Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 38

Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 Paul Valéry Eriendar bækur Siglaugur Brynleifsson Paul Valéry: Cahiers/Hefte. Úbersetzt von Markus Jakob, Hartmut Köhler, JUrgen Schmidt-Radefeldt, Corona Schmiele, Karin Wais. I.S. Fisc- her Verlag 1987. Þetta er fyrsta bindi sex binda útgáfu minnisbóka Paul Valéry, sem er þýðing minnisbókanna, sem Judith Robinson gaf út í Biblio- theque de la Pléiade í tveimur bind- um 1973-’74 á forlagi Gallimard. Þýsku útgáfuna hafa annast Hartmut Köhler og Jurgen Schmidt-Redefeldt og þýðingin er unnin af þeim og hópi þýðenda. Niðurröðun efnisins er sú sama og í Pléiade-útgáfunni. Hveiju bindi fylgja athugagreinar og registur ásamt formálum. Utgáfan er unnin úr þeim 260 minnisbókum, sem voru gefnar út ljósprentaðar á árunum 1957-’60 í 29 bindum. Minnisbækurnar eru íhuganir, athugasemdir um heim- speki, tungumálið, skáldskapinn, sögu, trúarbrögð og meðvitundina, stærðfræði, eðlisfræði, minnið og verundina. Hann hafði þann sið frá 1894 og allt til dauðadags að skrifa niður það sem honum kom í hug. Hann varði ákveðnum tíma sólar- hringsins til þessara íhugana eða frá kl. 5 að morgni fram til kl. 8. Afrakstur þessara hálfrar aldar morguniðju eru þessar andríku og hnittnu athugasemdir og smágrein- ar um inntak verundar, meðvitund- ar og skáldskapar ásamt öðrum efnum og eru meðal sérstæðustu bókmenntaverka og óþijótandi nám „andlegrar spektar" og auk þess kveikja að öðrum verkum hans. Útgáfa S. Fischer-forlagsins á sex bindum minnisbókanna mun verða alls um nokkur þúsund blaðsíður. Þetta fyrsta bindi er um 650 blað- síður. Paul-Ambroise Valéry fæddist 1871 í lítilli hafnarborg, Séte áður Cette, í nánd við Montpellier. Hann lést 1945. Hann var af korsíkönsk- um og ítölskum stofnum eins og Napóleón, faðir hans franskur, móðir hans ítölsk. Hann skrifar í æviþætti af sjálfum sér: „Ég á fáar minningar úr barnæsku. En svið hafnarbæjarins, hafið, bátamir fyr- ir neðan gluggana í húsi okkar, allt sem snerti hafið, mettaði augu mín (og meðvitund) í frumbemsku, en eftir það „sjáum" við ekkert nema með einbeitingu.” Hann seg- ist hafa átt auðugt ímyndunarafl, haft meira en ömun á kappleikjum og ruddaskap og tekið snemma að 'lesa ævintýri. „Eg var mjög áhrifa- gjarn. Viðkvæmnin olli þjáningu. Hryllingsótti bernskunnar." Valéry gekk í skóla staðarins. Leikvellimir við skólann vom stallar, þaðan gafst útsýn yfir höfnina. Síðan flutti fjölskyldan til Montpellier, með skólagöngu, sem olli honum ekki litlum leiða. Faðir hans lést 1887 og var grafinn í Cette í kirkju- garði, sem ég nefndi „Le Cimeriéri marin" (kirkjugarðinn við strönd- ina). Það er heitið á einu frægasta ljóði Valérys. Eftir nám í mennta- skóla tók hann að stunda laganám við háskólann í Montpellier og þá og í herþjónustunni vaknaði með honum áhugi á skáldskap. Hann telur þetta tímabil ævinnar hafa skipt sköpum fyrir sig. Hann kynnt- ist Pierre-Louýs, sem var kunnugt skáld og rithöfundur, sem aðhylltist symbolismann, þegar Valéry kynnt- ist honum. Þessi kynni urðu honum gluggi að heimi skálda og bók- mennta og það var í tímariti, sem Louýs gaf út, sem Valéry birti sitt fyrsta ljóð, „Narcisse parle“. Kvæð- ið vakti mikla athygli og Valéry segist hafa orðið mjög undrandi. Síðan kynntist hann André Gide, Mallarmé og hann „uppgötvar Rim- baud". Hann les Poe og um svipað leyti opnast honum hljómlistin með Beethoven og 1891 Wagner. Valéry dvaldi um tíma í London og á Ítalíu, af tilviljun fékk hann starf í hermálaráðuneytinu og skömmu síðar hjá Havas-fréttastof- Paul Valéry unni, sem var þá stjómað af Edou- ard Lebey. Valéry starfaði þar í 22 ár, frá 1900 til 1922. Á því tímá- bili varði hann frítíma sínum til íhugana, en birti hvorki ljóð né aðrar samantektir. 