Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 7

Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 7 Risaganga í Langá „Ég segi allt alveg rosalega gott, Jóhannes á Ánabrekku kom til mín áðan og sagðist hafa séð í morgun þá stærstu laxagöngu upp Langá sem hann hefur séð síðan sumarið 1972. Alveg rosa- legar torfur, fleiri hundruð laxa og þegar þetta fór allt af stað var eins og botninn færi allur af stað á stórum svæðum. Samfara þessu hefur verið mokveiði, bæði hjá okkur á miðsvæðinu og niður frá hjá Jóhannesi," sagði Ingvi Hrafn Jónsson í veiðihúsi sínu við Stang- arholti hjá Langá, en veiðin hefur þar heldur betur tekið kipp að undanfomu eftir slæman kafla meðan vatnavextimir gengu yfir. Ingvi Hrafn sagði enn fremur að 11 laxar hefur veiðst á sínum svæðum í gærmorgun, 15 stykki daginn áður og 21 lax þar á und- an. Alls komnir 63 laxar, nær allir frá og með 3. júií. Niður frá hefur verið stórveiði og veiðin í ánni í heild er nú orðin svipuð og á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að áin hafí verið óveiðandi í 10 daga. Óhemjaaf laxi í Hvítá. Um 120 laxar hafa veiðst í Hvítá í Ámessýslu fyrir landi Langholts það sem af er. Á þriðju- daginn voru laxamir 102 talsins og einungis 17 þeirra léttari en tíu pund hver. Meðalþunginn mjög hár og miklir stórlaxar þama inn- an um. Einn stærsti lax sumarsins veiddist þama fyrir skömmu, 25 punda fískur og menn hafa séð þama þó nokkra laxa sem em vart undir 30 pundum. Handan árinnar, í landi Snæfoksstaða hef- ur einnig verið nokkur veiði og það bar til tíðinda fyrir nokkm, að menn sem þar voru að veiðum, sáu þá stærstu göngu fara í gegn sem þeir höfðu augum litið og em þeir þó nauðakunnugir á þessum slóðum og víðar. Það sem vakti ekki minni undmn þeirra var hve mikið af laxinum var gríðarstór, 20 til 30 punda ferlíki á lofti um allt. Mikil fískför hefur einnig sést á pallinum hjá Selfossi og veiði verið allgóð á köflum. Lélegt, í Laxá í Aðaldal. Veiði hefur verið slök í Laxá í Aðaldal og er fyrst og fremst um kennt leirlosi í Mývatni sem hefur litað ána illa. Veiðimenn eiga því erfítt með að átta sig á því hvort mikill fískur sé genginn í ána, sérstaklega á efri svæðum. Aftur á móti verða menn nokkuð varir neðan Æðarfossa og samkvæmt því virðist sem laxinn sé alltaf að ganga þótt illa gangi að veiða hann ofan Fossa. Sem dæmi um tregðuna má nefna, að Þórður Pétursson veiðivörður var í ánni fyrir skömmu og er hann einhver Veiðimaður rennir í Langholtinu fyrir skömmu, en þar er óhemja af fiski þessa dagana og góð veiði. slyngasti Laxármaður sem uppi er. Hann fékk 7 laxa á sinni vakt neðan Æðarfossa, en var físklaus ásamt félaga sinum á hinum vökt- unum. Áður en gruggið hljóp í ána hafði þó orðið vart við lax upp um allt og fískar jafn vel veiðst á Vallarvaði og á Hrauni. Enn rýrt í Stóru Laxá. Enn gengur hvorki né rekur í Stóru Laxá, en áin er enn vatns- mikil mjög og gerir það mönnum erfítt fyrir, enda áin engin spræna. Mikil fískför í Ölfusá og Hvítá hefur þó vakið vonir með mönnum að úr fari að rætast á næstunni. Eitthvað er þó komið af físki og menn eru að reita upp einn og einn, t.d. yeiddist 22 punda lax við Bergsnös fyrir fáum dögum. Einn klókur Laxárkarl sem rætt var við í gær taldi líklegt að talsvert af fiski væri komið í ána, hann væri hins vegar ekki á hefðbundnum miður í svona miklu vatni og margir flöskuðu á því. Hann stakk upp á að menn veiddu hyljina langtum neðar en vant er og leituðu fanga niður eftir öllu svæði eitt, allt niður undir Eiríks- bakka, þar lægi fískurinn oft þeg- ar svona hagaði til. Sauðárkrókur: Skortur á íbúðum Sauðárkróki. Undirbúningsfundur um stofn- un félags til byggingar kaupleigu- íbúða var haldinn á Sauðárkróki um miðjan júni sl. Mættir voru á fundinum fulltrúar Sauðárkróks- kaupstaðar og allra stærstu fyrir- tækja bæjarins, sem lýstu sig fúsa til þátttöku í félaginu. • Tilefni fundarins var að fjalla um nýsamþykktar breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, sem opnar möguleika á byggingu kaup- leiguíbúða. Fram kom á fundinum að mikil þörf er fyrir aukið íbúðarhúsnæði í bænum, en á síðasta ári var ekki hafín bygging neinnar íbúðar, en aukning á íbúafölda var þónokkuð yfir landsmeðaltali. Töldu fundar- menn nauðsynlegt að Sauðárkrókur missti ekki af þessu tækifæri til að fjármagna byggingar íbúðarhúsa á staðnum og var samþykkt að senda Húsnæðisstofnun umsókn um lán til byggingar á 20 íbúðum, þar af 14 í fjölbýlishúsum en 6 í raðhúsum. Gert er ráð fyrir 15 mánaða fram- kvæmdatfma og er hugsanlegt ef allt gengur upp, að framkvæmdir eða að minnsta kosti undirbúningur und- ir framkvæmdimar geti hafist þegar f haust. í undirbúningsnefnd fyrir form- lega félagsstofnun um þessi mál voru kosnir: Snorri Bjöm Sigurðsson bæj- arstjóri, Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri Trésmiðjunanr Borgar og Guðbrandur Þorkell Guð- brandsson skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. - BB TORFÆRUKEPPNI RIKR Sunnudaginn 10. júlí kl. 13.00 á Bolaöldu, gegnt Litlu-kaffistofunni í Svínahrauni Kynnir verður hinn eldhressi Jón Ragnarsson, rallkappi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.