Morgunblaðið - 09.07.1988, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
T -
Landsfundur Samtaka um jafnrétti milli landshluta
Skiptar skoðanir um hvernig
markmið samtakanna nást best
Seyðisfirði
Á AÐALFUNDI Samtaka um
jafnrétti milli Iandshluta, sem
haldinn var á Hallormsstað á
Fljótsdalshéraði, voru það mál-
efni landsbygg'ðarinnar og
framtið samtakanna sem settu
mestan svip á umræðuraar.
Menn virtust ekki á eitt sáttir
um tilgang og framtíðarmark-
mið þessara samtaka. Hvort
þetta eigi að vera þverpólitísk
samtök sem reyna að ná mark-
miðum sínum í gegnum alla
stjóramálaflokkana, hvort þetta
eigi að vera rabbsamtök eða
hvort samtökin eigi að bjóða
fram tíl Alþingis.
Bjöm Hafþór Guðmundsson
formaður Samtaka sveitarfélaga á
Austurlandi var einn framsögu-
manna á fundinum og sagði: „Ef
þessi samtök eiga að verða eitthvað
annað en þægileg rabbstofa með
góð markmið mega þau ekki útiloka
neina möguleika, þ.m.t. framboð til
Alþingis. Aðeins á þann hátt kann
að verða mögulegt að komast í
aðstöðu til að hafa áhrif á að leið-
rétta þá mismunum f búsetu, sem
nú á sér stað hérlendis.“
Umraeður fundarmanna eftir
framsöguerindin voru miklar og
sitt ráðuneyti til að fara í saman-
burðarkönnun á því.“ Hann sagði
að það þyrfti að slá á sjálfvirkni í
skoðanamyndun fólks að það sé
eitthvert náttúrulögmál. að fólk
flytji suður.
Sigurður Helgason sýslumaður
N-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyð-
isfirði sagði að þessi samtök þyrftu
og ættu að vera þverpólitísk. „Við
verðum að fá meiri völd inn í héruð-
in og ég held að við séum á réttri
leið. Það hefur verið byggt of mik-
ið upp á því að valdið sé í stofnun-
um og flokkum," sagði Sigurður.
Sigríður Rósa Kristinsdóttir,
Eskifirði, sagðist vera mjög veik
fyrir byltingum og hrifín af hug-
mynd Karvels Pálmasonar um
landsbyggðarbyltingu. „Ég starfaði
í gömlu stjómmálaflokkunum >
mörg ár og ég sé mest eftir því að
hafa ekki stofnað nýjan stjóm-
málaflokk fyrr en við stofnuðum
Þjóðarflokkinn," sagði Sigríður.
Hluti landsfundargesta Samtaka um jafnrétti milli landshluta.
tóku margir til máls. Guðni Ágústs-
son þingmaður Framsóknarflokks-
í Suðurlandskjördæmi sagði í
ms
umræðunum að íslendingar byggju
við of veikt löggjafarvald. „Við er-
of bundnir af ráðherrum og
um
embættismannakerfínu og of
bundnir forystu flokkanna, en ég
held að það sé vilji ungra stjóm-
málamanna að breyta þessu. Við
viljum aukið héraðsvald, en því
miður hafa þingmenn eftir langan
þingmannsferil snúið baki við hér-
aðsvaldinu. Við eigum að horfa til
framtíðar og horfa til aukins hér-
aðsvalds. Ég vil hvetja þessi samtök
til að álykta sem minnst, en ganga
til verks og ganga beint inn í stjóm-
málaflokkana og taka þar völdin."
Þórarinn Lárusson tilraunastjóri
á Skriðuklaustri ræddi um byggða-
þróunina og þriðja stjómsýslustigið
og sagði: „Það er spuming hvort
ekki eigi að staldra við og gera
faglega könnun á áhrifum þriðja
stjómsýslustigsins og ég skora á
Jóhönnu Sigurðardóttur að virkja
Stefán Valgeirsson alþingismað-
ur sagði að ef menn fæm ekki að
taka á þessu vaxtaokri verði ekki
bjart yfír byggðum landsins í framt-
íðinni. „Flokkamir hafa verið varað-
ir við þessari þróun, ég gerði það
í þingflokki Framsóknarflokksins
fyrir 7 ámm og sagði þá að það
yrði uppreisn í öllum stjómmála-
flokkunum ef ekkert yrði gert. Ég
hef ekkert á móti því að þessi sam-
tök séu þverpólitísk, en menn verða
þá að kjósa þá menn til Alþingis
sem vilja láta athafnir fylgja orð-
um,“ sagði Stefán Valgeirsson.
