Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 46

Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 t 1 -* t INGA RASMUSSEN INGIMUNDARDÓTTIR, Thorvaldsensvej 13, Kaupmannahöfn, lést í Frederiksberg Hospital aðfaranótt 8. júlí. Aðstandendur. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN SIGURBJÖRNSSON vólstjóri, Geitlandi 37, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 7. júlí. Sigriður Björnsdóttir, Oddgeir Sigurðsson, Fjölnir Björnsson, Eva Gestsdóttir, börn og barnabörn. Móðir okkar, SUMARLÍNA ÞURÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR, lést 7. júlí á Hrafnistu Hafnarfirði. Fyrir hönd vandamanna, Hulda Bergsdóttir, Guðrfður Bergsdóttir, Siguröur Bergsson, Eirfkur Bergsson. Faðir okkar og stjúpfaðir, GESTUR PÁLSSON, Sólvöllum 8, Akureyri, lést 6. júlí sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 13. júlí kl. 13.30. Anna Lilja Gestsdóttir, Guðrún Gestsdóttir, Hjördís Jónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN JÓNSSON rafvirki, erlátinn. Kristjansand, Noregl, SigrúnSveinsdóttir, James Stansfield, Helgi Ó. Sveinsson, Marfa Annabel Lazaga, Jóna Sveinsdóttir, Guðjón Kristinsson og barnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, BRYNJÚLFUR JÓNSSON prentari, lést á Gjörgæsludeild Borgarspítalans 7. júlí. Anna Kristín Brynjúlfsdóttir, Elfas Snæland Jónsson, Jón Hersir Elfasson, Úlfar Harrl Elíasson, Arnoddur Hrafn Elíasson. t Móðir mín, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Kjós f Strandasýslu, Hátúni 10, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda, Pálmi Pétursson. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BJÖRNSSON, Hringbraut 87, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 11. júlí kl. 15.00. Lára Guðmundsdóttir, Ólafur Rafn Jónsson, Danielle Somers, Gylfi Jónsson, Guðrún Bergsveinsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, AÐALSTEINS GUNNARSSONAR. Valgerður Stefánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir, Gunnar Karlsson, Gunnar Aðalsteinsson, Sif Gunnarsdóttir, Sigþrúður Gunnarsdóttir. Kveðjuorð: Hermann Aðalsteins- son framkvæmdastjóri Fæddur 14. október 1945 Dáinn l.júlí 1988 Þegar góður vinur fellur frá, langt um aldur fram, er fyrsta spurningin sem upp í hugann kem- ur, af hverju og til hvers. Hópurinn sem hóf nám í við- skiptafræði haustið 1979 var stór, en fljótlega myndaðist góður vina- hópur, sem stóð saman í gegn um súrt og sætt næstu fjögur árin. Hermann Aðalsteinsson var einn í þessum hópi og lét ekki sitt eftir l’ggja> þegar vinna þurfti erfið og tímafrek verkefni, eða fara á skemmtanir og í ferðalög. Hermann hafði þá þegar mikla reynslu úti í atvinnulífinu, átti og rak prent- smiðju ásamt öðrum og nutum við skólafélagarnir góðs af. Minnis- stætt er íjáröflunarstarfið vegna Ameríkufararinnar, þá var Her- mann einna harðastur og alltaf úr- ræðagóður, þrátt fyrir að hann hefði ýmsum öðrum hnöppum að hneppa. Eftir Ameríkuferð fjórða- ársnema, sem lengi verður í minn- um höfð, gerðum við okkur jafnvel enn betur grein fyrir því en áður, að með þessum hópi hafði tekist varanleg vinátta. Slík vinátta verð- ur aldrei fullþökkuð, en eftir standa góðar og skemmtilegar minningar. Þó að samverustundimar hafi orðið alltof fáar hin síðari ár, var alltaf jafn gott að hitta Hérmann. Hann var einn af þeim mönnum, sem horfir fram á við og hafði alltaf eitthvað spennandi á pijónunum. Atorkan og vinnugleðin skein út út honum, svo að auðvelt var að hrífast með og ósjálfrátt fylltist maður sama eldmóðinum. Það var ekkert hálfkák á því sem Hermann tók sér fyrir hendúr. Efst í huga Hermanns voru þó alltaf Hrönn og strákarnir og gam- an var að fylgjast með sameldninni sem ríkti á þeim bæ. Gagnkvæm virðing og tillitssemi voru áberandi og aðdáunarverðir þættir í fari þeirra. Samvemstundir með Hermanni verða ekki fleiri, en það ætti að verða okkur sem eftir lifum til umhugsunar, að rækta betur þá vináttu sem við eigum í dag, því að enginn veit hvað morgundagur- inn ber í skauti sér. Við vottum Hrönn og drengjun- um samúð okkar og biðjum Guð að gefa þeim styrk og trú til að skilja tilgang alls þess er á hefur dunið. Félagar úr Viðskiptadeild HÍ Jóhanna Á. Blöndal, Sauðárkróki—Minning Fædd 18. september 1903 Dáin 28. júní 1988 Hinn 28. júní sl. lést í Sjúkra húsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, frú Jóhanna Ámadóttir Blöndal. Hún fæddist á Geitaskarði í A-Húnavatnssýslu hinn 