Morgunblaðið - 09.07.1988, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
31
DPA
Oryggisverðir skýldu forseta íslands fyrir rigningunni í Hamborg í
gær, en varaborgarstjóri Hamborgar, Ingo von Miiunch, tók á móti
henni á flugvellinum þar.
Berlínarmúrinn áhrifamikil
sjón
Vigdís var einn dag í Berlín og
skoðaði meðal annars sýningu um
aðfarir Gestapo í heimstyijöldinni
síðari í rústum aðalbækistöðva þeirra
sem eru skammt frá Berlínarmúm-
um. Hún sagðist ekki eiga orð til að
lýsa tilfinningum sínum í þegar hún
kæmi að múmum. „Mér fallast hend-
ur í hvert sinn sem ég kem þang-
að,“ sagði hún. „Sýningin „Svæði-
slýsing á grimmdarverkum" hafði
mjög mikil áhrif á mig. Múrinn er
framhald af þeim kafla sögunnar sem
sýningin er um. Að það skuli vera
hægt í upplýstu þjóðfélagi að hafa
þennan múr á milli manna er þyngra
en támm taki,“ sagði hún. „Ég dáist
að Berlínarbúum og tel þá afar hug-
rakka. Þeir hafa tekið alveg rétta
stefnu, að mínu mati, að gera Berlín
að háborg menningar og tryggja
þannig að fjöldi manna heimsæki
borgina árlega. Það er sterkasta vop-
nið sem þeir geta beitt til að minna
á sjálfa sig á þessari eyju mitt inni
í Austur-Þýskalandi. Fólk kemur
þangað og sér þennan múr. Hann
hlýtur að vekja alla til umhugsunar
um að svona viljum við ekki hafa
heiminn."
nlegur fundur
ænfriðungum
veiðiráðsins einnig á mismunándi
hátt. En þetta fólk var vel upplýst
og vildi ekki útiloka að hvalveiðar
yrðu heimilaðar þegar það verður
talið öruggt að hvalveiðistofnar séu
ekki í hættu.“
Grænfriðungar færðu Steingrími
litmynd af bakhluta hvals með
áletruninni: „Með fyllstu virðingu
fyrir íslensku þjóðinni." Þeir sögðu
að Steingrímur hefði hlustað á
málstað þeirra af þolinmæði þótt
hann hefði ekki verið sammála
þeim. Fundurinn hefði líklega getað
staðið í margar klukkustundir án
þess að samkomulag næðist. Þeir
sögðust ekki skilja hvernig íslend-
ingar, sem státa af langri lýðræðis-
hefð, geti sagt að samþykktir sem
Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkir
séu ekki bindandi fyrir aðildarlönd
þess.
Aðild íslendinga
að EB ónauðsynleg
- sagði utanríkisráðherra við þýska iðjuhölda
STEINGRÍMUR Hermannsson, utanríkisráðherra, hefur ferðast með
forseta íslands i opinberri heimsókn hennar til Vestur-Þýskalands. Þau
hittu að máli Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands og Steingrímur átti einn-
ig fundi með Kiechle, aðstoðarráðhérra landbúnaðar- og sjávarútvegs-
mála, og von Wartenberg, aðstoðarráðherra iðnaðarmála. Utanríkisráð-
herra flutti og erindi á fundi þýska iðnaðar- og verslunarráðsins í Bonn,
um viðskipti landanna.
Á fundi iðnaðar- og verslunarráðs-
ins gerði Steingrímur grein fyrir sér-
stöðu- íslands gagnvart Evrópu-
bandalaginu. Hann sagði að útflutn-
ingur íslendinga væri að tveimur
þriðju hlutum sjávarafurðir og að
helstu markaðslönd fyrir þær væru
innan Evrópubandalagsins. Áform
ríkjanna um einn markað skiptu ís-
land því miklu máli. Utanríkisráð-
herra lýsti því yfir að ekki væri á
dagskrá að sækja um aðild að EB,
enda engin aðkallandi þörf á að taka
svo afdrifaríkt skref að svo stöddu.
Eftirgjöf á fullum yfírráðum yfír
auðlindum okkar, fískimiðum og or-
kulindum, kæmi ekki til greina. ís-
lendingar væru ekki heldur reiðubún-
ir að opna landið fyrir erlendu vinnu-
afli og ftjálsu fjarmagnsflæði. í raun
taldi utanríkisráðherra enga nauðsyn
bera til að ísland sækti um aðild að
EB. íslendingar væru ekki að sækj-
ast eftir pólitískum áhrifum í Vest-
ur-Evrópu né fjárhagsaðstoð við inn-
anlandsverkefni.
Utanríkisráðherra sagði einnig:
„Það sem við förum fram á er ein-
faldlega fullt frelsi til að selja fískaf-
urðir okkar og iðnaðarvörur. Við
höfum upp á ýmislegt að bjóða í stað-
inn. Við bjóðum besta fáanlegan físk
úr ómenguðustu hafsvæðum jarðar.
