Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
2K#f0i Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst (ngiJónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið.
Afturhaldiðí
Alþýðubandalaginu
Umræður um nýtt álver
vekja upp afturhaldsöfl í
Alþýðubandalaginu. Hjörleifur
Guttormsson, þingmaður
flokksins á Austurlandi, sem
var iðnaðarráðherra nær sam-
fellt á árunum 1978 til 1983,
hefur í Þjóðviljagrein ráðist
harkalega gegn því, að seld
verði raforka til hins nýja stór-
iðjufyrirtækis. Finnur hann
hugmyndum um slíkan raf-
orkusamning allt til foráttu og
grípur til gamalla röksemda,
sem lágu að baki neikvæðri
stefnu hans í iðnaðarráðuneyt-
inu, stefnu, sem reynst hefur
þjóðarbúinu dýrkeypt.
Hjörleifur Guttormsson lagði
mikið undir, þegar hann hóf
að framkvæma stefnu Alþýðu-
bandalagsins í iðnaðarráðu-
neytinu. Hann ætlaði sér að
búa þannig um hnúta, að eng-
um kæmi framar til hugar að
ganga til samninga á borð við
þá, sem gerðir voru á sjöunda
áratugnum við Alusuisse og
voru í senn forsenda stórvirkj-
ana og stóriðju. Þá virtist Hjör-
leifur einnig stefna að því að
gera Alusuisse ókleift að starf-
rækja álverið í Straumsvík
áfram. Sendi hann menn út um
allar jarðir til að leita að gögn-
um í ófrægingarherferð á hend-
ur félaginu.
Þessi stefna Hjörleifs Gutt-
ormssonar gekk ekki upp. Var
svo komið undir lok embættis-
ferils hans, að jafnvel Þjóðvilj-
inn kinokaði sér við að veija
málstaðinn og er þá mikið sagt.
Þeir sem aðhyllst hafa marx-
isma eru fastir í misheppnaðri
kenningaflækju. Skoðanir Al-
þýðubandalagsins í stóriðju-
málum eru kennisetningar sem
eru jafn úreltar og marxisminn.
Þessar skoðanir hafa aldrei átt
upp á pallborðið hjá meirihluta
íslendinga og enn síður eftir
að Hjörleifur Guttormsson
reyndi að hrinda þeim í fram-
kvæmd, á meðan hann var iðn-
aðarráðherra.
Fjögur evrópsk fyrirtæki at-
huga nú hagkvæmni þess að
þau reisi sameiginlega nýtt ál-
ver í Straumsvík. Þessi athug-
un snýr ekki einvörðungu að
tæknilegum, verkfræðilegum
og ijárhagslegum þáttum. Hún
hlýtur einnig að snerta al-
menna stöðu íslenskra þjóð-
mála. Er ekki ólíklegt að til
dæmis sé hugað að því, hvort
afturhaldsstefna Alþýðubanda-
lagsins eins og hún er boðuð
af Hjörleifi Guttormssyni um
stóriðju og stórvirkjanir verði
ofan á í stjómmálunum. Þess-
um fyrirtækjum eins og öðrum
þykir vafalaust engin ástæða
til að ganga til samninga um
orkukaup við okkur, ef það leið-
ir til þess að þau verða dregin
niður á plan Hjörleifs Gutt-
ormssonar og Alþýðubanda-
lagsins og sökuð um að „falsa'
bókhald" og fleira af því tagi.
Alþýðubandalagsmenn ættu að
líta sér nær, þegar þeir saka
aðra um að vinna þjóðarbúinu
skaða í stóriðjumálum.
Góðafkoma
á Grundar-
tanga
Stóriðja er áhættusamur at-
vinnurekstur. Jámblendi-
verksmiðjan á Grundartanga,
þar sem íslendingar eiga 55%
á móti Norðmönnum og Japön-
um, hefur staðið af sér þunga
ágjöf. í Morgunblaðssamtali
við Jón Sigurðsson fram-
kvæmdastjóra hennar sem birt-
ist á þriðjudag kom fram, að
nú væri afkoman á Gmndar-
tanga það góð, að unnt væri á
tiltölulega skömmum tíma að
vinna upp 335 milljóna króna
tap á ámnum frá 1984.
Markaðsverð á kísiljámi hef-
ur hækkað, raforkusamningur
verksmiðjunnar við Landsvirkj-
un er hagkvæmur en síðast og
ekki síst ræðst góð afkoma á
Gmndartanga af þróunar- og
rannsóknastarfi, sem unnið
hefur verið í verksmiðjunni
sjálfri og skilar auknum afköst-
um. Er líklegt að ársframleiðsl-
an nú sé 68-70 þúsund tonn
en samkvæmt upphaflegum
áætlunum átti 50.000 tonna
ársframleiðsla að bera uppi all-
an fastakostnað í rekstrinum.
Segir Jón Sigurðsson, að fyrstu
275 milljón krónumar sem
kunni að fást í hagnað á þessu
ári séu beinn árangur af af-
kastaaukningu.