18. sept- ember 1903. Hún var dóttir hjón- anna Hildar Sólveigar Sveinsdóttur og Áma hreppstjóra Þorkelssonar. Johanna ólst upp í hópi fimm glað- værra og tápmikilla systkina. Elst þeirra var Sigríður, síðar húsfreyja á Geitaskarði, gift Þorbirni Björns- syni, þá ísleifur lagaprófessor, kvæntur Sofíu Gísladóttur Johnsen, Guðrún, gift Ólafi Johnson, stór- kaupmanni, Jóhanna, gift Jean Valgard Blöndal, umboðsmanni Flugfélags íslands á Sauðárkróki, en yngstur þeirra systkina og sá eini sem eftir lifir er Páll, fyrrum bóndi í Glaumbæ í Langadal, síðar í Þórlaugargerði í Vestmannaeyj- um, kvæntur Guðrúnu Aradóttur. Jóhanna naut ástríkis foreldra og góðra aðstæðna í uppvexti sínum. Hún var síglöð og björt yfir- litum, hárið svo mikið og fagurt að orð var á gert. Hún bjó yfir óver\ju ríkum persónutöfrum, sem fylgdu henni alla ævi. Hún elskaði hljóm- list og eitt af því, sem hún hafði hlotið í vöggugjöf var falleg söng- rödd, en það gilti raunar um báðar systur hennar líka svo í æsku henn- ar var mikill söngur og gleði á Geitaskarði. Undirbúning sinn fyrir lífið hlaut Jóhanna á umsvifamiklu heimili foreldra sinna og á hús- mæðraskóla, að þeirra tíma sið, en tuttugu og þriggja ára giftist hún Valgarði Blöndal eins og áður sagði Blóma- og w skreytingaþjónusta w *' hvert sem tilefnið er. '* GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200 og bjó upp frá því á Sauðárkróki. Börnin urðu fimm og eru þrjú þeirra á lífi. Elsta soninn, Kristján, misstu þau frumvaxta. Hildur Sólveig, hús- freyja í Hveragerði, lést á 50. ald- ursári fyrir fáum árum. Hennar maður, Stefán Magnússon, tré- smíðameistari lést ári síðar og var þungur harmur kveðinn að frjöl- skyldunni er þau voru kölluð burt. Ámi, umboðsmaður Flugleiða á Sauðárkróki, kvæntur Maríu Gísla- dóttur. Álfheiður, húsfreyja í Bandaríkjunum, og Auðunn, flug- vélvirki, Akureyri. Jóhanna og Valgarð bjuggu lengst af í Villa Nova á Sauðár- króki og var heimilið rómað fyrir myndarskap og gestrisni. Þar geisl- aði hlýjan frá húsráðendum, svo að öllum hlaut að líða vel í návist þeirra. Það voru ekki bara bömin sem nutu umhyggjunnar á því heimili, heldur hefi ég fyrir satt að í tíð þeirra hjóna hafi sjö gamal- menni kvatt lífið frá þeirra heimili, sem talar sínu máli um drengskap þeirra hjóna og mannkærleika. Þrátt fyrir mikil umsvif á heimilinu vannst þeim hjónum tími til að taka þátt í félagslífinu á Sauðárkróki og vom þau bæði mjög virk m.a. í leik- listarstarfinu. Síðar, þegar erfiðleikar steðjuðu að, breyttu þau heimilinu í Villa Nova í hótel, sem þau ráku um árabil. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast þeim hjónum allnáið vegna skyldleika konu minnar við Jó- hönnu. Henni var Jóhanna alla tíð einkar kær og eigum við hjónin ljúf- ar endurminningnar frá okkar sam- fundum bæði hér heima og erlend- is. Við minnumst Valgarðs sem öðlingsdrengs, en hann féll frá árið 1965. Upp frá því fór heilsu Jó- hönnu að hraka og síðustu árin dvaldi hún á sjúkrahúsi Skagfirð- inga, þar sem hún naut af einlægu þakklæti frábærrar umönnunar. Nú er þessi elskulega og mæta kona ekki lengur á meðal okkar og er kvödd með þökk og virðingu. Agnar Tryggvason Fanney Sigwjónsdótt- irDavis — Minning Fanney Siguijónsdóttir Davis lést 23. maí sl. á spítala í Norður- Dakota í Bandaríkjunum, 72ja ára. Útför hennar fór fram í Melankton- Bloomfield Lutheran kirkjunni í Upham, Norður-Dakota 28. maí sl. Að ósk hinnar látnu var aska hennar send til íslands og hefur henni nú verið komið fyrir í graf- reit foreldra hannar í Fossvogs- kirkjugarði. Fanney Siguijónsdóttir Davis var fædd 23. september 1915 á Seyðis- fírði. Foreldrar hennar voru Sigur- jón Johannsson, f. 16. ágúst 1881, d. 17. febrúar 1968 og Helga Arngrímsdóttir, f. 13. maí 1889, d. 21. febrúar 1947. Nánustu eftirlifandi ættingjar Fanneyjar eru synir hennar tveir, Helgi Davis, búsettur í Edinburg í Texas og Lárus (Lawrence) Davis, búsettur í Modesto í Kaliforníu. Bræður hennar, Amgrímur og Ás- mundur Siguijónssynir, em búsettir í Reykjavík, en þriðji bróðirinn, Jó- hann, lést 31. desember 1956. Fanney fluttist frá Seyðisfirði með fjölskyldu sinni árið 1924. Hún stundaði nám við Verzlunarskóla íslands og starfaði síðar m.a. hjá Magnúsi H. Blöndahl og Bmna- bótafélagi íslands. Árið 1947 giftist hún Buell Davis, Bandaríkjamanni, sem starfaði hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. í júlímánuði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.