Til greina kemur að kjósa um
þriðja sljórnsýslustigið í
næstu sveitarstjómakosningum
- segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
Seyðisfirði.
Morgunblaðið/Garðar Rúnar
Frummælendur á landsfundinum. Þorvaldur Jóhannsson er í ræðu-
stói en við borðið sitja Jóhanna Sigurðardóttir, Kristin Halldórs-
dóttir og Björa Hafþór Guðmundsson.
Á AÐALFUNDI Samtaka um jafnrétti milli landshluta um siðustu
helgi kom Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra fram með
þá hugmynd að i sveitarstjómakosningunum 1990 gætu legið fyrir
valkostir um framkvæmd þriðja stjórasýslustigsins og kjósendum
yrði gefinn kostur á að kjósa um það, þannig að fólkið i landinu
hefði úrslitavald um það hvort sijórasýslustigunum verði fjölgað.
Reykjavík hefur valdíð
og það er höfuðmeinið
- segir Kristín Halldórsdóttir alþingismaður
Seyðisfjörður.
í máii Kristínar Halldórsdótt-
ur á landsfundi Samtaka um
jafnrétti milli landshluta kom
fram að hún telur nauðsynlegt
að færa valdið til, færa verkefni
frá ríki til sveitarfélaga, slfkt
gæti dregið úr þeirri þróun sem
verið hefur undanfarið. Hún
sagði einnig að landsbyggðarum-
ræðan hefði verið alltof neikvæð
og alltof Htið tillit tekið til
kvenna. „Þetta hefur verið of
mikið væl,“ sagði Kristín.
„Aðstæður kvenna og íbúa utan
Reykjavíkur eru svipaðar, við eigum
við réttindaleysi að stríða. Það er
því gagnkvæmur skilningur á milli
þessara samtaka. En umræðan um
landsbyggðina hefur verið alltof
neikvæð og alltof lltið tillit tekið til
kvenna og fjölskyldunnar í þessum
umræðum. Konur hafa verið of
hógværar og þurfa að vera meira
með í umræðunni um aukin at-
vinnutækifæri úti á landsbyggðinni.
Það er víðar þörf fyrir Lárur en á
Seyðisfírði. Fólk úti á landi segist
ekki fá góða þjónustu, en tilfellið
er að víða á landsbyggðinni er betra
að fá heilbrigðisþjónustu en í
Reykjavík, þó að ýmsa sérfræði-
þjónustu þurfi að sækja suður. En
Reykjavík hefur eitt fram yfír aðra
staði, það er valdið og það er höfuð-
meinið. Pólitíkusar hafa verið of
uppteknir við að plástra og gefa
deyfílyf," sagði Kristín Halldórs-
dóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir, sem var
einn framsögumanna á landsfund-
inum, sagði að í starfsáætlun ríkis-
stjómarinnar væri ákvæði um að
verkaskipting ríkis og sveitarfélaga
verði gerð skýrari og einfaldari í
sambandi við heildarendurskoðun
skattalaga og tekjustofna sveitarfé-
laga enda ætti það að vera öllum
ljóst að núverandi skipting landsins
í sveitarfélög væri í mörgum tilvik-
um orðin úrelt. Við undirbúning
Qárlaga árið 1988 hefði fyrsta
skrefíð verið stigið og nú væri unn-
Áfall að ekki tókst að
ljúka verkaskiptingunni
- segir Þorvaldur Jóhannsson Seyðisfirði
Seyðisfirði.
Á landsfundi
Samtaka um
jafnrétti milli landshluta sagði
Þorvaldur Jóhannsson bæjar-
stjóri á Seyðisfirði það hafa ver-
ið áfall að ekki skyldi hafa verið
hægt að ganga frá breytingu á
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga á síðasta þingi.
„Ástæðan fyrir því var að í frum-
varpinu var gert ráð fyrir því að
flytja verkefni frá ríki til sveitarfé-
laga án þess að gert væri ráð fyrir
að auka tekjustofna sveitarfélag-
anna. Þess vegna vildum við sveit-
arstjómarmenn ekki samþykkja
þetta. Ríkið þarf að taka heilsu-
gæsluna, sjúkrasamlögin og tann-
lækningamar, þetta leggst misjafn-
lega á sveitarfélögin. Ef þetta verð-
ur tekið til baka án þess að skerða
tekjustofnana þá stendur ekki á
okkur að samþykkja þetta," sagði
Þorvaldur.
