Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 16

Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 BLÖNDUÓS VERÐUR BÆR Morgunblaðið/Bjami Menn voru ákafir í að komast út í Hrútey, en félagar úr Björgunarsveitinni Blöndu stjómuðu umferðinni. hvammi seinni part sunnudagsins. Fagrihvammur er í aflíðandi grasi- gróinni brekku niðri við ánna, með tijám og runnum. Þar var búið að koma upp palli fyrir skemmtiatriði, en grillað var fyrir ofan hvamminn, uppi á veginum fyrir framan grunn- skólalóðina. Yngsta kynslóðin fékk pyslur, sem borðaðar voru með bestu lyst að því er best varð séð og tómatsósa kringum marga munna. Aðrir gátu valið um lax, lambakjöt og folaldakjöt með sal- ati. Að sögn var reiknað með mat fyrir um fimmtánhundruð manns, sem hefur ekki verið of rúmt áætl- að því hver einasti biti var upp et- inn áður en yfir lauk. íbúar á Blönduósi eru um 1100. Meðal skemmtiatriða á pallinum var leikur lúðrasveitarinnar, söngur Samkórsins Bjarkar og gamanmál flutt af félögum úr Leikfélagi Blönduóss. Leikfélagið rakti sögu staðarins, sem er 112 ára gamall, gat á stóru spjaldi. Hvatningaróp bárust frá þeim sem stóðu í röð- inni, en sá sem var í gatinu reyndi að bera sig mannalega. Hópur frá Alþýðuleikhúsið var einnig mættur á staðinn með brúðuleikhússýningu, en Blönduós var fyrsti viðkomustað- ur hans á ferðlagi um landið. Hreppsnefndar- og bæjarstjórnarfundir Formleg skipti Blönduóss frá því að vera hreppur og verða bær voru í Félagsheimilinu á mánudag, 4. júlí. Veðurguðirnir höfðu þá séð að sér og sólin skein glatt á tilvonandi bæjarstjóm og aðra íbúa staðarins. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, þingmenn kjördæm- isins og fulltrúar frá nærliggjandi sveitafélögum vom komin til Blönduóss að fagna þessum tíma- mótum í sögu staðarins. Blönduós- Hópur manna stóð við grillið, enda ekki vanþörf á þar sem veiting- arnar hurfu hratt oní maga veislugesta. BLÖNDUÓS fékk kaupsstaðarréttindi mánudaginn 4. júlí sl. og var af því tilefni mikið um að vera í bænum. Hátíðarhöld stóðu yfir í fjóra daga, frá l.-4.júlí, en í þeim tóku þátt, auk íbúa staðarins, gamlir Blönduósingar og fólk úr nágrannasveitunum. Félagar úr Leikfélagi Blönduóss fluttu gamanmál í tali og tónum. Veitingunum í grillveislunni voru gerð góð skil. Það var mikið um að vera á Blönduósi þessa daga. Hátíðar- höldin hófust á föstudag, en þá var dagheimilið og ieikskólinn Bama- bær opinn og útimarkaður við Kaupfélagið. A Hótel Blönduósi opnaði Guðráður Jóhannsson mál- verkasýningu og um kvöldið var unglingaball í Skjólinu, félagsmið- stöð unglinganna í Félagsheimilinu. Á laugardeginum var bamaball í Skjólinu, en um kvöldið almennur dansleikur í Félagsheimilinu. Að sögn heimamanna er þetta best sótta ball sem haldið hefur verið á staðnum. Hatt á fímmtahundrað manns mættu á dansleikinn, sem stóð yfír fra.m undir morgun. Hápunktur hátíðarhaldanna var á sunnudeginum. Dagskrá dagsins hófst með helgistund í nýrri kirkju Blönduósinga, sem aðeins er fok- held að innan en fullbúin að utan. Hálfkalt var því inni í kirkjunni enda sólin falin á bakvið ský. Við- staddir létu það samt ekki spilla hátíðleika stundarinnar. Hópur telpna lék helgileik undir stjóm Sr. Stínu Gísladóttur sem predikaði og kirkjukórinn söng. Göngxibrú út í Hrútey Á eftir var farin skrúðganga nið- ur að nýrri göngubrú út í Hrútey og hún formlega tekin í notkun. Eyjan