Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
RÓSIR
in.
Þær rósir sem nú eru mest í
ræktun eru mikið kynbættar og
nær undantekningarlaust grædd-
ar á rót af annarri og harðgerð-
ari rós, t.d. Rosa laxa, Rosa can-
ina eða Rosa rugosa.
Við ræktum rósir okkur til
augnayndis, til afskurðar og til
nota í skreytingar og í suðrænum
löndum eru blómblöð ilmrósa mik-
ið notuð til ilmvatnsgerðar.
Ekki eru allar rósir ilmandi, en
að öðru jöfnu eru ilmrósir ákjósan-
legri til ræktunar, því auk fagurra
blóma kemur til hin óviðjafnan-
lega angan þeirra.
Til afskurðar eru rósir mjög
misgóðar. Yfirleitt standa þær
rósir lengur, sem hafa ekki of
stór blómblöð, en þó sæmilega
þykk. Um þetta er þó engin regia
án undantekningar. Blóm af te-
rósum eru talin best til afskurðar,
en eitt til þrjú blóm vaxa á löngum
stilk. Til þess að fá eitt stórt blóm
á stilk eru tveir blómknúppanna
fjarlægðir eins fljótt og hægt er.
Terósir
Þekktust allra terósa er án efa
PEACE, Friðarrósin, svokölluð,
vegna þess að hún var á borði
hvers þátttakanda þegar Samein-
uðu þjóðimar voru stofnaðar í Los
Angeles. Að mati höf. hentar þessi
rós illa til ræktunar hér á landi,
hvort sem er úti eða inni. Af öðr-
um terósum má nefna Crock O
Gold, gul, Double Delight,
blanda af hvítu, gulu og rauðu,
My love og Fragrant Cloud með
dökkrauð blóm, Julia, bronslituð
blóm og Silver Jubileum, rauðg-
ul á lit, tileinkuð Elísabetu II.
Bretadrottningu. Allar þessar rós-
ir bera ilmandi blóm.
Skúfrósir
(Polyantha, floribunda)
Þær hafa mörg blóm á sama
stöngli. Hver planta getur borið
hátt á annað hundrað blóm í einu.
Sem dæmi um skúfrósir er hægt
að nefnaLili Marleen, rauð, Que-
en Elisabeth, rauð eða bleik, Tip
Top, laxableik og Chinatown,
gul — allar bera ilmandi blóm.
Auk þeirra Nina Weibull, Gar-
nett og Elmshorn með rauð blóm.
Gamett er gamalkunn í ræktun
hjá gróðurhúsabændum. Elms-
hom er hávaxin og sjálfsögð í
alla gróðurskála, því hún heldur
blómunum allan veturinn.
Af öðmm rósum er skylt að
nefna Hamburger Phönix og
Chinatown — skúfrós.
BLÓM
VIKUNNAR
100
Umsjón:
Ágústa Björnsdóttir
Dorn-rósina, báðar ljósrauðar.
Dorn-rósin er án efa best allra
ágræddra til ræktunar utanhúss.
Auk Hansa-rósa ætti í hveijum
garði að vera Hjónarós (Rosa
swegensowii) og Meyjarós (Rosa
moyesii) en þær þroska báðar ald-
in í flestum sumrum.
Flesta rósamnna þarf að klippa
á hverju ári nokkuð mismunandi
eftir tegundum. Ef mikið er klippt
seinkar það blómstmn. Þess
vegna er gott að klippa nokkurn
hluta mnnanna mikið annað árið
en lítið hitt árið. Lesið frekar um
kiippingu rósa í Skrúðgarðabók-
inni. Fylgjast þarf vel með og fjar-
lægja greinar sem vaxa frá rót
neðan ágræðslu-staðar. Ekki er
nóg að skera þetta frá, það þarf
að rífa greinina til þess að hún
vaxi ekki aftur og aftur.
Kristján Jóhannesson
Lilli Marleen — skúfrós.
Trilene
MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ
NÍÐSTERK
ÞUNGAVIGTARLÍNA
Fœst f nœstu sportvöruverslun.
KJÖTBOLLUR
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Það er ekki ofsögum sagt af
því hvað réttir úr hökkuðu kjöti
em yfírleitt vinsælir, ekki síst hjá
yngri aldursflokkum. Líklega er
gripið til slíkrar matargerðar á
flestum heimilum stöku sinnum.
En þó að víða séu til góðar upp-
skriftir af t.d. kjötbollum úr hakki
getur verið gott að bæta í safnið,
breyta stöku sinnum til og því em
það kjötbollur sem teknar verða
fyrir í vikulegu Heimilishorni í
dag.
„Stroganoff“ kjötbollur
750 g hakkað kjöt,
V4 bolli hveitibrauðsmylsna,
V3 bolli kalt vatn,
1 tsk. rifinn sítrónubörkur,
salt og pipar,
V4 bolli smátt brytjaður laukur,
1 msk. smjör eða smjörlíki,
sveppir, magn eftir smekk,
2 matsk. hveiti,
1 súputen. leystur upp í bolla af
sjóðandi vatni,
2 msk. tómatsósa úr flösku,
V? bolli sýrður rjómi,
steinselja.
