Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
17
Skrúðgangan á leið út í Hrútey. Kirkjan í baksýn.
Bæjarmálanef nd:
„Ánægðar með hvernig til tókst“
UNDIRBÚNINGUR hátíðarhald-
anna á Blönduósi í tilefni kaups-
staðarréttindanna var í höndum
Bæjarmálanefndar sem í áttu
sæti þær Kristín Mogensen,
Sigríður Friðriksdóttir og
Sigfríður Angantýsdóttir.
Þær sögðu í stuttu spjalli við
blaðamann að undirbúningur há-
tíðarhaldanna hefði staðið frá því í
janúar og fram á síðasta dag. Þó
þær hafi átt sæti í nefndinni sem
að skipulagningunni stóð, vildu þær
taka það skýrt fram að þetta hefði
ekki hafist nema með mikilli hjálp
góðra manna. Um 300 manns lögð
hönd á plóginn til að gera hátíðina
sem veglegasta, bæði Blönduósingar
og fólk úr sveitum í kring. Ung-
mennafélagið Hvöt, Björgunarsveit-
in Blanda og Skátafélagið Bjarmi
voru þar á meðal. Þær Kristín,
Sigríður og Sigfríður vildu þakka
öllu þessu fólki fyrir ómetanlega
aðstoð, sem gerði það að verkum
að allt gekk eins vel og raun bar
vitni.
Aðspurðar hvort þær væru án-
ægðar með þátttöku Blönduósinga
í hátíðarhöldunum, sögðu þær að
ekki væri hægt annað. Fyrir utan
heimamenn hefði einnig verið þó
nokkuð um gesti á staðnum, bæði
gamlir Blönduósingar og fólk frá
nærliggjandi sveitum. Veðrið hefði
að ósekju mátt vera betra, en þar
sem það hamlaði í engu dagskránni
og virtist ekki hafa áhrif á þátttök-
una, hafi það ekki 'verið neitt stór-
mál.
Vígsla brúarinnar út í Hrútey,
grillveislan í Fagrahvammi og helgi-
Börnin lifðu sig inn í ævintýri Finns í sýningu brúðuleikhúss Al-
þýðuleikhússins.
stundin í nýju kirkjunni voru stærstu
þættir hátíðarhalda helgarinnar.
Dansleikurinn í Félagsheimilinu var
einnig mjög vel sóttur, bæði af
heimamönnum og fólki úr nágranna-
sveitum. En það var ýmislegt fleira
um að vera á Blönduósi þessa daga.
Sýningar voru á nokkrum stöðum í
bænum, þar á meðal málverka- og
ljósmyndasýningar. Guðráður Jó-
hannsson, sýndi olíumálverk í sal
Hótel Blönduóss og í Bókhlöðunni
var sýning á ljósmyndum Björns
Bergmann. Þar voru einnig til sýnis
gamlar bækur.
Heimilisiðnaðarsafnið var opið og
voru þar sýnd gömul vinnubrögð.
Safnið er staðsett í litlu húsi sem
Hátíðarhöldimiim
útvarpað beint
tilbæjarbúa
SVÆÐISÚTVARP virðist vera
orðinn ómissandi þáttur þar sem
eitthvað er um að vera. Blöndu-
ósingar voru engir eftirbátar
annarra hvað þetta varðar og
voru með svæðisútvarp meðan á
hátíðarhöldunum stóð. Þar skipt-
ust nokkrir útvarpsáhugamenn á
um að sitja við hljóðnemann og
flytja bæjarbúum kveðjur og
fréttir af því sem fram fór í
bænum.
Útvarpið var með aðsetur í Skjól-
inu, félagsmiðstöð unglinganna á
Blönduósi. Útvarpsstjóri var Einar
Logi Vignisson, en honum og félög-
um hans til halds og traust var
tæknimaðurinn Sturla Bragason.
Blaðamaður náði tali af Einari Loga
í hljóðstofu útvarpsins, á meðan
Blönduósingar snæddu hádegisverð
við ókynnta tónlist er ómaði úr við-
tækjunum þeirra.
Einar Logi, sem er innfæddur
Blönduósingur, vildi sem minnst
gera úr titlinum útvarpsstjóri og
sagði hafa lent í þessu starfi fyrir
misskilning. Hann var nú engu að
síður beðinn um að greina ögn frá
svæðisútvarpinu. „Við sendum út
héðan úr Skjólinu og notum di-
skógræjur félagsmiðstöðvarinnar.
