Morgunblaðið - 09.07.1988, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
ítfairíM ffiáQ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Hlegið var að manninum
fyrir norðan sem sagði um
ömmu sína á tíræðisaldri að
hún væri komin á hundraðasta
tuginn, enda hefði hún þá ver-
ið orðin jafnaldra Metúsalems
hins langlífa í Gamla testa-
mentinu. Maðurinn fyrir norð-
an var að vísu lítt eða ekki
skólagenginn, en það er trú-
lega fréttamaðurinn í útvarp-
inu sem sagði um daginn (27.
6. ’88) að Leon Trotsky hefði
fallið í ónáð á „tuttugasta ára-
tugnum". Þetta mun reyndar
hafa gerst á árabilinu
1920-’30, og má vera að orð
fréttamannsins sé bönguleg
þýðing úr ensku: in the twenti-
es. En fyrr má nú vera hugs-
unarleysi og málhelti.
Bjami Guðmundsson á
Hvanneyri í Borgarfirði sendi
mér iðnaðarblaðið A döfinni.
Hann merkti þar við og gerði
athugasemdir við eftirfarandi
kafla (tölusetningar eru frá
honum):
„Hægt er að hugsa sér að
til þess að leysa tiltekið vanda-
mál') væri best að setja saman
rannsóknahóp, sem væri sam-
settur úr líffræðingi, verk-
fræðingi, viðskiptafræðingi og
þjóðfélagsfræðingi2). Slíkan
hóp væri erfítt að mynda ann-
ars staðar en í Háskóla Is-
lands.. ,“3)
Athugasemdir Bjama:
„0 Allt er orðið að „vanda-
málum“ í dag, meira að segja
spennandi rannsóknaverkefni!
2) Merkilegur samsetningur
þetta, enda ekki á færi ann-
arra en lærðustu manna
3> að leysa „vandamálið“.“
Siguijón Halldórsson á Ak-
ureyri skrifar mér langt bréf
og efnismikið, og mun ég nú
hefjast handa um að gera því
nokkur skil.
Sigurjón tekur fyrst þijú
dæmi um þágufallshneigð sem
honum fínnst ganga út í öfgar:
1) „Skammta svolítilli tón-
list“.
2) „Fjárfesta miklu fé“.
3) „Rústa málinu“.
Hann segir: „Sögnin að
rústa er orðin hluti af dægur-
máli unglinga, en þá ævinlega
með þágufalli. Dæmi: Hann
dúndraði á staurinn og rústaði
bflnum. Ég vil halda fomri
venju og nota þolfall, þykir
sögnin enda svipmeiri þannig:
Hann greip kúbeinið og rúst-
aði skriðdrekann."
Umsjónarmaður tekur í
sama streng og Siguijón og
bætir við: Sögnin að skammta
tekur með sér tvöfalt andlag,
þágufall persónunnar og þol-
fall hlutarins. Menn skammta
einhverjum eitthvað. Vænt-
anlega er átt við það í dæm-
inu, sem Siguijón tók, að ein-
hveijum hafi verið skömmtuð
svolítil tónlist fremur en ein-
hver hafí skammtað „svolítilli
tónlist" eitthvað. Að vísu má
segja með lærdómshnykk að
„svolítilli tónlist“ gæti verið
verkfærisþágufall, ef þetta
merkti þá að skammta með
svolítilli tónlist (og enn frekar
ef skammta væri ritvilla fyrir
skemmta), en þessi skýring
er afar langsótt og að engu
hafandi.
Að mínu skyni stýrir sögnin
að festa þolfalli, en hún er til
með þágufalli. Sumir sjómenn
tala um að festa bátnum. En
að „fjárfesta miklu fé“ er stagl
að auki, fé á fé ofan.
Næst víkur Siguijón að
hneigð manna til að sleppa
beygingarendingum eða fara
rangt með þær. Full ástæða
er til þess að drepa á þetta:
Beygingakerfí máls okkar er
í bullandi hættu. Siguijón tek-
ur þessi dæmi:
1) „Allt á kafi í fisk“.
2) „A jaðar dægurtónlistar-
innar“.
