Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 55

Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Kvenleg myndlist Jónína H. Jónsdóttir, Bergi, Eyrarbakka hringdi: „Nú um daginn, er ég var ný- komin heim frá Hvolsvelli í fallegu veðri, fann ég hvað það var sem gerði ferðalag mitt svo ánægju- legt, fyrir utan fallegt landslag, góðan malbikaðan veg og veður- sældina. Það var myndlistarsýn- ing er leikkonan og leikstjórinn Ingunn Jensdóttir heldur um þess- ar mundir í Essoskálanum, Hlíðarbæ, sem er nýr og vistlegur veitingastaður. Þetta er fyrsta málverkasýning Ingunnar og eru myndir hennar forvitnilegar og mótívin margvísleg, allt frá Reykjavíkurtjðrn austur á Homa- fjörð. Konur láta nú æ meir til sín taka í myndlist hér á landi og margar þeirra hafa lifað skemmti- lega og litríka ævi sem óneitan- lega kemur fram í myndum þeirra. Ingunn er ein þeirra. Hennar kvenlega eðli kemur glöggt fram í fallegum, lýrískum abstraktion- um og í mjúkri litameðferð. Það er mikið rætt um list hér á landi og eru íslendingar að verða jafn- þekktir fyrir listina og fískinn. Því fannst mér að fólk mætti vel vita af þessari sýningu sem hefur hlotið miklar og góðar viðtökur í sinni heimabyggð og hvet jafn- framt byggðarlög að hafa eitthvað fallegt á veggjunum þegar ferða- menn stoppa á áningarstöðum. Ingunn, til hamingju." * Góð gamanmynd Bíóunnandi hringdi: „Mig langar til að benda öllum bíóunnendum á myndina „Enda- skipti" (ViceVersa) með Judge Reinhold og Fred Savage, sem nú er verið að sýna í Stjömubíói. Ég er 35 ára gömul og orðin nokk- uð gagnrýnin á myndir, ekki síst gamanmyndir. En myndin kom mér stórkostlega á óvart. Þar var engu ofgert, leikurinn var frábær °g ég hló bókstaflega allan tímann. Ég vil þakka Stjömubíói fyrir ánægjulega kvöldstund og mæli hiklaust með myndinni fyrir alla aldurshópa." Lágu bílnúmerin forréttindi ríkra Kona í Austurbænum hringdi: „Nú er enn einu sinni farið í gang með að mismuna þjóðfélags- þegnunum. Að þessu sinni með því að selja lágu númerin hæst- bjóðanda. Þá er eins gott að hafa meira en smáaura í buddunni, því samkvæmt upplýsingum frá Bif- reiðaeftirlitinu koma þau til með að kosta 50.000-ln0.000 kr. Þama er verið að hygla þeim ríku einu sinni ehn, því ef maður hefur ekki efni á að halda gamla góða númerinu sínu verður það bara selt þeim sem hæst.býður." Emil I Kattholti snýr aftur Dóra Sigurðardóttir, form- aður Leikfélags Kópavogs hringdi: „Varðandi fyrirspurn sem birt- ist á síðum Velvakanda 7. júlí vil ég að komi fram að leikritið „Em- il í Kattholti" verður tekið upp að nýju með haustinu. Óvíst er hvaða húsnæði við munum hafa til þess, því ekki er komið á hreint hvenær framkvæmdum við leik- húsið okkar lýkur. Við munum auglýsa leikritið þegar þar að kemur, svo það er engin hætta á að það fari framhjá fólki.“ TIL DÝRAVINA Kærí Velvakandi. Vegna fyrri skrifa að undanförnu um meðferð katta, langar mig að bæta nokki-u við. Þeir sem hafa umgengist dýr árum saman og kunna vel á þarfir þeirra vita, eða ættu að vita að þessir litlu vinir okkar þarfnast okkar mikið. Þeir sakna okkar óskaplega ef við förum í ferðalag, þeir finna svo sannarlega á sér ef eitthvað slíkt er í bígerð. Það er því mjög brýnt að það fari vel um litlu skinnin meðan eigendnr þeirra eru fjarverandi, þá helst af öllu að einhver úr ijölskyldunni gæti þeirra. Þá er allt miklu örugg- ara og söknuðurinn ekki eins mikill. Að fá sér kettling er ekki eins einfalt og margur heldur. Áhuginn dvínar oft þegar kisa er orðin full- vaxin, þá er eins og gamanið sé búið og kisa er ekki eins eftirsókn- arverð og áður. Við sem störfum að dýravemdarmálum vitum ótal dæmi um það. Fólk má til að hugsa sig vel um áður en það fær sér húsdýr, hvort sem um hund eða kött er að ræða. Dýrin treysta al- gerlega á okkur og reynast okkur vel ef þau fá rétta umönnun. Það gefur manni mikið að hafa hjá sér húsdýr en við megum til með að hugsa vel um þau. Þau þakka það margfalt. Oft hefur verið hringt til mín og spurt um kettling, með það í huga að gefa bami hann í afmælisgjöf. Ég tel þetta afar vanhugsað, fólk ætti að hugsa málið vandlega áður en það gefur bami slíka gjöf, því kettlingar eru engin leikföng. Það má að lokum ítreka það sem á undan hefur komið að skora á fólk að láta gelda fress og taka læður „úr sambandi". Það er svo ósköp dapuriegt að láta svæfa stálpaða kettlinga þegar framboðið er meira en eftirspumin. Þá hvet ég alla dýravini að vera vakandi vegna þessa máls og að síðustu að merkja dýrin sín. Með kveðju, Soffía Sigurjónsdóttir. Týndur köttur Þrettán ára gömul læða tapaðist frá Bergstaðastræti 28b 27. júní. Hún gegnir nafninú Lóra, er hvít og grábröndótt með dökka rönd á baki og í rófu. Eins er hún brönd- ótt fyrir ofan augu og niður fyrir vinstra auga. Finnandi vinsamleg- ast hringið í síma 10539 eða 32877. Fundarlaunum heitið. ÞJÁLFUNARNÁMSKEIÐ hjá dr. Fredrick C. Hatfield P.hD í Æfingastöðinni, Engihjalla 8, Kópa- vogi, einum fróðasta þjálfunarfræðingi á Vesturlöndum um líkamsrækt. Hér er um að ræða námskeið í kraft- og líkamsþjálf- un. Efni, sem farið verður yfir: Næringarfræði, aerobic, teygjur, íþróttanudd, tækjaþjálfun, endurnýjunartækni og annað, er viðkemur þjáifun mannslíkamans. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal af hálfu dr. Hatfields í lok námskeiðsins og útnefninguna, líkamsræktarþjálfari af hálfu Kraft. Námskeiðið verður haldið dagana 15.-17. júlí og hefst á eftirtöldum tímum: 15. júlí kl. 19.30. 16. júlí kl. 10.00 og 17.00. 17. júlí kl. 10.00 og 17.00. Námskeiðsgjald einungis kr. 6.500,00 Skráning og allar nánari upplýsingar í Æfingastöðinni í símum 46900 og 46901. Sérblað á miðvikudögum Myndasögur, þrautir og efni frá börnum. Auglýsingar í barnablaðið þurfa að hafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 17.00. á föstudögum. - bl^é allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.