Við bjóðum orku á sanngjömu verði
fyrir þann orkufreka iðnað sem þjón-
ar mörkuðum Vestur-Evrópu. Við
erum einnig reiðubúnir að taka þátt
í að tryggja vamir hins vestræna
heims þannig að stöðugleiki og var-
anlegur friður ríki. Að mínu mati er
þetta tilboð sem Vestur-Evrópa getur
ekki hafnað." Steingrímur sagði að
lokum að íslendingar byggju sig best
undir einn markað Evrópubandalags-
ins með því að taka þátt í fjölþjóða
viðræðum og auknu starfí innan
EFTA.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir CHRISTOPH BERTRAM
Urræðaleysi ráðamanna
í ríkjum Austur-Evrópu
EFNAHAGSASTANDIÐ í rikjum Austur-Evrópu fer sífellt
versnandi. A árum áður fór orð af matvæla- og iðnfram-
leiðslu þessara landa en nú fer bUið milli þeirra og ríkja hins
fijálsa heims sífellt breikkandi. Óánægja almennings með
stjórnkerfi kommúnismans fer vaxandi og örvænting einkenn-
ir mótmælin líkt og kom á daginn er verkamenn risu upp í
Póllandi i aprílmánuði. Stjórnvöld í leppríkjum Sovétríkjanna
hafa hvað eftir annað treyst á að hervald dugi til að berja
niður kröfur almennings. Fjórum sinnum hefur herafla Sovét-
manna verið beitt til að koma á lögum og reglu í rikjunum
austan Járntjaldsins; í Austur-Þýskalandi árið 1953, 1956 í
Póllandi og Ungveijalandi og í Tékkóslóvakíu árið 1968.
Aundanfornum árum hefur
það sýnt sig að hinar fúnu
stoðir kommúnismans í Austur-
Evrópu riða til falls. Hugmynda-
fræði kommúnismans höfðar
ekki lengur til manna, vankant-
amir eru alltof augljósir. Sumir
ráðamenn viðurkenna þetta.
Þannig sagði Anatolíj Dobrynin,
ritari miðstjórnar sovéska
kommúnistaflokksins, í viðtali
við tékkneskt tímarit í aprílmán-
uði að heimskommúnisminn
væri ekki lengur „sannfærandi
fyrirmynd". Raunar hefur
kommúnisminn í ríkjum Aust-
ur-Evrópu ekki verið „sannfær-
andi“ í áraraðir.
Minnkandi viðskipti
Miðstýring efnahagslífsins hef-
ur brugðist gjörsamlega og þrátt
fyrir endalausa skipulagningu
hinna ýmsu stofnana og ráða
stjómkerfísins fer efnahags-
ástandið versnandi. Iðn- og mat-
vælaframleiðsla dugir ekki til að
anna þörfinni innanlands og út-
flutningsvörumar eru ekki lengur
samkeppnishæfar. Nýverið upp-
lýsti breska. tímaritið The Ec-
onomist að hlutur ríkja Austur-
Evrópu í utanríkisviðskiptum
ríkjanna vestan Jámtjaldsins
hefði farið stöðugt minnkandi á
undanfömum árum. Ríki eins og
Hong Kong, Taiwan, Suður-Kórea
og Singapore hafa náð að sölsa
markaðinn undir sig. í greininni
í The Economist var sú spuming
borin upp hvort ríki, sem hingað
til hefðu verið talin vanþróuð svo
sem Indland og Indónesía, myndu
ná að skjóta ríkjum Austur-Evr-
ópu, sem í eina tíð hefðu verið
talin til iðnríkja, aftur fyrir sig.
Flokksvald og lýðræði
Flestir leiðtoga kommúnist-
aríkjanna hafa gert sér grein fyr-
ir því að gera þarf róttækar breyt-
ingar og í sumum tilfellum gerðu
þeir sér þetta ljóst löngu á undan
félögum sínum í Moskvu. Rætt
er um umbætur og endurskipu-
lagningu efnahagslífsins, sjálf-
stjóm fyrirtækja og afnám niður-
greiðslna. Hins .vegar hafa valda-
menn utan Sovétríkjanna hingað
til forðast að nefna það sem mestu
máli skiptir; umbyltingu stjóm-
kerfísins.
Flokksmenn ríghalda í völd sín.
Rödd almennings, sem ævinlega
þarf að sætta sig við ákvarðanir
valdastéttarinnar, fær ekki að
heyrast. í Sovétríkjunum er þessu
öfugt farið. Þar þurfa umbóta-
sinnar á hjálp almennings að
halda til að brjóta andstöðu for-
réttindastéttarinnar og flokksk-
líkunnar á bak aftur. Víða í lepp-
ríkjunum minnast menn þeirra
daga er þeir nutu frelsis áður en
ófriðurinn braust út _sem lauk með
skiptingu Evrópu. í huga þessa
fólks hljóta vangaveltur um „lýð-
ræðisþróun" óhjákvæmilega að
fela í sér umræður um eðli valds-
ins. Þetta fólk er ekki reiðubúið
til að sætta sig við minniháttar
breytingar. Það þráir raunveru-
legt lýðræði.