Hann sagði að sveitarstjómar-
menn hefðu verið óánægðir með
ákvörðun félagsmálaráðherra í
fyrra þegar hún ákvað útsvarspró-
sentuna í staðgreiðslu skatta: „Það
varð m.a. þess valdandi að verka-
skiptingin komst ekki á,“ sagði
Þorvaldur Jóhannsson.
ið að því að yfirfara fyrri tillögur
eftir ábendingar frá sveitarstjóma-
mönnum.
„Þær fela í sér m.a. að ríkið
greiði beina styrki til íþrótta- og
æskulýðsfélaga, en í fyrri tillögum
var gert ráð fyrir að þetta færi al-
farið til sveitarfélaga. í tillögum
um heilbrigðismál var reiknað með
að ríkið annaðist stofnkostnað og
rekstur heilsugæslustöðva. Það hef-
ur réttilega verið bent á að erfitt
er að draga þama mörk á milli,
þetta er oft rekið í tengslum hvort
við annað. Auk breytinga á sjálfri
verkaskiptingunni er gert ráð fyrir
að sveitarfélög hætti að greiða
hluta af kostnaði sjúkrasamlaga,
tannlækninga og framlag til At-
vinnuleysistryggingasjóðs, ríkið
taki við þessu," sagði Jóhanna.
Um kaupleiguíbúðir og íbúðafjár-
festingar á landsbyggðinni sagði
hún: „Á landsbyggðinni er alvarleg
húsnæðisekla, á næstliðnum ámm
hefur dregið úr íbúðarbyggingu ein-
staklinga á landsbyggðinni þrátt
fyrir góða afkomu og tekjumögu-
leika. Ástæðan er m.a. sú að fjár-
festing í íbúðarhúsnæði á lands-
byggðinni hefur reynst of áhættu-
söm, ég tel að kaupleiguíbúðiir henti
vel við þær aðstæður sem þar eru.“
Um millistig í stjómsýslunni og
stöðu mála á landsbyggðinni eins
og þau blasa við henni sagði hún:
„Sumir hafa talað um tvær þjóðir
í einu landi þegar rætt er um stöðu
landsbyggðarinnar annars vegar og
höfuðborgarsvæðið hins vegar. Svo-
kölluð byggðastefna hefur ekki náð
þeim árangri sem til var ætlast og
þáttaskil eru að verða í byggðaþró-
un í Iandinu. Mikið misvægi á mill'
landsbyggðarinnar og höfuðborgar'
svæðisins er staðreynd. Ástæðurnar
fyrir þessu eru hveijum manni aug-
ljósar, meira frelsi í peningamálum,
verðbréfamarkaðir, fjármagn
lífeyrissjóðanna hefur sogast tr&
landsbyggðinni og skapað gífurlega
þenslu á höfuðborgarsvæðinu. Auk
þess sem öll gjaldeyrisöflun verður
til á landsbyggðinni en nánast öll
verslun á upphaf sitt á Stór-
Reykjavíkursvæðinu.
En ekki má gleyma að vandi þjóð-
arinnar í byggðamálum stafar að
nokkm leyti af mikilli offjárfestingu
í fískiskipum og fískvinnslufyr>r'
tækjum. Það vaknar sú spurning
hvemig hægt sé að auka völd °g
áhrif sveitarfélaga og hvort unnt
sé að hraða verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga. Með þeim breyting-
um á verkaskiptingunni sem áform-
aðar em yrði stigið stórt skref til
að auka sjálfsforræði sveitarfélaga-
En er hægt að feta þessa slóð
enn hraðar og stofna til millistigs
í stjómsýslunni eða til þriðja stjórn-
sýslustigsins, fylkjaskipulags?
Nefnd er einnig lögfesting vald-
svæða að stærð núverandi lands-
hlutasamtaka sem til væri kosið í
beinum persónulegum kosningum,
með algjöran sjálfsákvörðunarétt í
Qármálum. Allar þessar leiðir eru
til þess að auka völd og áhrif lands-
byggðarinnar. Ég er þeirrar skoð-
unar að ákvörðun um þriðja stjórn-
sýslustigið eigi að vera í höndum
kjósenda. Þannig að í sveitar-
stjómakosningunum 1990 gsetu
legið fyrir valkostir um framkvæmð
þriðja stjómsýslustigsins, fylkja-
skipun eða valdsvæði, svo að fólkið
í landinu hefði úrslitavald um það
hvort stjómsýslustigunum verði
fjölgað," sagði Jóhanna Sigurðar-
dóttir.
J-