Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 57 KNATTSPYRNA lan Ross, þjálfari KR, hyggst gera miklar breytingar á liði stnu á næstunni. Mjólkurbikarkeppnin: Bikarmeistarar Fram mæta íslands- meisturum Vals BIKARMISTARAR Framfá indastóll, sem sló KR út úr erfiða mótherja í 8-liða úrslit- I bikarkeppninni á eftirminni- um Mjólkurbikarkeppninnar í |egan hátt, ieikur gegn Leiftri á knattspyrnu. Framarar ieika Ólafsfirði. gegn ísiandsmeisturum Vals Skagamenn fá Keflvtkinga í heim- og verður leikurinn að Hlíða- sókn og FH-ingar leika gegn renda 20. júlí. Víkingum á Kaplakrikavellinum. Stórfleikur á Akranesi Skagamenn fá Framara í heimsókn ÞAÐ verður sannkallaður stór- leikur á Akranesi í dag kl. 14.30. Skagamenn fá þá Fram- ara í heimsókn, en Framarar hafa öruggt forskot í 1. deildar- keppninni og hafa tekið stefn- una á íslandsmeistaratitilinn. Skagamenn og Valsmenn geta veitt Fram keppni, þannig að það má búast við fjörugum leik á Akranesi. Valsmenn fá leikmenn KA í heim- sókn að Hlíðarenda annað kvöld kl. 20. Á sama tíma leikur Leiftur og Völsungur á Ólafsfirði, þar sem leikmenn Leifturs hafa ekki tapað leik í deildinni. Eins og menn muna þá unnu þeir Völsunga, 3:1, í bikar- keppninni í vikunni. Á mánudagskvöldið verða tveir leik- ir. Þá leika Þór og KR á Akureyri og er talið líklegt að Ian Ross, þjálf- ari KR, geri breytingar á liði sínu. Víkingar fá þá Keflvíkinga í heim- sókn. 1 Pétur Ormslev, fyrirliði Fram hefur skorað mark í síðustu fjórum deildar- leikjum Fram. Tekst honum að skora á Akranesi? Eddie May frá Siglu- firði til IMewport EDDIE May, sem hœtti þjálf- un 2. deildarliðs Siglufjarðar í vikunni, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Newport County. May, sem 45 ára, fyrrum leikmaður Swansea, var kallaður heim frá Islandi, til að taka við stjórninni hjá welska félaginu Newport FráBob County, sem féll Hennessyi úr 4. deildar- Englandi keppninni sl. keppnistímabil og er nú orðið utandeildarlið. Það verður hlutverk May að koma þessu fomfræga félagi, sem var stofnað 1912, aftur upp í deildar- keppnina. Það var mikið áfall hjá stuðnings- mönnum Newport, þegar félagið féll úr 4. deild. Það eru ekki mörg ár síðan Newport lék f 8-liða úr- slitum Evrópukeppni bikarhafa, eða 1981. Meiri háttar breytingar hjá KR framundan lan Ross hyggst gefa nýjum mönnum tækifæri IAN Ross, þjálfari KR-inga seg- ist munu tefla fram breyttu liði gegn Þórá mánudaginn. KR- ingar urðu fyrir miklu áfalli þegar þeir töpuðu fyrir Tinda- stól í 16-liða úrslitum bikar- keppninnar og hafa tapað fjór- um af fimm siðustu leikjum sínum á keppnistímabilinu eftir góða byrjun. Mannleg mistök of oft ollu ósigrinum gegn Tindastól. Það er ekki hægt að segja að allt liðið hafi brugðizt í leiknum en það gerðu hins vegar of margir leik- menn“, sagði Ross í samtali við Morgvnblaðið. Hann sagðist vera óánægðastur með að liðið hefði ekki haldið haus cftir að hafa jafnað 3:3 í leiknum heldur fengið á sig mark strax á eftir. “Þetta er eins og að hafa verið grafinn í gröf og náð að klöngrast upp úr henni með erfiðis- munum en henda sér síðan ofan í hana aftur", sagði Ross óhress með kæruleysi sinna manna í leiknum. Ross ætlar að endurskipuleggja lið sitt á næstunni. „Það verða gerðar meiri háttar breytingar á liðinu á næstunni. Fjórir leikmenn, sem hafa æft með allan tímann en ekki fengið tækifæri, fá að spreyta sig á næstu tveimur til þremur vikum“, sagði Ross. Leikmennimir sem hér um ræðir eru Hálfdán Örlygsson, Jón G. Bjamason og markverðimir Stefán Jóhannsson og Páll Ólafs- son. Ross mun tilkynna leikmönnum lið- ið gegn Þór á síðustu æfíngunni fyrir leikinn. „Jósteinn mikilvægur11 Ross efast um að lið sitt hefði feng- ið á sig fjögur mörk, ef vamarmað- urinn sterki, Jósteinn Einarsson hefði getað leikið allan leikinn en hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla á fyrstu mínútunum. „Hann er dæmi um leikmann, sem menn sjá ekki hversu mikilvægur er liðinu fyrr en hann vantar. Hann hefur flesta þá kosti sem prýða góðan knattspymumann, meðal annars geysilegan baráttuvilja. Hann hefur að vísu ekki mikla knatttækni en hann veit sín tak- mörk og það er mikill kostur. Allir knattspymumenn þurfa nefnilega að þekkja sín takmörk, einnig landsliðsmenn", sagði Ross. Jóstelnn Elnarsson - meiddist á hné í leik KR við Tindastól. Landslidið fer ekki til Sviss ÍSLENSKA landsliöið í knattspyrnu mun ekki leika vináttulandsleik gegn Sviss- lendingum í Sviss í ágúst, eins og fyrirhugað var. Svisslendingar gátu ekki tekið á móti landsliðinu. Leikurinn átti að vera upphitun- arleikur fyrir leikinn gegn Sov- étmönnum á Laugardalsvellin- um 30. ágúst. Það er fyrsti leik- ur íslenska landsliðsins í undan- keppni heimsmeistarakeppninn- ar á Ítalíu 1990. Ovíst hvort Jósteinn leikur með gegn Þór Fékk skurð á hnéskelina EKKI er Ijóst hvort varnarmað- urinn eitilharði, Jósteinn Ein- arsson getur leikið með KR gegn Þór á Akureyri á mánu- daginn. Jósteinn varð fyrir meiðslum á upphafsmínútun- um í leik Tindastóls og KR síðasta þriðjudag. Einn leikmanna Tindastóls rak takkana mjög harkalega í hnéð á mér þegar við áttum í baráttu um boltann. Ég fékk skurð á hné- skelina og varð að fara af leikvelli til að láta sauma hann saman. Saumurinn er á þannig stað að hætta er á að teygist á honum og skurðurinn opnist að nýju, ef ég fer of snemma af stað. Ætli það séu ekki svona tæplega helmingslíkur á að ég geti verið með gegn Þór“, sagði Jósteinn Einarsson í samtali Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.