Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 28

Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 Sprengingin á olíuborpallinum í Norðursjó Reuter Olíuborpallurinn Piper Alpha brann enn í gær út af strönd Skotlands. Lík mannanna, sem um borð voru, eru enn að finnast. Stjórnin krafín svara um öryffffiseftirlit Lundúnum, Reuter. ^ J ^ J BRESKA stjórnin er nú beitt þrýstingi um að hún birti skýrslu um sprengingingu, sem varð fyrir fjórum árum um borð í olíuborpallin- um Piper Alpha, sem sprakk í loft upp á miðvikudag og óttast er að meira en 160 manns hafi farist við. Verkalýðsleiðtogar manna þeirra, sem um borð i pallinum voru þegar sprengingin varð 1984, segja að stjórnin hafi haldið skýrslunni Ieyndri þrátt fyrir áskoran- ir um að hún yrði gerð opinber. í sprengingunni fyrir fjórum árum slösuðust fjórir menn og 175 manns var forðað af pallinum. Cecil Parkinson, orkumálaráð- herra Bretlands, sem hefur heitið opinberri rannsókn á sprengingunni á miðvikudag, segir að skýrslan um slysið 1984 hafi ekki verið birt vegna þess að atburðurinn hafí ver- ið minniháttar og að bandaríska olíufélagið Occidental, sem átti pall- inn, hafi ekki verið lögsótt fyrir vikið. Talið er að Parkinson muni svara fyrirspumum um slysið í neðri deild breska þingsins í næstu viku. Roger Lyons, sem er starfsmaður verkalýðsfélagsins, segir að vegna þess að stjómvöld hafí ítrekað synj- að beiðni um birtingu skýrslunnar, hafí öryggismálanefnd starfsmanna á pallinum sagt af sér fyrir tveimur árum og skellt hurðum. „Síðan hef- ur ekki verið starfrækt nein hefð- bundin öiyggismálanefnd á Piper Alpha," sagði Lyons í samtali við fréttastofuna Reuters. Lyons hefur hvað eftir annað skorað á yfírvöld að stofnsetja sér- stakt vinnueftirlit, sem starfa myndi óháð orkumálaráðuneytinu og sagt olíuiðnaðinn stefna hrað- byri til „meiriháttar stórslyss". Segir hann það í hæsta máta óeðlilegt að sama ráðuneyti og standi fyrir olíuborunum og öðmm framkvæmdum á Norðursjó skuli um leið stýra eftirliti með öryggi. í Noregi og Bandaríkjunum, sem em tvö helstu olíuframleiðsluríki önnur á Vesturlöndum, hefur þess verið rækilega gætt að halda þess- um tveimur þáttum aðskildum. Á hinn bóginn hefur ráðuneytið varið þessa skipan mála og bent á að fyrir það vinni „margir bestu olíuverkfræðingar heims" og einnig að í fáum löndum geti menn státað af jafnstuttri slysaskrá. Allir starfsmenn á olíuborpöllum fá undirstöðuþjálfun í því hvemig bregðast skuli við slysum og örygg- is skuli gætt, en að auki fá flestir sérstaka þjálfun í þeim störfum sem þeir eiga að gegna á neyðarstundu. Orkumálaráðuneytið lauk árlegri skoðun sinni hinn 28. júní síðastlið- inn og komst að þeirri niðurstöðu að um borð í Piper Alpha væri allt í himnalagi. Starfsmenn ráðuneyt- isins segjast nú vera að endurskoða margar reglugerðir, sem að örygg- ismálum um borð í borpöllunum lúta, en sumar þeirra eru meira en 20 ára gamlar. Hörmungarnar ekkí útí fyrir þá sem lifðu af Lundúnum, Reuter. TALIÐ ER að margir þeirra 64 manna, sem komust lífs af úr sprengingunnr um borð í borpall- inum Piper Alpha á miðvikudag, kunni að vera meira og minna úr leik næstu mánuði vegna slyssins og í sumum tilvikum er óttast að menn kunni að bera þess merki sem eftir er. James Thompson, læknir við Midd- Iesex-sjúkrahúsið i Lundúnum, segir að mennimir, sem af hafi komist, og fjölskyldur þeirra þurfi vafalítið á hjálp sérfræð- inga að halda til þess að ná sér eftir slysið. „Eftir ... að fólk gerir sér grein fyrir að það var næstum því farið inn í eilífðina, er bráðnauðsynlegt að það fái tafarlausa sálfræði- hjálp," sagði Thompson f samtali við iZeuters-fréttastofuna. Hann hefur haft með höndum þá sem lifðu af ferjuslysið við Zeebriigge og neðanjarðarjábrautarbrunann i Kings Cross. Meira en 160 manns eru taldir af eftir sprenginguna á borpallin- um, sem staðsettur var um 120 mílur undan ströndum Skotlands. Þeir, sem komust af þurftu að klöngrast yfír rauðglóandi yfír- bygginguna og stinga sér í kaldan Norðursjóinn, en þegar þeim skaut upp úr brann olía, sem flaut á yfír- borði sjávarins og uppi á pallinumn Reuter Armand Hammer, eigandi Oc- cidental-olíufélagsins, heimsæk- ir hér einn starfsmann sinn í sjúkrahúsi i Aberdeen. Sem sjá má er maðurinn, Erland Grieve, illa brunninn á andliti, hand- leggjum og höndum. mátti heyra vein og hróp félaga þeirra, sem eftir urðu um borð í pallinum. „Þeir munu fínna sig knúna til þess að tala um hvað gerðist," sagði Thompson og bætti við að þetta skýrði