenn óskað eftir ákveðn- um bókum við Borgarbókasafnið. Tilraunin standi í eitt ár og að henni lokinni verði tekin frekari ákvörðun um útlán með þessum hætti. I greinargerð tillögunnar segja Alþýðubandalagsmenn að það muni hvetja og auðvelda fólki að fá bæk- ur að láni ef það getur nálgast þær á vinnustað sínum. Þannig sé líka vakin meiri athygli á starfsemi safnsins og því aflað nýrra við- skiptavina. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði tillöguna góða. Fordæmi væru fyrir svipuðum útlánum, en Borgarbóka- safnið hefði um árabil lánað bóka- kassa um borð í skip. Lagði borgar- stjóri til að tillögunni yrði vísað til menningarmálanefndar borgarinn- ar, sem sjái um frekari útfærslu hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.