Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 15

Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 15 TEXTI: GARÐAR RÚNAR liiC Jíö u Gerum landsbyggðar- byltingu fyrst - svo kvennabyltingu - sagði Karvel Pálmason alþingismaður Seyðisfjörður. A landsfundi Samtaka um jafnrétti milli landshluta sagði Karvel Pálmason alþingismaður að umræðurnar um byggðamálin væru ekkert væl. „Ég er ekkert hissa þótt mönnum hitni í hamsi í þessum umræðum eins og ástandið er, ég horfi upp á mörg fyrirtæki í minum landsfjórðungi eiga í miklum erfiðleikum," sagði Karvel. Hann sagði að með þetta yrðu menn að grafa sig með inn í flokk- ana, ekki þýddi að stofna nýja flokka. „En nú duga engin orð leng- ur, nú eru það gjörðir. Núverandi félagsmálaráðherra hefur orðað kvennabyltingu, ég vil gera sam- komulag við ráðherra um að gera landsbyggðarbyltingu á undan kvennabyltingu. Hvar halda menn að þetta endi þegar endalaust er verið að byggja hótel o.fl. í Reykjavík? Við landsbyggðarfólk fáum ekki nema lítið brot af þeim gjaldeyri sem við öflum. Við skulum gefa stjómmálamönnunum einhvern ákveðinn tíma og ef ekki verður búið að leiðrétta þetta fyrir þann tíma þá skulum við láta hendur standa fram úr ermum og stoppa framleiðsluna, við lifum ekki lengur á loforðum," sagði Karvel Pálma- son. Kvennalistmn andstæða jafnréttishugtaksins - segir Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri Seyðisfjörður. Valur Arnþórsson kaupfé- lagsstjóri KEA á Akureyri sagði á landsfundi Samtaka um jafn- rétti milli landshluta, að ef landsbyggðin væri ekki til, væri engin íslensk þjóð til. „Það er ekkert sjálfgefið að 250 þúsund manna þjóð sé sjálfstæð, hún verður að hafa sérstöðu og vera samstæð innbyrðis, það er hún því miður ekki í dag. Konurnar risu upp en þær þurfa að vinna sig inn í flokkana því Kvenna- listinn er andstæða jafnréttis- hugtaksins,“ sagði Valur. Hann sagði að íslendingar gætu átt von á því að missa sjálfstæðið því mannkynssagan sýndi að borgríki hefðu aldrei lifað. „Það er spor í rétta átt að Austfirðingar hafa farið út í beinan innflutning og skiparekstur í samvinnu við Færeyinga í samkeppni við Skipa- deild SÍS og Eimskip. Það er aug- ljóst mál að margar af þessum ofvöxnu stofnunum í Reykjavík má leggja niður. Seðlabankinn var t.d. einu sinni í einu herbergi í Landsbankanum og launadeild fjármálaráðuneytisins sem nú er í stóru húsnæði var áður fyrr í einu herbergi í fjármálaráðuneytinu. Við, þjóðin sjálf, erum efna- hagsvandi, ríkið keppir um mann- afla og peninga við fyrirtækin. Vextimir eru orðnir þannig að ekki er hægt að standa lengur undir því, hvorki fyrir fyrirtæki eða einstaklinga og ríkið á sinn þátt í því. Vextirnir voru gefnir fijálsir, peningum var dælt 5 hús- næðiskerfið. Misvægið milli fram- boðs og eftirspurnar er mikið, þess vegna eru vextimir snarvitlausir, vöntun á fjármagni spennir vext- ina upp. Eg vona að við náum samstöðu í þessu þjóðfélagi um að leiðrétta ýmsa kompásskekkju sem er. Við verðum að lifa á því sem við öflum sjálf, við getum ekki lifað um efni fram enda- laust,“ sagði Valur Amþórsson. Héraðsþing- nýr mögu- leiki í sljórnsýslu — segir Björn Hafþór Guðmundsson formaður SSA Seyðisfjörður. A landsfundi samtakanna Jafnrétti milli landshluta talaði Björn Hafþór Guðmundsson um héraðsþing sem nýjan mögu- leika í stjórnsýslunni. Segja mætti að Alþingi hefði nú með höndum bæði löggjafar- og framkvæmdavald og slíkt ætti að vera í lagi vegna þess að til Alþingis er kosið lýðræðisleg- um kosningum. Þó væru ekki allir sáttir við þetta fyrirkomu- lag og teldu að þingmenn marg- ir hverjir séu slitnir úr tengsl- um við kjördæmi sín. „Menn spyija gjarnan í umræð- unni um hið svonefnda þriðja stjómsýslustig, hvernig skuli valið til héraðsþinga ef af verður. Ég geri mér ljóst að mismunandi t ft stærð sveitarfélaga og uppbygg- --------------------- ing fjórðunga getur valdið því að erfitt er að búa til einfalda form- úlu um hvemig fyrirkomulag hér- aðsþinga skuli verða. Mér sýnist eðlilegast að í kjölfar sveitar- stjómarkosninga verði á hveiju svæði kosinn hlutbundinni kosn- ingu ákveðinn fjölda fulltrúa á héraðsþing. Héraðsþing ættu að koma reglulega saman 2-3svar á ári. Verkefni þeirra væri að taka ákvarðanir um útdeilingu þess fjármagns, sem rynni beint til héraðsins til framkvæda. Einnig gerðu slík þing langtímaáætlanir um framkvæmdir. Stærsti kostur- inn við þetta er sá að um leið og völd heima í héraði ykjust myndi vaxa ábyrgð og samstaða sveitar- félaga," sagði Björn Hafþór Guð- mundsson. SEX GOÐIR MATSÖLU- STAÐIR allir á sama stad í Kringlunni Ljúffengar V pizzur matreiddar af kúnst. mwm i<(® Bragðmikill mexíkanskur matur, kjúklingabitarog hreinn ávaxtasafi. H.H. Hamborgarar Safaríkir hamborgarar, franskar, salat, fiskurog fleiragott. Austurlensk matargerðarlist, t.d. nauta- pönnukökur, svínatsjámein og Saigonrækjur. Smurt brauð, heitt brauð, kökur ogeinmeðöllu. ÍSHÖLLIN Úrval af freistandi ísréttum, heimalagaður ís og ferckir ávextir. \o •• u*°

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.