Morgunblaðið - 07.08.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 07.08.1988, Síða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 H BOLUNGARVÍK Verstöðin í Ósvörinni endurbyggð ÞAÐ er tíu stiga frost og hífandi rok, kuldinn nístir mann inn að beini og brimið hamast í fjöruborðinu, hvæsir eins og villiköttur. Við sjáum móta fyrir fáeinum mönnum, sem mjakast hægt upp kambana. Yfir þeim hvílir einhver dökkur drumbur, að því er virðist. Andartaki síðar sjáum við að þetta er heljarmikill bátur, sem þeir burðast þarna með — þeir bera hann á bökum sér. Eflaust brygði mörgum nútímamanninum i brún, ef á vegi hans yrði hópur svona hreystimenna, sem létu sig ekki muna um að snara snekkjunni upp á bak og berjast síðan með bátinn upp klappirnar á móti vindi. Trúlega myndum við hrista höfuðið og hneykslast á fífldirfskunni, ekki botna í meðferð mannanna á sjálfum sér. í upphafi þessarar aldar var þetta hinsvegar daglegur viðburður í Bolungarvík. Og það sem meira er — þeir, sem leið eiga um bæinn einhvern tímann í byijun næsta árs geta allt eins átt von á þvi að verða vitni að svona hetjuskap. í Ósvörinni i Bolungarvík er nú unnið hörðum höndum við uppbyggingu verstöðvarinnar þar. Þarna hafði Þuríður sundafyllir, landnámsmaður, aðsetur á sínum tíma og síðan var róið þaðan langt fram á þessa öld. Nú hefur bæjarstjórnin i Bolungarvík ákveðið að endurreisa búðina svo og salthús og harðfiskhjall. Einnig mun spil verða sett upp og umhverfið allt gert sem líkast því, sem var á árabátatímabilinu. Verstöðin í Ósvörinni var einhver fyrsta verstöð landsins og vilja Bolvíkingar nú varðveita söguna með þessum hætti. Endurbyggingin kemur sér líka vel fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna, þar eð kvikmyndagerðin Lifandi myndir h/f, vinnur nú að heimildamynd um sjávarútveg hér á landi fyrr og síðar. Tilefni þessarar kvikmyndar er hálfrar aldar afmæli L.Í.Ú. á næsta ári. Eins og nærri má geta hugsa kvikmyndatökumennirnir sér gott til glóðarinnar og munu þeir fá afnot af stöðinni, er tökur hefjast fyrir vestan næsta vetur. Báta- burður Það var óneitanlega mikið og einstætt afrek hér- lendis með þeirri tækni, sem þá var þekkt, að halda uppi harðri sjósókn á dekkuðum vélbátum við þær að- stæður, að þurfa að setja bátana upp og ofan brattan kambinn í hveijum róðri og lenda þeim í brim- asamri og stórgrýttri vör ..." „Einu sinni var farið með 7 tonna bát úr Bolungavík til viðgerðar í bátasmíðastöð í öðru byggðarlagi. Báturinn var settur upp með alls- kyns tilfæringum, svo sem gerist í bátasmíðastöðvum. Þegar viðgerð var lokið, komu Bolvíkingar að sækja bátinn. Þeir komu fjórir, einn til að stoppa bátinn niður, tveir til að styðja hann og einn til að leggja fyrir. Og þeir höfðu með sér tvær skorður og hlunna. Þegar smíðastöðvarmennimir sáu sinn manninn fara undir hvora síðu og formaðurinn skipaði aðlát- a„síga“, öskraði slippstjórinn á Bolvíkinga, að stoppa, hann ætlaði ekki að láta menn, þótt vitlausir væru, drepa sig fyrir augunum á sér. Og varð hann að ráða. Það tjó- aði ekki fyrir Bolvíkingana að segja, að þennan bát væru þeir nú búnir að setja mörg hundruð sinnum með þessu lagi. Slippmenn komu svo með allar sínar slippgræjur, og það tók á annan klukkutíma að setja niður bátinn, sem Bolvíkingar hefðu sett niður með sínu lagi á kortéri eða svo...