Þótt ráðamenn geri sér ljóst
að breytinga er þörf eru þeir ekki
reiðubúnir til að samþykkja
stjómkerfisbreytingar og skerða
vald flokksins. Leiðtogar „Sam-
stöðu", hinnar óleyfilegu verka-
lýðshreyfíngar Pólveija, reyndu
ítrekað að fá stjórnvöld til við-
ræðna en þeim var svarað með
hervaldi og ofsóknum. Stjómvöld
í Austur-Þýskalandi, Ungveijal-
andi, og Tékkóslóvakíu hafa fram
að þessu hundsað allar kröfur um
raunverulegt lýðræði.
Vonir bundnar við
Gorbatsjov
Þess verður víða vart að menn
binda vonir við umbótatillögur
Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleið-
toga, sem kenndar eru við „glasn-
ost“ og perestrojku“. Raunar sýna
kenningar Gorbatsjovs ljóslega
hugmyndaleysið og stöðnunina í
hinum ríkjum austurblokkarinnar.
Ólíkt Gorbatsjov geta ráðamenn
í ríkjum þessum ekki kennt for-
verum sínum um það sem úrskeið-
is hefur farið. Þeir einir - og raun-
ar einnig hugsanlegir eftirmenn
þeirra - bera ábyrgð á ófremdar-
ástandinu.
Vonin um umbætur, skortur á
nauðsynjum, hugmyndafræðileg
stöðnun og pólitisk forsjárhyggja
hefur leitt til vaxandi spennu í
ríkjum þessum og á stundum virð-
ist líklegt að upp úr kunni að
sjóða. „Hættan er sú að byltingar-
ástand skapist, náum við ekki
fram umbótum á friðsamlegan
hátt og þá kann blóði að verða
úthellt," sagði Lech Walesa,
þekktasti leiðtogi „Samstöðu" er
hann ávarpaði verkamenn í Danz-
ig. Einn fulltrúanna í miðstjórn
pólska kommúnistaflokksins
sagði í bréfi til ráðamanna á
síðasta ári að lífskjör almennings
í landinu væru hræðileg og bætti
við að í vestrænum lýðræðisríkj-
um hefðu menn gert uppreisn
væri þeim gert að þola slíkan
skort.
Afleiðingar uppreisnar
En hveijar yrðu afleiðingamar
ef örvænting og reiði almennings
í ríkjum Austur-Evrópu fengi
skyndilega útrás og menn gerðu
valdhöfum ljóst að þeir hefðu
fengið nóg? Og hveijar yrðu af-
leiðingamar ef alþýða manna
gerði uppreisn í nokkrum komm-
únistaríkjum samtímis?
Míkhaíl Gorbatsjov kynni að sjá
sig tilneyddan til að senda sovéska
skriðdreka til að beija niður mót-
mælin. Umbótatilraunir ráða-
manna í Moskvu og víðar yrðu
fyrír borð bomar. Umræður um
gagnkvæma fækkun herliðs í
Evrópu yrðu marklausar þar eð
Rauði herinn yrði ómissandi hluti
öryggisgæslunnar. Slökunar-
stefna undanfarinna ára heyrði
sögunni til og „endurnýjun" í for-
ystusveitum kommúnistaflokk-
anna yrði erfíðarí en ella.
Svo virðist sem þrennt þurfí
að koma til. í fyrsta lagi mega
ríki Vesturlanda ekki láta af
stuðningi sínum við umbótastefn-
una. í annan stað ber að vona að
ráðamenn í austri geri sér ljóst
að pólitískt frelsi er nauðsynleg
forsenda fyrir raunvemlegum
umbótum og síðast en ekki síst
þarf almenningur í ríkjum þess-
um, sem hefur fyllstu ástæðu til
að hatast við stjómvöld, að halda
stillingu sinni og sýna þolinmæði.
En þolinmæðin er ekki tak-
markalaus. Svo lengi sem ráða-
menn, sem hafa þráfaldlega
bmgðist vonum fólksins, neita að
horfast í augu við staðreyndir em
viðsjárverðir tímar í vændum
- ekki aðeins í Austur-Evrópu
heldur heiminum öllum.
Höfundur starfar sem blaða-
maður við Die Zeit.
Ólíkt öðrum Ieiðtogum ríkja Austur-Evrópu getur Míkhaíl S.
Gorbatsjov Sovétleiðtogi réttlætt ófremdarástandið með tilvísun
til mistaka fyrirrennara sinna. Hér sést Sovétleiðtoginn á tali við
landbúnaðarverkamenn á samyrkjubúi skammt frá Moskvu.