Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 Áster... ... spumingin um í hvaða átt skal halda. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights resarvad © 1987 Los Angeles Times Syndicate tapaði kontaktlinsun- um ... Með morgiinkalfinu Ég ætla sjálf að saunia kjólinn... HÖGNI HREKKVÍSI FVRIR SJÁL.FAM piQ!“ Veðurstofa Suð-Vesturlands? Til Velvakanda. Það er víst fremur erfitt að þekkja sjálfan sig. Veðurstofa ís- lands virðist eiga í talsverðum erfið- leikum með að átta sig á því, að hún er Veðurstofa íslands. Raunar virðist Veðurstofa íslands tilheyra starfsmönnum stofnunarinnar og endurspeglar hún þar af leiðandi þrautir þeirra og persónulegar áhyggjur út af veðurfarinu, ellegar ómar af bamslegri gleði þeirra yfir lífsins lystisemdum. Allan júnímánuð sátu starfs- mennimir frammi fyrir sjónvarpsá- horfendum þungbúnir og ólundar- legir og áttu varla til orð til að lýsa því hvað veðrið væri vont á landinu, þótt á kortinu sem þeir voru að lýsa í sjónvarpi allra landsmanna, væri ekki annað að sjá en að óvenjumikl- ir hitar væm víða um land. Átti þetta ekki síst við um Fljótsdals- hérað. Um allt norðaustanvert landið var veður mjög hlýtt, enda hrökk það. upp úr starfsmönnum Veðurstofunnar,' að meðalhiti jún- ímánaðar væri með því hæsta sem mælst hefði í þessum landshluta. Þegar þessum hlýju sunnanvind- um lauk og vindar fóru að blása úr norðri glaðnaði heldur betur yfir veðurfræðingunum í sjónvarpinu. Luku þeir veðurfregnum undan- tekningarlítið með þeirri'frómu ósk að norðanáttir héldust sem lengst, þ.e.a.s. að íbúar í útnesjum norðan- og austanlands byggju við sitt skítaveður og fimm stig sem allra lengst. Fréttaþulir sjónvarps ýttu að sjálfsögðu undir þessa þjónustu við landsmenn með leiðandi spum- ingum. Nú vill svo til, að á íslandi er yfirieitt fremur hlýtt, þegar vindar blása úr suðri. Þá berast jafnan Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk plstla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fyigja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgar væðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum. loftstraumar hlaðnir raka yfir suð- urströnd landsins, 7-11 stiga heitir. Þegar komið er norður yfir hálend- ið er hitastigið oft komið upp í 15-20 stig, stundum talsvert meira. Slíkt veðurlagboðaryfirleitt fremur milda tíð fyrir íslendinga og íslenskt gróðurlendi. Að vísu fylgir því væta fyrir sunnan, en gróðrinum kemur hún oftast vel, þótt mannfólkinu þyki hún hvimleið til lengdar. Þegar hann leggst í norðrið, kóln- ar hins vegar á þessu landi, þegar á heildina er litið. Norðanvindamir, sem koma inn yfir norðurströndina em oft 4-7 stiga-heitir. Þegar það loft hefur hlýnað á ferð sinni yfir hálendið nær það 9-16 stigum, stundum meira. í slæmum ámm, eins og til dæmis árið 1979, fellur meðalhiti talsvert. í slíku harðæri em hins vegar einna mestar líkur til þess að sólríkt sé á höfuðborgar- svæðinu. Nú urðu margir íbúar höfuðborgarsvæðisins til þess að dásama hallærið 1979 og lögðu þar með mat á veðurfarið út frá sínum persónulega og mjög þrönga sjón- deildarhring, enda vom þeim ófarir landbúnaðarins fjarlægar og þar af leiðandi óviðkomandi. Það var ekki hægt að búast við öðru. Hins vegar má gera ráð fyrir því, að starfsmenn Veðurstofu íslands átti Til Velvakanda. Við viljum þakka Stöð 2 fyrir bæði góða og langa dagskrá, en það em tvö atriði sem við vildum benda á. Það er að hafa „Hunter“- þættina