Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
21
AÐ AFSTOÐNUM
FORSETAKOSNIN GUM
eftirdr. Gunnlaug
Þórðarson
Nýafstaðnar forsetakosningar
eru óvenjulegar um margt, eins og
bent hefur verið á.
I fyrsta lagi að því leyti, að boð-
ið var fram gegn starfandi forseta,
sem engum gat dulist að hlaut að
verða endurkjörin með yfírburðum,
vegna þess hve vel forsetanum, frú
Vigdísi Finnbogadóttur, hafði fam-
ast í hinni vandasömu stöðu.
I öðru lagi vegna þess að hér var
um algjört óánægju-framboð að
ræða, þar sem þeir sem að því stóðu
gerðu sér enga von um meira en
þijá af hundraði atkvæða. Með
hverri þjóð fyrirfínnast slíkir hópar
manna, sem eru óánægðir með allt
og alla og freista þess að fá útrás
fyrir óánægju sinni á ýmsa lund.
Þess vegna var þetta framboð til
embættis forseta íslands hrein
ósvinna og gert í skjóli þess að
þeir vankantar eru á lýðraeði okk-
ar, sem auðvelda fólki slíka uppá-
komu á milljónatuga kostnað al-
mennings.
I þriðja lagi vegna þess yfírburða
meirihluta atkvæða, sem frú Vigdís
hlaut og mun óhugsandi að neinn
forseti muni nokkum tíma verða
kosinn með viðlíka yfírburðum.
Reyndar kom það á óvart, að fram-
bjóðandinn frú Sigrún Þorsteins-
dóttir skyldi ekki ná þeirri 10% hlut-
fallstölu kjósenda, sem telja má að
kjósi -af ábyrgðarleysi.
Kosningabaráttan var líka all
sérstæð að vonum. Stuðningsmenn
frú Sigrúnar kröfðust þess að þær
fæm í karp saman í fjölmiðlum.
Slíkt hefur ekki átt sér stað í fyrri
kosningabaráttu til forsetakjörs og
kom ekki til mála að flestra áliti;
enda ekki að vita hvað slík uppá-
koma hefði getað farið út í með
tilliti til þess hugrekkis sem stuðn-
ingsfólk Sigrúnar sagði að prýddi
hana, en var aðeins algjört dóm-
greindarleysi.
Stuðningsmenn frú Vigdísar
báðu prófessor Sigurð Líndal að
gera almenningi grein fyrir helstu
ákvæðum stjómarskrárinnar varð-
andi embætti forseta íslands, í út-
varpi. Svo sem vænta mátti fórst
prófessomum þetta vel úr hendi
með hlutlægri og gagnorðri grein-
argerð, sem var án efa til fróðleiks
fyrir marga. Hins vegar brá svo
ftirðulega við að stuðningsmenn frú
Sigrúnar höfðu engan skilning á
þeim lögfræðilegu upplýsingum,
sem fólust í greinargerðinni og
sendu ríkisútvarpinu til birtingar
yfirlýsingu, sem var full af gífuryrð-
um og dónaskap í garð próf. Sigurð-
ar eða útúrsnúningur. Var mál-
flutningur hans talinn „tilræði við
þróun lýðræðis á íslandi" og hann
m.a. talinn hafa „andstyggð á lýð-
ræðinu og vilja halda í hefðir
konungsvaldsins" og klykkti út
með „að fyllsta tilefni væri til að
kæra Sigurð Líndal fyrir siða-
nefnd lögfræðingafélagins“. Slík
nefnd er ekki til, enda átti hin stór-
yrta yfirlýsing ekkert skylt við lög-
fræði. í stað að marglesa í útvarpi
þessa fáránlegu árás á prófessor-
inn, sem kom forsetakosningunum
ekkert við, mátti geta þess að út-
varpinu hefðu borist mótmæli við
greinargerð hans frá stuðnings-
mönnum frú Sigrúnar. En fyrst
Fundurinn á Flúðum var vel sóttur.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
þessi yfírlýsing var birt orðrétt hefði
verið rétt að lesa greinargerð pró-
fessorsjns um leið, svo fólk hefði
getað áttað sig á því hve tilefni
hennar var mikil fjarstæða.
Daginn eftir kosningarnar var
ríkisútvarpinu mest í mun að stagl-
ast á því að forsetinn hefði verið
kosinn með minnstri þátttöku í al-
mennum kosningum frá því 1933.
Ein aðalfrétt ríkisútvarpsins var sú
að einn af kennurum Háskólans í
stjómmálafræðum teldi líklegt að
nú eftir þessar kosningar myndu
heQast miklar umræður um forseta-
embættið, neitunarvald forseta o.fl.
og þótti þetta álit háskólakennarans
merkisfrétt. Sá góði maður virðist
ekki átta sig á því að meginþorri
þess fólks, sem kaus frú Vigdísi
Finnbogadóttur var með atkvæði
sínu að kjósa óbreytt ástand for-
setaembættisins. Hitt má líka vera
öllum ljóst að það að kosningaþátt-
takan varð ekki meiri en raun bar
vitni, stafaði af því að í þeim kosn-
ingum var ekki um neina sam-
keppni að ræða, frú Vigdís var ör-
ugg um endurkjör.