1913 varð hann þó við tilmælum um að birta í heild fyrri kvæði sín. Það varð til þess að hann tók að yrkja kvæði sem átti að vera lokakvæði væntanlegr- ar bókar, en það tók hann fjögur ár. Síðan rak hver ljóðabókin aðra og 1923 gat hann helgað sig skáld- skapnum eingöngu og öðmm skrif- um. Hann hlaut sæti í Akademíunni 1925 og var prófessor í bókmennt- um við „Collége de France" 1937. Síðustu tuttugu árin, sem hann lifði var hann oft talinn vera merkasti höfundur Frakka, andríkastur og snjallastur. Valéry var tregur til að birta verk sín og þau vom sjaldnast birt að eigin fmmkvæði. Hann segir í æviþætti að hann eigi allt vinum sínum að þakka. Kveikja verka hans séu aðstæðurnar og ekki ósjaldan útgefendur. Valéry skrifar „að sig hafi aldrei dreymt um að gefa þessi brota-brot út á prenti (minnisbækumar)". Hann lét þó tilleiðast til að gefa út smákafla úr þeim öðm hvom. Auden skrifar í inngangi að 14. bindi verka Valérys í enskri þýð- ingu, að hér sé um óþarfa hlé- drægni að ræða. því að hann geti þess í einkabréfi til eins vina sinna, að hann álíti Minnisbækumar sitt eiginlega verk „æuvre“. Og vissulega em þær það, sem gmndvöllur ljóða hans og ritgerða og annarra verka, og ekki síst sem þær sjálfar, leiftrandi hugsanir manns sem hefur í hálfa öld vaknað til hvers dags, nýr og ferskur. Hugrenningar eða eintal sálar- innar um skáldskap og tungumál em viðamiklir þættir minnisbók- anna. Höfundurinn kemur aftur og aftur að þessum efnum, frá nýjum og nýjum sjónarmiðum. Hugsunin og meðvitundin, „stundum hugsa ég, stundum er ég.“ Höfuð-við- fangsefni Valérys var athugun og skilgreining hugsunarinnar og þá lá beint við að athuga gang eigin hugsunar. Til þess að ná árangri var gmndvallarreglan, að gera sjálfum sér ljóst hvað er hugsun? Og til þess að koma því til skila, þurfti fyrst og síðast skýra fram- setningu og nákvæmni. Hugsun og tungumál, tónninn og skáldskapur- inn vom eðlilega efni, sem snertu hann mest sem skáld. í þessu fyrsta bindi Minnisbók- Hússtjórnarskólanum í Reykjavík var slitið 20. maí. Hæstu einkunn í hússtjórnardeild fékk Kolbrún Kjerúlf frá Akra- nesi. Hlaut hún verðlaun úr verð- launasjóði Guðrúnar Kristjáns- dóttur. Skólinn var stofnaður 1942 og hefur starfað óslitið síðan og ætíð verið til húsa á Sólvalla- götu 12. Á haustönn em haldin námskeið fyrir almenning í fatasaumi, mat- reiðslu og vefnaði. Námskeiðin em ýmist dag- eða kvöldnámskeið og standa mismunandi lengi allt frá einum degi til nokkurra vikna, þann- ig að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Á vorönn er rekinn fimm mánaða hússtjómarskóli. geta nemendur búið í skólahúsinu ef þeir óska þess. Námskeiðin halda áfram alla vor- önnina eftir því sem húsrými gefur anna á þýsku em eftirfarandi kafl- ar: Hefte Cahiers, sem er einhvers- konar inngangur að Minnisbókun- um, valið úr köflunum sem koma næst, sem em