Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 42

Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 ♦ % '■% Lærdómar Afganistan-stríðsins eftir Tryergva V.LÍndal Nú er Afganistan-stríðinu að linna, af hálfu Sovéta a.m.k., eftir tæplega áratugs baráttu. Á þessum tímamótum er hægt að sjá stöðu þess í raunsærra ljósi í heimspólitík- inni. Margar getgátur hafa verið uppi um tilgang Sovéta þar, en nú er hægt að afskrifa margar þeirra, t.d.: Rangar getgátur 1. Ætluðu Sovétar að leggja undir sig Afganistan til að komast nær Persaflóa, til að geta einokað olíuna þar á ófriðartímum? Þetta virðist a.m.k. ekki líkleg útkoma nú þegar sovéski herinn er á forum, og því engin trygging fyr- ir áframhaldandi sovéskum umsvif- um í landinu. 2. Gerðu Sovétar innrás af því þeir héldu að lándamærum sínum væri ógnað? Geta Sovéthers til að heyja áhrifaríkt vamarstríð í Afganistan gegn skæruliðum, auk getu þeirra til að leggja undir sig þéttbýli þar, gera þá túlkun ósennilega. 3. Var stríðið upphafið að hem- aðarlegri útbreiðslu byltingar Sov- éta? Nei, því þetta leiddi ekki til inn- rásar sovésks hers í fleiri lönd í kjölfarið. 4. Ætluðu Sovétmenn að hafa áhrif á gang mála í íran, og endur- vekja þar áhrif sín frá sjötta ára- tugnum? Slíkt gerðist ekki. 5. Var þetta vinsælt stríð hjá hinum almenna Sovétborgara? Það hefur komið á daginn að svo var ekki. Síðan koma ýmsar getgátur sem virðast nú líklegri. Líklegri getgátur 1. Var þetta liður í tilraun til að umkringja landamæri Sovétríkj- anna enn frekar með stuðpúðaríkj- um? Óneitanlega er Afganistan nú sterkara sem stuðpúðaríki fyrir Sovétmenn en það var í tíð hinnar marxísku stjórnar sem var þar fyr- ir innrásina. 2. Var það vilji Brésnév-stjómar- innar að breyta Afganistan í iðnað- arþjóðfélag, sem lið í baráttu kommúnistaríkis gegn menningu frumstæðs fólks? Víst hafa verið lögð drög að iðn- aði, menntun og stjómkerfi að sov- éskri fyrirmynd í borgum Afganist- ans. Hins vegar virðist hernaðurinn gegn fólki dreifbýlisins hafa beinst gegn skæruliðum en ekki frum- stæðri menningu. Þar var ekki stefnt að upprætingu hirðingjabú- skapar sérstaklega. 3. Var stríðið gagnlegt æfinga- verkefni fyrir sovéska herinn? Tvímælalaust. Herinn hafði ekki fengið krefjandi viðfangsefni síðan í síðasta heimsstríði, og síðan höfðu orðið kynslóðaskipti í mönnum, tækni, stjómun og stjómmálum. Bandaríkjamenn höfðu fengið tæki- færi til að reyna getu sína í Kóreu og Víetnam, en Sovétmenn ekki fengið annað en heræfíngar, og hemaðarráðgjöf í þróunarlöndum til að prófa hemaðargetu sína. Því ríkti vaxandi óvissa um raunveru- lega getu Rauða hersins á ófrið- artímum. 4. Spáð var að hinir ólíku ætt- flokkar Afganistans gætu ekki sameinast nóg til að hrinda innrás- arliðinu. Þetta hefur þó tekist að hluta, þrátt fyrir að skæruliðar hafi verið lítt samtaka. Meiri samvinnu mun þó þurfa til að binda endi á væntan- legt borgarastríð. Tryggvi V. Líndal „Óneitanlega er Afgan- istan nú sterkara sem stuðpúðaríki fyrir Sov- étmenn en það var í tíð hinnar marxísku stjórn- ar sem var þar fyrir innrásina.“ Önnur atriði 1. Deilt var um hvort Sovéther hefði verið boðið til Afganistans eða hvort hann hefði komið óboðinn. Þetta skiptir minna máli nú, þeg- ar ljóst er að þeir hafa tapað stríðinu í flestu sem máli skiptir fyrir Vest- urlandabúa. 2. Tókst Sovétum að kæfa and- stöðu gegn stríðinu utan Afganist- ans, með því einu að banna frjálsan fréttaflutning? Það virðist hafa tekist lengst af, því fólk á Vesturlöndum var ekki ónáðað af fréttamyndum þaðan fyrr en undir lokin. Ætla má að þátt- töku Sovéta hefði lokið fyrr ef upp- lýsingafrelsi hefði verið. 3. í upphafi var getgáta um að Sovétmenn vildu vega upp á móti ítökum Bandaríkjamanna í Pakist- an með innrásinni. Vera má að stríðið hafi leitt til að Bandaríkin hafi dregið kjarn- orkuvopn frá Pakistan, en þar á móti juku þeir fjárstuðning til Pak- istans, og til skæruliða í Afganist- an. Auk þess fengu þeir skæruliðum hand- og loftvamarflaugar, en það skipti miklu. Að lokum: Samanburður við Víetnamstríð Bandaríkjamanna væri efni í aðra grein, enda hlið- stæður margar. Þó sá munur, að formleg landamæri breyttust ekki í Afganistan. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur. HUSEIGANDI GÓÐUR! EnilMETTTin A VHHALMNU? Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? 0 Alkalí-skemmdir 0 Vaneinangrun 0 Frost-skemmdir 0 Sprunguviðgerðir 0 Lekir veggir 0 Síendurtekin málningarvinna Ef svo er, skaltu kynna þér kosti StQ-utanhúss-klæðningarinnar: ^Q-klæðningin er samskeytalaus. stQ-klæðningin er veðurþolin. ^Q-klæðningin er litekta og fæst í yfir 300 litum. ^Q-klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn sprungumyndun er mjög gott. 2^Q-klæðningin leyfir öndun frá vegg. ^Q-klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt, áferð og mynstri. ^Q-klæðninguna er unnt að setja beint á vegg, plasteinangrun eða steinulL ^tb'klæðninguna er hægt að setja á nær hvaða byggingu sem er, án tillifs til aldurs eða lögunar. sfeyklæðningin endist - Vestur-þýsk gæðavara Til að tryggja ésetningu Stb-klæðningarefnanna í sumar, vinsamlega hafið samband sem fyrst. Opið laugardaga og sunnudaga frákl. 13.00-16.00. Bíldshöfða 18 (Bakhús) RYDI r 112 Reykjavík - Sími 673320 Ferda- tryggingar m 1 JBcHíMr' fá ÉBSm- fflWá W- Svíþjóðarfarar í Heita Pottinum á mánudagskvöld Morgunblaðið/BAR SVIÞJOÐARFARAR IHEITA POTTINUM Guðjón Guðmundsson FYRIR hlé var boðið upp á fremur þreytt prógram sem þeir Tómas R. Einarsson, Birg- ir Baldursson og Sigurður Flosason hálfvegis kreistu út úr sér og var spilagleðin alveg í lágmarki á þeim bænum. Enda sveitin ekki fullmönnuð og til- veran orðin bið. í hléinu kom fransk-íslenski kvartettinn öllum að óvörum og lék þrjú lög og var gerður góður rómur að leik þeirra. En það var lognið á undan storminum því næst kom Kvartett Tómasar R. Einarssonar fullskip- aður og eldfrískur og kýldi á dúndurgcða útsetningu á Hinseg- in blús eftir Tómas og fyrirgáfust þá eldri syndir. Það var ekki fum á þeim í blúsnum. Kjartan, synda- selurinn sem tafðist eitthvað í Hvalfirði, var sú sálarvakning sem biðin snerist um. Sigurði Flosa- syni hitnaði líka í hamsi á altinn og minnti ofsinn á köflum á Frank Foster. Kvartettinn keyrði síðan í gegnum frumsamda hlutann en varð tafarinnar vegna að sleppa þeim erlenda nema hvað Daydre- am eftir Strayhom og Sophistic- ated Lady eftir Ellington flutu með í lokin og hefði alveg mátt sleppa þeim. í síðamefnda laginu léku Sigurður og Kjartan einir, Sigurður á baritónsaxafón. Ef Sophisticated Lady á að vera skrautfjöður kvartettsins þá er nauðsynlegt að það örli á fmm- leika í flutningi þess. Ótaldir em þeir sem hafa spreytt sig á Sop- histicated Lady en flestir eiga það sammerkt að leika það á persónu- legan máta. Gera eitthvað nýtt við þennan gamla standard. Hins vegar var sem Sigurði væri aðeins umhugað um að komast skamm- laust í gegnum hann með nýja baritóninn sinn. Baritón er flagg- skip saxafónijölskyldunnar og er- fítt í lundemi og aðeins á færi fárra manna að láta sér lynda við það. Sigurður Flosason hefur, að mati undirritaðs, ekki náð nægi- legum tökum á því enn sem kom- ið er og ætti ekki að nota það á tónleikum, heldur æfa sig og æfa og nota það svo á tónleikum. Umfram allt verður hann að ná hreinum og breiðum tón sem nokkuð skorti á í Heita Pottinum þetta kvöld. Kvartettinn heldur senn til Svíþjóðar þar sem hann leikur á norrænum jassdögum í Karlstad og fer síðan á elstu jasshátíð á Norðurlöndum sem haldin er í Kristianstad. Gaman væri ef ríkisútvarpinu áskotnuðust upp- tökur af jassdögunum í Karlstad því vitað er að sænska útvarpið tekur allt upp á band þar. Kvart- ett Tómasar R. Einarssonar er verðugur fulltrúi íslensks jass því meðlimir hans em allir fantagóðir hljóðfæraieikarar og Tómas R. Einarsson semur auk þess ágæta tónlist. Má þar nefna Ortega, Rúmba, samba og frjálst að ógleymdum Hinsegin blús. Hinn lagasmiðurinn, Sigurður Flosason, kann einnig mæta vel til verka en samt er eins og Sig- urður sé límdur við einhvcrjar klisjur. In Memoriam er til að mynda gersamlega húmorslaust lag enda eflaust ekki við hæfi að gleðjast mikið í erfilögum. Þessir tónleikar vom hin besta skemmtun þá loks þeir hófust og er vonandi að viðtökur verði góðar í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.