Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 60

Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 60
EIGIYA MIÐLliMíV 27711 S*enif KrisSnsson, söiusljóri - Porieilur Gg4mundsso«, »lum. Þórótíw HMáréan, Bgfr * Umisteinntólí W„ slml 1t3Í0 Á GRÆNN! GREIN LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Breskt kóngafólk til íslands FÓLK úr bresku konungsfjöl- skyldunni er væntanlegt í heim- sókn til íslands í byijun ágúst- mánaðar næstkomandi. Morgunblaðið hefur fengið stað- festingu á því að heimsókn þessi er á döfinni en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um hveijir eða hversu margir meðlimir konungs- fjölskyldunnar verða hér á ferð, enda ekki um opinbera heimsókn að ræða heldur mun fólkið koma hingað í einkaerindum. Þess má geta að Karl prins stundaði lax- veiðar í Vopnafirði fyrir nokkrum árum. V esturiands vegur: Stakk tví- vegis af frá lögreglu Grósksi innan girðingar UNGMENNI úr girðingarflokki Landgræðslunnar héldu á Kjöl í vikunni til að lagfæra girðingu við Hvítárvatn. Á þessum slóðum er landeyðing mikil og á myndinni sést að jörð er sviðin utan girðingar en gróin innan. Lionsklúbburinn Baldur i Reykjavík á girð- inguna og hefur unnið að ræktun innan hennar um árabil. ÖKUMAÐUR vélhjóls sem fór á 134 km hraða eftir Vesturlands- vegi í gærdag komst undan lög- reglu í tvígang en skráningar- númer hjólsins náðist. Tveim vélhjólum var ekið á víta- verðum hraða eftir Vesturlands- vegi í Mosfellsbæ um hádegisbilið í gær. Lögregla veitti hjólunum eftirför en þau komust undan. Skömmu síðar var öðru hjólanna aftur veitt eftirför af lögreglu án árangurs. Vélhjólinu var þá ekið eftir Vesturlandsvegi á 134 km hraða en hámarkshraði á þessum vegarkafla er 90 km. Aksturinn varðar því sviptingu ökuleyfis. Skráningamúmer beggja hjólanna náðust og rannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík hefur málið til athugunar. Að sögn lögreglu verða ökumenn hjólanna að líkindum sóttir heim um eða eftir helgi og látnir svara til saka. Danskt varðskip lagði af stað með Hafþór til Grænlands seint í gærkvöldi: Formgi af Vædderen við fimmta mann um borð Frá blaðamanni Morgunblaðsins Kristni Benediktssyni á Dohrnbanka. DANSKA varðskipið Vædderen elti Hafþór ÍS um þrjár sjómílur austur fyrir miðlínuna milli Grænlands og íslands um kl. 14 i gærdag og sendi sjóliðsforingja ásamt fimm mönnum um borð. Skipherrann á varðskipinu hafði skipun frá dönsku herstjórninni að gera afla og veiðarfæri upp- tæk og færa Hafþór vestur fyrir miðlinuna þar sem tryggingar- féð, 440.000 dkr., hafði enn ekki borist grænlenskum yfirvöldum. Um klukkan 23 í gærkvöldi lagði svo varðskipið af stað með Haf- þór áleiðis til Grænlands. Vædderen hefur, allt frá því að Hafþór ÍS var sleppt á miðviku- dagskvöldið, eftir að skipið var stað- ið að meintum ólöglegum rækju- veiðum 2,8 sjómílur vestan við miðlínuna á Dohmbanka, fylgst með skipinu úr Qarlægð. Varð skip- stjórinn á Hafþóri að gefa upp stað- arákvörðun tvisvar á sólarhring. Mátti Hafþór ekki yfirgefa svæðið meðan beðið var staðfestingar á því að tryggingarféð væri greitt. Kl. 14 í gærdag kallaði skipherr- Háskólaráð vill hnekkja stöðuveitingn ráðherra ann á Vædderen til skipstjórans á Hafþóri og sagðist vera með orð- sendingu frá dönsku .herstjóminni til hans. Hann sagist ekki geta les- ið skilaboðin í talstöðina heldur myndi hann senda sjóliðsforingja yfir í skipið með þau á hraðbát. Skipstjórinn á Hafþóri svaraði á móti