Undirritaður var í hverfiskjör-
stjóm einni hér í höfðuborginni. í
nokkur skipti kom það fyrir að fólk
var mætt á kjörstað í mínu hverfí,
en á daginn kom að það átti að
kjósa annars staðar í borginni eða
á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sagði
það þá óþarfí væri að vera að gera
sér fyrirhöfn út af þessu, því forset-
inn væri svo viss um endurkjör og
hætti við að kjósa að því er ætla
mátti. Við í hverfisstjóminni hvött-
um það tii að kjósa, því það væm
borgaraleg réttindi. Spuming er
líka hvort leiða ætti í lög skyldu til
þátttöku í alþingiskosningum og
forsetakosningum, því fólk getur
þó ætíð skilað auðu.o— Slíkt þekk-
ist meðal margra lýðræðisþjóða.
Hitt er jafn víst að allir stuðn-
Dr. Gunnlaugur Þórðarson
„Að fenginni þeirri
reynslu, sem umrætt
forsetaframboð hefur
gefið, er brýnt að með-
mælendafjöldinn til
forsetáframboðs verði
leiðréttur, þannig að
krafist verði lágmarks-
hundraðshluta kjós-
enda í hverju kjör-
dæmi, t.d. þriggja af
hundraði og í mesta
lagi 6 af hundraði, þá
er von til þess að þvílíkt
forsetaframboð sem
þjóðin varð að þola, illu
heilli, 25. júní sl. verði
ekki endurtekið.“
ingsmenn frú Sigrúnar, sem gátu
kosið, munu hafa skilað sér á lq'ör-
stað og má því ætla að hefði verið
um eðlilega forsetakosningu að
ræða t.d. 85% kjörsókn hefði hún
ekki fengið meira en 4% atkvæða.
Það er því hrein ósvinna hjá henni
Lögreglufélag Reykjavíkur:
Ekkert bendir til
óeðlilegs harðræðis
eftírJón Pétursson
Fallinn er dómur í máli ákæru-
valdsins gegn tveimur lögreglu-
mönnum vegna ætlaðrar rangrar
handtöku og harðræðis við Svein
B. Jónasson aðfaranótt 13. febrúar
sl. Var öðrum lögreglumanninum
vikið úr starfi vegna þess, og sonur
hans, sem fyrir engum sökum hefur
verið hafður, var einnig látinn víkja
frá störfum. Eins og kunnugt er
féll dómurinn á þann veg að lög-
reglumennimir voru sýknaðir af öll-
um meginákærum, en annar þeirra
dæmdur fyrir líkamsmeiðingar af
gáleysi. Er þar þó gengið út frá að
hann hafi í hvívetna gert eins og
honum hefur verið kennt að sé rétt
og öruggt.
Þessi niðurstaða dóms segir það
eitt að skilgreina þurfí að nýju
ábyrgðarþátt lögreglu. Hins vegar
bendir ekkert til óeðlilegs harðræðis,
hvað þá verri hluta, eins og sumir
hafa viljað halda fram.
Við meðferð málsins fyrir dómi
hefur hins vegar sýnt sig að sú saga
sem fremst hefur verið höfð fyrir
að ætla að eigna sér eitthvað af
þeim kjósendum, sem heima sátu,
en það er svo sem eftir öðru úr
þeirri átt.
Að fenginni þeirri reynslu, sem
umrætt forsetaframboð hefur gefíð,
er brýnt að meðmælendafjöldinn til
forsetaframboðs verði leiðréttur,
þannig að krafíst verði lágmarks
hundraðshluta kjósenda í hveiju
lqördæmi, t.d. þriggja af hundraði
og í mesta lagi 6 af hundraði, þá
er von til þess að þvílíkt forseta-
framboð sem þjóðin varð að þola,
illu heilli, 25. júní sl. verði ekki
endurtekið. Reyndar hefur það sýnt
sig við fjölda undirskriftasafnana,
að hægt er að fá fólk til að skrifa
undir hvað sem er. Því er hægt að
taka undir það, sem Göethe sagði
eitt sinn: „Maður getur aldrei
ímyndað sér hve fólk getur verið
heimskt."
En með því að kreíjast fleiri
meðmælenda er verið að leggja
áherslu á það hve forsetaembættið
er mikilvægt með þjóðinni.
Mér kæmi hins vegar ekki á óvart
að við næstu forsetakosningar verði
10 manns í framboði og þá þarf
að vera búið að breyta stjómar-
skránni í þá veru að enginn verði
kosinn án þess að hafa meirihluta
kjósenda að baki.
