Morgunblaðið - 09.07.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 09.07.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 43 Tónleikagestir í Íslensku óperunni. Ljósmynd/BS Tónleikaraunir lausa tilraun til að sjá hljómsveitina og heyra á Listapoppi í Laugar- dalshöll, en hafði ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir langa bið. Það var því lag þegar hljómsveitin auglýsti með miklum glamúr að fyrirhugað- ir væru tónleikar i Lækjartungli á laugardags og sunnudagskvöld. Lækjartungl var þéttskipað á laugardagskvöldið, að venju, en ekki er gott að gera sér grein fyrir hvort áheyrendur komu af gömlum vana, eða til að sjá hljómsveltina. Ekki gekk Straxmeðlimum vel að halda áætlun, frekar en fyrri dag- inn, en ekki verður sveitarmönnum þar um kennt, því sökin skrifast víst á magnarakerfi og álíka. Hljómsveitin hóf þó leikinn um síðir, en hafði ekki leikið nema hálft annað lag er Ijós fóru af svið- inu og allt vart hljótt, nema hvað að veikur trommuslátt ur heyrðist. Hljómsveitarmenn gengu af svið- inu eftir nokkrar vangaveltur, en þremur korterum síðar átti allt að vera komið í lag. Það mátti þó heyra að ekki var allt með felldu, Því hljómburður var með versta móti og fór svo að Strax hætti leiknum eftir 3 til 4 lög og lýsti leiðtogi sveitarinnar yfir því að tón- leikunum væri lokið nema hljóð- menn gerðu kraftaverk. Við svo búið gekk ég út, en frétti daginn eftir að ekki hefðu sveitarmenn komist á svið aftur þetta kvöld. Það verður því eðlilega lítið úr tón- leikagagnrýni að þessu sinni, en ekki er ég viss um að betri hljórhur hefði gert mikið fyrir þau lög sem ég heyrði. Anno Domini Önnur sveit sem\nisheppnaða tónleika hélt umrætt laugardags- kvöld var bandaríska popprokk- diskósveitin Anno Domini. Anno Domini er kristileg hljómsveit og mikill hluti tónleikanna fólst í því að leiðtogi sveitarinnar, John Bow- ers, hvatti áheyrendur til að snúa af villu síns vegar og sagði skemmtilegar dæmisögur. Innskot hans voru það besta við þessa tónleika, enda góður ræðumaður, því lögin sem sveitin flutti voru afleit og hljóðfæraleikur til lítillar fyrirmyndar. Áheyrendur voru eitt- hvað á fjórða tug og því hálf tóm- legt í Óperunni. f tónleikahaldi getur gengið á ýmsu og segja má að f því eigi vel við hið kunna lögmál Murp- hys: Ef eitthvað getur farið úr- skeiðis, þá mun það gerast. Þessu fékk hljómsveitin Strax að kenna rækilega á í Lækjartungli fyrir skemmstu. Ekki strax Sá er þetta ritar gerði árangurs- Stuð- kompaníið með plötu Stuðkompanfið hefur verið áberandi f dansiballamarkaðnum og á vinsældalistum sfðan sveitin sigraði í Músfktilraunum Tóna- bæjar 24. aprfl á sfðasta ári. Ekki hefur þó komið frá sveitinni nema ein tólftomma, en hún hefur átt lög á safnplötum og nú fyrir skemmstu kom frá Stuðkompaní- inu önnur tólftomma sveitarinnar, sem á eru lögin xxx og xxxx, í venjulegri útsetningu og langspils- útgáfu, en miklum tíma var eytt í að vinna lögin á plötunni eins og kostur var. Tólftomman heitir ein- faldlega Tólftomma og kemur út á vegum Steinars. Stuðkompaníið skipa þeir Jón Kr. Ingólfsson bassaleikari, Trausti M. Ingólfsson trommuleikari, Atli Örvarsson hljómborðsleikari, Karl Örvarsson saxófónleikari og söngvari og Magni F. Gunnarsson gítarleikari. V Svart hvítur draumur Það hefur farið fjöllum hærra að neðansjávarsveitin góðkunna S.h. draumur væri hætt störfum. Á miðvikudagskvöld kom bassaleikari sveitarinnar Gunnar Hjálmarsson einn fram með trommuheila og kassagítar f veitingahúsinu Casablanca og Rokksíðan leitaði til hans fyrir tónleikana til að forvitnast um andlát Draumsins. Gunnar tók því fjarri að Draumurinn væri hættur. Hann sagði svejtina eftir að gera plötu og halda tónleika í kringum þá plötu og það yrði gert í haust. Hinsvegar mætti segja að séð væri fyrir endann á sveitinni, því sú plata og tónleikahald í kringum hana yrði það síðasta sem Draumurinn myndi gera. Ástæðuna kvað hann vera þá að það væri komin viss tónlistarþreyta í sveitarmeðiimi og að hann hefði viljað byrja aftur á núlli. Ekki sagðist hann þó ætla að gerast trúbadúr til langframa; hann hefði meiri áhuga á að starfa í einhverri hljómsveit. Á Casablancatónleikunum sýndi Gunnar það að hann er enginn venjulegurtrúbadúr og setti fram nýja skilgreiningu á þvf hlutverki. Trommuheilinn var listilega forritaður og kassagítarinn magnaður f botn og vel það. Ekki eru margar fullskipaðar hljómsveitir sem ná viðlíka krafti og spennu ítónlist og munar þar mestu um snjalla samsetningu laga og texta sem segja alitaf meira en felst í orðunum. Gunnar hefur ímyndunarafl sem gerir úr einföldustu frösum og textabrotum eitthvað sem ekki verður litið framhjá og er persónulegt og sárstakt. Skemmtilegt dæmi um það er uppklappslag hans þetta kvöld, þar sem hann sagði frá öræfaferð 22. nóvember 1963. ÓskandieraðGunni ^ geri meira af því að koma fram með * trommuheilanum, því þó slíkt apparat V » séalltaf hálf kuldalegtog ' ópersónulegt, þá er það ekki það eina '«\ semskiptir máli. ÆmtA \ Ljósmynd/BS Kátir piltará plasti Ljósmynd/BS Kátir Piltar taka lagið fyrir blaða- menn í A. Hansen í Hafnarfirði. Hafnfirska rokksveitin Kátir pilt- ar sendi nýlegar frá sér sína fyrstu plötu sem ber heitið Ein- stæðar mæður. Kátir Piltar eru þeir Atli Geir Grétarsson, Hallur Helgason, Jakob B. Grétarsson, Steinn Magnússon, Örn Almarsson og Davíð Þór Jónsson. Kátir piltar leita víða fanga á plötunni, tónlistarlega sem texta- lega, og segja að ekkert mann- legt sé sér óviðkomandi. Þess má sjá stað í textum sveitarinnar og af skýringum sem fylgja á innra umslagi plötunnar og má hér tína til eftirfarandi skýringu á laginu Angst: Expressíónísk tjáning á tilfinn- ingum nútímamannsins. Að- stæðurnar eru yfirþyrmandi, vanmáttur sjálfsins alger. Auk- ið fylgi öfgamanna heimsins er Kátum piltum áhyggjuefni sem og áhrif vélhyggjunnar á sjálfsímynd einstaklinganna. Félagslegar aðstæður skil- orðsbinda vitund; sjálfið tvístrast eins og hið marg- þætta framleiðsluþjóðfélag. Verður maðurinn óhæfur til að elska? Við þetta er engu að bæta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.