Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
Ferskar
ferskjur
Þegar ég var unglingur voru ekki fluttir inn aðrir ávextir en epli, appelsínur, bananar
og einstaka sinnum vínber og mandarínur. Aðra ávexti, t.d. ferskjur, þekkti ég ekki öðruv-
ísi en í dósum eða þurrkaðar. Systir mín hafði dvalist í FVakklandi og lýsti því með fögr-
um orðum, hvað ferskar ferskjur væru ljúffengar nýtíndar af tijánum. Hún sagði jafn-
framt að börkurinn væri loðinn. Mig langaði mikið til að bragða þessa ljúffengu „loðnu“
ávexti og þegar ég sá þá fyrst, varð ég hissa á hvað þeir voru lítið loðnir. Raunar passar
betur að segja að börkurinn sé mjúkur en loðinn, hann er eins og hann sé úr flaueli. Aftur
á móti eru nektarínur alveg snöggar, en þær eru skyldar ferskjunni.
í bók minni 220 gómsætir ávaxta- og beijaréttir er smá sögulegur inngangur að hveij-
um kafla. í kaflanum um ferskjur stendur: „Ekki eru allir á einu máli um, hvaðan ferskju-
tréð sé upprunnið. Sumir segja Kína, en aðrir Persía, en nú eru ferskjur ræktaðar um
nær allan heim utan köldustu svæða. Frakkar rækta t.d. mjög mikið af ferskjum og fer
helmingur þeirrar ræktunar fram í Rhonedalnum, en helmingur heimsræktunarinnar er í
Ameríku. Ferskjur eru steinaldin með örlítið loðinni húð. Þær eru langljúffengastar fer-
skar, en þær eru mikið soðnar niður og einnig notaðar í ýmsar áfengistegundir. Það er
svo með ferskjur og nektarínur eins og svo margar ávexti að þær eru ljúffengastar ef þær
fá að fullþroskast á tijánum."
Nú eru ferskjur fluttar inn á hveiju ári, og eru einmitt núna í verslunum ferskar og
ljúffengar. Ótal margt er hægt að gera við ferskar ferskjur og eru hér nokkrar tillögur.
Ef við ætlum að taka börkinn af ferskjum, þurfa þær að standa nokkrar mínútur í sjóð-
heitu vatni. Þá losnar börkurinn yfírleitt af, en þó er hann stundum furðu fastur.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Ferskjur með marsipani
og marengs
6 ferskar ferskur,
2 msk. góð sulta,
100 g marsipan,
1 msk. líkjör eða sherry (má
sleppa),
2 eggjahvítur,
1 dl flórsykur.
1. Látið ferskjumar standa í
sjóðandi vatni í 6—8 mínútur. Los-
ið þá húðina af. Ef það gengur illa
skuluð þið sleppa því.
2. Skerið ferslqumar í tvennt
og fjarlægið steina.
3. Raðið ferskjunum á eldfast
fat, holan undan steininum snúi
upp. *
4. Hrærið saman marsipani,
, sultu og víni, ef þið notið það.
Smyijið.þessu síðan yflr ferskjum-
ar.
5. Þeytið eggjahvítumar, setjið
flórsykurinn smám saman út í.
Látið verða alveg stíft.
6. Smyijið marengsinum yfir
ferskjumar.
7. Hitið bakarofn í 180°C, blást-
ursofn í 160°C. Setjið í miðjan ofn-
inn og bakið í 10 mínútur.
Meðlæti: ís eða þeyttur ijómi eða
jafnvel ekki, neitt.
Terta með ferskjum,
perum og ís
1 meðalstór svampkökubotn,
3 ferskar ferskjur,
3 ferskar perur,
100 g möndlumakrónukökur,
•/2 dl góð sulta,
V2 kg ís,
3 eggjahvítur,
U/2 dl sykur.
1. Smyijið botninn með sult-
unni, myljið síðan makrónukökum-
ar yfir.
2. Takið steinana úr ferskjunum,
skerið í þunnar sneiðar.
3. Afhýðið perumar og skerið í
sneiðar.
4. Setjið ávextina yfir sultuna á
botninum.
5. Skafið ísinn upp og setjið yflr.
6. Þeytið eggjahvítumar, setjið
sykur saman við og búið til mar-
engs. Smyijið marengsinn síðan
yfír ísinn.
7. Hitið bakarofninn í 220°C.
Setjið í ofninn og bakið í 5 mínútur.
8. Berið strax á borð.
Athugið: Hægt er að geyma þetta
í frysti þar til því er stungið í ofn-
inn.
Bakstur með ferskjum
og marsipani
4 ferskjur,
200 g marsipan,
2 msk. sherry eða ávaxtasafí,
2 egg.
