Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
Flotinn verður Banda-
ríkjamönnum ætíð mikil-
vægari en Sovétmönnum
— segir Robert Wood, kennari við Stríðsháskóla bandaríska flotans
„Sumir hafa lagt til að við breyttum nafni skólans og gæfum
honum vinalegra nafn eins og til dæmis Friðar- og afvopnunar-
skólinn eða eitthvað í þá veruna. En mér finnst sá kostur við að
halda nafninu að það minnir stjórnmálamenn á þá staðreynd að
þegar her er haldið uppi þá fylgir því hætta á stríði. Með nafn-
inu er ekki dregin dul á þetta. Við megum ekki láta blekkjast
og gleyma því að stríð er „áhættusamt fyrirtæki" og út í slíkt
skyldi ekki leggja nema brýn nauðsyn krefji,“ segir Robert S.
Wood, stjórnmálafræðingur og kennari við Naval War College,
Stríðsháskóla bandaríska flotans. Wood var staddur hér í síðustu
viku í boði Menningarstofnunar Bandaríkjanna til að ræða framtíð
flotamála og þátt stjórnmála, ríkisfjármála og tækniþróunar í
flotastefnu Bandaríkjanna. Blaðamaður notaði tækifærið og
spjallaði við Wood um starfsemi skólans, flotastefnu Bandaríkja-
manna og þátt flotans í afvopnunarviðræðum risaveldanna.
„Stríðsháskóli flotans (Naval
War College) er æðsta mennta-
stofnun bandaríska flotans. Hann
er jafnframt elsti herskóli landsins
og elsti herskóli í heimi sem starf-
að hefur samfleytt," segir Wood.
„Þar er ein besta aðstaða í landinu
til að iðka stríðsleiki og sviðsetja
orustur. Þar rannsökum við her-
stjómarlist og framkvæmd henn-
ar. Stríðsleikir og rannsóknir
starfsmanna háskólans miða að
því í sameiningu að koma fram
með nýjar hugmyndir sem gætu
nýst hermálayfirvöldum. Hjá skó-
lanum metum við styrk banda-
ríska heraflans og jafnvægið milli
austurs og vesturs.
Við njótum góðs af því að vera
í Newport sem er innan við þús-
und km frá Washington þar sem
ákvarðanimar eru teknar og því
erum við sjálfstæðari en margan
grunar.“
Wood segir blaðamanni að
Marshall Brennant sem var sendi-
herra Bandaríkjanna á íslandi sé
nú yfirmaður starfshóps um her-
stjómarrannsóknir á vegum skól-
ans en því starfi gegndi Wood
sjálfur áður. Nú er hann deildar-
forseti miðstöðvar fyrir rannsókn-
ir á flotahemaði.
Wood var því næst beðinn að
útskýra hvernig áætlun eins og
geimvamaáætlun Ronalds Reag-
ans Bandaríkjaforseta, SDI, væri
meðhöndluð hjá skólanum. „Við
athugum fremur hvaða tilteknu
hlutverki SDI eigi að þjóna og
hvort líkur séu á að það takist
en að meta hana í heild sinni og
afleiðingar hennar fyrir vígstöðu
Bandaríkjanna á breiðum grunni.
Við veltum ekki mikið fyrir okkur
róttækustu útgáfunni af SDI,
þ.e.a.s. að hún tryggi að engar
óvinaflaugar geti lent á banda-
rískri grund. Við metum fremur
líkur á því að þessi eða hin vopna-
kerfín standist árásir óvinar. Nið-
urstaða okkar virðist sú að sumar
hliðar SDI auki öryggi okkar og
stuðli að slökun," segir Wood.
Flotinn Bandaríkja-
mönnum mikilvægur
Aðspurður um samskipti ís-
lendinga við skólann segir Wood
að íslendingar hafí komið nær
árlega í heimsókn undanfarin ár.
„Þar hefur verið um að ræða
menn frá hinu opinbera og stjóm-
málamenn úr ýmsum flokkum.
Rætt hefur verið óformlega um
eðli hemaðar á hafí og vama ís-
lands. Hingað er ég fyrst og
fremst kominn til að ræða flota-
stefnu Bandaríkjanna. Sú stefna
byggist á því að sókn sé besta
vömin og hefur verið kölluð fram-
vamarstefna. Flotinn hefur alltaf
og mun alltaf verða Bandaríkja-
mönnum mikilvægari en Sovét-
mönnum af landfræðilegum
ástæðum. Sovétríkin njóta yfir-
burðastöðu í Evrasíu og eru því
ætíð hugsanleg ógnun við ná-
grannaríki sín, einkum í Vestur-
Evrópu.
