Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
5
Kór Öldutúnsskóla, sem nú er á tónleikaferð um Asíu og Ástralíu.
Kór Öldutúnsskóla
til Asíu og Astralíu
KÓR Öldutúnsskóla hélt af stað
í þriggja vikna tónleikaför til
Asíu og Ástalíu á fimmtudag. Á
efnisskrá kórsins er fjöldi laga,
allt frá 16-öld til okkar daga.
Sérstök áhersla verður lögð á
kynningu íslenskra þjóðlaga og
samtímaverka, en þar á meðal
er nýtt verk eftir Hjálmar H.
Ragnarsson.
Fyrst verður farið til Hong Kong
þar sem kórinn tekur þátt í alþjóð-
legu kóramóti sem borgaryfírvöld
standa fyrir. Þar koma fram fímmt-
án kórar frá fjórum heimsálfum.
Þaðan verður haldið til Canberra
í Ástralíu þar sem kórinn kemur
fram á XVIII. þingi Alþjóðasam-
taka tónlistaruppalenda (Intem-
ational Society for Music Educati-
on), sem er deild innan UNESCO.
Frá Canberra verður farið til Syd-
ney og sungið á alþjóðlegu kóra-
móti sem er liður í hátíðarhöldum
í tilefni þess að tvær aldir eru liðn- r
ar frá landnámi Evrópumanna í
Ástralíu. Þaðan mun kórinn halda
til Thailands og dvelja þar í nokkra
daga.
I þessari ferð mun kórinn halda
íjölda tónleika og auk þess koma
fram í útvarpi og sjónvarpi. Stjóm-
andi Kórs Öldutúnsskóla er Egill
Friðleifsson. (Fréttatilkynning.)
Félagsmálaráðuneytið:
_
Atta hundruð
atvinnuleyfi
veitt á árinu
ÞAÐ sem af er þessu ári hefur
um 800 útlendingum verið veitt
atvinnuleyfi hér á landi. Þetta er
svipaður fjöldi leyfa og hafði ver-
ið veittur á sama tíma á síðasta
ári, en þá var fjöldi veittra at-
vinnuleyfa hér á landi með mesta
móti, og var um þriðjungi meiri
en verið hafði árið 1986.
Að sögn Óskars Hallgrímssonar
deildarstjóra í félagsmálaráðuneyt-
inu hefur ekki verið leitað eftir at-
vinnuleyfum fyrir neina stóra hópa
útlendinga síðan í fyrra. Þá barst
ráðuneytinu fyrirspum frá íslenskum
aðila um hvort atvinnuleyfí fengjust
fyrir stóran hóp Kínvetja frá Hong
Kong, og er það í eina skiptið sem
komið hefur til tals innflutningur á
einhveijum fjölda fólks frá Asíu, en
þeirri beiðni var synjað. Hann sagði
mesta aðsókn útlendinga vera í störf
við matvælaiðnað, og þar sem hér á
landi væru gerðar mjög strangar
heilbrigðiskröfur væri um ákveðnar
takmarkanir á leyfisveitingum að
ræða.
Óskar Hallgrímsson sagðist álíta
að atvinnuástand hér á landi væri
mjög gott um þessar mundir, og frek-
ar væri skorti fólk heldur en hitt.
Óvenjuleg þensla hefði orðið á vinnu-
markaðinum í fyrra, og virtist lítið
hafa dregið úr henni. Hann sagðist
þó álíta að ástandið væri kannski
ekki eins traust og tölur kynnu að
gefa til kynna. Óskar sagði að á
sumum stöðum á landinu væri við
staðbundin eða tímabundin vanda-
mál að etja, og nefndi sérstaklega í
því sambandi þá staði sem hefðu
orðið fyrir áföllum í textíliðnaði.
Bretland:
Gott verð
fyrir þorsk
GOTT VERÐ fékkst yfirleitt fyrir
þorsk sem seldur var $ Bretlandi
í þessari viku. Sólborg SU seldi
23 tonn af þorski í Hull sl. mánu-
dag fyrir 93,05 króna meðalverð,
Gullver NS seldi 87,4 tonn af
þorski í Grimsby sl. þriðjudag fyr-
ir 82,27 króna meðalverð og Sær-
ún ÁR seldi 63,4 tonn af þorski f
Hull sl. miðvikudag fyrir 73,69
króna meðalverð.
’{ Bretlandi voru seld 110,5 tonn
af þorski úr gámum sl. mánudag
fyrir 49,74 króna meðalverð, 96 tonn
sl. þriðjudag fyrir 77,47 króna meðal-
verð, 63 tonn sl. miðvikudag fyrir
77,49 króna meðalverð og 8,5 tonn
sl. fímmtudag fyrir 91,35 króna
meðalverð.
Lélegt meðalverð, 45 krónur,
fékkst hins vegar fyrir karfa sem
seldur var úr gámum í Bremerhaven
í Vestur-Þýskalandi sl. miðvikudag.
Úr gámunum voru seld um 200 tonn
af karfa og ufsa og var uppistaða
aflans karfí. Fyrir ufsann fékkst 55
króna meðalverð.
MAJORKUFERÐ
EIDRIBORCARA
• •
MEO ORUGCRI
LEIÐSÖGN!
1. OKTOBER
Nú býðst eldri borgurum, 60 ára
og eldri, að lengja sumarið með
4 vikna sérferð til Majorku þann
1. október.
Dvalið er á hinum vinsœla
stað SaComa á austurströnd
eyjarinnar. Þar er ein besta bað-
strönd Majorku. Gist er á fyrsta
flokks íbúðahótelum.
Fararstjóri í þessari ferð er
Rebekka Kristjánsdóttir. Hún
hefur um árabil vérið fararstjóri
á Majorku og gjörþekkir land og
þjóð.
Rebekka Kristjánsdóttir fararstjóri.
Rebekka sér um þœgilegar
skoðunarferðir til helstu staða á
eyjunni auk verslunarferðar til
Pölmu.
Auk þess verður íslenskur
hjúkrunarfrœðingur með í för.
Einnig geta farþegar leitað til
lœknis sem er í nœsta nágrenni
við hótelin.
Verð á mann í 4 vikur, miðað
við staðgreiðslu og 4 fullorðna
saman í íbúð:
Kr. 36.200
Komið við hjá okkur eða
hringið og fáið nánari upplýs-
ingar.
Verð á mann í 4 vikur, miðað
við staðgreiðslu og 2 fullorðna
saman í stúdíó-íbúð:
Kr. 41.500
FERDASKRIFSTOFAN ÚRVAL
- fólk sem kann sitt fag!
Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.