443. þáttur
Hann segir: „Sérviska mín
[er sú að] ég held því ávallt
fram, að pipar skuli beygja
eins og hamar (og jaðar) og
segja þá t.d. að fullmikið sé
af pipri í matnum. Viðmæl-
endur mínir taka sjaldnast
undir þetta, og leggi ég til að
eins sé farið með koparinn
(ketillinn er úr kopri) er snar-
lega skipt um ræðuefni.“
Hér grípur umsjónarmaður
öðru sinni fram í fyrir Sigur-
jóni. Fyrst af öllu langar mig
til að vekja athygli á málnæmi
Siguijóns. Hann segir „skipt
um ræðuefni“, því að staglið
skipta um umræðuefni hefur
meitt málkennd hans.
Sjálfsagt þykir mér að segja
að allt sé á ícafi í fiski og eitt-
hvað sé á jaðri dægurtónlist-
arinnar. En þegar kemur að
tökuorðunum kopar og pipar,
vandast málið í bókstaflegri
merkingu. Ég veit ekki nema
Siguijón sé þar óþarflega mik-
ill harðlínumaður, þótt orð-
myndir hans séu ekki mál-
fræðilega rangar. Sjálfur segi
ég stundum að gamni mínu
„eina teskeið af pipri“ eða
þvílíkt. En ef ég væri að vanda
mig við greinarskrif, treysti
ég mér ekki til að ijúfa hefð-
ina og segja að tiltekinn hlutur
væri úr „kopri".
Þetta er ákaflega erfítt úr-
lausnarefni, ef þreytt er til
þrautar, og sleppi ég því öllu
málfræðistagli um það.
Verður svo bið á því til
næsta þáttar að gera bréfí
Siguijóns Halldórssonar frek-
ari skil. Reyndar á ég nokkrum
bréfum ósvarað, og bið ég
góða bréfritara að sýna mér
þolinmæði. Bréfín eru geymd
og ekki gleymd.
★
Áslákur austan kvað:
Mér brá. Þar sem áður hún Sara sat,
ég sá ekki annað en bara gat
ofan í svörðinn.
Það opnaðist jörðin.
Um hríð sá í iljar á Arafat.
MEINLÆTI
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Marin Heidegger hefur þetta um
listaverk að segja, „að þau varpi
jörðinni sjálfri út í opinn heiminn
og haldi henni innan hans. Lista-
verk leyfir jörðinni að verajörðin.“
Þetta getur að lesa í lok mjög
hugmyndafræðilegs formála í sýn-
ingarskrá myndlistarmannsins Al-
an Johnston vegna sýningar hans,
sem lýkur nú um helgina og hefur
þá einungis staðið yfir í átta daga.
Intak hinna örfáu mynda á veggjum
Nýlistasafnsins er myndrænt mein-
læti í formi táknrænna flatamynda
og heilmiklu af hugmyndafræði
ásamt skáldlegri djúphygli.
Og svo aftur sé vitnað í Heidegg-
er: „Uppbygging staða er skipulag
heimsins. Til að finna stað sinn í
heiminum þarf heimurinn að vera
„cosmos" þ.e. skipulegur og sam-
stilltur. Staður staðsetur manninn
011 KH 01 Q7fl LÁRUS Þ- VALDIMARSOIM
L I I v)w ’ L I 0 / U LÁRUS BJARNASON HDL. LÖGG. FA
l\l SÖLUSTJÓRI
FASTEIGNASALI
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Rétt við nýja miðbæinn
3ja herb. fb. á 3. hæð, um 90 fm ( suðurenda. Vel skipulögð. Nýl.
gler. Rúmgóðar svalir. Ágæt sameign. Skuldlaus. Góður bílskúrfylgir.
Skipti æskileg á 2ja-3Ja herb. fb. (lyftuhúsi.
Ódýr íb. í gamla bænum
2ja herb. einstaklingsíb., 45,5 fm. Vel með farin. Samþykkt. Stór, vel
ræktuö eignarlóð. Langtímalán fylgir. Verð aðeins kr. 2,3 millj.
Bjóðum ennfremur til sölu
2ja herb. glæsil. suðuríb. í lyftuhúsi við Álftahóla. Frábært útsýni.
3ja herb. endurnýjuð þakhæö í gamla austurbænum. Gott verð.
4ra herb. góð hæð í þríbhúsi skammt frá Háskólanum.
Skammt frá Dalbraut
Bjóðum á næstunni 4ra herb. endaíb. með miklu útsýni. Nánari uppl.
á skrifst. Óvenju hagstæð greiöslukjör koma til greina.
Þurfum að útvega m.a.
fjársterkum kaupendum vegna flutnings til borgarinnar:
Nýlegt einbhús, um 200 fm á einni hæð í borginni eða nágr.
