Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 47 Kveðjuorð: Sveinn S. Einars- sonf verkfræðingur Fæddur 9. nóvember 1915 Dáinn 19. júní 1988 Fregnin um lát Sveins S. Einars- sonar barst mér ekki hingað til Finnlands fyrr en daginn sem hann var jarðsettur,' og því eru þessi kveðjuorð heldur síðbúin. í minn- ingargreinum, sem birtust í Morg- unblaðinu útfarardaginn, er starfs- ferli Sveins lýst ítarlega. Þó vil ég bæta við nokkrum orðum og minn- ast á hinn mikilvæga stuðning Sveins við stofnun og starfsemi Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á íslandi. Á námsárum mínum og fyrstu starfsárum hjá Jarðhitadeild Orku- stofnunar heyrði ég oft talað um störf Sveins að jarðhitamálum heima og í Mið-Ameríku og það var ætíð fróðlegt og um leið spennandi þegar Sveinn kom í heimsókn á Jarðhitadeildina og færði okkur fréttir af þeim fjölmörgu verkefnum sem biðu úrlausnar á jarðhitasvæð- um víða um heim. Sveinn hafði alla tíð óbilandi trú á að íslenskir jarð- hitamenn gætu komið að miklu liði við að beisla jarðhitann í þróunar- löndunum og sýndi þá trú sína í verki. Hann starfaði lengur við jarð- hitaráðgjöf í þróunarlöndunum en nokkur annar íslendingur fram að þessu. Hann var sannarlega einn af brautryðjendum útflutnings á íslenskri tækniþekkingu. Ég kynntist Sveini fyrst að marki árið 1978 þegar haldin var ráð- stefna á Laugarvatni að tilhlutan Háskóla Sameinuðu þjóðanna til að ræða skynsemi þess að setja á stofn alþjóðlegan jarðhitaskóla á íslandi til að þjálfa verkfræðinga og raun- vísindamenn frá þróunarlöndunum. Háskóli Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) bauð til ráðstefnunnar jarðhita- mönnum' frá þróunarlöndum og iðnríkjum svo og fulltrúum þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem mest höfðu látið að sér kveða við rannsóknir og nýtingu jarðhita. Á fundinum var fólk frá 12 löndum og þar á meðal var Sveinn, sem um þær mundir starfaði sem jarðhita- ráðunautur SÞ við orkuáætlun Mið-Ameríkuríkja með aðsetri í Hondúras. Á ráðstefnunni var rætt um kosti þess og galla að starf- rækja jarðhitaskóla fyrir þróunar- löndin í löndum eins og íslandi og Nýja Sjálandi. Spurt var hvort ekki ætti fremur að starfrækja slíka skóla í þróunarlöndunum sjáifum. Sveinn hafði öll þau ár er hann starfaði fyrir SÞ verið mikill tals- maður þess að undirstaða sjálfs- bjargar þróunarlandanna væri menntun fólksins. Hann hafði m.a. skipulagt námskeið fyrir jarðhita- menn í Mið-Ameríkulöndum og fengið þangað fyrirlesara frá hinum leiðandi jarðhitalöndum. Á Laugarvatni sagði Sveinn frá þessum námskeiðum, sem hann taldi tvímælalaust skila árangri. En hann benti einnig á mikilvægi þess að þróunarlöndin ættu jafnframt kost á að senda sína bestu jarð- hitamenn til lengri þjálfunar til jarð- hitastofnana á alþjóðamælikvarða þar sem allt snerist um öflun og nýtingu jarðhitans. Þegar heim kæmi gætu þessir menn þjálfað landa sína og hugsanlega menn frá nágrannalöndum. Og Sveinn vissi manna best að á fáum stöðum í heiminum er hægt að kynna sér nánast alla þætti jarðhitamála í einni borg eins og í Reykjavík. Laugarvatnsráðstefnunni lyktaði með því að þátttakendur mæltu með því að HSÞ gengi til samninga við íslensk stjómvöld um stofnun jarðhitaskóla HSÞ í Reykjavík. Jarðhitaskólinn tók síðan til starfa vorið 1979. Bæði á Laugarvatns- ráðstefnunni og á líkri ráðstefnu, sem HSÞ hélt á Ítalíu haustið 1980, veitti Sveinn ríkulega af reynslu sinni af jarðhitaaðstoð í þróunar- löndunum og það var vel tekið eftir orðum hans. Vorið 1980 var ákveðið að ég færi á vegum HSÞ til að kynna stjómvöldum Mið-Ameríkuríkja starfsemi HSÞ og stofnun Jarð- hitaskólans á íslandi. Ég hafði aldr- ei til Mið-Ameríku komið og óskaði strax eftir því við aðalstöðvar HSÞ í Tókýó að hafa samband við aðal- stöðvar Tækniaðstoðar SÞ í New York til að fá Svein að láni mér til halds og trausts í þessum erind- rekstri fyrir HSÞ. Eftir heilmiklar skeytasendingar var