liggur úti í ánni Blöndu, sem rennur í gegnum bæinn, skammt fyrir ofan hann. Það er langt síðan byijað var að ræða byggingu brúar út í eynna, en ekkert hefur orðið úr því fyrr en nú. Hrútey hefur verið friðlýst svæði síðustu 13 árin, sem Blönduósingar hafa ræktað upp. Tvisvar sinnum hefur kviknað þar eldur, síðast árið 1964. Hilmar Kristjánsson flutti stutt ávarp áður en brúin var opnuð, en síðan klippti Sigrún Kristófersdóttir á borðann og gekk fyrst út í eynna. Lúðra- sveit staðarins lék meðan á athöfn- inni stóð. Viðstaddir fylgdu á eftir út í eynna sem er tæpur kflómeter á lengd og mjög gróðursæl. Tilkoma brúarinnar gerir Blönduósingum nú kleift að nota eyjuna sem útivistar- svæði. Hún hefur fram til þessa verið flestum þeirra ókannað land- svæði, enda ekki fært þangað nema á vaði á vorin og haustin. Gæslu- maður er á vakt við brúnna á opn- unartíma, sem í framtíðinni verður á daginn yfir sumarmánuðina. Grillveilsa Hreppsnefndin bauð öllum bæj- arbúum til grillveislu í Fagra- í tali og tónum og rifjaði upp ýmis spaugileg atvik. Þá voru kveðnar vísur um hreppsnefndina við góðar viðtökur áhorfenda. Skátafélagið Bjarmi og Ung- mennafélagið Hvöt sáu um leiki og þrautir fyrir börnin á grunnskóla- lóðinni, sem þau virtust kunna vel að meta. Vinsælast virtist vera að kasta blautum svampi í þá sem þorðu að stinga hausnum á sér í bær fékk afhenta gjöf af þessu til- efni frá nærliggjandi þéttbýlisstöð- um, Siglufirði, Sauðárkróki, Hofs- ósi, Hvammstanga og Skagaströnd, 8 metra fánastöng umkringda stuðlabergi úr Staðarbæjarvík. Stöngin ásamt stuðlaberginu mynda lítið torg á planinu við bæj- arskrifstofumar og fylgdu henni góðar óskir frá gefendum með von um áframhaldandi gott samstarf. Síðasti hreppsnefndarfundurinn og fyrsti fundur bæjarstjómarinnar voru haldnir seinni part dagsins, að viðstöddum gestum og fjölmörg- um íbúum staðarins. Á fyrri fundin- um var lesið bréf félagsmálaráð- herra vegna samþykktar hrepps- nefndar um að gera Blönduós að bæ, samkvæmt nýjum ákvæðum sveitarstjórnarlaga frá 1986. Þar sem engin mótmæli né athuga- semdir komu fram var fundi slitið og settur fyrsti fundur bæjarstjórn- ar. Fyrsta verkefni bæjarstjórnar- innar var að kjósa forseta bæjar- stjómar og var hann kosinn Hilmar Kristjánsson, fyrrverandi oddviti. Samkvæmt ákvæðum laganna þurfti einnig að kjósa fyrsta og annan varaforseta, þó aðeins eigi sjö manns sæti í bæjarstjórninni. Þau voru kosin, Kristín Mogensen, fyrsti varaforseti og Jón Sigurðs- son, annar varaforseti. Umhverfis- mál voru annað mál á dagskrá og var þar samþykkt að veita árlega ákveðnu hlutfalli af tekjum bæjar- ins til umhverfísmála, eða einu pró- senti, næstu fimm árin. Þá var einn- ig ákveðið að rita sögu bæjarins og skipa nefnd þriggja manna til þess að sjá um það. Að fundinum loknum flutti félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, ávarp þar sem hún rakti sögu bæjarins og flutti honum ámaðaróskir sínar. Fundinum bárust einnig blóma- sendingar og skeyti, m.a. frá Þor- steini Pálssyni, forsætisráðherra og Davíð Oddsyni, borgarstjóra. Bæjarstjóri Blönduóss hefur ver- ið ráðinn Ófeigur Gestsson. Hann tekur við embætti 1. september n.k., en fram til þess tíma mun Haukur Sigurðsson gegna embætti bæjarstjóra. Helgileikur í nýju kirkjunni á Blönduósi. Hún er ekki nema fokheld að innan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.