Þá er rétt að fenginni þeirri
ágætu reynslu af því að kosið er á
laugardögum, að byija kosningar
kl. 8 að morgni og ljúka þeim kl.
20. Það er flest, sem mælir með
því og er á allan hátt til hagsbóta,
en skal ekki rökstutt frekar nú, en
samt á það bent að fjöldi vill kom-
ast úr bænum snemma á laugardög-
um. — I síðustu kosningum var
talsvert af fólki mætt kl. 9, en kosn-
ing var ekki látin hefjast fyrr en
kl. 10 vegna óska einhverra starfs-
manna við kosninguna. Telja má
vfst að flestir þeir, sem vinna við
kosningar myndu vilja byija fyrr
til þess m.a. að talning gæti hafíst
fyrr og það er engin ástæða til
þess að hafa kosninguna i lengri
tíma en 12 klst. sem er ríflegt mið-
að við reynslu fyrri kosninga.
Höfuadur er hæstaréttarlögmað-
ur.
almenningi í landinu sem heilagur
sannleikur er ekki annað en runa
af rangfærslum, ýkjum og lygum.
Þar hefur verið vikið til máli í
hveiju orði.
Þessi þvættingur hefur síðan ver-
ið brúkaður sem tilefni til að úthrópa
þá menn sem átt hafa hlut að máli
og síðan til að rakka niður lögreglu-
stéttina og stimpla hana sem safn
hrottamenna sem lygju til að vemda
hver annan.
Við eigum enga von um að sumir
þeir, sem hæst hafa látið, eigi nokkra
löngun til að skyggnast eftir stað-
reyndum málsins. Þær liggja nú fyr-
ir í dómsskjölum. Við vonum og trú-
um að í íslenskri blaðamannastétt
fínnist þeir menn er telji rétt að
hafa það heldur er sannara reynist
og fáist til að gera almenningi grein
fyrir því sanna f málinu.
Höfundur er formaður
Lögreglufélags Reykjavíkur.
vera tryggt að ríkið stæði við skuld-
bindingar varðandi bætur vegna
niðurskurðar. Til áréttingar þessu
var samþykkt eftirfarandi tillaga:
„Almennur fundur um riðuveiki og
vamir gegn henni, haldinn á Flúð-
um 30. júní, skorar á ríkisvaldið
að standa við skuldbindingar varð-
andi bætur til sauðfjáreigenda ef
til niðurskurðar kæmi. Að öðrum
kosti sjáum við sauðfjárbændur
okkur ekki fært að skrifa undir
neinar skuldbindingar er varða nið-
urskurð á sauðfé, kunni riðuveiki
að koma upp f hjörðum okkar."
í greinargerð með tillögunni seg-
ir að hún sé til komin vegna efa-
semda bænda í garð núverandi
stjórnvalda þar sem bændur álíti
að gerðir þeirra stangist stundum
á við lög ef um fjármagn til Iand-
búnaðar er að ræða. Megi þar nefna
afgreiðslu fjármálaráðherra á jarð-
ræktarframlögum vegna fram-
kvæmda liðins árs þar sem bæði
vantar upp á futlt framlag og einn-
ig þar sem búgreinum sé mismun-
að. í ullarsölumálum er bent á að
ekki sé unnt að standa við gefin
heit um greiðslur fyrir vetrarrúna
ull þar sem ekki fáist niðurgreiðslur
frá ríkinu. Ennfremur er bent á að
nú standi styr um endurgreiðslu
söluskatts af hluta búvara. Þetta
telur Haraldur Sveinsson flutnings-
maður tillögunnar renna stoðum
undir tortryggni sauðQárbænda.
í lok fundarins var önnur ályktun
samþykkt þar sem skorað er á
stjómvöld að sjá til þess að sveitar-
stjómir og upprekstrarfélög fái full-
virðisrétt fyrir það sauðfé sem ekki
fínnst eigandi að í haustréttum.
Þetta er talið nauðsynlegt svo þess-
ir aðilar þurfi ekki að bera kostnað
af meðhöndlun og slátmn fjárins f
því skyni að forðast riðuveiki.
— Sig. Jóns.
Árleg fjöl-
skylduhátíð
Kiwanismanna
KIWANISMENN af Ægissvæði
og fjölskyldur þeirra halda ár-
Iega Vigdísarvallarhátíð nú um
helgina.
í frétt frá forsvarsmönnum há-
tíðarinnar segir að á þriðja hundrað
þátttakendur hafí mætt á hátíðina
í fyrra og vonast sé til að sem flest-
ir Kiwanismenn af Ægissvæði sjái
sér fært að mæta í ár.
Á hátfðinni verður keppt f íþrótt-
um og farið í leiki og þátttakendur
fá áritað viðurkenningarskjal. Þeir
sem skara fram úr fá verðlaunapen-
inga.
(Úr fréttatilkynningu)