Þessar góðu fréttir frá
Gmndartanga ættu að vera
mönnum hvatning til að halda
áfram á stóriðjubrautinni og
efla og styrkja þetta myndar-
lega fyrirtæki.
Opinber heimsókn forseta íslands til Vestur-Þýskalands:
Vigdís Finnbogadóttir í lok heimsóknarinnar:
Vandrötuð gata í
samskiptum við EB
- Fallast hendur í hvert sinn sem hún kemur að Berlínarmúrnum
Hamboiv. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara
VIGDIS Finnbogadottir, forseti
íslands, sagðist véra mjög ánægð
með opinbera heimsókn sina til
Vestur-Þýskalands, í samtali við
Morgunblaðið í gestahúsi þingsins
í Hamborg í gær.
„Ég er fullviss um að það á eftir
að sýna sig að þessi ferð ber árang-
ur,“ sagði forsetinn. „Ég hef hitt
marga menn s°m eru áhrifaríkir um
málefni Evrópu og held að okkur
hafi tekist að kynna málstað íslands
gagnvart Evrópubandalaginu (EB),
betur en nokkru sinni fyrr. Við erum
Evrópubúar en stöndum utan við
bandalagið og engar áætlanir eru
uppi um að við göngum í það. En
við verðum að fylgjast vel með og
þessi ferð var fyrst og fremst farin
til að efla vináttu og við eflum hana
með því að kynna málstað okkar."
Þurfum að laga okkur að
einum markaði EB
Forseti íslands sagði ennfremur
um samband íslands og EB: „Ég
dreg ekki dul á að mér finnst samein-
ingu Evrópu bera brátt að. Þetta er
stórt skref sem verið er að stíga og
margir aðilar þurfa að glíma við þá
spumingu hvemig best er að aðlag-
ast þeim áhrifum, sem sameinað
markaðssvæði Evrópubandalagsins
mun hafa. ísland er í erfiðri aðstöðu
hvað þetta snertir vegna fámennis-
ins, þetta er bandalag stórþjóða. Mér
virðist sem flestir séu samxnála um
að við getum ekki gengið undir þau
ákvæði sem Evrópubandalagið setur
aðildarlöndunum. Við getum ekki
opnað fískimiðin fyrir ásókn annarra
þjóða né opnað landið fyrir endalausu
erlendu fjárstreymi. Við verðum að
feta okkur eftir vandrataðri götu og
Morglinblaðsins.
sjá hveiju fram vindur. Ákvarðanir
okkar varðandi Evrópubandalagið
hljóta ávallt að verða teknar í ljósi
þess að við íslendingar verðum að
varðveita þjóðemi okkar og menn-
ingu, sem er sérstæð og einstök í
heiminum. Hún er dýrmætasta fram-
lag okkar til samfélags þjóðanna.
Það er mjög mikilvægt að íslending-
ar geri sér grein fyrir hvað er að
gerast í Vestur-Evrópu og fylgist
grannt með þróun mála'þar."
Hlýhugiir Þjóðverja í garð
íslendinga
Heimsókn Vigdísar Finnbogadótt-
ir til Vestur-Þýskalands lýkur í kvöld.
Hún flýgur þá heim ásamt fylgdar-
liði frá Hamborg með Amarflugi.
Hún sagði að viðbrögð Þjóðverja og
viðhorf þeirra í garð íslendinga hefðu
jafnvel verið jákvæðari en hún bjóst
við. „Ég átti von á að Þjóðveijar
myndu sýna málstað okkar og þjóð
áhuga á meðan á ferðinni stæði fyrst
þeir vom á annað borð að bjóða okk-
ur. Við höfum fengið einstaklega
hlýjar móttökur og mætt vináttuhug
alls staðar sem við höfum farið. Þjóð-
veijar hafa borið okkur, þessa ferða-
langa frá íslandi, á höndum sér.
Ferðin hingað hefur verið frá-
brugðin sumum öðrum ferðum
mínum að því leyti að Þjóðveijar vita
svo mikið um ísland, til dæmis í sam-
anburði við suðrænni Evrópuþjóðir.
Þeir eru vel að sér um landið og eru
vel lesnir í miðaldabókmenntum.
Márgir þeirra sem eru við völd þar
sem við höfum farið eru jafnaldrar
mínir og þessi kynslóð las bækumar
eftir Jón Sveinsson í æsku. Samtöl
mín við það byija iðulega á því að
fólk segist muna eftir að hafa lesið
AP
Vigdís Finnbogadóttir óskar landsliði íslands góðs gengis við upphaf
leiksins við Vestur-Þjóðveija í Hamborg i gær.
Forsetíim á vináttuleik
íslenska landsliðsins
BORGARSTJORI Hamborgar, dr.
Henning Voscherau, tók á móti
forseta íslands og fylgdarliði við
komuna tíl Hamborgar í gær-
morgun. Á dagskrá forseta var
m.a. móttaka hjá Útflutningsráði
og vináttuleikur i handbolta.
