Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
41
Byggð og umf erð í Kvosinni milli
hafnar og Tjarnar í Reykjavík
eftir Guðjón
F. Teitsson
Að undanfömu hafa verið miklar
umræður um fyrirhugaða byggingu
ráðhúss fyrir Reykjavíkurborg við
Tjörnina, og þar sem ég er einn
þeirra sem lýst hefi yfir andstöðu
við þá hugmynd, þykir mér hlýða
að gefa þá nánari skýringu, að ég
er fyrst og fremst andvígur bygg-
ingu ráðhúss á nefndum stað vegna
þess að umferðarþungi ökutækja,
samfara geymslu þeirra í og kring-
um gömlu miðbæjarkvosina, hefir
lengi verið skaðlegt og ört vaxandi
vandamál.
í um það bil 40 ár starfaði ég í
Hafnarhúsinu í Reykjavík, þar sem
Skipaútgerð ríkisins leigði húsnæði,
en vöruafgreiðsla og vörugeymsla
var eftir heimsstyijöldina að mestu
leyti í nokkrum bárujárnsskemmum,
sumpart gömlum herbröggum tekn-
um á leigu frá Reykjavíkurhöfn.
Höfðu lengi verið hugleiðingar um
að Skipaútgerðin fengi gott eigið
húsnæði fyrir starfsemi sína, án
þess að til framkvæmda kæmi. En
laust eftir 1970 kom nokkru meiri
hreyfing á málið, svo sem sjá má
af grein er ég ritaði og birtist í
Tímanum 20. sept. 1973, en þar var
m.a. greint frá því að hafnarstjóm
Reykjavíkur hefði nýlega (eða 1972)
boðið að gera uppfyllingu í höfninni
með viðlegubakka vestan Grófar-
bryggju, þar sem Skipaútgerð ríkis-
ins gæti fengið að byggja hús og
njóta annarrar aðstöðu fyrir starf-
semi sína.
Skýrði ég frá því, að nefnt tilboð
hafnarstjórnarinnar hefði verið þeg-
ið af hálfu Skipaútgerðarinnar, enda
þótt dimmur skuggi hvíldi yfir allri
skipaafgreiðslu í hinni gömlu höfn
vegna þess hve aðkreppt hún var
orðin af umferð og stæðum öku-
tækja, og drýgstan þátt í því áttu
skrifstofur með mikia umsýslu í
byggingum þétt við höfnina, án þess
að nokkra brýna nauðsyn bæri til
að þær væru þar.
Var í þessu sambandi átt við
óþarflega miklar slíkar skrifstofu-
innréttingar í Hafnarhúsinu sjálfu,
auk annarra meira einhliða skrif-
stofubygginga, og skulu þessar
nefndar: Hafnarhvoll við Tryggva-
götu, Tollhúsið við Tryggvagötu og
Seðlabankinn við Kalkofnsveg.
Höfnin — Hjarta
borgarinnar
Benti ég á það í áðurnefndri
grein, að höfnin í Reykjavík hefði
oft og með góðum rétti verið
nefnd „Hjarta höfuðborgarinn-
ar“, og þessu mættu forráða-
menn ekki gleyma í dagsins önn,
þótt athafnalíf yrði fjölbreyttara
en fyrrum. Hjarta borgarinnar
þyrfti að slá í samræmi við til-
gang sinn en kransæðaþrenging
væri þegar orðin mjög til fyrir-
stöðu og sá sjúkdómur myndi
verða því alvarlegri sem meiri
og fjölsóttari skrifstofubygging-
um væri hrúgað að höfninni, og
umferð ökutækja beinlínis beint
til hennar i vaxandi mæli, án telj-
andi úrbóta í umferðarvanda-
málinu.
En til staðfestingar á því, að
ekki var talað út í bláinn í áður-
nefndri grein minni, skal vitnað til
klausu frá Halldóri Sigurðssyni í
dálkum Velvakanda Morgunblaðs-
ins rúmlega 2 árum síðar, dags.
3. mars 1976, þar sem Qallað er
um umferðaröngþveiti við höfnina
undir fyrirsögninni „Tryggvagötu-
hnúturinn“. Er þar sagt m.a.: „Alla
daga, frá morgni til kvöld, er þar
alger jarðarfararumferð og er
ástæðan sú, að bílastæði freista
allra en fáir fá. Sumir ökumenn
stansa þá og biða og skeyta ekki
um þó 10—20 bílar þurfti að
bíða.“ Klikkir H.S. út með áskorun
til umferðaryfirvalda að „reyna að
vinna lausn á þessum voðalega
Tryggvagötuhnút".