Bandaríkin á hinn bóginn eiga
sína helstu bandamenn handan
hafsins eða í næsta nágrenni Sov-
étríkjanna. Eigi að veita þeim liðs-
styrk til að hindra stríð eða stunda
hemað með árangri þá hlýtur
flotastefna Bandaríkjanna að mið-
ast við það að flotanum sé beitt
eins nærri óvininum og kostur er.
Jafnvel þótt Sovétmenn kölluðu
eitthvað af herliði sínu heim, til
dæmis skriðdrekasveitir frá Aust-
ur-Evrópu, og drægju úr flota-
umsvifum þá myndi þessi staða
ekki breytast. Ég sé fram á batn-
andi sambúð austurs og vesturs
og að Sovétmenn einbeiti sér í
vaxandi mæli að innanríkismálum
í einhvem tíma a.m.k. og Banda-
ríkin einnig. En hver vill byggja
vamir sínar á tímabundnum að-
stæðum hjá öðru hvoru risaveld-
anna, Sovétríkjunum eða Banda-
ríkjunum?
Vegna legu sinnar gegnir ís-
land mikilvægu hlutverki því það-
an er hægt að vemda siglingar
bandaríska flotans á hættu- og
átakatímum milli Bandaríkjanna
og Vestur-Evrópu. Þetta mun
ekki breytast nema eðli Sovétríkj-
anna breytist gjörsamlega og
hemaðaruppbygging þeirra," seg-
ir Wood.
Minnkandi umsvif
sovéska flotans
En hefur sovéski flotinn dregið
úr umsvifum sínum að undanf-
ömu?
„Studeman, yfirmaður leyni-
þjónustu hersins, sagði nýléga í
yfírheyrslu hjá rannsóknamefnd
þingsins að sovéski herinn hefði
dregið úr umsvifum upp á síðkas-
tið. Eða öllu heldur að vaxtar-
hraði flotans væri minni en áður.
Ástæðumar eru tvær: Flotinn er
Sovétmönnum ekki svo mikilvæg-
ur eins og ég sagði áðan. Sovét-
menn komast þangað sem þeir
vilja fótgangandi ef svo má að
orði komast. Flotinn gegnir því
ekki lykilstöðu í hemaðarupp-
byggingu Sovétríkjanna. Og þetta
atriði hefur torveldað afvopnunar-
viðræður því báðir aðiljar leggja
ekki sama mat á einstaka hluta
hersins og einstakar vopnagerðir.
í öðru lagi leyfír efnahagsstaða
Sovétríkjanna ekki útþenslu á öll-
um sviðum. Þá kemur flotinn fyrst
til greina sem fómarlamb niður-
skurðarins. Kafbátar eru þó und-
anskildir því þeir eru mikil ógnun
við Bandaríkin og vestræn ríki.
Næsta skref verður líklega að
draga úr herafla í Austur-Evrópu.
Mér kæmi þó á óvart ef Gor-
batsjov væri reiðubúinn að skera
Robert S. Wood.
svo niður útgjöld til hermála að
þau ykjust ekki um 2% á ári.
Sovéski flotinn er því ekki eins
ógnvænlegur og fyrir 2-3 ámm.
Vert er að geta þess að sumar
afvopnunartillögur Gorbatsjovs
virðast hafa það að markmiði að
binda hendur bandaríska flotans.
Það er klókindalegt. Hann leggur
til að Bandaríkjamenn dragi kaf-
báta sína út úr Noregshafí, Bar-
entshafí, Miðjarðarhafí og Jap-
anshafí. í staðinn segist hann
reiðubúinn að minnka flotaumsvif
og ef til vill kalla eitthvað af her-
aflanum í Austur-Evrópu heim.
Þessar og margar aðrar tilögur
miða augsýnilega að því að kljúfa
Bandaríkin frá Vestur-Evrópu ef
til stríðs kæmi. Yfirburðir okkar
á hafí er ein af fáum leiðum sem
við höfum til að vega upp á móti
hemaðaryfírburðum Sovétmanna
á landi.“
En hver verður framtíð af-
vopnunarviðræðna að mati Wo-
ods?
„Ég held að nú höfum við náð
því stigi í afvopnunarviðræðum
að ekki sé lengur rétt að einblína
á einstakar vopnagerðir heldur
verðum við að líta á þær allar í
samhengi. START-samkomulag
(um helmingsfækkun langdrægra
kjamorkueldflauga) væri að mínu
mati skynsamlegur endahnútur á
tvíhliða viðræðum risaveldanna.
Bandamenn risaveldanna þurfa
að koma til skjalanna eftir það,“
svarar Wood.
