Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
11
Sextug kona tekur prestvigslu:
Fæ allan mínn
kraft frá Guði
MEÐAL þeirra sex presta sem vígðir voru í Dómkirkjunni 2.júlí sl.
var sextug kona, sr. Ólöf Ólafsdóttir. Það þykir ekki lengur tíðind-
um sæta að kona gegni prestsembætti hér á landi, en óvenjulegra
er að nývígður prestur sé kominn yfir sextugt. Blaðamaður hitti sr.
Ólöfu að máli til að fræðast um tildrög þess að hún lagði fyrir sig
guðfræði og prestskap.
„Ég lauk guðfræðinámi frá Há-
skóla íslands vorið 1987, en bætti
við mig námi í félagsráðgjöf nú í
vetur, með sérstakri áherslu á
tryggingalöggjöf. Fyrir 20 árum
varð ég ekkja, og stóð þá skyndi-
lega ein eftir með þtjú ung böm.
Það var ákaflega erfitt og ég hefði
ekki getað lifað án Guðs.
Þegar yngsti strákurinn minn fór
í menntaskóla ákvað ég svo að drífa
mig í guðfræðina. Ég var með stúd-
entspróf frá 1947 og kennarapróf
frá 1969. Ég kenndi aðeins í tvö
ár en vann í erlendu bókadeildinni
í Bókaverslun Snæbjamar þangað
til ég fór í Háskólann. Ég hafði
alltaf lesið mikið en var farið að
langa til að lesa skipulega og guð-
fræðin var það eina sem kom til
greina."
- Hefurðu engar áhyggjur af
því að þetta verði of erfítt?
„Styrkur manneskjunnar felst í
því að gera sér grein fyrir að sjálf-
ur er maður ekkert. Páll postuli
sagði: „Allt megna ég fyrir þann
sem mig styrkan gjörir". Ég fæ
allan minn kraft frá Guði, og þá á
ég við raunverulegan, lifandi kraft.
Eg hef verið einstæð móðir í 20 ár
og það er óhemju erfítt. En það er
dásamleg reynsla að biðja Guð um
hjálp, bugaður af sorg og þreytu,
og vakna upp að morgni áhyggju-
laus og tilbúinn að mæta nýjum
degi. Það er einskonar upprisa í
daglega lífinu.
Erfíðast af öllum störfum er starf
húsmóðurinnar. Móðurhlutverkið
hjálpar manni að skilja óeigingjam-
an og takmarkalausan kærleika
Guðs, enda líkja spámennimir Jer-
emía og Jesaja kærleika hans við
móðurkærleikann. Kærleikurinn er
það sem mestu máli skiptir í Krist-
inni trú og því held ég að enginn
geti átt betri grundvöll til að byggja
á sitt prestþjónustustarf, en sú sem
hefur verið húsmóðir og móðir.
Ég er líka hraust og þakklát fyr-
ir það. Ég hef reynt að hugsa vel
um heilsuna, stunda leikfími og
sund. Meðalaldur íslenskra kvenna
er rúm 80 ár og mér fínnst það
vera skylda manns að gera leggja
sitt af mörkum til að halda líkaman-
um í lagi eins lengi og kostur er.“
- Hvernig líst þér svo á nýja
starfið? .
„Ég hlakka til að takast á við
þetta starf. Mig hefur alltaf langað
til að vinna við einhverskonar stofn-
un, sjúkrahús eða þess háttar, og
fínnst það meira spennandi en að
verða almennur sóknarprestur. Ég
vil líka vera í Reykjavík, þar sem
ég er fædd og upp alin.
í ómanneskjulegu þjóðfélagi, þar
sem hraði og tímaskortur ráða
ríkjum, gefur fólk sér sjaldan tíma
til að sinna eldra fólki og bömum.
Viðskipta-
tengsl í
hálfa öld
Morgunblaðið/Einar Falur
Sr. Ólöf Ólafsdóttir, sem mun gegna prestþjónustu við Umönnunar-
og hjúkrunarheimilið Skjól.
Að mínum dómi er mikil þörf á að
fjölga prestum hér í fjölmenninu.
Við stórar sóknir ættu að vera fleiri
en einn prestur. Fólkið þarf að geta
leitað ráða og talað við prestinn sem
á að geta leiðbeint því í trúarlegum
og andlegum efnum og hjálpað því
að takast á við aðsteðjandi vanda.
Sóknarpresturinn þarf að ná til allra
kynsióða og það er ofvaxið einum
manni að sinna t.d. 4000 manna
sókn.