Önnur tæki sem við notum hefur
tæknimaðurinn okkar hann Sturla
útvegað. Sendirinn er síðan fenginn
að láni hjá Pósti og síma.“
Er ekkert erfitt að reka útvarps-
stöð? x
„Þetta er ekki erfitt tæknilega séð,
en dálítið púsluspil samt, enda erum
við bara áhugamenn."
Þegar blaðamann og ljósmynd-
ara bar að garði sat Ómar Ámason
við hljóðnemann. Eru bara tveir
dagskrárgerðarmenn?
„Nei, við höfum vérið fleiri.
Ómar sér bara um þennan þátt, en
svo hefur Finnbogi Hilmarsson
einnig verið með þætti auk mín.
En það hafa fleiri komið við sögu.
Pétur Kristjánsson, tæknimaður frá
Reykjavík og hann Auðunn."
Hvernig hefur dagskráin verið
byggð upp?
„Þetta er mest tónlist, óskalög
og kveðjur. Ég hef líka fengið fólk
í viðtöl og farið með hljóðnemann
út í bæ og rætt við vegfarendur.
Besta dagskráin var samt á sunnu-
daginn milli klukkan tíu og sex.
Þá reyndum við að gera vandaðan
þátt með viðtölum við eldri Blöndu-
ósinga og pistlum um sögu staðar-
ins. Þetta var tekið upp fyrirfram
og við fengum menn til að sjá um
viðtölin og pistlana. Skarphéðinn
Ragnarsson átti þar stærstan hlut
að máli. Við sendum líka út gamlar
upptökur með Lionskómum og leik-
félaginu. Það var s.s. reynt að höfða
til fullorðna fólksins og þeirra sem
ekki áttu heimangengt.
Á' kvöldin höfum við verið með
poppþátt og útsendingu frá barna-
ballinu á laugardaginn. Enda var
það haldið hérna. Nú, síðan höfum
við verið með beinar útsendingar
þaðan sem hlutirnir eru að gerast.
Þar má nefna messuna á sunnudag,
fótboltaleikinn, skemmtunina í
Fagrahvammi að ógleymdum fyrsta
fundi bæjarstjómarinnar.“ Og þar
með vom þeir þotnir af stað, Einar
Logi og Ómar.
hér áður fyrr var fjós gamla Kvenna-
skólans. Skólinn, sem nú hefur verið
lagður niður, hefur útvegað mörgum
manninum í Húnaþingi eiginkonu.
Það var á mönnum að heyra að
stúlkurnar sem sóttu skólan og sneru
ekki aftur heim að vori hafí bætt
blóðið í héraðinu.
Hlutirnir á heimilisiðnaðarsafninu
koma þó ekki frá Kvennaskólanum,
heldur eru það 'að mestu leyti munir
sem Halldóra Bjarnadóttur safnaði
á ferðum sínum um landið. Og að
sögn forstöðukonu safnsins, Elsu
Sigurgeirsdóttur, er þetta stærsta
textílsafn á landinu. Þar er enda að
finna fjölmarga hluti sem segja
margt um heimilisiðnað í landinu frá
því fyrir aldamót. Fyrir utan fatnað,
ofin teppi og útsaum má þarna sjá
spuna- og pijónavélar, strokka og
fleira það er notað var til að búa til
mat og skjólfatnað fyrr á tímum.
í Hnitbjörg, dvalarheimili aldr-
aðra, var sýning á tómstundaiðju
vistmanna og á föstudag var dag-
heimilið og leikskólinn Barnabær
opinn þeim sem höfðu áhuga á að
kynna sér starfsemina. Iþróttir eru
ómissandi þáttur í hátíðardagskrá
sem þessari og á laugardag var leik-
ur heimaliðsins Hvatar og Reynis frá
Áskógsströn í 3. deild íslandsmótis-
ins í knattspyrnu. Allir aldurshópar
fengu sinn skammt af dansleikja-
haldi. Unglingarnir fengu ball í
Skjólinu á föstudagskvöld, börnin
seinni part laugardagsins og full-
orðna fólkið í Félagsheimilinu um
kvöldið. Þá má ekki gleyma svæðis-
útvarpinu sem sendi út nær stans-
lausa dagskrá meðan á hátíðarhöld-
unum stóð.
Þær voru því að vonum kátar
konumar í bæjarmálanefndinni þeg-
ar blaðamaður kvaddi þær á mánu-
dagskvöld.
Morgunblaðið/Bjami
Einar Logi Vignisson og Ómar Árnason, sem situr fyrir framan
hann, gáfu sér tíma fyrir myndatöku þrátt fyrir annir.
Spunnið á rokk í heimilisiðnaðarsafninu.