1. Hellið sjóðandi vatni á ferskj-
umar, látið þær liggja í vatninu
í 6—8 mínútur. Takið þá húðina
af.
2. Skerið ferskjumar i tvennt
og takið steinana úr.
3. Skerið ferskjumar í sneiðar
og leggið á botninn á smurðu eld-
föstu fati.
4. Meijið marsipanið með
gaffli, setjið siðan sherry eða
ávaxtasafa og eggjarauður út í.
5. Þeytið hvíturnar og setjið
saman við marsipanmassann.
6. Hellið marsipan/eggjamass-
anum fyrir ferslcjumar.
7. Hitið bakaraofninn í 170°C,
blástursofn í 150°C. Setjið fatið
í miðjan ofninn og bakið í 30
mínútur.
8. Berið kökuna fram heita eða
kalda.
Heilsuferskjuís
5 stórar ferskar ferskjur, helst vel
þroskaðar,
1 sítróna,
1 appelsína,
1 msk. hunang,
2 litlar dósir jógúrt án bragðefna.
1. Hellið sjóðandi vatni á ferskj-
umar, látið standa smástund í
vatninu og fjarlægið síðan himn-
una.
2. Skerið ferskjumar utan af
steinunum og setjið í blandara eða
hrærivélarskál, og hrærið vel í
sundur.
3. Rífið börkinn af sítrónunni
og appelsínunni og setjið saman
við ferskjumar.
4. Kreistið safann úr sítrónunni
og appelsínunni og setjið út í
ásamt hunangi.
5. Setjið jógúrt út í og hrærið
vel saman. Þetta þarf að jafnast
vel.
6. Hellið í skál og setjið í frysti
í 1 klst.
7. Takið úr frystinum og hrær-
ið vel í þessu.
8. Setjið aftur í frysti í minnst
2 klst.
Ferskjur i smábrauðum,
(rúnnstykkjum)
6 ferskjur,
2 dl sykur,
1 dl vatn,
*/2 kanilstöng,
1 dl portvín eða eplasafí,
6 hnöttótt smábrauð,
50 g smjör.
1. Hellið sjóðandi vatni yfir
ferskjurnar, flettið síðan húðinni
af þeim. Skerið í tvennt og fjar-
lægið steina.
2. Setjið sykur, vatn og kanil-
stöng í pott. Sjóðið þar til sykur-
inn er bráðnaður. Setjið þá port-
vínið eða eplasafann út í.
3. Setjið ferskjumar í löginn
og sjóðið við hægan hita í 15
mínútur.
4. Takið ferskjumar úr legin-
um, en sjóðið hann áfram í opnum
póttinum þar til hann þykknar.
5. Bræðið smjörið.
6. Skerið lok ofan af brauðun-
um, holið þau síðan út.
7. Penslið brauð að utan og
innan með smjörinu.
8. Hitið bakaraofn í 200°C,
setjið brauðin í ofninn og bakið í
10 mínútur.
9. Setjið 2 ferskjuhelminga í
hvert brauð.
10. Hellið safanum síðan yfir
brauðin með skeið og berið strax
fram.
Meðlæti: ís eða þeyttur ijómi.
Ferskjur með gráðaosti
og salthnetum
6 ferskar ferskjur, •
50 g gráðaostur,
1 msk. ijómaostur án bragðefna,
’/2 dós sýrður ijómi,
5 dropar tabaskósósa,
100 g salthnetur.
1. Þvoið ferskjumar, skerið
síðan í tvennt og fjarlægið steina.
Skerið síðan ferskjuhelmingana í
báta.
2. Meijið gráðaostinn með
gaffli, hrærið saman við ijómaost-
inn. Setjið síðan sýrðan ijóma og
tabaskósósu út í og hrærið vel
saman. .
3. Saxið helming salthnetanna
fínt. Blandið saman við.
4. Setjið helming ferskjubát-
anna út í sósuna. Hellið á fat.
5. Setjið hinn helming ferskju-
bátanna á miðju fatsins og stráið
því sem eftir er af salthnetum
(heilum) yfir.
Meðlæti: Ristað brauð eða kex.
Karamelluhúðaðar ferskj-
ur
4 stórar ferskjur,
15 g smjör,
4 msk. sykur,
'/2 dl ijómi.
1. Skerið ferskjumar í helm-
inga og fjarlægið steina. Skerið
síðan ferskjuhelmingana í báta.
2. Setjið smjör á pönnu, hrærið
sykur út í og síðan ijóma. Hrærið
í þar til þetta er jafnt. Það gæti
þurft að minnka hitann.
3. Setjið ferskjubátana út í og
brúnið eins og þið væmð að brúna
kartöflur.
Meðlæti: ís.