3ja herb. nýlega íb. á 1. hæð í Vesturborginni.
3ja herb. góða íb. i Hlíöahverfi.
Einbhús í Ártúnsholti eða Selási.
Einbhús í Heimum, Vogum eða Smáíbúðahverfi.
3ja-4ra herb. íb. i Garöabæ. Skípti mögul. á sérhæð.
Margir bjóða útb. fyrir rótta eign. Margskonar eignaskipti möguleg.
Opið í dag laugardag
kl. 11 til kl. 16.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Almenn lögfræðiþjónusta.
AIMENNA
FASTEIGHASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21160 - 21370
Vandað timburhús
til sölu i Hafnarfirði
Á friðsælum stað í miðbænum er til sölu fallegt og vel
byggt, járnvarið timburhús í mjög góðri hirðu. Húsið
er 75 fm að grunnfl., - aðalhæð, rishæð og steyptur kj.
m. fullri lofthæð, alls 200 fm. Á aðalhæð eru tvær stórar
stofur, herb. og eldh. í rishæð eru þrjú herb., eldh., bað
og svalir. Tvöf. verksmgler. Falleg lóð. Einkasala.
Opið í dag
frá kl. 12-17.
Arni Gunnlaugsson, hrl.,
Austurgötu 10, sími: 50764.
þannig að hann upplýsir ytri fjötra
tilveru hans og jafnframt dýpt frels-
is hans og veruleika. Eðlislæg
tengsl mannsins við stað eru fólgin
í „bústað“. Bústaður sameini bygg-
ingu, jörð, himin, guði og manninn
og þegar samruninn er algjör, má
einkenna landafræðilegt rými sem
„heilagt", þ.e.a.s. það gagntekur
sálrænt." Samuel Beckett orðar
þetta þannig, „að þetta sé „mikro-
cosmopolitan universe" („smá-
heimsborgara alheimur"). Slíkt er
samtengt sem sálrænt landsvæði.“
„Ef landslagið gagntekur sálrænt,
þá fara staðfræðilegir þættir að
gegna sálfræðilegu hlutverki. Það
gerist í „Finnegans Wake“. Kennet
White víkur frá ákveðinni ytri
landafræði að „andlegri landa-
fræði", reynir að finna megindrætt-
ina með sálrænni heimslýsinga-
fræði — fjallar um hliðstæður kelt-
nesks menningararfs og japansks
zenbúddisma. Hann segir: „Hér
beinum við augunum að vestasta
hluta Evrópu . . . eina heildin á
þessu svæði er keltneska hafið. Að
öðru leyti eru brot ráðandi; skagar
og eyjar sem brotsjóir skilja að.
Hvert svo sem upphafið (þjóðanna
sem búa á þessum svæðum) kann
að vera einkennist svæðið snemma
á miðöldum af afbrigði kristindóms
sem á fátt sameiginlegt með róm-
versku meginlandskirkjunni.
‘Agreining kirkjudeildanna tveggja
má í stuttu máli skilgreina sem
ágreining eyjaklasakirkju og stofn-
anakirkju."
White setur þessa landafræði
fram sem „anarkiska". Hann heldur
áfram og segir: „í framkvæmd nær
hún hápunkti í hugmyndinni um
meinlætalifnað sem tekur á sig
mynd víðfeðmra pílagrímsferða; að
oftirselja eigið sjálf „vindum guð-
anna“.“
Wado Emerson: „Standandi á
auðri jörð — öll smásjárleg sjálfs-
dýrkun hverfur. Ég verð gagnsær
augasteinn; ég er ekkert, ég sé allt;
straumar Alheimsverunnar fara um
mig; ég er hluti og bútur af Guði.“
Þannig má útskýrir tilgang ein-
földustu tákna og meinlæti á mynd-
fleti og ekki efast ég eitt augnablik
að það hafi gildan tilgang í sjálfu
sér. Getur jafnvel verið skemmtilegt
fyrir innvígða að fara á þann hátt
að hlutunum og gefur óþijótandi
möguleika fyrir iðkendurna — en
eru sjónrænt séð fullkomlega lokuð
bók fýrir venjulegt fólk. Stendur
þó fullkomlega fyrir sínu hug-
myndafræðilega séð.
Arki þeir sem áhuga hafa á Ný-
listasafnið við Vatnsstíg . . .