„Áhleðslan er því þegar
orðin slík á umræddu
svæði, ekki sízt á hinni
mjóu spildu milli hafn-
ar ogljarnar, að
ástæðulaust virðist og
raunar fráleitt að hola
þar niður ráðhúsi fyrir
borgina.“
Nánari rök
Þó í áðumefndri grein minni frá
1973 væri fyrst og fremst talað um
umsýslumiklar skrifstofubygging-
ar, sem krepptu að og spilltu nýt-
ingu gömlu hafnarinnar, kom fleira
til. Einnig mátti nefna Hafnarbúð-
ir, allstórt 3ja hæða hús auk kjall-
ara, sem 1962 var reist á hafnar-
bakkanum við norðvestanverða
Tryggvagötu. Átti það hús í upp-
hafi að vera nokkurs konar athvarf
sem hótel og veitingastaður fyrir
farmenn af innlendum og erlendum
Guðjón F. Teitsson
skipum í höfninni, en þurfti alls
ekki þess vegna að vera beinlínis á
hafnarbakkanum, enda varð lítið
úr notkun í samræmi við hinn upp-
haflega tilgang, og er húsið nú
notað sem almennt hjúkrunarheim-
ili fyrir aldraða.
Þá skal því bætt-við hið áður-
greinda, að bílar frá rúmlega 60
stöðumælastæðum í Tryggvagötu,
meðfram Tollhúsinu og ökubrú til
þaks þess, sem yfirleitt eftir
skamma dvöl þurfa að bakka, e.t.v.'
með móðu eða frosthélu á rúðum,
út í hina miklu umferðargötu, eru
auðvitað bæði til slysahættu og
bagalegra tafa í umferðinni.
Minnist ég þess frá síðustu
starfsárum mínum að stundum
tjáðu viðskiptamenn mér að þeir
veigruðu sér við að flytja minnihátt-
ar vörusendingar með strandferða-
skipum ríkisins vegna þess hve öku-
kostnaður til og frá vöruafgreiðsl-
unni í Reykjavík væri oft mikill
sökum tímaeyðslu í ferðirnar. Lítil
verslunarálagning færi hreinlega í
súginn. Þannig liggur ekki allt eins
opið fyrir í atvinnurekstri og ætla
mætti og æskilegt væri. Að mörgu
þarf að hyggja.
Ráðhús þarf gott svigrúm
Hér hefir aðallega verið rætt um
vandræði varðandi umferð og
geymslu ökutækja í allra næsta
umhverfi Reykjavíkurhafnar. Þessi
vandræði tengjast þó mjög allri
hinni gömlu byggð á báða vegu til
austurs, vesturs og í miðbæjarkvos-
inni, a.m.k. suður að Skothúsvegi
(tjamarbrú), en á þessu svæði eru
nú m.a. Alþingishúsið og fylgihús
þess, þar sem nýbygging er fyrir-
huguð, tengd hinu gamla virðulega
húsi. Þama eru ennfremur flestar
skrifstofur stjómarráðsins, Dóm-
kirkjan, Fríkrikjan, Landakotsspít-
ali og kirkja, Landsbókasafnið,
Þjóðleikhúsið, Listasafn ríkisins,
aðalstöðvar Pósts og síma, Vinnu-
veitendasamband Islands og 7
bankar (Seðlabanki, Landsbanki,
Útvegsbanki, Búnaðarbanki, Iðnað-
arbanki, Samvinnubanki og Versl-
unarbanki), Menntaskólinn í Rvík,
Miðbæjarskólinn, Kvennaskólinn,
leikhús Leikfélags Reykajvíkur,
Oddfellowhúsið, Ráðherrabústaður-
inn, aðsetur Hæstaréttar og Borg-
ardóms, Hótel Borg og aðalskrif-
stofur ýmissa stórfyrirtælqa á
íslenzkan mælikvarða o.fl.
Áhleðslan er því þegar orðin slík
á umræddu svæði, ekki sízt á hinni
mjóu spildu milli hafnar og tjarnar,
að ástæðulaust virðist og raunar
fráleitt að hola þar niður ráðhúsi
fyrir borgina, að verulegu leyti með
skerðingu tjarnarinnar og óhæfileg-
um kostnaði við að leysa aðeins að
litlu leyti hin hrikalegu bílastæða-
vandræði og aukandi enn tafir í
akstri um og gegnum miðbæinn
milli tjarnar og hafnar með sínu
nauðsynlega athafnalífi.
Höfundur er fyrrverandi forstjóri
Skipaútgerðar ríkisins.
PLÖN
Nú seljum viðallar
garðplöntur á
stórlækkuðu verði.
AÐUR NU
Öll sumarblóm 29.-
Petúníur 129.-
Flauelisblóm íssT- 120.-
Aster _23ðT- 185.-
Fjölærar plöntur, tré og
runnar, allt með
20-50%
afslætti.
erið ð®
ðkaup
Fagleg þekking - fagleg þjónusta
Gróðurhúsinu v/Sigtún. Sími: 68 90 70