hvers vegna illa særðir menn voru fúsir til þess að ræða við blaða- menn aðeins nokkrum stundum eft- ir slysið, enda þótt ljóst væri að fyrir vikið hefðu margir þeirra liðið enn meiri kvalir en ella. Sagði Thompson sálfræðihjálpina verða mikilvægari eftir því sem frá liði, því inann nokkura vikna yrðu ættingjar og blaðamenn búnir að fá sig fullsadda af frásögnum frá slysinu. Thompson taldi að um fjórðungur mannanna myndu fínna til sektar- kenndar vegna þess að þeir hefðu sloppið meðan félagar þeirra urðu eftir í hinu logandi víti. Pat Cunnings, félagsráðgjafi sem hefur reynslu af málum sem þess- um, sagði ljóst að fjölskyldur þeirra sem af lifðu þyrftu að búa sig und- ir hinir sáru þyrftu langan tfma til þess að ná sér. Ekki síður sagði hann þó lífsreynslu þessa vera erf- iða fyrir fjölskyldur hinna látnu og ekki yrði hún auðveldari fyrir þá sök að í flestum tilvikum er ólíklegt að líkin finnist nokkru sinni. „Það er erfiðára fyrir fjölskyldurnar að syrgja ástvini sína og ná sér þegar þær hafa ekkert — engin lík, engar jarðarfarir." Rætt um framtíð Kambódíu: Sihanouk príns fær stuðnings- yfirlýsingu Bangkok. Reuter. Bandaríkin og bandamenn þeirra í Asíu lofuðu Norodom Sihano- uk prins sem lykilmann í viðleitni til að binda enda á niu ára stríð í Kambódiu. George Shultz, utanrikisráðherra Bandaríkjanna fékk prinsinum, sem nú er i útlegð frá riki sínu, bréf frá sljórn sinni þar sem sagði að hann væri ómissandi i hverri þeirri lausn sem fundin yrði á framtíð landsins. Utanríkisráðherrar ríkja í Suð- austur-Asíubandalaginu og vest- rænir starfsbræður þeirra lýstu einnig yfír stuðningi við Sihanouk prins. Framundan er fyrsta óform- lega friðarráðstefíian um Kambódíu og hefst hún þann 25. þessa mánaðar í Jakarta í Indó- nesíu. Sihanouk prins, ómyrkur í máli að vanda, sagði fréttamönnum að fulltrúar skæruliðahópanna þriggja sem hann er í forsvari fyrir myndu taka þátt í þreifingun- um í Jakarta. Rauðu Khmeramir eru einn hópurinn í bandalaginu sem berst gegn leppstjóm Víet- nama í Kambódíu og nýtur viður- kenningar Sameinuðu þjóðanna. Sihanouk sakar Víetnama um að vilja koma ógnarstjóm Rauðu Khmeranna aftur á til að fá tylliá- stæðu til að hemema Kambódíu að nýju án fordæmingar heims- byggðarinnar. Kínveija skammaði prinsinn fyrir að sjá Khmerunum enn sem fyrr fyrir vopnum. Vestur-Þýskaland: Telja ketti þjást af al- næmisveiru Köln. Reuter. DÝRALÆKNAR í Vestur- Þýskalandi hafa fundið veiru, sem líkist alnæmis- veiru.í köttum. Ekki er talin hætta á að fólk geti smitast af veirunni. í frétt sem birtist í blaðinu Stadt-Anzeiger í vikunni er haft eftir nokkrum dýralækn- um að sífellt fleiri kettir hafi smitast af veirunni sem engin lyf virðast vinna á. Að sögn Carl Spieth, kunns dýralæknis, er nauðsynlegt að rannsaka veiruna frekar áður en staðfest verður að um ein- hvers konar alnæmisveiru sé að ræða. Bela Bartok yngri (t.v.), sonur og nafni tónskáldsins fræga frá Ungveijalandi, sést hér ásamt hálfbróður sinum, Peter, og ónefndri konu, (fremst á myndinni) er jarðneskar leifar tónskálds- ins voru jarðsettar með mikilli viðhöfn í Búdapest í fyrradag. Bræðumir sáu um flutning á ösku föðurins frá New York, þar sem hann lést árið 1945. Bartok flúði frá Evrópu árið 1940 und- an ofsóknum ungverskra fasista en nafn hans er nú í heiðri haft í Ungveijalandi. Reuter Bartok kominn heim Breska Alþýðusambandið: Frestur rafvirkja runninnút London, Reuter. BRESKA Alþýðusambandið, TUC, rak Rafvirkjasambandið úr sínum röðum í gær fyrir að fórna verkfallsréttinum f samn- ingum við vinnuveitendur. Rafvirkjasambandið, EETPU, hafði fengið frest til miðnættis, aðfaranótt föstudags, til að ógilda tvo slíka samninga. Brottrekstur rafvirkjanna verður tekinn fyrir á aðalfundi Alþýðusambandsins þann 5. september næstkomandi. Talsmenn Rafvirkjasambands- ins, sem telur 370.000 félaga, segj- ast ætla að halda fast við vinnu- samninga við fyrirtæki í suðurhluta Wales og norðvesturhluta Eng- lands. Nú er einnig verið að und- irbúa tíu slíka samninga til viðbótar þar sem Rafvirkjasambandið fær viðurkenningu sem eini lögmæti viðsemjandinn í skiptum fyrir verk- fallsréttinn. í mars síðastliðnum hætti Ford- fyrirtækið við að reisa verksmiðju að verðmæti 65 milljóna dala í Dundee á Skotlandi vegna þess að Alþýðusambandið neitaði að viður- kenna samning sem verkalýðsfélag vélvirkja hafði gert við fyrirtækið. Var hann á sömu nótum og þeir samningar sem Rafvirkjasamband- ið hefur gert.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.