Ego, Ego Scriptor, Gladiator og Sprache. Eins og sjá má af fyrirsögnum kaflanna þá er hér einkum fjallað um vemndina, hugtakið ég, ég sem skrifa og yrki, tengsl kveikjunnar að ljóðinu og niðurritun þess, eða hugsunar og tjáningar á pappírinn og tungumál- ið. Og Gladiator, um agann, aga skýrrar hugsunar og fyrst og fremst orðun eða tjáningu hugsunarinnar í orðum. Efninu er raðað í tímaröð og það sem er einstakt, er að höf- undurinn nálgast hvern efnisþátt á nýjan hátt í hverri smágrein eða grein. Fjölbreytileiki íhugananna er endalaus, enda verður efni eða hug- tak seint afgreitt endanlega. Sjálfs- gagnrýni Valérys var sívökul og hvatning hans var til sjálfs sín og annarra að láta ekki glepjast af tákninu, skrifuðu orði. Hafí einhver komist nálægt þvf að tjá það, sem Wittgenstein taldi ekki gjörlegt að tjá, þá var það Valéry. tilefni til. Um 500 nemendur stund- uðu nám við skólann í vetur. Um- sóknir um hússtjórnarskólann þurfa að berast fyrir miðjan nóvember. (Fréttatilkynning) Ný bók um Morgan Kane PRENTHÚSIÐ hefur gefið út 63. bókina í spennubókaflokknum um Morgan Kane. Nýjasta bókin ber nafnið „Lög- regluforingi í Alaska" og segir frá Morgan Kane lögregluforingja sem nú hefur verið sendur í nokkurs konar útlegð til Alaska. (Úr fréttatilkynningn) Reykjavík; Hússljómarskóla slitið raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar j I til sölu Atlas Stord T3 WH Höfum til sölu ónotaða Atlas-Stord fiski- mjölsverksmiðju til afgreiðslu strax. Hráefn- isafköst: 30/35 tonn á sólarhring. Gott verð. Fiskvinnsluvélar og tæki Eftirtaldar vélar höfum við til sölu: Baader 189, flökunarvél, yfirfarin. Baader 188, flökunarvél, sem ný. Baader 413, fiskhausari, uppgerður. Baader 99, flökunarvél, uppgerð. Baader 694, marningsvél, sem ný. Baader 51, roðflettivél, ný 1987. Arenco Cub, fiskhausari, uppgerður. Frystipressa, J & E Halls. Teg. V127 MKIII, eitt þrep fyrir freon R-502. Afköst 71586 kcal/klst við -34,5oC/+27oC. Tilboð óskast. Hamraborg 1, s: 46070, hs: 54974. Baader flökunarvélar Höfum til sölu á mjög góðu verði Baader 184, árg. 1985. Vélin er keyrð 2000 tíma. Einnig Baader 185, árg. ’84, lítið notuð. Varahlutir fylgja. Báðar vélarnar eru nýyfir- farnar af Baader og eru til afgreiðslu strax. Hamraborg 1, s: 46070, hs: 54974. | titboð - útboð \ Útboð - Jarðvinna Áburðarverksmiðja ríkisins óskar eftir tilboði í jarðvinnu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu verk- smiðjunnar í Gufunnesi frá og með mánudeg- inum 11. júlí. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Áburðar- verksmiðju ríkisins fyrir kl. 11.00 föstudaginn 15. júlí 1988. Áburöaveksmiðja ríkisins. tilkynningar RANNSÓKNARÁÐ RlKISINS Skrifstofa okkar verður lokuð vegna sumar- leyfa frá 11. júlí til 2. ágústs nk. Veiðileyfi Enn eru laus veiðileyfi í Blikdalsá á Kjalar- nesi. Góð veiði, fjöldi stórra laxa. Bókanir og allar nánari upplýsingar í síma 985-24552 alla daga milli kl. 17-19. | atvinnuhúsnæði | Kópavogur - atvinnuhúsnæði Til leigu nýlegt atvinnuhúsnæði 90-270 fm. Stórar innkeyrsludyr. Góð lofthæð. Nánari upplýsingar í síma 652524. Skrífstofuhúsnæði til leigu í Brautarholti 8 snyrtilega innréttað, 65 fm, auk aðgangs að sameiginlegri setustofu og kaffistofu. Upplýsingar hjá Fagtúni hf. í síma 621370.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.