“ Úr Einars sögu Guðfinnssonar, sem Ásgeir Jakobsson skráði. Sveinn og Philippe önnum kafnir við hleðsl- Verstöð Þuríðar sundafyllis á byggingarstigi. Bolungarvík í fjarska. una. „Viljum að Ósvörin verði nokkurs konar bæjarhliðu — segir Ólafur Kristjánsson bœjarstjóri Bolungarvíkur um uppbyggingu verstöðvar Þuríðar sundafyllis „Þetta er gamall draumur, sem er nú loksins að verða að veruleika,“ upplýsti Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, er við litum inn til hans á dögunum til að forvitnast örlítið nánar um uppbyggingu verstöðvarinnar. „Þegar fólk kemur í fyrsta sinn til Bolungarvíkur hefur það gjarnan á orði hversu nýleg öll mannvirki hér séu. í sjálfu sér er það heldur ekkert skrýtið, því það var ekki fyrr en uppúr 1950, sem bærinn fór að byggjast upp í núverandi mynd. Allar götur síðan höfum við verið önnum kafnir við uppbyggingu skóla, barnaheimilis, ishúss og heilsugæslu, svo eitthvað sé nefnt. Hinsvegar hafa tengslin við fortíðina því miður orðið útundan í öllum þessum láturn." Texti: Inger Anna Aikman Reyndar gerðum við eina tilraun," bætti hann við eftir andartaks umhugs- un, „endurbyggðum ver- búð eina hér í bænum, en af skipulagsástæðum neyddumst við til að rífa hana aftur. í fleiri ár höfum við svo gælt við þá hug- mynd að endurreisa verstöðina í Ósvörinni, enda hún einhver elsta verstöð landsins, ásamt að sjálf- sögðu Bjameyjum á Breiðafirði,“ sagði hann. „Það má því segja að það hafi verið auðsótt mál fyrir þá hjá LÍÚ er þeir ræddu endurbygg- inguna við okkur í sambandi við þessa heimildarmynd. Við vorum fljótir að slá til og ráðast í þetta verkefni. í framtíðinni getur ver- stöðin líka orðið nokkurs konar bæjarhlið Bolungarvíkur, sögulegur staður, þar sem ferðamenn geta staldrað við og borið saman lifnað- arhætti okkar og forfeðranna. Það er nefnilega ekki lengra síðan en 1895 sem 40 svipaðar verbúðir voru á Bolungarvíkurmölum. Árið 1904 kom svo fyrsti vélbáturinn til sög- unnar hér. Það var Ámi Gíslason á ísafirði, sem átti þann bát og setti í hann vél, en hann var alla tíð gerður út_ héðan frá Bolung- arvík," sagði Ólafur. Tæknin enginn tímasparnaður Þegar hér var komið sögu hafði Ú'ölgað á skrifstofu bæjarstjóra Bolungarvíkur — í hópinn hafði bæst Sveinn Einarsson frá Hijót, en hann hefur einmitt yfirumsjón með endurbyggingu verbúðarinnar 'y Ósvörinni.„Við höfðum heyrt því fleygt að Sveinn væri mikill lista- maður, vandvirkur og iðinn," sagði Ólafur, „svo við þóttumst heppnir að hafa fengið hann til liðs við okk- ur. Ég held að við höfum þó ekki gert okkur neina grein fyrir því þá, hversu lánsamir við vorum. Hann kom hingað alla leið frá Neskaup- stað, er búinn að vinna við þetta sleitulaust í 13 daga — og það sér ekki á honum. Annað eins hand- bragð hef ég heldur aldrei séð, maðurinn er hreinasti snillingur." „Uss, þetta er æfíng og aftur æfíng — það er allt og surnt," sagði Sveinn og hristi höfuðið. „Nú, vitanlega reynir maður að vanda sig, skárra væri það nú aldeilis. Ég kæri mig ekkert um að þurfa að horfa upp á þetta hrapa og þess vegna legg ég aðaláhersluna á traustleikann," bætti hann við. Aðspurður kvaðst Sveinn hafa fengið áhuga á hleðslum, sem þess- um, aðeins sex ára að aldri. „Það var lögrétt á næsta bæ,“ útskýrði hann, „og á mönnum hvíldi sú kvöð að halda henni við. Á haustin vom menn því látnir leggja til dagsverk í viðgerðir. Það var nokkurs konar þegnskylda. Nú, afi minn tók að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.