Gorbatsjov er snillingur
Og hver er þáttur stýriflauga
á hafi í komandi afvopnunarvið-
ræðum?
„Gorbatsjov hefur sagt að skil-
yrði fyrir START-samkomulagi
sé samkomulag um stýriflaugar á
hafí. Ekki er ljóst hvort hann á
einungis við stýriflaugar með
kjamahleðslu eða hvort hann telur
stýriflaugar með hefðbundnum
sprengjuoddum með. Ég held að
Gorbatsjov sé að notfæra sér af-
vopnunarvilja Bandaríkjanna til
að ná fram niðurskurði í kjam-
orkuvopnum og hefðbundnum
flot.abúnaði Bandaríkjanna. Stýri-
fiaugamar sem Gorbatsjov vill
losna við gegna m.a. því hlutverki
að veija lofthelgina yfír Noregs-
hafí úr ijarska. Það er ekki að
ástæðulausu sem ég segi að Gor-
batsjov sé snillingur.
Almenningur á Vesturlöndum
ætti ekki að þrýsta svo mjög á
stjómvöld sín að þau hafí laka
vígstöðu við samningaborðið sem
leiðir til þess að Sovétstjóm þarf
engu að fóma. Líkt og á fjórða
áratug aldarinnar hneigist al-
menningur til að taka orð fyrir
gerðir.
Með samkomulaginu, um upp-
rætingu meðal- og skammdrægra
kjamaflauga á landi, vom skilin
eftir í Evrópu skammdrægustu
kjamorkuvopnin. Því er skiljan-
legt að V-Þjóðveijar hafi áhyggj-
ur af þeirri stöðu sem nú er kom-
in upp. Áhyggjur af því að kjam-
orkustríð yrði takmarkað við land-
svæði þeirra. En undirstaða
NATO er sú að hættunni á stríði
sé dreift á öll aðildarríki. Árás á
eitt ríki er túlkuð sem árás á þau
öll. Hér koma stýriflaugar með
kjamahleðslu á hafi til sögunnar.
Hlutverk þeirra er að auka öryggi
í Evrópu. Gorbatsjov vill semja
um takmörkun þessara stýri-
flauga vegna þess hve þær eru
mikilvægar fyrir NATO. Hann
heldur því fram að staðsetning
stýriflauga með kjarnahleðslu
dragi úr gildi samningsins um
eyðingu meðal- og skammdrægra
kjamorkueldflauga. Bandaríkja-
menn hafa í grundvallaratriðum
fallist á sjónarmið Gorbatsjovs en
vilja þó semja um stýriflaugamar
óháð START-samkomulagi.
Sjálfum fínnst mér Iíklegt að
eitthvert samkomulag náist um
fjölda stýriflauga á hafí eftir harð-
ar samningaviðræður. Núll-lausn
tel ég ólíklega af fyrrgreindum
ástæðum, þ.e.a.s. V-Evrópubúar
sjá sér hag í að hafa eitthvað af
þessum flaugum. Ég efa einnig
að hömlur verði settar á endumýj-
un stýriflauga. Bæði risaveldin
vinna nú að smíði langdrægra,
hljóðfrárra og torséðra stýri-
flauga. Mjög erfitt er að fylgjast
með framleiðslu og staðsetningu
stýriflauga. Ef eftirlit á að vera
framkvæmanlegt þá hlýtur það
að verða þar sem kjamahleðslur
em settar í flaugamar. En vissu-
lega kemur það ekki í veg fyrir
að framleiðendur geti safnað
birgðum af kjarnahleðslum.
Hugsanleg leið til að auðvelda
eftirlit er að búa svo um hnútana
að nær ómögulegt sé að setja
kjamahleðslu í stað hefðbundinn-
ar sprengjuhleðslu á hafí úti,“
segir Wood.
Blaðamaður skýtur inn í að
þama sé augljóslega um gífurlega
erfítt verkeftii fyrir samninga-
menn risaveldanna að ræða.
Flókið eftirlit með
stýriflaugum
„Ég hef nú samt ekki miklar
áhyggjur af þessu efni,“ segir
Wood. „Nú þegar er til nógu mik-
ið af kjamavopnum til að gera
allt sem menn vilja gera með
slíkum vopnum. Þó menn hafí
áhyggjur af tilvist kjamavopna
þá er ég sannfærður um að bæði
risaveldin líta á þau sem algert
neyðarúrræði.
Ég held það sé ekki síður mikil-
vægt fyrir NATO að viðhalda
fælingu á sviði hefðbundinna
vopna heldur en kjamavopna. Og
stýriflaugar á hafí með hefð-
bundnum sprengjuhleðslum
stuðla að þess háttar fælingu og
þess háttar jafnvægi í Evrópu.
