Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 19

Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 19 síðasta árs 30,52. í upphafi þessa árs er meðalverðið talið 32,38 og eftir 5% hækkun upp úr sjó um mánaðamótin maí-júní 33,99. Hækkun á umræddu tímabili er því um sexföld. Launakostnaður á sama tímabili sexfaldaðist einnig. Hækkanir á hráefni og framleiðslu- kostnaði hafa undanfarið verið mun meiri en á afurðaverði og tap á fisk- vinnslunni. Þar hefur meðal annars ráðið lækkandi verð á dalnum, fast gengi samfara talsverðri verðbólgu hér heima, aukinn fjármagnskostn- aður og tenging fiskverðs við launa- þróun í landi, þar sem laun sjó- manna ákvarðast fyrst og fremst af fískverðinu. Bilið á milli afurða- verðs og framleiðslukostnaðar, hrá- efni meðtalið, hefur því verið að aukast. Óeðlileg verðþróun Að framansögðu sýnist að ekki megi búast við verðhækkunum á sjávarafurðum næstu misserin, hvort sem um er að ræða ferskan eða frystan fisk, nema í Japan, en þar hefur verð farið hækkandi síðan salan þangað hófst í einhveijum mæli. I dölum talið hefur verð á fiski til Sovétríkjanna einnig hækk- að. Verðþróunin síðustú misseri virðist óeðlileg. Hækkanir hafa ver- ið það miklar að verðfall, ekki verð- lækkanir, hefur fylgt í kjölfarið. Fiskseljendur vöruðu við því á síðasta ári, að verðið væri að verða of hátt. Á sama tíma báðu þeir um að meira yrði framleitt fyrir Banda- ríkjamarkaðinn til að hægt yrði að ná þar jafnvægi í framboði og eftir- spurn og um leið verði. Svo virðist, sem þetta jafnvægi hafi í för með sér svipað eða lægra verð en nú fæst. í Bretlandi virðist um hreint offramboð að ræða, fyrst og fremst vegna þess hve pundið er miklu styrkara en dalurinn. Færsla fisk- sölunnar frá Bandaríkjunum til Bretlands af þessum sökum er því veruleg og jafnframt mjög óæski- leg, því hún veldur framboði um- fram eftirspum í Bretlandi en öfugt í Bandaríkjunum, en afleiðingin á báðum stöðum er lækkandi verð. Á sama tíma hækkar hráefnisverðið hér heima. Samdráttur framundan Þjóðartekjur og- tekjur af sölu fiskafurða fylgjast nokkuð að enda skilar sjávarútvegurinn í kringum 77% af gjaldeyristekjunum. Síðan 1983 hafa tekjur af fisksölu reikn- aðar í milljónum dala rúmlega tvö- faldazt, en þjóðartekjur tæplega tvöfaldazt. 1983 voru físksölutekj- umar 507 milljónir dala, 500 1984, 626 1985, 865 1986 og í fyrra 1.073. 1983 vom þjóðartekjumar 743 milljónir, en 1.374 í fyrra. Tekjuaukning af fisksölunni er umtalsverð síðustu þijú árin, en nú er reiknað með samdrætti upp á um þijá milljarða króna. Augljós- lega hlýtur að gefa á þjóðarskútuna við þessar aðstæður og ekki sízt allar greinar sjávarútvegsins. Sam- dráttur hlýtur að vera fram undan. Ekki verður séð að fiskvinnslan geti með nokkrum hætti gengið án taps meðan afurðarverð lækkar og allur kostnaður hækkar. Fiskverð fylgir iaunum í landi, sem koma í humáttina á eftir verðbólgunni, sem ekki virðist fylgja verðbreytingum á sjávarafurðunum nema að mjög litlu leyti, þrátt fyrir að þær skipti sköpum í þjóðarbúskapnum. Þegar aðrar þjóðir lækka fískverð til sam- ræmis við lækkun afurðaverðs, hækkar það hér.' Það leiðir hugann að því, hvort verðmyndun á fiski sé með eðlilegum hætti. Nú ákveður Verðlagsráð sjávarútvegsins eða yfimefnd þess verðið. Oftast nær er það yfimefndin, sem skipuð er tveimur fulltrúum fiskvinnslunnar, einum frá sjómönnum, einum frá útgerð og oddamanni skipuðum af stjómvöldum. í lögum um Verð- lagsráðið og yfirnefnd þess, en ákvarðanir þaðan hafa lagagildi, segir meðal annars að við ákvörðun verðs skuli taka mið af afurða- verði, kostnaði við vinnslu og