Umönnunar- og hjúkrunarheimi-
lið Skjól, þar sem ég hef verið ráð-
in frá 1. júlí verður um 100 manna
heimili. Til að byrja með verð ég í
hálfu starfí en ætla að bæta við
mig eftir því sem þörf krefur. Ég
aflaði mér félagslegrar menntunar
til að geta verið ráðgefandi og til
að hjálpa fólkinu að fóta sig í sam-
félaginu. Hlutverk mitt verður að
veita alla prestþjónustu og félags-
lega ráðgjöf eftir bestu getu. Það
er tilhneiging í öllum fræðigreinum
að líta á manneskjuna sem eina
heild og meðhöndla hana sem slíka.
Hún hefur trúarlegar-, félagslegar-
og líkamlegar þarfír sem öllum
þarf að sinna.“
-GHS
UM þessar mundir eru liðin
50 ár frá því að Stefán Thorar-
ensen, apótekari, hóf viðskipti
við svissneska lyfjafyrirtækið
F. Hoffmann-La Roche.
Af því tilefni voru fyrir skömmu
staddir hér á landi dr. A. F. Leuen-
berger, varaformaður stjómar F.
Hoffmann-La Roche, og dr. W.
A. Wemer, forstjóri Roche A/S í
Kaupmannahöfn. F. Hoffmann-La
Roche er langstærsti viðskiptavin-
ur Stefáns Thorarensen hf. Starfs-
menn fyrirtækisins telja 47 þúsund
um allan héim, en aðalstöðvar þess
em í Basel í Sviss.
Morgunblaðið/KGA
W. A. Werner, A. F. Leuenberger og Bjarni Bjarnason, forsljóri
Stefáns Thorarensen hf. Bjarni heldur á glerlistaverki sem Werner
og Leuenberger færðu Stefáni Thorarensen hf. að gjöf í tilefni
hálfrar aldar viðskipta við fyrirtækið.
Meira almenns eðlis
Raunvísindi
Egill Egilsson
í síðustu grein var rætt um
rannsóknir almennt og skiptingu
þeirra í grunnrannsóknir og hag-
nýtar rannsóknir. Við vorum kom-
in þar sem verið var að lýsa gildi
gmnnrannsókna og ástæðum til
þess að þær væm stundaðar, þó
svo að ekki væri sjáanlegt hag-
nýtt gildi þeirra að svo stöddu.
Við tökum hér enn eitt dæmi um
að gmnnrannsóknir sanni hagnýxt
gildi sitt löngu eftir að þær hafa
farið fram.
Tölvurnar og rökfræðin
Fyrir fáum áratugum var varla
hægt að hugsa sér hugvísinda-
legri fræðigrein en rökfræðina.
Þessi grein hefur þróast allt frá
því á fomöld mannkyns, og hefur
heyrt undir eða verið talin hliðar-
grein heimspeki. Hin sígilda rök-
fræði snerist um að setja hugsun-
inni skorður, einkum þegar álykt-
anir væm dregnar að gefnum for-
sendum. Á síðustu öld tekur þessi
fræðigrein að þróast og öðlast
gildi sem hjálpargrein stærðfræð-
innar. Áður en tölvur verða til úr
þessari deiglu, kemur til skjalanna
önnur vísindagrein sem á rætur
að rekja til eðlisfræðinnar. Þar
er sú rafeindafræði veikra raf-
strauma sefn byggist á eðlisfræði
rafeindakerfis fastra efna, sem
aftur tengist skammtafræðinni. í
ljós kom að lögmál rökfræðinnar
mátti „holdgera" með rafstraum-
um í þessum föstu efnum. Hliðum
má loka eða opna þau fyrir raf-
straumi, svo að það jafngildir ját-
un eða neitun innan rökfræðinn-
ar. Þær játanir eða neitanir er
auðvelt að láta jafngilda samlagn-
ingu talna, eða hverri þeirri
reikniaðgerð sem verkast vill.
Þannig má rekja samband hinnar
eldfomu „húmanísku" rökfræði
og hinnar hánútímalegu og hag-
nýtu tölvutækni.
Grunnrannsóknir og
framtíðin
Fortíðin var nútíð áður fyrr. Á
þessari stundu standa menn í
sömu sporum og áður, að því
leyti, að ný svið þekkingar eru
að verða til. Enginn getur sagt
til um hvemig þekkingin þróaðist.