Ástæðan fyrir því að Vesturlönd
hafa lagt svo ríka áherslu á fram-
leiðslu kjamavopna er sú að þau
hafa ekki getað mætt uppbygg-
ingu hefðbundins herafla Sovét-
manna. Ástæðan er ekki sú að
skort hafi efnahagslegan mátt
heldur öllu fremur pólitískan vilja.
Ég held að ekki sé lengur hægt
að bæta við fælingarmátt kjarn-
orkuvopna.
Annað vandamál varðandi eft-
irlit með stýriflaugum er hversu
smáar þær em og að ómögulegt
er að þekkja kjamaflaug frá hefð-
bundinni nema taka hana í sundur
eða fara með geislamæli um borð.
í Bandaríkjunum er hægt að fylgj-
ast með þegar kjamahleðsla er
sett í slíka flaug því það er einung-
is gert undir ströngu eftirliti hjá
flotanum. Þar með er skapaður
grundvöllur fyrir eftirlit, en ein-
ungis vegna þess hvernig vopna-
framleiðslukerfið er uppbyggt. Ég
hef velt því fyrir mér hvernig
Sovétmenn fari að þessu. Ef þeir
hefðu svipað kerfi hjá sér þá
myndi það auðvelda samninga-
gerð. Það er erfíðara fyrir Banda-
ríkjamenn að „svindla" vegna
þess að þjóðfélagið er opnara og
að vopnaframleiðsla er að miklu
leyti í höndum verktaka. Við verð-
um því að treysta að miklu leyti
upplýsingum .frá Sovétmönnum
um það hvar framleiðslan eigi sér
stað.
I þessu sambandi er vert að
nefna hlut sem mörgum líkar illa
að heyra. Ég held því fram að
með aukinni afvopnun komi það
stig að hún auki hættuna á stríði.
Því færri vopnakerfum sem hvor
aðilinn hefur yfir að ráða, því
meira sem menn byggja á gagn-
kvæmu trausti, því meiri verður
freistingin að „svindla" og gera
árás.“
Hættulegt að útrýma
kjarnavopnum
„Við höfum heyrt stjómmála-
menn segja við hátíðleg tækifæri
að þeir voni að þeir megi lifa þá
stund að öllum kjamavopnum
hafí verið eytt. I fyrsta lagi er
þetta ómögulegt. í öðru lagi væri
það ef til vill hættulegt," segir
Woods og hlær dátt. „Allur heim-
urinn þyrfti að taka þátt í slíku
og freistingin yrði mikil að koma
sér upp kjamorkuvopni og nota
sér það. Við vitum nú þegar að
mörg ríki eiga kjamorkuvopn án
þess að viðurkenna það.“
Wood var spurður að því að
lokum hvort íslendingar hefðu að
hans mati ástæðu til að hafa
áhyggjur af umferð skipa með
kjamorkuvopn í nágrenni við
landið.
„Ekki_ frekar en önnur ríki
NÁTO. í fyrsta lagi sjá Banda-
ríkjamenn sér hag í því að tak-
marka notkun kjamorkuvopna í
sjó. í öðru lagi er áhættan lítil
miðað við það sem vinnst. Ef
Bandaríkjamönnum eða banda-
ríska flotanum yrði meinaður
fijáls aðgangur eða hugsanlegur
aðgangur að svæðinu umhverfis
ísland til þess að framfylgja fram-
vamarstefnunni og sjá Evrópu
fyrir birgðum á stríðstímum þá
væri það ekkert annað en her-
fræðilegt skipbrot. í þriðja lagi,
ef til þess kæmi að Sovétmenn
gerðu árás með hefðbundnum
sprengjum eða kjarnorkusprengj-
um á kjamorkukafbáta Banda-'
ríkjamanna þá yrði afleiðingin
a.m.k. ekki eins slæm og ef þetta
gerðist á landi. Bandaríkjamenn
hafa, eða það vona ég a.m.k.,
gert Sovétmönnum ljóst að slík
árás myndi sjálfkrafa lækka
kjamorkuþröskuldinn og auka
líkumar á alhliða kjamorkustyij-
öld. Ekki getur því verið um sér-
staka áhættu fyrir ísland að ræða
hvað þetta varðar. Líkurnar á
kjamorkuslysi tel ég einnig hverf-
andi. Bandaríkjamenn leggja mun
meira upp úr öryggi skipa sinna
og kjarnorkuhreyfla en Sovét-
menn. Ég þekki þess heldur engin
dæmi að kjarnorkueldflaug hafi
valdið mengfun vegna leka eða
slíks," segir Wood að lokum.