kostn- aði við veiðar. Upp á síðkastið hef- ur æ meira tillit verið tekið til þess að laun sjómanna hækki svipað og laun fólks í landi. Við síðustu verð- ákvörðun var í raun farin millileið, sem fullnægir engum þessara aðila. Verðið var hækkað um 5%, ekki 10% eins og laun í landi mega hækka samkvæmt bráðabirgðalög- um. Verðið lækkaði ekki í samræmi við verðlækkun á afurðunum og hækkunin hefur ekki dugað upp í vaxandi kostnað við útgerðina. Verulegoir skortur á samhæfingu veiða og vinnslu Mikil óánægja kom upp meðal sjómanna vegna þessarar ákvörð- unar og hættu þeir að hluta til og tímabundið störfum í Verðlagsráð- inu. Upp hefur komið sú spuming hvort ekki væri rétt að leggja ráðið niður í núverandi mynd og útgerð og fískvinnsla semdu einfaldlega um verð, en sæju síðan um að greiða starfsfólki sínu, fískverka- fólki og sjómönnum, laun. Laun fiskverkafólks em lág og hefur gengið illa að fá fólk til starfans. Svigrúm til hækkunar virðist lítið nema sjómenn gefí eitthvað eftir, enda laun þeirra mun hærri en land- verkafólks í nær öllum tilfellum. Með mögulegri hækkun launa fisk- verkafólks gæti sjávarútvegurinn fengið betra og stöðugra vinnuafl en ella, sem aftur þýddi aukin af- köst og aukna framleiðslu í gjöful- ustu pakkningamar. Hvað þetta varðar skortir einnig greinilega á samhæfingu veiða og vinnslu. Oft á tíðum er veiðin mun meiri en hægt er að anna, þó fískurinn fari bæði utan óunninn, sé frystur, salt- aður og hengdur upp. Afraksturinn verður lægra verð erlendis vegna offramboðs og lítil framlegð vinnsl- unnar þar sem svigrúm er ekki til að vinna fískinn í hagkvæmustu pakkningamar. Slík óstjóm virðist afar einkennileg í ljósi þeirrar stað- reyndar að 80% fiskiskipaflotans er í eigu fiskvinnslunnar eða öfugt eftir því hvemig á það er litið. í þrengingum fiskvinnslunnar að undanfömu hefur mikið verið talað um hagræðingu. Sé hægt að sam- hæfa og hagræða veiðum og vinnslu meira en gert er, gæti verðmæti aflans aukist um milljarða króna. Góðærin reynast okkur erf ið Þenslan í þjóðfélaginu hefur einnig komið við í sjávarútveginum. Miklu fé hefur verið varið í end- umýjun og endurbætur á flotanum og fiskvinnslan hefur fest fé í ýms- um búnaði, þegar vel hefur gengið. Til mögru áranna hefur aldrei verið geymt fé, þar sem dæmið virðist ætíð reiknað út frá toppunum, jafn- vel þó menn viti, vilji þeir það á annað borð, að þeir eru skammlífír og geti verið erfiðari en lægðimar. Góðærið virðist okkur íslendingum mun vandmeðfamara en hallærið. Við kunnum að þrauka, en ekki að hafa stjóm á hlutunum í batnandi tíð. ÁS-TENGI Allar gerðir. Tengið aldrei stál í stál. SOcjirllsQsngxuB' .JémiæsŒOT <5® VESTURGÖTU 16 - SIMAR 14680 - 21480 . • Willy’s drifbúnaður. • Sportfelgur og framdrifslokur. • Diskahemlar á framhjólum. • Luxusinnrétting meö sportsæt- um og margt fleira. Bílaborg h.f. er nú að hefja innflutning á bifreiðum frá stórfyrirtækinu Ssangyong Gerið ykkur dagamun um helgin; í Suður Kóreu. Fyrstu gerðirnar sem kynntareru samtímis á öllum Norðurlöndun- um eru KORANDO jeppar, sem eru hinir kunnu Willy’s J-5 jeppar framleiddir undir leyfi frá AMC í Bandaríkjunum. Að þessu tilefni sýnum við um helgina 3 gerðir af þessum glæsilegu, sterkbyggðu jeppum: Blæjubíl með veltigrind, sama bíl með vönduöu stálhúsi og lengda gerð með stálhúsi. Þettaeru vandaðir bílar og ríkulega búnir. komið og reynsluakið þessum glæsilegu bílum! BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11 .SÍMI68 12 99 naa ctiihii* ■MII1U Opið laugardag og sunnudag frá kl. 1-5 2.3 I Opel/lsuzu diselvél.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.