Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 36

Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 I mörku á árunum 1985-1987 og hefur frá desember 1987 starfað að markaðsmálum hjá Álafossi hf. Eiginkona hans er Guðrún Stef- ánsdóttir og eiga þau eina dóttur. Ofangreindum störfum tekur Þorkell við af Þorgný Þórhalls- sjrni, fulltrúa kaupfélagsstjóra, en Myndin er tekin um borð í Sólbaki EA, sem lenti inni í isnum er hann var á veiðum á Strandagrunni í vikunni ásamt öðrum skipum. Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið. ■ Drottmn Guð, 11 1 N veit mér vernd þína, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bif reið. 1 Jesú nafni. A m e n . Á Fæst í Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, í verslun- inni Jötu, Hátúni 2, Reykjavík og í Hljómveri, Akureyri. Verð kr. 50.- Orð dagsins, Akureyri. Nægviðhalds- verkefni hjá Slipp- stöðinni í sumar MIKIÐ hefur verið um viðhaldsverkeni hjá Slippstöðinni á Akur- eyri það sem af er sumri. Gunnar Ragnars forsljóri Slippstöðvar- innar sagði í samtali við Morgunblaðið að útlitið væri gott í sum- ar en búast mætti við einhveijum samdrætti þegar líða færi á haustið ef stærri verkefni kæmu ekki til. „Við höfum vissulega augun til að auðvelda sölu togaranna opin fyrir nýjum verkefnum og tveggja. Erlendar skipasmíða- þyrfti stöðin að fá eitthvert nægi- íega stórt verkefni, sem gæti verið kjölfesta í rekstrinum yfir lengri tíma, sérstaklega yfir vetrartí- mann því erfiðast væri að brúa hann. Þó má segja að smíði tveggja 230 tonna togara sem hafin er verði kjölfestan hjá okkur næstu misserin og er búist við að fyrri togarinn verði tilbúinn upp úr næstu áramótum. Þá hefst væntanlga smíði hins,“ sagði Gunnar. Hann sagði smíðina hafa farið rólega af stað, en þó hefðu nokkr- ar fyrirspumir borist varðandi skipin. Hann sagði of snemmt að segja til um hver kostnaður yrði. Slippstöðin §ármagnar smíði tog- aranna með bankalánum, sem greiðast upp við sölu skipanna. Unnið er nú að því í Slippstöðinni að kanna hvort stöðin geti tekið eldri skip upp í kaup á nýsmíðinni stöðvar hafa haft þennan hátt á lengi, en íslenskar stöðvar hafa ekki treyst sér til þessa enn. Gunnar sagði að augljóslega hefði harðnað á dalnum í skip- asmíðaiðnaðinum. „Menn halda að sér höndum og áform eru ekki líkt því eins mikil og tíðkaðist fyrir einu til tveimur árum. Af því leið- ir að miklu minna er um meirihátt- ar breytingar á skipastólnum og förum við ekki varhluta af því. Hinsvegar get ég ekkert sagt til um hvernig árið kemur til með að líta út rekstrarlega hjá fyrirtæk- inu. Óvissan er mikil í þessum rekstri." Eins og fram hefur kom- ið í Morgunblaðinu var 50 milljóna króna hagnaður hjá Slippstöðinni á síðasta ári. Gunnar kvaðst án- ægður með útkomuna miðað við aðstæður og á meðan ekki væri tap hjá fyrirtækinu. Hagnaðurinn var þó heldur lakari 1987 en 1986. KEA: Nýr fulltrúi kaupfélaofsstj óra Akurpvri. “ ^ ^ Akureyri. ÞORKELL Pálsson hefur frá 1. júlí 1988 verið ráðinn fulltrúi kaupfélagsstjóra á sviði mark- aðs- og iðnaðarmála. Undir umsjónarsvið hans falla öll markaðsmál fyrir matvæla- og iðnaðarframleiðslu félagsins svo og rekstur Brauðgerðar KEA, Smjörlíkisgerðar KEA og Efnagerðarinnar Flóru, auk þes sem hann mun taka þátt í eftir- liti með ýmsum samstarfsfyrir- tækjum félagsins. Þorkell Pálsson fæddist 14. ágúst 1952. Hann var á árunum 1980-1985 framkvæmdastjóri Hosby-hús hf., stundaði háskóla- nám í markaðsfræðum í Dan- svo sem tilkynnt var með orðsend- ingu 17. maí sl. hefur umsjónar- svið Þórgnýs breyst þannig, að olíusöludeild félagsins fellur nú undir hans umsjónarsvið ásamt flutningastarfsemi félagsins (skipaafgreiðsla og landflutning- ar), fóðurvörudeild og Hótel KEA með þvottahúsinu Mjöll, auk þess sem hann tekur þátt í eftirliti með ýmsum samstarfsfyrirtækjum fé- lagsins. Skrifstofa Þórgnýs verður í húsakynnum Olíusöludeildar á Oddeyrartanga á Akureyri, en skrifstofa Þorkels á 3. hæð í Hafn- arstræti 91 á Akureyri. (Fréttatilkynning) Séð yfir athafnasvæði Slippstöðvarinnar. Eðlilegt að heimamenn fái aðild að flugrekstrinum - segir Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi BÚAST MÁ við að bæjarstjórn Akureyrar samþykki á næsta fundi sínum að leggja til við samgönguráðuneytið að einkaleyfi Flugleiða hf. á leiðinni á milli Akureyrar og Reykjavíkur verði afnumið. Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins flutti tillögu þessa efnis á síðasta fundi bæjarstjórnar og verður hún væntanlega sam- þykkt nk. þriðjudag. Meðflutningsmaður Gísla Braga var samflokks- maður hans, Björn Jósef Arnviðarson, auk framsóknarmannanna Heimis Ingimarssonar og Úlfhildar Rögnvaldsdóttur. „Ég vil að öðrum aðilum verði gefinn kostur á þessari flugleið líka, ekki síst eftir að flugmenn félagsins virðast geta hagað sér hvernig sem þá lystir. Mér finnst eðlilegt að heimamenn fái aðild að þeim at- vinnurekstri, sem að þeim snýr. Ég tel Flugfélag Norðurlands hf. fylli- lega í stakk búið til að sinna flug- leiðinni að einhverjum hluta. Mér finnst ansi hart að 106.000 far- þegar fari á milli á ári og nánast allar tekjur af rekstri þessum renni alfarið til höfuðborgarsvæðisins. Leyfi Flugleiða á leiðinni rennur út þann 1. janúar 1990 og veit ég að ef Flugfélag Norðurlands fengi aðeins um 30-40% flutninganna myndi það stórauka mannahald í tekjuháum mönnum sem okkur vantar hér a Akureyri. Svo veit maður að með samkeppni á leiðinni yrði þjónustan mun betri," sagði Gísli Bragi. Flugleiðir hf eiga 35% í Flugfé- lagi Norðurlands hf., en hafa lítið með stjórnina þar að gera, að sögn Gísla Braga. „Takmörkuð verkefni standa vexti FN fyrir þrifum, en ljóst er að bæta þarf við vélakost þess ef til kemur áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Mér finnst ekkert sjálfgefið að einkaleyfi Flugleiða hf. vari um alla eilífð. Þessa dagana er unnið að því að kanna hvað Akureyrarbær geti aukið tekjur sínar við breyttar að- stæður," sagði Gísli Bragi. Barokk-tónlistarhópur heldur þrenna tónleika Barokk-tónlistarhópur frá Akureyri heldur þrenna tónleika nk. sunnudag, mánudag og þriðjudag og eru þeir hluti af sumartónleika- röð, sem ætlunin er að halda í sumar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Akureyrarkirkju kl. 17.00 á sunnudag. Þá verða tónleikar haldnir í Húsavíkurkirkju kl. 20.30 á mánudag og á sama tíma á þriðjudags- kvöld í Reykjahlíðarkirkju. Barokk-hópinn skipa Margrét Bóasdóttir sópransöngkona, Þuríð- ur Baldursdóttir altsöngkona, Lilja Hjaltadóttir fiðluleikari, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Bjöm Steinar Sólbergsson organisti. Á efnisskránni er eingöngu tónlist eftir þekkt tónskáld frá barokk- tímabilinu, Bach, Monteverdi, Vi- valdi, Pergolesi og Purcell. Hafís hamlar veiðum út af Norðurlandi og Vestfjörðum FISKISKIP úti fyrir Norðurlandi hafa undanfarið lent í ís á miðunum fyrir norðan og vestan, en hafís er óvenju mikill og óvenju nálægt landi miðað við árstíma. Búist er við að áttin haldist svipuð, en að ísinn bráðni mjög ört á næstu dögum vegna hlýinda á landi og í sjó. Svipuð veðurskilyrði voru hér við Iand sumarið 1984 og 1986 og kom ís nærri landi. undarlega á þessum árstíma, en þeg- ar ísinn er svona nálægt landi er best að hafa varann á. Ég veit að ferðafélögin eru viðbúin, en svo geta ýmsir smáhópar verið að fara þama án þess að það hvarfli að fólki að það geti mætt ísbjömum á göngu.“ Landhelgisgæslan fór í ískönnun- arflug í byrjun vikunnar og var meg- inísjaðarinn þá um 25 sjómílur norð- ur af Horni, 20 sjómílur norður af Kögri, 32 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Þá mátti sjá mjóa og gisna ístungu frá meginísnum skammt frá Homi sem náði 12 sjómílur að landi. ís er á siglingaleið norður af Vestíjörðum og vildi Þór Jakobsson, deildarstjóri í hafísrann- sóknadeild, brýna fyrir skipstjórum að vera iðnir á útkfkkinu. Þór vildi einnig vara ferðafólk, sem er á ferð um Homstrandir til dæmis, við hvíta- bjömum. „Þetta hljómar ef til vill Þór sagði að ísinn hyldi miðin að mestu úti fyrir Norðurlandi. „Strangt tiltekið eiga öll skip að tilkynna hafís- rannsóknadeild um ís, en því miður vill verða misbrestur á því. Undan- farið höfum við því aðallega reitt okkur á Landhelgisgæsluna og ha- frannsóknaskipin."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.