á þriðjudögum en ekki á laugardögum, svo viljum við sig á megináhrifum suðlægra og norðlægra loftstrauma á lífið í landinu og gróðurfar. Auk þess er hægt, án þess að gerast sekur um tilætlunarsemi, að krefjast þess að starfsmenn Veðurstofunnar hagi sér eins og starfsmenn Veðurstofu íslands, lýsi veðri og veðurhorfum, en sleppi eigin mati á því hvers konar veðurlag sé æskiíegt fyrir landsmenn. Þess hefur raunar lengi gætt hjá fréttamönnum útvarps og sjónvarps að þeir meti gildi frétta og upplýsinga út frá eigin bæjardyr- um. Þótt þetta hafí batnað með til- komu fleiri fréttamanna og frétta- ritara úti á landi. En það er hins vegar í hæsta máta óviðeigandi þegar veðurfræðingar veðurstof- unnar líta á eigin stofnun og sjón- varp allra Iandsmanna sem eldhús- gluggann heima hjá sér, skyggnast þaðan út yfír plássið með frómum óskum um að það fari nú að rigna ofan í kollinn á einhveijum öðrum en þeim sjálfum. Til foma höfðu menn um þess konar háttalag orðið „heimska“, er menn sáu ekki út fyrir kotið. Nú til dags heitir þetta þröngsýni, en hvorugt hæfír starfs- mönnum þessara annars ágætu stofnana. grennslast fyrir um hvað varð um þættina „Moonlighting" sem sýndir voru á föstudagskvöldum. Við óskum eftir svari frá Stöð 2 sem fyrst. Gunna og Sigga. Sjónvarpsáhorfandi. Þakkir og úrbætur Yíkveiji skrifar Vegfarandi, sem nýlega var á ferð í Finnlandi hafði orð á því við Víkveija, að þar í landi væri ökumönnum skylt að aka með ljós á þjóðvegum en ekki í borgum. Þessi vegfarandi taldi, að hugmynd- in um að aka alltaf með ljós væri komin frá Finnum. Hins vegar hefðu þingmenn ekki gætt að því, að Finnar gerðu slíkar kröfur ekki, þegar um væri að ræða akstur í borgum. Hann kvaðst heldur ekki sjá, hvers vegna aka ætti með ljós í þéttbýli, þótt rökin fyrir því væru augljós, þegar komið væri út á þjóð- vegi. Þetta er vissulega umhugsunar- vert. Óumdeilt er, að gagn er að því, að aka með ljós á þjóðvegum en hefur það raunverulega þýðingu í þéttbýli? að virðist standa hér yfír vél- hjólaæði. Á kvöldin má sjá á hinu svonefnda hallærisplani fjölda svartklæddra ungmenna með vél- hjól. Þessir kappar æða síðan um götur á hraða, sem er langt yfír leyfileg mörk. Víkveiji hefur í tvígang fylgzt með þessum aðför- um. Kvöld eitt fyrir nokkrum dög- um óku nokkrir vélhjólakappar eftir Suðurgötunni á ógnarhraða með tilheyrandi hamagangi. Óhikað má fullyrða, að þeir voru langt yfir hraðamörkum. Vegfarendur voru augljóslega í hættu staddir. Daginn eftir fylgdist Víkveiji með því, þeg- ar slíkir kappar æddu eftir Hring- braut, einn þeirra var með farþega aftan á vélhjóli sínu og ók því góða stund á afturhjólinu einu saman, þ.e. stjómandi vélhjólsins iét það “pijóna"! Þetta gengur auðvitað ekki. Lögreglan verður að sjá til þess, að þetta unga fólk stundi “íþrótt" sína annars staðar en á götum borgarinnar. XXX eim, sem starfa í náinni snert- ingu við viðskipta- og fjármál- alíf þjóðarinnar, ber saman um, að mjög harðnar á dalnum. Einn við- mælenda Víkveija, sem stjórnar peningastofnun, sagði, að ástandið hefði versnað mjög að undanfömu, ásókn í lán á þeim háu vöxtum, sem nú gilda væri svo mikil, að óhjá- kvæmilegt væri að standa á brems- unum, sem “væri hundleiðinlegt"! Annar fjármálamaður hafði orð á því, að þótt atvinnureksturinn kvartaði mjög undan háum vöxtum bæri ekki á slíkum kvörtunum, þeg- ar sótt væri um lán!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.