að hann myndi senda sjókort sín yfir á móti til frekari skoðunar. Skömmu eftir að sjóliðsforinginn og fímm menn af Vædderen voru komnir um borð í Hafþór kallaði skipherrann eftirfarandi í talstöð- ina: „Ég er með skipun frá dönsku herstjóminni í samráði við yfirvöld á Grænlandi um að gera afla og veiðarfæri upptæk og færa skipið vestur fyrir miðlínuna þar til lausn hefur fengist á málinu. Þú mátt hafa strax samband við eigenda skipsins en hann á að hafa sam- band við grænlensk yfírvöld og leysa málið hið snarasta." HÁSKÓLARÁÐ Háskóla íslands kom saman í gær til þess að ræða skipan Hannesar H. Giss- urarso.'.ar í stöðu lektors í stjórn- málafræði við félagsvísinda- deild. Ráðið samþykkti einróma harðorða ályktun, sem lýkur með þeim orðum að háskólaráð muni láta athuga lagalega stöðu Há- skólans í máli þessu í því skyni að hnekkja ákvörðun mennta- málaráðherra um að skipa Hann- es í stöðuna. í ályktun háskólaráðs segir að ráðherra hafí beitt valdi sínu þvert á anda þeirra laga sem nú séu í gildi. „Hefur hann sýnt fádæma hroka í tilraun sinni til að kúga Háskólann," segir í ályktuninni. Þá telur háskólaráð að ráðherra hafí lítilsvirt Háskólann með því að senda tilkynningu um stöðuveiting- una og bréf tii rektors og háskóla- ráðs til fjölmiðla áður en þau bár- ust réttum aðilum. Ráðið vísar á bug ásökunum ráð- herra um vanhæfni og hlutdrægni dómnefndar við mat á umsækjend- um um stöðuna. „Enda hefur hann ekki tilgreint neinar sérstakar van- hæfnisástæður og ber hann þó sönnunarbyrðina fyrir staðhæfíng- um sínum," segir háskólaráð. Þá mótmælir háskólaráð þeim vinnubrögðum ráðherra að ieita meðmæla með Hannesi hjá fyrrum kennurum hans, enda leitist kenn- arar ávallt við að gera hlut nem- enda sinna sem mestan. „Ráðherra hefði getað með rökstuddu áliti hafnað dómnefndarálitinu og kraf- ist þess að ný dómnefnd yrði skip- uð,“ ályktar háskólaráð. Háskólaráð mótmælir einnig því sem það kallar „tilraun ráðherra til að hafa áhrif á kennslu í Háskóla Islands með þeim hætti að veita stöðuna á grundvelli sérskoðana eins umsækjenda á eðli og hlut- verki stjómmálafræði." Ráðið segir að kennslufrelsi Háskólans hafí menntamálaráðherrar virt allt frá stofnun skólans þar til ráðherra gaf út greinargerð sína 30. júní. „Það er einsdæmi að ráðherra gefí út þá yfirlýsingu að kennarastöðu við Háskóla íslands skuli veita á grund- velli sérskoðana," segir ráðið. Sigmundur Guðbjamason, rektor HÍ, sagði að það væri að sjálfsögðu hægt að sækja það fyrir dómstólum að hnekkja ákvörðun ráðherra, og þá leið myndi Háskólinn fara ef hún virtist fær. „Það eru ýmsir fletir á því máli, annars væri það ekki í þessari ályktun," sagði háskóla- rektor. Morgunblaðinu tókst ekki að ná í Birgi ísleif Gunnarsson mennta- málaráðherra vegna ályktunar há- skólaráðs. Sjá ályktun háskólaráðs i heild á bls. 24. Eftir nokkurt málþóf fékk Haf- þór að halda áfram að toga og var beðið fram til kl. 20 í gærkvöldi er togið var klárað. Varðskipið fylgdi Hafþóri eftir allan daginn, lengst 7 mílur austur fyrir línuna og var bilið milli skipana um 300 metrar. Síðdegis vom sjókort Haf- þórs send yfir til Vædderen. Sjó- kortin eru þýsk og sýna miðlínuna vestar en íslenska kortið sýnir hana. Birgir Valdimarsson útgerðar- maður Hafþórs segir að honum hafí ekki tekist að fá bankaábyrgð fyrir tryggingarfénu í gærdag en hann sé að vinna að því máli og á von á því að það gangi upp bráðlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.