Enn sem fyrr verður að reiða sig
á að þær myndir sem smám sam-
an taka á sig form í óskapnaði
þekkingarleysisins, og bætast við
þekkingarforða mannkyns. f þess-
ari trú er enn verulegum hluta
Nóbelsverðlauna veitt til gmnn-
rannsókna en ekki hagnýtra rann-
sókna. Árið 1975 fengu t.d. Dan-
imir Aage Bohr og Ben Mottelson
ásamt Bandaríkjamanninum
Rainwater verðlaun fyrir rann-
sóknir á kjama frumeindarinnar.
Ekki verður séð fram á það sem
stendur, að þessar rannsóknir
þeirra hafí nokkra hagnýta þýð-
ingu. Á hinn bóginn verður ekki
séð fyrir hvemig verður sú heild-
armynd sem til verður af kjarna
frumeindarinnar þegar fram líða
stundir. Ekki verður heldur sagt
fyrir um hver kann að verða
tæknileg nýting kjarnans, né
hveijar vísindalegar staðreyndir
um hann öðlast hagnýtt gildi, og
hveijar ekki.
Grunnrannsóknir
meðal smáþjóða
Þáttur gmnnrannsókna meðal
smáþjóða hefur verið smár á
kostnað hagnýtra rannsókna. Enn
em það fyrst og fremst hin stóm
samfélög, sem geta leyft sér þann
„munað“ að rannsaka það sem
gefur ekki arð á staðnum. Enn
kemur það til, að þegar svo löng
leið er orðin fram til átakasvæða
visindanna sem raun ber vitni, og
erfiðið er orðið svo mikið við að
tileinka sér nauðsynlegan þekk-
ingarforða, hafa grunnrannsóknir
orðið æ meir að hópvinnu margra
manna. Rökrétt afleiðing þessa
væri sú, að samfélag þyrfti að ná
vissri stærð til að bera uppi svo
stóra hópa, að þeir gætu stundað
gmnnrannsóknir. Á hinn bóginn
hafa bættar samgöngur og fjar-
skipti orðið til þess, að smáþjóðir
jafnt sem aðrar em fullgildir með-
limir stærsta samfélags sem til
er, nefnilega samfélags allra
þjóða. Staðsetning einstakra
vísindamanna skiptir ekki öllu
máli.
Um rannsóknir á íslandi
Þannig er það ekki gild rök-
semdafærsla, að nota smæð
landsins til að hafna gmnnrann-
sóknum hér á landi. Enn em þau
rök fyrir rannsóknum, sem heyr-
ast sjaldan nefnd. Þau snúast um
að sú þjóð, sem leitast við að
halda uppi góðri menntun, verður
innan menntakerfísins að geta
reitt sig á rannsóknir að vemlegu
leyti. Þetta er ekki síst vegna
þeirra auðgandi áhrifa, sem rann-
sóknarþrótturinn þarf að hafa á
hinn þátt menntakerfísins, þar
sem er menntun hinna yngri.
En sem stendur búum við við
þess konar menntakerfi, að erfítt
er að hugsa sér meiri aðskilnað
rannsóknarþáttarins og kennslu-
þáttarin's. Á vegum Háskóla ís-
lands er fjöldi sérfræðistofnana.
Sérfræðingar þeirra taka ekki
þátt í menntun annarra, nema það
séu ofhlaðin aukastörf. Innan
framhaldsskólakerfisins hafa
flestir sem þar starfa of skamma
menntun til þess, að þeir hafí
nokkum tímann í námi sínu feng-
ið öllu meira en þef af rannsóknar-
verkefnum. Hvað þá að þeim gef-
ist tök á slíku síðar meir.
SÝNING
á Paradiso fellihýsinu
Paradiso Compact fellihýsið er einstaklega
hentugt fyrir íslenskar aðstæður:
1. Vagninn er uppsettur á 1 /2 mínútu.
2. Fullkominn búnaður eykur öryggið.
3. Léttur í drætti, aðeins 300 kg.
4. Eldhús með gaseldavél og vaski.
5. Sérstaklega sterkur PVC-tjalddúkur, sem
þolir þvott eins og bíllinn og mikla áníðslu.
Eigum nokkra vagna til afgreiðslu strax.
Tökum í umboðssölu fellihýsi, tjaldvagna og kerrur.
Höfum allt í ferðalagið frá Seglagerðinni Ægi og
Olíuverslun íslands.
Opið virka daga frá kl. 09-18
Opið laugardag frá kl. 10-19
Opið sunnudag frá kl. 14-16
FERÐAMARKAÐURINN,
Bíldshöfða 12 (við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu),
sími 680003.