allt klappað og klárt og ég hélt til Hondúras þar sem ég gisti við mikla gestrisni yfír helgi á glæsilegu heimili þeirra Aðalheiðar og Sveins. Við Sveinn heimsóttum síðan á tveimur vikum orkustofnanir og ýmis ráðuneyti í fímm löndum, þ.e. Costa Rica, Guatemala, Hondúras, Nicaragúa og Panama. Við ætluðum einnig til E1 Salvador, en fengum skeyti til Minning: Guðrún Pálsdótt- irfrá Setbergi Fædd 31. desember 1885 Dáin2.júlí 1988 í dag verður til moldar borin afasystir okkar, Guðrún Pálsdóttir, eða frænka, eins og við kölluðum hana alltaf. Hún var fædd á Hoffelli í Nesj- um, en fluttist að Setbergi á öðru aldursári ásamt foreldrum sfnum. Á Setbergi dvaldist frænka síðan alla sína ævi að undanskildum allra síðustu æviárunum. Þá var hún sjúklingur á dvalarheimili aldraðra, Skjólgarði á Höfn. Ef benda mætti á eitthvað í fari hennar, sem hvað flestir er þekktu hana minnast, þá var hún sérstak- lega iðjusöm og nýtin. Hún var bam þeirrar kynslóðar, sem vissi hvemig var að skorta hluti sem nú á dögum er sóað. Sú nýtni náði einungis til hennar sjálfrar, þvi ætíð var hún reiðubúin að hjálpa vonum og óskum okkar systkinanna að rætast. Og svo var um aðra, sem hún helgaði líf sitt á Setbergs- heimilinu. Árið 1924 lést Helga Pálsdóttir, amma okkar, kona Áma afa okkar, sem var bróðir Guðrúnar frænku. Frá andláti Helgu tók frænka að sér búsýslu á Setbergsheimilinu og auk þess fóstraði hún þtjá unga syni Áma og Helgu, þá Ara, Pál 1959 fluttust þau til Bandaríkjanna með syni sína tvo, en í október sama ár lést Buell Davis. Þetta var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Fanney og drengina, en hún kaus að dvelja áfram í Bandaríkjunum — dvaldi fjögur ár í Fíladelfíu og eitt ár í Washington DC. Árið 1964 fluttist hún til Upham í Norður-Dakota, þar sem hún átti ættingja í foður- 1 egg sem reyndust henni og bömun- um mjög vel. Frændi hennar, Er- lendur Swanson, hafði farið kom- ungur frá Seyðisfírði til Vestur- heims ásamt foreldrum og tveimur systrum. Erlendur lést viku áður en Fanney kvaddi þennan heim, þá níræður. Erlendur var hálfbróðir Sigurjóns, föður Fanneyjar. I lífi Fanneyjar skiptust á skin og skúrir. Hún var vel greind og bráðmyndarleg í öllum störfum. Þrátt fyrir þungt mótlæti fyrsta árið í Bandaríkjunum urðu synir hennar nýtir þegnar í hinu nýja landi. Þeir eru báðir kvæntir banda- rískum konum og bamaböm Fann- eyjar orðin fímm þegar hún lést. Megi hún hvíla í friði. Sigurjón Jóhannsson og Helga. Okkur systkinunum er ljúft að rifla upp, hversu allar þær minning- ar sem tengjast frænku em hlýjar. Það æviskeið okkar, sem við áttum þess kost að vera samferða henni og eins og við komum til að minn- ast hennar, em minningar um gamla konu sem ávallt hafði nógan tíma, pláss og hjartahlýju fyrir okk- ur, hvenær sem var. Og sá friður og ró, sem var í kringum hana þeg- ar hún var að gera eitthvað fyrir okkur, eða með okkur, er vand- fundin í dag. Frænka veitti okkur innsýn í ókunnan heim löngu liðins tíma með frásögnum sínum af ýmsu, sem hún hafði upplifað og gerir fólki nútím- ans nær ómögulegt að skilja hvem- ig hægt var að komast af við slík kjör. Hún var bam þess tíma er flutti úr torfbæ í steypt steinhús, og virtist ekki ofmetnast af þeirri breytingu. En nú á dögum tölvu- væðingar og hvers kyns annarra framfara til lífsþæginda, þegar ekki þarf að hafa áhyggjur af eða beita ítmstu fyrirhyggju til að eiga í sig og á, þá fínnst okkur oft vanta æðmleysi ogþolinmæði til að mann- leg samskipti gangi eðlilega fyrir sig. Hún frænka hafði yfir hvom tveggja að búa í samskiptum sínum við okkur og aðra er hana þekktu, æðmleysi og þolinmæði. Okkur langar að flytja henni hinstu þökk og virðingu fyrir það lífsveganesti sem hún veitti okkur. Blessuð sé minning hennar. Árný, Stefán, Ólöf og Þorvarður. Guatemala frá aðalstöðvum SÞ um að starfsmenn SÞ mættu ekki fara inn í landið vegna hemaðarástands- ins þar. Sveini vom engin nýmæli að fá slík skilaboð