Saman við hakkið er hrært
brauðmylsnu, vatni, sítrónuberki,
salti og pipar. Mótaðar ca. 18
bollur sem brúnaðar em í smjöri
á pönnu. Bollumar teknar af að
því loknu en laukur og sveppir
settir á pönnuna í staðinn, aðeins
látið mýkjast. Soði (vatn + súput-
en.) hellt yfír sveppi og lauk,
hveiti hrært út í og suðan látin
koma upp, hrært vel í á meðan.
Bollumar settar út á og soðnar í
ca. 15 mín. við mjög vægan
straum. Bollumar settar á fat og
haldið heitum meðan að tómats-
ósu og sýrðum ijóma er hrært
saman við. Hellt yfir bollurnar um
leið og borið er fram, brytjuð
steinselja sett yfir. Borið fram
með soðnum kartöflum eða
hrísgijónum. Ætlað fyrir fjóra til
sex.
Rússneskar kjötbollur
500 g hakkað kjöt,
2 tsk. salt,
V2 tsk. pipar,
1 msk. enskt sinnep,
1 meðalstór laukur, brytjaður
smátt,
1 msk. sojasósa,
3-4 msk. brytjuð steinselja,
1 egg,
smjör eða smjörlíki til að steikja
úr.
Heitt kínakál
Kálblöðin rifín eftir endilöngu,
bmgðið í ca. 2 msk. af smjöri,
kryddað með salti og pipar.
Kjötið hrært með öllu því sem
fara á í bollumar, gerðar meðal-
stórar bollur úr farsinu, sem brún-
aðar em báðum megin, ca. 5 mín.
á hvorri hlið. Vatni hellt á og lá-
tið sjóða í ca. 10 mín. Heitt
kínakálið sett í botninn á fatinu
sem bera á fram í, bollumar sett-
ar ofan á, tómötum stungið inn á
milli. Soðið má auka með súputen-
ingi og haft sem sósa, eða hægt
er að hafa heita eða kalda sósu
úr sýrðum ijóma o.fl. Borið fram
með soðnum kartöflum, ætlað
fyrir fjóra.
Bakaðar kjötbollur
500 g hakkað kjöt,
5 hveiti- eða heilhveitibrauðsneið-
ar,
V2 bolli heit mjólk,
3/4 tsk. salt,
1 tsk. lyftiduft,
1 lítill laukur, smátt brytjaður,
1 hvítlauksrif,
3 msk. smjörlíki,
1 dós sveppasúpa.
Brauðið er lagt í heita mjólk-
ina, kjöti, lauk, salti og lyftidufti
hrært saman við og mótaðar boll-
ur úr farsinu. Hvítlauksrifinu
skipt í tvennt og sett út í smjörlíki
á pönnu, tekinn aftur af og boll-
umar brúnaðar á báðum hliðum.
Ef feiti er eftir á pönnunni er
henni hellt af. Súpunni ásamt V2
bolla vatns er hellt yfir bollumar
og suðan látin koma upp, síðan
er þetta sett í ofnfasta skál og
bakað í meðalheitum ofni í um
30-35 mín. með álpappír yfir.
Borið fram með kartöflum og
grænmetissalati. Ætlað fyrir
fjóra.
í
/
I
Miklaholtshreppur: ,
---------------- .4
Ekið á kindur í vegköntum
Borg, Miklaholtshreppi.
STUNDUM er það talið til land-
nýtingar að sá í sár og græða
upp þar sem jarðrask hefur orð-
ið verulegt. Svo hefur verið með
vegaframkvæmdir að víða er
búið að græða upp þau sár sem
orðið hafa vegna framkvæmda í
vegagerð. I nýjan gróður sem
upp hefur vaxið við sáninguna,
sækja kindur mikið ekki síst þeg-
ar grær seint á vorin vegna
kulda, því þessi grænu teppi
grænka fljott á vorin.
Hér í sveit er nokkuð um upp-
græðslu í vegköntum og þessi
grænu belti eru hættuleg fyrir kind-
ur. Á svæði hér í sveit frá Fáskrúð
að Laxá hefur verið keyrt á níu
kindur síðan í vor. Er það ansi mik-
ill tollur. Eflaust er illt að varast
þetta en hér þarf að verða breyting
á svo þessum slysum fækki. Best,|
er ef hægt væri að -fá grasfræ í
þessa kanta sem kindur sækja ekki
í, eða þá að sá alls ekki í þá. Grænu
kantamir eru drápsgildrur og verð-
ur að finna einhver ráð til að minnka
þetta.
Óvenju mikið hefur verið um refi
hér í vor því greni hafa fundist og j
eflaust eru ennþá ófundin greni á
nýjum slóðum. í Kolbeinsstaða-
hreppi, Eyjahreppi og Miklaholts-
hreppi hafa verið drepin 40 dýr á
þessu vori. Ekki hef ég heyrt um
að dýrbítar hafi verið á þessum ;
grenjum sem fundist hafa.
- Páll