Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 5 Kór Öldutúnsskóla, sem nú er á tónleikaferð um Asíu og Ástralíu. Kór Öldutúnsskóla til Asíu og Astralíu KÓR Öldutúnsskóla hélt af stað í þriggja vikna tónleikaför til Asíu og Ástalíu á fimmtudag. Á efnisskrá kórsins er fjöldi laga, allt frá 16-öld til okkar daga. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu íslenskra þjóðlaga og samtímaverka, en þar á meðal er nýtt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Fyrst verður farið til Hong Kong þar sem kórinn tekur þátt í alþjóð- legu kóramóti sem borgaryfírvöld standa fyrir. Þar koma fram fímmt- án kórar frá fjórum heimsálfum. Þaðan verður haldið til Canberra í Ástralíu þar sem kórinn kemur fram á XVIII. þingi Alþjóðasam- taka tónlistaruppalenda (Intem- ational Society for Music Educati- on), sem er deild innan UNESCO. Frá Canberra verður farið til Syd- ney og sungið á alþjóðlegu kóra- móti sem er liður í hátíðarhöldum í tilefni þess að tvær aldir eru liðn- r ar frá landnámi Evrópumanna í Ástralíu. Þaðan mun kórinn halda til Thailands og dvelja þar í nokkra daga. I þessari ferð mun kórinn halda íjölda tónleika og auk þess koma fram í útvarpi og sjónvarpi. Stjóm- andi Kórs Öldutúnsskóla er Egill Friðleifsson. (Fréttatilkynning.) Félagsmálaráðuneytið: _ Atta hundruð atvinnuleyfi veitt á árinu ÞAÐ sem af er þessu ári hefur um 800 útlendingum verið veitt atvinnuleyfi hér á landi. Þetta er svipaður fjöldi leyfa og hafði ver- ið veittur á sama tíma á síðasta ári, en þá var fjöldi veittra at- vinnuleyfa hér á landi með mesta móti, og var um þriðjungi meiri en verið hafði árið 1986. Að sögn Óskars Hallgrímssonar deildarstjóra í félagsmálaráðuneyt- inu hefur ekki verið leitað eftir at- vinnuleyfum fyrir neina stóra hópa útlendinga síðan í fyrra. Þá barst ráðuneytinu fyrirspum frá íslenskum aðila um hvort atvinnuleyfí fengjust fyrir stóran hóp Kínvetja frá Hong Kong, og er það í eina skiptið sem komið hefur til tals innflutningur á einhveijum fjölda fólks frá Asíu, en þeirri beiðni var synjað. Hann sagði mesta aðsókn útlendinga vera í störf við matvælaiðnað, og þar sem hér á landi væru gerðar mjög strangar heilbrigðiskröfur væri um ákveðnar takmarkanir á leyfisveitingum að ræða. Óskar Hallgrímsson sagðist álíta að atvinnuástand hér á landi væri mjög gott um þessar mundir, og frek- ar væri skorti fólk heldur en hitt. Óvenjuleg þensla hefði orðið á vinnu- markaðinum í fyrra, og virtist lítið hafa dregið úr henni. Hann sagðist þó álíta að ástandið væri kannski ekki eins traust og tölur kynnu að gefa til kynna. Óskar sagði að á sumum stöðum á landinu væri við staðbundin eða tímabundin vanda- mál að etja, og nefndi sérstaklega í því sambandi þá staði sem hefðu orðið fyrir áföllum í textíliðnaði. Bretland: Gott verð fyrir þorsk GOTT VERÐ fékkst yfirleitt fyrir þorsk sem seldur var $ Bretlandi í þessari viku. Sólborg SU seldi 23 tonn af þorski í Hull sl. mánu- dag fyrir 93,05 króna meðalverð, Gullver NS seldi 87,4 tonn af þorski í Grimsby sl. þriðjudag fyr- ir 82,27 króna meðalverð og Sær- ún ÁR seldi 63,4 tonn af þorski f Hull sl. miðvikudag fyrir 73,69 króna meðalverð. ’{ Bretlandi voru seld 110,5 tonn af þorski úr gámum sl. mánudag fyrir 49,74 króna meðalverð, 96 tonn sl. þriðjudag fyrir 77,47 króna meðal- verð, 63 tonn sl. miðvikudag fyrir 77,49 króna meðalverð og 8,5 tonn sl. fímmtudag fyrir 91,35 króna meðalverð. Lélegt meðalverð, 45 krónur, fékkst hins vegar fyrir karfa sem seldur var úr gámum í Bremerhaven í Vestur-Þýskalandi sl. miðvikudag. Úr gámunum voru seld um 200 tonn af karfa og ufsa og var uppistaða aflans karfí. Fyrir ufsann fékkst 55 króna meðalverð. MAJORKUFERÐ EIDRIBORCARA • • MEO ORUGCRI LEIÐSÖGN! 1. OKTOBER Nú býðst eldri borgurum, 60 ára og eldri, að lengja sumarið með 4 vikna sérferð til Majorku þann 1. október. Dvalið er á hinum vinsœla stað SaComa á austurströnd eyjarinnar. Þar er ein besta bað- strönd Majorku. Gist er á fyrsta flokks íbúðahótelum. Fararstjóri í þessari ferð er Rebekka Kristjánsdóttir. Hún hefur um árabil vérið fararstjóri á Majorku og gjörþekkir land og þjóð. Rebekka Kristjánsdóttir fararstjóri. Rebekka sér um þœgilegar skoðunarferðir til helstu staða á eyjunni auk verslunarferðar til Pölmu. Auk þess verður íslenskur hjúkrunarfrœðingur með í för. Einnig geta farþegar leitað til lœknis sem er í nœsta nágrenni við hótelin. Verð á mann í 4 vikur, miðað við staðgreiðslu og 4 fullorðna saman í íbúð: Kr. 36.200 Komið við hjá okkur eða hringið og fáið nánari upplýs- ingar. Verð á mann í 4 vikur, miðað við staðgreiðslu og 2 fullorðna saman í stúdíó-íbúð: Kr. 41.500 FERDASKRIFSTOFAN ÚRVAL - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.