Vigdís Finnbogadóttir sótti flöl-
menna móttöku Utflutningsráðs þar
sem Blásarakvintett Reykjavíkur lék,
Steingrímur Hermannsson fjallaði
um viðskiptamál íslands, sýnd var
tískusýning og boðið upp á íslenskan
mat. Forsetinn heimsótti því næst
skrifstofu aðalræðismanns íslands í
Hamborg og drakk te með gestum
í Gestahúsi þingsins þar sem hún
dvelur í borginni.
Vigdís fór á landsleik íslands og
Vestur-Þýskalands síðar um daginn
og sagði eftir leikinn að Bjami Felix-
son hefði kallað þetta æsispennandi
leik. Hann fór 19:18 fyrir íjóðveijum
og úrslitin réðust ekki fyrr en á
síðustu sekúndum leiksins. Komelíus
Sigmundsson, forsetaritari, sagði að
það hefði verið ákveðið að leika þenn-
an vináttuleik i tengslum við heim-
sókn Vigdísar í Þýskalandi en lands-
liðið er á leið til keppni í Austur-
Þýskalandi.
Þingið í Hamborg hélt kvöldverð-
arveislu fyrir forsetann og fylgdarlið
hans í ráðhúsinu í gærkvöldi. Vigdís
ritaði nafn sitt í hina gullnu gestabók
borgarinnar. Hún mun taka þátt í
umræðum um bókmenntir, kvik-
myndir og leiklist í Kaþólsku Akade-
míunni í dag og síðan halda móttöku
fyrir íslendinga búsetta í Þyskalandi
áður en hún heldur heim á leið úr
þessari sex daga ferð um Sambands-
lýðveldið Þýskaland.
Nonna-bækumar sem böm. Við
Helmut Kohl, kanslari, töluðum til
dæmis um Nonna í upphafí samræðu
okkar á þriðjudag í Bonn. Vináttan
og hlýhugurinn sem við mættum í
ferðinni gladdi mig innilega og ég
má til með að nefna hversu ánægju-
legt það var að hitta Weizsácker for-
seta. Ég met hann mjög mikils og
tel hann einn helsta menningarmann
Evrópu,“ sagði Vigdís.
Hún sagði að hún léti sér fátt
finnast um mótmælaaðgerðir Græn-
friðunga gegn hvalveiðum. „Geðs-
hræring ræður oft athöfnum þessa
fólks og fæst af því hefur kynnt sér
málstaðinn sem skyldi," sagði hún.
„Mér dettur ekki í hug að reyna að
röræða við það en ef ég gerði það
þá myndi ég spytja hvort að því detti
virkilega í hug að við íslendingar
séum svo miklir kjánar að gera út
af við hvalastofnana. Það hagar sér
eins og við höfum ekki næga greind
til að móta skynsamlega hvalveiði-
stefnu sjálf. Þessum samtökum er
að takast að hengja grímu skrattans
á okkur íslendinga- án þess að hafa
kynnt sér málið til hlítar og það
finnst mér miður.
Utanríkisráðherra:
Friðsar
með Gr
STEINGRÍMUR Hermannsson,
utanríkisráðherra, Hannes Haf-
stein, ráðuneytisstjóri og Sigríð-
ur Snævarr, sendiráðunautur og
staðgengill sendiherra íslands i
Vestur-Þýskalandi, áttu klukku-
tíma fund með þremur talsmönn-
um Grænfriðunga í Hamborg
siðdegis í gær.
Þeir óskuðu eftir fundi með
Vigdísi Finnbogadóttur, forseta, en
Steingrímur féllst á að hitta þá.
Steingrími og Grænfriðungunum
kom saman um að fundurinn hefði
verið gagnlegur og þeir voru sam-
mála um flest allt „nema grundvall-
armálið, nefnilega hvalveiðar," eins
og einn Grænfriðunganna orðaði
það.
Grænfriðungar hafa verið með
mótmæli á nokkrum stöðum þar
sem forseti íslands hefur farið. í
Frankfurt var dagskránni hnikað
örlítið til vegna þessa en Grænfrið-
ungar hugðust skvetta blóði á
Vigdísi. Miklar öryggisráðstafanir
voru gerðar í Hamborg til að forð-
ast að Grænfriðungar kæmust í
námunda við forsetann.
Talsmenn samtakanna sögðust
ekki ætla að standa fyrir neinum
mótmælaaðgerðum þar sem þeir
fengu tækifæri til að tala við ut-
anríkisráðherra. „Við komum okkar
málstað til skila á fundinum og
þurfum þess vegna ekki að vera
með mótmælaspjöld á götum úti,“
sögðu þeir.
Steingrímur sagði að fundurinn
hefði verið friðsamlegur. „Við
ræddum ýmis umhverfismál eins
og mengunina í Norðursjónum og
vorum sammála um þau,“ sagði
hann. „En okkur greindi á um hval-
veiðimálin. Við vorum ósammála
um hvort samþykktir Hvalveiðir-
áðsins væru bindandi og hvort að
hvalastofnar sem við veiddum væru
í raunverulegri hættu. Við túlkum
niðurstöður síðasta fundar Hval-