Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 49
f
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
49
MONAKO
Karólína prinsessa
vill ættleiða barn
Karólína prinsessa er fjarska
vinsæl í heimalandi sínu og
ekki hafa vinsældirnar dvínað eftir
að orðrómur fór á kreik um að
Karólína væri ófrísk í fjórða sinn.
Reyndar það ekki verið staðfest af
furstafjölskyldunni en kunnugir
telja miklar líkur á því.
Þrátt fyrir orðróminn er Karólína
alvarlega að hugsa um að ættleiða
bam. Barnið heitir Vanessa og er
þriggja ára. Litla stúlkan fannst
eitt rigningarkvöld í apríi fyrir utan
símaklefa við spilavíti í Monte
Carlo. Hún var bæði skítug og van-
nærð og fötin hennar eintómir lar-
far.
Vanessa gat aðeins sagt nafnið
sitt og þegar hún var spurð um
foreldra sína sagði hún að þeir
væru „í bílnum". Enginn hefur
spurt um hana síðan hún fannst.
Vanessa var lögð inn á sjúkrahús
og þá kom í ljós að hún þjáðist af
næringarskorti og fleiri kvillum í
tengsum við það.
Þegar Karólína prinsessa heyrði
um örlög stúlkunnar lét hún ekki á
sér standa. Hún skipaði svo fyrir
að Vanessa skyldi fá jafn góða
umönnun, fæði og klæði eins og
hennar eigin börn myndu fá og hún
myndi sjá um kostnaðinn.
Síðan Vanessa fannst hefur Ka-
rólína heimsótt hana næstum dag-
lega á sjúkrahúsið. „Það er eins og
ég hafi eignast mitt fjórða bam“
BILDSHOFÐA10
Fatnaður
Karólína Mónakóprinsessa er
sögð vera ófrísk en samt sem
áður er hún alvarlega að hugsa
um að ættleiða barn.
segir Karólína. Foreldrar Vanessu
em líklega af sígaunaættum og það
gerir leitina að foreldrum hennar
enn erfiðari.
„Ef foreldrar Vanessu koma ekki
í leitimar, mun ég sjá um barnið"
segir Karólína. Börnin hennar,
Andrea og Karlotta hafa þegar
heimsótt Vanessu í nokkur skipti
og hlakka til að fá nýjan leikfélaga.
SARA FERGUSON
Fergie á von
á stúlkubarni
Englendingar stunda veðmál af
miklu kappi og það er fátt sem
ekki er veðjað um. Síðustu mánuði
hafa Englendingar eytt mörgum
milljónum í að veðja um hvort kyn-
ið Sara Ferguson gengur með og
hvort það verði tvíburar eða ekki.
Nú hafa Fergie og Andrew upp-
lýst að þau eiga von á stúlkubarni
og þar með er allt gamanið búið
hjá enskum veðmöngumm. Talið
er víst að Fergie hafi farið til sér-
fræðings til að fá vitneskju um
málið og þess vegna séu þau
Andrew og Fergie svo viss í sinni
sök.
Kvisast hefur út að þau hjónin
hafi þegar ákveðið hvað dóttirin á
að heita. Barnið á að heita Annabel
Victoria ef sérfræðingurinn hefur
haft rétt fyrir sér og nú er bara
að bíða og sjá.
Betri búðin
AxelÓ.
Bombey
Vinnufatabúðin
Bragasport
Sportvöruversíunin
Sparta
Pastel
Toppleður
Yrsa
"Hll ’!! íi.M
Blómasalinn
Carlos
Nesco
Vöruver
o.m.fl.
[Husgagnahöllinj
/ iNestil
Heitt kaffi á könnunni
Opnunartími:
Virka dagakl. 12-19
Laugardaga kl. 10-16
SUMARMARKAÐUR
Fergie segist ganga með stúlku-
barn og ef það reynist rétt á
barnið að heita Annabel Victoria.
★ ★v t /★★
BRAUTARHOLTI 20 - SÍMI 29098.
Vetrarbrautin er nýr mjög vandaður veitingastaður.
Metnaðarfullt starfsfólk Vetrarbrautarinnar hefur
sett sér verðugt markmið; að verða best á sínu sviði.
Láttu metnaðinn ráða þínu vali.
OPNUNARTÍMI:
Miðvikudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 19.00 - 01.00.
Föstudaga og laugardaga kl. 19.00 - 03.00.
Pantið borð tímanlega hjá veitingastjóra í síma 29098.