eftir margra ára dvöl í þessum hijáða heimshluta þar sem skiptast á borgarastytjaldir og náttúmhamfarir. Sveinn hafði um þessar mundir verið jarðhitaráðgjafí orkuáætlunar Mið-Ámeríku í þrjú ár en hafði áður dvalið í E1 Salvador 1969-1972 og í Nicaragúa 1972-1977. Sveinn var því gjörkunnugur öllu því sem laut að jarðhitamálum Mið-Ameríku og þekkti persónulega lykilstarfsmenn í mörgum stjómarstofnunum. Hvar sem Sveinn kom var honum fagnað sem góðum gesti og greinilegt var að störf hans fyrir þessi lönd um árabil vom mikils metin. Á fundum með embættismönnum fómm við yfír stöðu orkumála í viðkomandi landi, hvaða þátt jarðhiti gæti skip- að í orkuáætlun landsins og á hvem hátt Jarðhitaskóli HSÞ á íslandi gæti komið landinu að notum. Á slíkum fundum var Sveinn í essinu sínu. Með háttprýði sinni, gáfum og mikilli þekkingu á jarðhitamál- um var Sveinn glæsilegur fulltrúi alþjóðastofnunar og um leið merkis- beri orkulindar sem svo fáir hafa sinnt um þar til nýlega. Það var ómetanlcgt fyrir nýliða í alþjóða- samstarfi að hafa slikan læriföður sem Svein. Allt fas Sveins var sem hins sanna heimsborgara óháð því hvort hann lenti í nákvæmri vopna- leit til að komast inn á fund í skipu- lagsmálaráðuneyti Guatemala eða þegar gengið var um veislusali glæstra hótela. Hann var góður ferðafélagi. Eftir að Sveinn flutti til New York og settist í stól aðaljarðhita- ráðgjafa tækniaðstoðar SÞ höfðum við reglulega samband símleiðis til að samræma sem best starfsemi Tækniaðstoðar SÞ og Jarðhitaskóla HSÞ í hinum ýmsum löndum. Og alltaf bar Sveinn starfsemi Jarð- hitaskólans fyrir bijósti. Því miðiijt. varð samstarfíð við Svein minna en ég hafði vonast til eftir að hann flutti til íslands, því ég hef starfað erlendis mikinn hluta þess tíma. Ég þakka Sveini vináttuna og hans mikilvæga stuðning við stofn- un og starfsemi jarðhitaskóla HSÞ. Við Þórdís sendum Aðalheiði og fjölskyldu þeirra Sveins innilegar samúðarkveðjur. Ingvar Birgir Friðleifsson t Þökkum auösýnda samúö og vináttu vegna fráfalls AUÐAR ERLU SIGFRIEDSDÓTTUR, Öldugranda 9, Reykjavfk. Viðar Stefánsson, Bryndís Árnad. Scheving, Haraldur Ólafsson, Stefán Fannar Viöarsson, Ægir Þór Viðarsson, Heiða Björk Viöarsdóttir og aðrir aðstandendur. t Hjartanlega þökkum við öilum ér vottuðu okkur samúö og vináttu við andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, ÁSGRÍMS SIGURÐSSONAR skipstjóra frá Siglufirðl, og heiðruðu minningu hans. María Ásgrímsdóttir, Kristinn Finnsson, Halldóra Asgrfmsdóttír, Karl-Erik Rocksón, Eirfksfna Asgrfmsdóttir, Ange Mancini og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR, áður Seljavegi 13, sem andaðist á Droplaugarstööum 10. júní. Sérstakar þakkir vilj- um við færa starfsfólki sjúkradeildar Droplaugarstaða, sem annaö- ist hana í veikindum hennar. BrynjólfurÁ. Magnússon, Ólafur R. Magnússon, Helga Kristinsdóttir, Kristrún Magnúsdóttir, Kristján B. Finnbogason, Erna B. Magnúsdóttir, Gunnar B. Oddsson, Unnur S. Magnúsdóttir, * Benedikt Bogason, Sigrún Magnúsdóttir, Sigurður Thoroddsen og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Ási, Hringbraut SB, Hafnarfirðl. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, fyrir góöa umönnun í veikindum hennar. Sigurlaug Arnórsdóttir, Sigurður Arnórsson, Ásta Arnórsdóttir, Sigrún Arnórsdóttir, Sólveig Arnórsdóttir, Friðþjófur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðbjörg Friðfinnsdóttir, Skúli Bjarnason, Björn Höskuldsson, Þórarinn Sigurbjörnsson, Þökkum innilega samúö og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÁRMANNS BJARNFREÐSSONAR, Birkihlíö 20, Vestmannaeyjum. Kristfn Óskarsdóttír, Ingibjörg Ármannsdóttir, Björgvin Ármannsson, Hlynur Þór Ingólfsson, Óskar Ármannsson, Bjarnfreður Ármannsson, tengdabörn Ægir Ármannsson, Anna Jóna Ármannsdóttir, Guðný Ármannsdóttir, Þorleif Ármannsdóttir, Erla Dögg Ármannsdóttir, Sigurbergur Ármannsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.